Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991
‘A >- t Elskulegur sonur okkar og bróðir, JÓN HALLDÓR BRAGASON, Njarðvfkurbraut 13, Innri-Njarðvík, andaðist í Borgarspítalanum miðvikudaginn 27. nóvember sl. Jarðarförin auglýst síðar. Foreldrar og systkini hins iátna.
t Faðir okkar, JÚLIUS BJÖRNSSON fyrrverandi deildarstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, andaðist 26. nóvember sl. á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Fyrir hönd vandamanna, Ottó J. Björnsson, Ellen Júliusdóttir, Þóra Júliusdóttir.
t MARTA KRISTÍN EGGERTSDÓTTIR, Blönduhlfð 27, lést fimmtudaginn 28. nóvember í Landspftalanum. Oddgeir Halldórsson.
t Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og tengdasonur, ÁRNI BERNHARÐ KRISTINSSON skipstjóri, Glæsivöllum 5, Grindavík, er lést af slysförum 22. nóvember, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 14. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á slysavarnadeildina Þorbjörn, Grindavík. Erla Sigurpálsdóttir, Sigurpáll Hjörvar Árnason, Hrönn Árnadóttir, Kristinn B. Kristinsson, Hrönn Árnadóttir, Sigurpáll Aðalgeirsson.
t Ástkær eiginmaður minn og faðir, BJARNI GUÐBRANDSSON vélstjóri, Hólavöllum 11, Grindavík, er lést af slysförum 22. nóvember, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 14. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á slysavarnadeildina Þorbjörn, Grindavík. Vilborg Helgadóttir, Ólaffa Helga Arnardóttir, Guðbrandur Þór Bjarnason, Helgi Freyr Bjarnason.
»
t Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdasonur og bróðir, SIGURÐUR KÁRI PÁLMASON, Selvöllum 6, Grindavík, er lést af slysförum 22. nóvember, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 14. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á slysavarnadeildina Þorbjörn, Grindavík. Harpa Guðmundsdóttir, Arnþór Sigurðsson, Fannar Geir Sigurðsson, foreldrar, tengdaforeldrar og systkini.
t Elskulegur unnusti minn, faðir, sonur, bróðir og mágur, HILMAR ÞÓR DAVÍÐSSON, Aðalgötu 11, Blönduósi, sem lést af slysförum 22. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 30. nóvember nk. Athöfnin hefst kl. 14.00. Þórhildur Gísladóttir, Hildur Harpa Hilmarsdóttir, Bóthildur Halldórsdóttir, Davíð Sigurðsson, Halldór Rúnar Vilbergsson, Jórunn Sigurðardóttir, Sigurður Friðrik Davíðsson, Arís Njálsdóttir, Anna Kristín Davíðsdóttir, Guðmundur Reyr Davíðsson og aðrir aðstandendur.
Þórey Hannes-
dóttir - Minning
Fædd 24. desember 1918
Dáin 23. nóvember 1991
Mig langar til þess með nokkrum
fátæklegum orðum að minnast
ömmu minnar, Þóreyjar Hannes-
dóttur, sem lést í sjúkrahúsi Akra-
ness að morgni 23. nóvember. Það
er nú svo að eftir samfylgd sem
varað hefur alla ævi frá því maður
fyrst man eftir sér verður manni
orðfátt á stundum sem þessum.
Alla mína tíð hefur hún amma ver-
ið einhvers staðar nálæg og ávallt
tilbúin að rétta mér sem öðrum,
ættingjum sem vandalausum, hjálp-
arhönd. Ég finn því tómleika og
missi sækja á nú við fráfall henn-
ar. Samt sem áður er mér það viss
léttir að þurfa ekki að sjá hana
kveljast iengur eða lifa áfram við
heilsuleysi, farna að kröftum. Sem
betur fer hélt hún starfsgetu sinni
fram undir það síðasta þannig að
hún gat séð um heimili sitt sjálf.
