Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 F 4805 ELX Ofn Yfir-undirhiti, blástur og grill, fituhreinsun,svart glerútlit, tölvuklukka meö tímastilli. Helluborð Keramik yfirborð, svartur rammi, fjórar hellur, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. Funahöfða 19 sími 685680 Þú svalar lestrarþörf dagsins á síöum Moggans! y * Margrét Asgeirs- dóttir — Minning Fædd 26. apríl 1898 Dáin 18. nóvember 1991 Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) í dag verður Margrét Asgeirsdótt- ir borin til hinstu hvíldar. Margrét var fædd á Arngerðareyri við Isa- fjarðardjúp 26. apríl 1898 og var því 93 ára þegar hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin As- geir Guðmundsson bóndi og Aðal- björg Jónsdóttir. Margrét var í for- eldrahúsum fyrir vestan til ársins 1920, er hún fluttist til Reykjavíkur með móður sinni og systkinum eftir lát föður síns. Árið 1923 giftist Margrét Birni E. Árnasyni lögfræðingi og endur- skoðanda. Margrét og Björn eignuð- ust tvö börn, Aðalbjörgu framhalds- skólakennara, sem er gift Skúla Guðmundssyni, verkfræðingi, og Árna, lögfræðing og löggiltan end- urskoðanda. Árni er giftur Ingi- björgu Jónsdóttur. Þau eru bæði lát- in. Barnabörn Margrétar eru sjö og barnabarnaböm sex. Margrét var mjög glæsileg kona og ákveðin í fasi. Heimili hennar og Björns var í mörg ár á Öldugötu 11, og síðar í húsi á Tjarnargötu 46, og bjó Margrét eiginmanni sínum og börnum mjög gott og glæsilegt heim- ili. Ég undirritaður varð þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja á heimili föður- bróður míns og Margrétar konu hans, þegar ég var hér í framhaldsskóla, og síðar nemandi hjá Birni í endur- skoðun, og á ég þeim hjónum mikið að þakka. Það var mikils virði fyrir ungan mann að kynnast jafn sterkum persónum og Margréti og Birni. Þau voru miklar og góðar fyrirmyndir annarra til orðs og æðis. Margrét var mjög félagslynd kona, og starfaði mikið í kvenfélaginu Hringnum þar sem hún var kjörin heiðursfélagi. Ennfremur starfaði hún um árabil í Oddfellowreglunni og formaður í Bridsfélagi kvenna var hún í mörg ár. Margrét var heiðruð fyrir árangursrík störf að félagsmál- um og sæmd riðdarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1983. Að leiðarlokum þakka ég Mar- gréti þá vinsemd og handleiðslu, sem hún og Björn frændi minn veittu mér ungum. Ég mun ætíð minnast þessara merku hjóna með virðingu og þakklæti. Áðalbjörgu dóttur þeirra og öðrum afkomendum votta ég innilegustu samúð vegna fráfalls Margrétar, en hana kveð ég, og fjöl- skylda mín, með orðum skáldsins í sálminum hér að ofan. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.” Eyjólfur K. Sigurjónsson Látin er heiðurskonan Margrét Ásgeirsdóttir í hárri elli. Margrét var gift Birni E. Árnasyni, löggiltum endurskoðanda, sem látinn er fyrir mörgum árum. Björn var einn a'f stofnendum og um mörg ár formaður Félags lög- giltra endurskoðenda. Þá varð hann fyrsti heiðursfélagi félagsins. Við ýmis tækifæri áttum við, löggiltir endurskoðendur, þess kost að kynn- ast Margréti. Öll voru þau kynni á einn veg. Eðlislæg hlýja og vinsemd geislaði frá henni til okkar „unga fólksins”. Það var og auðséð að hún vildi lifa lífinu lifandi og lét ekki ýmis konar mótlæti buga sig. Margrét var glæsileg kona og sóp- aði að henni hvar sem hún kom