Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991
51
Guðrún Samúels-
dóttir - Minning’
á þriðja áratugnum og var í stjórn
þess félags í fjölda ára. Eitt aðal
baráttumál félagsins var að koma á
fót bamaspítala, en slíkur spítali
hefur nú verið starfandi á Landspíta-
)anum í mörg ár og ber nefnið Barn-
aspítali Hringsins sem þökk fyrir
þann mikla þátt sem Hringurinn átti
í að koma honum á fót. Enn vinna
Hringskonur að söfnun fjártil styrkt-
ar þessari starfsemi. Margrét var
einnig félagi í Oddfellowstúkunni
Bergþóru og gegndi þar trúnað-
arstörfum lengi.
Margrét starfaði mikið í Bridsfé-
lagi kvenna og var formaður þess í
mörg ár. Á þeim árum fóru félags-
konur í keppnisferðir til útlanda og
gekk oft vel.
Margrét var sæmd riddarakrossi
Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1983
fyrir félagsstörf. Margrét tengda-
móðir mín lét sér alltaf mjög annt
um börnin sín og þegar þau festu
ráð sitt bættust tengdabörnin sjálf-
krafa í hópinn. Alltaf vorum við vel-
komin í Tjarnargötu 46, húsið sem
þau hjónin byggðu sér strax eftir
stríð, en Margrét hafði verið lífið og
sálin í þeim framkvæmdum öllum.
Þarna var samastaður allrar fjöl-
skyldunnar, barna, barnabarna og
vina, en Margrét hafði unun af því
að taka á móti gestum og var alltaf
miðpunktur hópsins. Hún naut þess
að segja frá því, sem hún hafði upp-
lifað á langri ævi og heillaði fólk
með frásagnargleði sinni. Bama-
bömin og seinna barnabarnabörnin
löðuðust líka að henni og hún að
þeim.
Hún naut þess að ferðast, fór í
ferðir inn á hálendi íslands á miðjum
aldri og hafði á yngri árum farið ríð-
andi víða um landið. Einnig fór hún
oft til útlanda og hélt því áfram fram
á síðustu ár. Síðustu árin bjó hún í
Seljahlíð, vistheimili aldraðra í Breið-
holti og naut þar góðrar aðhlynning-
ar starfsfólks. Hún veiktist skyndi-
lega í septemberlok, fékk heilablæð-
ingu og lést á Borgarspítalanum 18.
þessa mánaðar. Við, fjölskyldan
hennar, viljum færa starfsfólki spít-
alans kærar þakkir fyrir góða að-
hlynningu síðustu vikurnar.
' Við sem eftir lifum munum sakna
Margrétar mikið en við eigum innra
með okkur minninguna um heillandi
konu, sem aldrei gleymist.
Skúli Guðmundsson
Fædd 3. september 1933
Dáin 20. nóvember 1991
Mig langar í örfáum orðum að
minnast móðursystur minnar Guð-
rúnar Samúelsdóttur, sem nú er
gengin á vit feðra sinna fyrir aldur
fram.
Gurrý, eins og hún var að jafn-
aði kölluð af öllum sem hana
þekktu, var ekki einungis móður-
systir mín, heldur einnig ástkær
frænka og eins konar uppeldismóð-
ir til nokkurra ára.
Ég fór vestur á Sand í fóstur til
Gurrýar og eiginmanns hennar,
Friðjóns Jónssonar, fjögurra ára
gömul en þá bjuggu þau á Hellis-
braut 9, ásamt dætrum Gurrýar,
Jónínu og Láru, en hjá þeim bjó
ég með hléum allt fram að unglings-
árunum.
Mínar fyrstu minningar um ver-
una fyrir vestan eru að þar eignað-
ist ég mitt fyrsta þríhjól, sem er
kannski léttvægt miðað við margt
annað sem mér var gott gert á
þessum árum. En það er nú einu
sinni svo, að barnshjartað á það til
að tengja minninguna einhverju
sem löngunin hefur mest staðið til
á þeim tíma. Veran hjá Gurrý og
Fía skóp ævarandi vináttu við þau
og börn þeirra, en þau eru auk
Jónínu og Láru, Svanur Karl, fædd-
ur 1966, Signý Rut, fædd 1967,
og Friðjón Rúnar, fæddur 1968.
Aldrei lét ég hjá líða að heim-
sækja Gurrý þegar ég átti leið vest-
ur og aldrei stóð á matarboði fyrir
mig og fjölskyldu mína, né heldur
að greiða veg okkar eftir mætti ef
við þurftum á einhveiju að halda.
Það var þröngt setinn bekkurinn
í litla eldhúsinu hjá henni Gurrý
síðast þegar við litum þar inn, enda
hún ekki óvön að veita fjöldanum.