Henni hefur nú ekki líkað það að
geta ekki sinnt sínum daglegu verk-
um svo starfssöm sem hún var í
eðli sínu. Þeir sem kunnugir voru
sáu þó að kraftamir fóru þverrandi
þótt ekki vantaði viljann og ekki
væri verið að ræða þessa hluti
mörgum orðum af hennar hálfu.
Alltaf hefur verið jafn gottt að
koma á heimili hennar og afa á
Suðurgötu. Þar gat maður setið
tímunum saman án þess að leiðast
við það að ræða um heima og
geima. Ég hef aldrei fundið fyrir
aldursmun eða svokölluðu kyn-
slóðabili í þeirra návist enda höfum
við alltaf getað rætt saman á jafn-
réttisgrundvelli. Þarna höfum við
barnabörnin átt okkar annað heim-
ili í gegn um tíðina. Þar fyrir utan
hefur ávallt verið mikill gestagang-
ur á heimilinu af fólki sem átt hef-
ur leið um bæinn og sífellt bættust
ný og ný andlit í hópinn. Þetta sýn-
ir betur en margt annað hversu
velkomið fólki hefur fundist það
vera á heimili þeirra.
Amma var ekki þannig að hún
léti á því bera hvar hún fór. Hún
var lág vexti og fór hægt og hljóð-
lega yfír þannig að ekki bar mikið
á. En því var alltaf hægt að treysta
að þegar einhver þurfti á henni að
halda var hún einhvers staðar ná-
læg, albúin að aðstoða og liðsinna
eftir fremsta megni.
Nú þegar ég kveð ömmu með
þessum orðum langar mig til þess
að óska afa mínum, Árna B. Gísla-
syni, börnum hans og afkomendum
þeirra, alls hins besta. Ég veit að
allir þeir sem þekktu ömmu munu
búa áfram að þeim góðu minning-
um, sem hún skildi eftir sig. Komi
maður til með að skilja eftir sig
brot af slíkum minningum við frá-
fall sitt hefur maður ekki lifað til
einskis.
Að lokum vil ég koma á fram-
færi þakklæti til starfsfólks á
sjúkrahúsi Akraness fyrir hönd
ættingja minna. Það hefur nú sem
endranær sýnt frábæra hæfni,
skilning og hlýju við störf sín.
Arni Þór Sigmundsson
Fæðingarárið hennar ömmu
markaði djúp spor í ævi íslensku
þjóðarinnar. Helst vegna þess að
þá varð ísland fullvalda ríki. Einnig
fyrir Kötlugos um haustið. En síst
munu menn gleyma spönsku veik-
inni sem heijaði á íslensku þjóðina.
Úr henni dó fólk hundruðum saman
á öllum aldri og úr öllum stéttum.
Það var ekki spurning um starfsþrá
eða lífsvilja, hvorugt skorti á þeim
tíma þó aðstæður væru erfiðar.
Ofan á þessi ósköp lögðust einir
þeir mestu kuldar er menn muna.
Það er hveijum manni hollt í dag
að lesa sér tii um þessa tíma. Þeg-
ar borið er niður í dýrkeypta reynslu
læknis í sögunni Þorradægur eftir
Jón Trausta segir: „Fátæklingarnir
iíosnuðu upp hópum saman. Heilar
fjölskyldur fóru á sveitina eða ver-
ganginn sem eiginlega var eitt og
hið sama. Ég man þegar þessir
aumingjar voru að dragast bæ frá
bæ, bláir í framan af megurð og
máttleysi, með skyrbjúginn í tann-
holdinu og sinakreppuna í hnésbót-
unum - þar til þeir lögðust fyrir á
einhveijum bænum, komust ekki
lengra. Þeir urðu að deyja eða
hjarna við. Flestir hjörnuðu við og
- voru sendir til Ameríku um
sumarið. Engin björg fékkst nema
fáeinir ólseigir landselir sem skriðu
upp á ísinn og voru rotaðir þar.