og reyndar að þeim hjónum báðum. Hver samkoma í Félagi löggiltra endurskoðenda, sem þau hjónin sóttu, fékk á sig sérstakan hátíð- arblæ vegna nærveru þeirra. Eftir fráfall Björns hélt Margrét góðu sambandi við félagið og sótti árshá- tíðir þess þegar kostur var. Við hjónin, sem vorum svo heppin að kynnast Margréti, þökkum henni mjög ánægjuleg og gefandi kynni. Aðstandendum vottum við samúð. Halldór V. Sigurðsson. Margrét Ásgeirsdóttir, ekkja Björns Árnasonar endurskoðanda, lést á Borgarspítalanum 18. þ.m. á 94. aldursári. Hún var elsta félagskona og ald- ursforseti Kvenfélagsins Hringsins, innritaðist í félagið árið 1920. Heið- ursfélagi eftir margra ára mikið og vel unnið starf. Margrét var sérstaklega félags- Iynd, átti gott með að blanda geði við fólk. Meðan heilsan leyfði lét hún sig sjaldan vanta á fundi eða áðrar samkomur okkar. Þrátt fyrir háan aldur var hún ótrúlega minnug. Hún hafði skemmtilega frásagnar- og kíinni- gáfu, sló oft á létta strengi. Hún minntist fyrstu funda sinna í félag- inu, sem þá voru haldnir á heimili formannsins, Kristínar V. Jakobsen. Þá þótti gott ef 8-10 konur voru mættar. Margrét var í stjórn Hringsins í mörg ár og hún var í fjáröflunar- nefnd árið 1944, þegar ákveðið var að félagið beitti sér fyrir stofnun barnaspítala. Ein hugmynd til fjáröflunar var sú að fá Alþingi til að samþykkja að gjafir til spítalasjóðsins yrðu und- anþegnar tekjuskatti. Máli sínu til framdráttar skiptu nefndarkonur með sér að tala við þingmenn, hvern fyrir sig að þeir veittu þeim liðsinni. Þegar greiða skyldi atkvæði um frumvarpið fjöl- menntu Hringskonur á áheyrenda- pallana. Atkvæði voru greidd með handauppréttingu. Margréti fannst eitthvert hik á einum „sinna manna” svo hún kallaði hátt og snjallt nafn hans. Höndin rauk upp! Frumvarpið var samþykkt og miklar og góðar gjafir fékk sjóðurinn vegna þess. Margrét hafði mikla ánægju af að spila brids, enda frábær spila- kona. Formaður Bridsfélags kvenna var hún í mörg ár og heiðursfélagi þar. Ég veit að Oddfellowkonur minnast góðs féiaga þar sem Margr- ét var. Þótt Margrét ætti við vanheilsu að stríða síðustu árin var kjarkur hennar og viljastyrkur með ólíkind- um. Hún var komin yfír nírætt þegar hún vann utanlandsferð í jólahapp- drætti Hringsins. Ekki hvarflaði að mér að hún gæti sjálf notfært sér þann vinning. Jú, hún lét sig hafa það. Fór í hópferð til Portúgals, meira af vilja en mætti, enda þurfti hún tvær hækjur til að styðjast við. Hún vildi lifa lífinu „lifandi”. Það átti ekki vel við hana að komast ekki ferða sinna eins og hún hafði hug til. Því hefur hvíldin verið henni kærkomin. Sem fyrrverandi formaður Hrings- ins vil ég fyrir hönd okkar félags- kvenna þakka Margréti öll hennar miklu störf í þágu félagsins. Við minnumst hennar sem glæsilegrar og fallegrar konu, sem sópaði að hvar sem hún fór. Blessuð sé minning hennar, Ragnheiður Einarsdóttir Hún Margrét, tengdamóðir mín er látin, hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. Margrét fæddist á Arngerðareyri við ísafjarðardjúp 26. apríl 1898 og var því á 94. aldursári þegar hún lést. Foreldrar hennar voru Ásgeir Guðmundsson, bóndi, hreppstjóri og dannebrogsmaður á Arngerðareyri fæddur 1849 og dáinn 1914. Síðari kona hans Aðalbjörg Jónsdóttir frá Miðhúsum í Blönduhlíð í Skagafirði fædd 1860 og