Það var oft mannmargt í kringum
hana, og þó sérstaklega á fyrri
árum þegar hún kom mikið við sögu
félagsmála á Sandi. Þó má segja
að eitt félag öðrum fremur hafi
verið henni sem fósturbarn. Það var
leikfélagið, sem var hennar áhuga-
mál til margra ára. Leiklistin var
henni alla tíð mjög kær, og varla
leið það ár að ekki færi hún á eina
eða fleiri leiksýningar. En þær
verða ekki fleiri á þessari jörð.
Það er erfitt í fáum orðum að
minnast þeirra sem nálægt manni
standa og jafn erfitt að þakka vel-
gjörðir og vináttu til margra ára.
En nú er elsku Gurrý gengin á
Guðs veg.
Guð styrki börn hennar, tengda-
börn og barnabörn.
Ég og fjöiskylda mín sendum
þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur,
og vottum Friðjóni Jónssyni og öðr-
um nákomnum ættingjum samúð
okkar.
Gunnhildur Agnes Þórisdóttir
Samfylgd þín var leiðarljós
í störfum dags og nætur
hafðu fyrir þökk og lirós
segir sá sem grætur.
Börnin þín nú kveðja þig
með sáran sting í hjarta
en eiga hjá þér hvert um sig
góða minning bjarta.
Palli
í dag kveð ég móðursystur mína,
Guðrúnu Samúelsdóttur, hinstu
kveðju. Dauða hennar bar brátt að
og er maður varla búinn að átta
sig á þeirri staðreynd. Gurrý, eins
og hún var kölluð, fæddist á Lauga-
vegi 11 í Reykjavík þann 3. sept-
ember 1933, en ólst upp á Bergþór-
ugötu 20 fram á fullorðinsár. Hún
var elst barna ömmu minnar, Jónínu
Þorkelsdóttur (f. 21.9.1904, d.
14.8.1987), og afa míns, Samúels
Inga Olgeirssonar (f. 13.12.1908,
d. 3.6.1951). Systkini hennar voru,
í aldursröð: Salome Jóna, dó í
bernsku, móðir mín Valdís, býr á
Seltjarnarnesi, og Þorkell sem býr
í Grafarvogi. Hún átti fimm hálf-
systkini, þar af fjögur frá fyrra
hjónabandi ömmu. Þau voru: Érna
Karlsdóttir, dó ung í Sviss, Ester
Ósk Karlsdóttir, býr í Svíþjóð, Guð-
finna Karlsdóttir, býr í Reykjavík
og Sigurður Þorsteinn Karlsson, býr
á Hellu og svo Þórarinn Ásgeir
Samúelsson sem býr í Kópavogi.
Gurrý átti tvö hjónabönd að baki.
Ung giftist hún Vigfúsi Sólberg
Vigfússyni og eignuðust þau .tvær
dætur. Þær heita: Jónína (f.
2.1.1951), gift Páli Stefánssyni
skipstjóra á Hellissandi og eiga þau
VZterkur og
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
tvö börn. Láru Emelíu, (f.
26.2.1952), býr í Reykjavík. Lára
á eina dóttur sem ólst að mestu upp
á heimili ömmu sinnar og „afa”.
12. febrúar 1961 giftist Gurrý,
Friðjóni Jónssyni skipstjóra frá
Hellissandi. Þeim varð þriggja
barna auðið: Svanur Karl, (f.
5.3.1966), sambýliskona hans er
María Þórisdóttir, þau eiga tvö börn
og búa á Hellissandi. Signý Rut,
(f. 30.3.1967), gift Lofti Bjarna-
syni, þau eiga eitt barn og eru einn-
ig búsett á Hellissandi. Friðjón
Rúnar, (f. 16.12.1968), sambýlis-
kona hans er Linda Þórisdóttir. Þau
eiga eitt barn og búa í Reykjavík.
Gurrý og Friðjón bjuggu flest sín -
búskaparár í heimahögum hans,
Hellissandi. Hann stundaði sjóinn^.
en hún gætti bús og barna, þar á
meðal systur minnar Gunnhildar,
sem dvaldi langdvölum hjá þeim og
þau tóku ávallt sem einu af sínum
börnum.
Gurrý lét ýmis féiagsmál til sín
taka á lífsleiðinni en í seinni tíð tók
heiisu hennar að hraka. Hún tók
andstreymi lífsins þó ætíð af miklu
æðruleysi. Mér er sérstaklega minn-
isstætt hversu skjótt hún brá við
er amma mín veiktist alvarlega og
móðir mín hafði samband vestur
og bað Gurrý að koma. Varla liðu
nema tveir tímar uns hún stóð við
sjúkrabeð móður sinnar. Þaðan vék
hún varla fyrr en yfir lauk, tæpum
mánuði síðar. Nú hafa þær mæðgur
sameinast á ný, fyrr en nokkurn
óraði.
Ég vil að endingu þakka Gurrý
samfylgdina, sem vissulega hefði
mátt vera lengri. Ég votta aðstand-
endum hennar mína dýpstu samúð.
Hvíli hún í friði.
Valgerður Anna Þórisdóttir