Kjötið af þeim var svart eins og
tjara og gat aldrei soðnað. En það
þótti samt gott að því það var þó
nýtt.”
Það er erfitt að ímynda sér að
annað eins hafí verið lagt á fólk á
þessum tima.
Margt þetta fólk sem lifði við
mjög erfíðar aðstæður dreift um
allt land og það sem minna mátti
sín bjó upp til heiða þar sem óbýlt
teldist í dag, þó tímar eigi að telj-
ast breyttir til hins betra.
Þetta voru erfíðir tímar fyrir
þessa ungu og litlu þjóð, og það
hefur þurft harðgert fólk til að
komast í gegnum þetta harðræði.
Upp úr þeim kjarna er amma
fædd, á aðfangadag jóla 1918.
Hennar foreldrar voru Hannes
Guðnason og Ágústa Magnúsdóttir,
sem þá bjuggu á Stóru Þúfu f
Hnappadalssýslu.
Fyrir höfðu þau átt fjögur börn,
en tvö þeirra Iifðu ekki mánuðinn.
Elstur var Hjörtur Líndal sem tók
við búi foreldra sinna þegar þau
fluttu til Akraness með tvö sín yngri
börn, Þóreyju og Guðna. Anna var
þá tíu ára. Úm tvítugt giftist amma
eftirlifandi manni sínum, Árna
Breiðijörð Gíslasyni þá vélstjóra.
Saman eignast þau þijú börn, Eð-
varð, yfírlögregluþjón í Stykkis-
hólmi, Sæunni, húsmóður á Akra-
nesi og Gísla, verslunarmann á
ísafirði.
Þegar vörubifreiðar komu til sög-
unnar keypti afí sér bíl og gerðist
bílstjóri að ævistarfí. Upp úr 1940
vann hann mikið úti á landi, var
t.d. 5-6 sumur við vegagerð í Bitru-
fírði á Ströndum og þá bjuggu
amma og afí í tjöldum. Amma eld-
aði þá fyrir mannskapinn. Þetta eru
hlutir sem fólk í þá daga varð að
gera sér til framfæris, og þótti ekki
tiltökumál, Það þætti það í dag.
Það leyndi sér aldrei allt hennar
líf af hvaða kynslóð amma var.
Ekki það að hún talaði um það.
Nei það var upplagið, hjartahlýjan,
hjálpsemin, gjafmildin.
Hvergi mátti amma neitt aumt
sjá. Þannig háttaði til að í nágrenni
við ömmu sl. tuttugu ár var lengi
ijárhús. í því ijárhúsi héldu til með
fénu villtir kettir sem engum voru
til þægðar. Fyrir þessa ketti hafði
amma alltaf mjólkur- og fiskskál
úti á tröppum. Ekki sýndu þessir
kettir eitt þakklæti, þeir bara
hvæstu ef komið var nær þeim,
enda var amma aldrei að reyna að
venja þá, hún vildi ekki sjá þá inn.
Á hátíðisdögum var þeim einnig
gerður dagamunur. Fyrir um fimm
árum var fjárhúsið svo rifíð. En
ekki fóru kettirnir, því þeir koma
enn, og enn er þeim gefið. Þetta
átti reyndar við öll dýr sem nálægt
ömmu komu, smáfuglar í hennar
nágrenni liðu aldrei skort. Þessi
gestrisni er arfur kynslóðar en ekki
tilbúin synd nútímamannssins sem
tíðum hefur of lítinn tíma til að
hugsa um sjálfan sig eða aðra og
fer því á mis við Ijúfa gleði.
Úr því villikettir áttu svo öruggt
skjól hjá ömmu, þá er hægt að
ímynda sér hvernig móttökur
mannfólkið fékk þegar amma og
afi voru sótt heim. Þær hæfðu
hveiju fyrirmenni. Alltaf nýbakað
og allir fengu eitthvað við sitt hæfi.