dáin 1922. Margrét var elst íjögurra alsystk- ina. Hin voru Jochum, fæddur 1900 og dáinn 1973. Hann fluttist ungur maður til Kanada og kvæntist þar konu af íslenskum ættum og starfaði sem raffræðingur í Winnipeg til dauðadags. Annar bróðir Margrétar vai; Jón Guðmundur, fæddur 1902 og dáinn 1926 og var hann hljómlist- armaður. Yngst systkinanna var Geirþrúður, gift Jóhanni Kúld, rithöf- undi. Hún var fædd 1904 og dó sl. vor. Hún starfaði sem hjúkrunarkona í Reykjavík, lengst af við ungbarna- vernd á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík. Margrét átti tvo hálfbræður, sam- feðra, sem upp komust, en þeir voru Bjarni, fæddur 1873, dáinn 1940, en hann var söðlasmiður í Osló, gift- ur norskri konu. Hinn bróðirinn var Ásgeir, fæddur 1878, dáinn 1956, en hann var prestur á Hvammi í Dölum 1905—1944. Kona hans var Ragnhildur Ingibjörg Bjarnadóttir. Bróðir Margrétar, sammæðra, var Magnús Jochumsson, póstmeistari í Reykjavík;-fæddur 1889, dáinn 1973. Kona hans var Guðrún Zoega. Systir Margrétar sammæðra var Sigríður Jochumsdóttir, lengi forstöðukona þvottahúss Landspítalans, fædd 1892, dáin 1967, ógift. Margrét ólst upp á Arngerðareyri í hópi systkina sinna. Frá þessum árum átti hún margar minningar sem hún hafði mikla ánægju af að rifja upp, ekki síst póstferðirnar sem hún fór yfír fjallvegi suður í Gilsfjörð, barnung. Margrét flutti með móður sinni og systkinum til Reykjavíkur kring- um 1920, en hafði áður tekið próf úr Kvennaskólanum í Reykjavík. Stuttu síðar kynntist hún mannsefni sínu, sem hún giftist 1923. Hann var Björn Einar Ámason, fæddur 27. febrúar 1896 á Sauðárkróki. Hann var sonur sr. Árna Björnssonar, prests þar, síðar prófasts á Görðum á Álftanesi og konu hans Líneyjar Sigurjónsdóttur frá Laxamýri, systur Jóhanns skálds. Björn lauk lögfræðiprófi frá Há- skóla íslands 1924 og starfaði síðan við endurskoðun og rak endurskoð- unarskrifstofu í Reykjavík frá 1924 til æviloka. Hann var aðalendurskoð- andi ríkisins frá 1943 til 1949. Björn lést í Reykjavík 1967. Margrét og Björn eignuðust tvö börn, Aðalbjörgu, framhaldsskóla- kennara, fædda 1926 og Árna, lög- fræðing og löggiltan endurskoðanda, fæddan 1927 og dáinn 1978. Aðalbjörg giftist Skúla Guð- mundssyni, verkfræðingi (undirrit- uðum) 1949 og áttu þau þijár dæt- ur, Ragnheiði, lækni, dáin 1981, en hún var gift Jóni Barðasyni, kenn- ara, Margréti Birnu, hjúkrunarfræð- ing, sem er gift Árna Tómassyni, löggiltum endurskoðanda og Erlu Björgu, leikara, en hún er gift Brad- ley Boyer, markaðsráðgjafa. Árni kvæntist Ingibjörgu Jónsdóttur 1953, en hún dó 1988. Þau áttu fjög- ur börn, Björn Einar, eðlisfræðing, Brynhildi, lyfjafræðing; Ásgeir Þór, lögfræðing og Jón Loft, stórmeistara í skák og viðskiptafræðing, en hann er giftur Þórunni Guðmundsdóttur, kennara. Barnabörn Margrétar eru sex. Ég kynntist Margréti og Birni, manni hennar fyrir 45 árum, þegar við Aðalbjörg fórum að draga okkur saman. Fann ég þá þegar þá hjarta- hlýju sem Margrét hafði til að,-teera í svo stórum stíl að einstakt mátti teljast. Alltaf var hún tilbúin til að hjálpa þeim sem hjálpar þurftu með og átti það ekki aðeins við um fjöl- skyldu og vini, heldur gekk hún til liðs við félagasamtök sem unnu að slíkum málum. Hún gekk í kvenfélagið Hringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.