Þegar gestir komu, þá sagði amma
gjarnan: Ég átti nú svona hálfpart-
inn von á þér svo ég bakaði, þá
hvarf hún niður í kjallara, niður
brattan stigann, alltaf lét hún sig
hafa það, fram á síðustu daga að
klífa hann. Það lýsir henni vel að
daginn áður en hún lagðist á spítal-
ann örfáum dögum fyrir andlátið,
sat hún mikið veik og bakaði með
hléum. „Það verður að vera eitthvað
til ef einhver kemur,” sagði hún.
Það er sannarlega skrýtið að sitja
nú í eldhúsinu hennar og gæða sér
á þessum kökum.
Allt sem amma gaf var vel smuit
hjartahlýju. Amma var sannur
félagi sem alltaf mátti treysta. Hún
hafði fágaða framkomu og mjög
elskulegt viðmót. Hógvær glaðvær
og vildi öllum vel. En hún var líka
oft föst fyrir og föst á sinni mein-
ingu, sem reyndist alltaf sú er sann-
ari reyndist.
Allir þessir kostir og svo ótal
margir aðrir voru ömmu í blóð born-
ir. Amma var afskaplega lítillát og
nægjusöm hvað hana sjálfa varð-
aði. En í mínum augum var amma
máttarstólpi. Hún var það eyland
sem maður gat látið sig skola upp
á þegar manni þótti ölduhæðin vera
orðin mikil í lífsins ólgusjó. Þar var
gott að vera, þar var maður örugg-
ur. Amma mín var mér alltaf mik-
ið, alveg frá því ég man eftir mér.
Sem lítill strákur sótti ég mikið í
að komast upp á Skaga til ömmu
og afa. Einu sinni man ég þegar
ég var á Akranesi í nokkra daga,
þá voru amma og afí á ferðalagi
norður í landi. Þó ég vissi að þeirra
væri ekki von, fór ég á hveijum
degi að húsinu þeirra og dvaldi við
það, beið og hugsaði til hennar.
Ég veit að öll ömmu- og
langömmubörnin eiga eftir að
sakna ömmu mikið. Sérstaklega
þau sem voru svo heppin að búa á
Akranesi og gátu heimsótt hana
reglulega, sem ég veit að þau gerðu.
Öll áttu þau mikið í henni. Hún var
aldrei rík af veraldlegum gæðum,
enda stóð hugur hennar ekki til
þeirra gæða. Hennar auður var fjöl-
skyldan. Amma var alltaf glöð og
kát, og skemmtileg heim að sækja.
Það skipti engu hvort um unga eða
aldna var að ræða, amma gat rætt
við alla á þeirra nótum. Það er
hætt við að í framtíðinni þyki manni
eitthvað vanta á Skagann. Þar hef-
ur nú verið höggvið seinfyllt skarð.
Ég þykist þess fullviss að ömmu
þætti hún ekki verð minningar-
greinar. Hún myndi hafa sagt, „Æ
láttu það nú eiga sig vinur ég er
nú víst ekki svo merkileg”. En í
mínum huga er amma og verður
alltaf mikilmenni. Enda fædd á
sama dag og sjálfur frelsarinn.
Eyþór Eðvarðsson
En þegar hinst er allur dagur úti
og uppgerð skil,
og hvað sem kaupið veröld kann að virða,
sem vann ég til
í slíkri ró ég kysi mér að kveða
eins klökkan brag
og rétta heimi að síðstu sáttarhendi
um sólarlag.
(St.G.St.)
í dag, 29. nóvember, verður til
moldar borin frá Akraneskirkju föð-
ursystir mín, Þórey Hannesdóttir,
síðast húsmóðir að Suðurgötu 90 á
Akranesi. Hún Iést á Sjúkrahúsi
Akraness 23. þ.m. Þórey Magna,
en svo hét hún fullu nafni, var
fædd á Stóru-Þúfu í Miklaholts-
I
I
I
I
(
(
(
(
(
i
í