Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 Af Rambó o g öðrum riddurum Bókmenntir Einar Falur Ingólfsson Italo Calvino: Riddarinn sem var ekki til. Mál og' menning 1991. Árni Sigurjónsson þýddi. í skáldskap er allt hægt. Rithöf- undurinn er heimssmiður sem ræður lífi, dauða og örlögum manna. Hinn kunni ítalski höfundur, Italo Calvino (1923-1985), leikur skemmtilega með þessar eigindir skáldskaparins í Riddaranum sem var ekki til, fyrstu sögunni sem kemur út eftir hann á íslensku. Þetta er ævintýraleg saga um hetjur í liði Karlamagnúsar. Þráður- inn er reyfarakenndur og persónum- ar flestar kunnuglegar: riddara- sveinninn hugprúði, stórættaða ást- meyjan sem hneppt er í þrældóm, Bókmenntir Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Jeanette Winterson: Ástríðan. Skáldsaga, 200 bls. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi. Mál og menning 1991. Ást fjötrar, segja þeir og ástríða er djöfull og margir hafa farist af ást. Ég veit að þetta er satt, en ég veit líka að án ástar fálmum við okkur áfram í jarðgöngum lífsins og sjáum aldrei til sólar (194). Það er Henri sem skrifar þessi orð í dagbókina sfna. Henri er önnur aðalpersónan í skáldsögunni „Ástríð- unni”, hin er Villanelle. Hann er franskur, hún er ítölsk frá hinni fljót- andi borg, Feneyjum. Þau eru uppi á tímum Napóleons sem er mikill örlagavaldur í lífi þeirra beggja. Það eru sagðar sögur í þessari bók, sögur af miklum atburðum, sérstæðu fólki en framar öllu þó sögur um ástríður. Ástríða Henris er í fyrstu áköf aðdáun á Napóelon og hún teymir hann í herinn þar sem hann fær þann starfa að snúa kjúklinga úr hálsliðnum. Ástríða Napóleons er nefnilega að borða kjúkling á hveij- um degi, ásamt því að láta stjórnast af valdafíkn og hrifningu á sjálfum sér. Ástríða Villanelle er helguð ann- arri konu sem hún týnir hjarta sínu hjá eftir níu daga og nætur í húsi hennar. Þar slær hjarta hennar í stórri krukku í mörg ár, allt þar til Henri endurheimtir það fyrir hana á ný. Fleira fólk er nefnt til sögunnar: Dvergurinn Dómínó sem sér um hesta Napóleons því hann vill hafa litla þjóna og stóra hesta. Hempu- lausi presturinn Patrik verður mikill vinur Henris í hemum. Vinstra auga Patriks er gætt þeirri náttúru að með því sér hann lengra en með besta sjónauka. Með þessu undra- auga getur hann séð konur afklæð- ast hinum megin í þorpinu. Og Pat- rik hrífst af konum. Þannig er þessi bók full af furðum og sögum. Hver einasta persóna, sem nefnd er til leiks, hefur sterk sér- vaikyrjan sjálfstæða en ástsjúka. í öðrum persónum leikur höfundurinn með goðsagnir og sagnaminni á ann- an hátt: þarna er skjaldsveinninn Gúrdúlú sem ber fjölda nafna, lagar sig sffellt að nýjum og nýjum aðstæð- um og hefur framkomu fíflsins, og síðan er það titilpersónan, riddarinn sem var ekki til: Arnúlfur af Gvíldí- vemí. Arnúlfur er ekki maður heldur tóm silfurhvít brynja sem segist gegna herþjónustu með viljastyrkn- um og trúnni á málstaðinn. Sann- færður um eigið ágæti leitar hann fullkomnunar í hveiju verki, hann talar upphafið mál sem er í andstöðu við hversdagslegt málfar annarra og hann berst gegn allri ringulreið. Þannig er Arnúlfur á ijátli um sögu- sviðið, hann finnur að öllu og krefst jámaga, og vitaskuld er hann einnig hin mesta bardagahetja, sem - þrátt fyrir líkamsleysið - konur falla flatar kenni. Enginn er venjulegur. Sögu- maðurinn hefur magnaða rödd sem seiðir lesandann til sín í dularfullt völundarhús orða — ástríðuorða. Annað veiflð ávarpar hann lesandann með þessum orðum: „Ég er að segja þér sögur. Treystu mér.” Bókin skiptist í fjóra hluta. í þeim fyrsta segir af Henri og fyrstu reynslu hans í her Napóleons. Annar hlutinn gerist á sama tíma í Feneyj- um og segir frá Villanelle sem er dóttir ræðara en þeir hafa sundfít milli tánna og geta gengið á vatni. Villanelle hefur líka sundfít. í þriðja hluta liggja leiðir þeirra Henri og Villanelle saman í Moskvu á miðjum frostavetrinum mikla. Fjórði hlutinn er nokkurs konar eftirmáli þegar ástríðumar hefur lægt. Stíllinn einkennist af frekar knöppum setningum, oft Ijóðrænúm. Hann er myndrænn, en þó frekar einfaldur og án alls orðskrúðs: Án hans, dagana og næturnar sem hann dvaldi í París vegna þjóðmála, var birtan það eina sem skildi að daga og nætur. Þegar ég hafði eng- an til að elska þótti mér affarasæl- ast að taka upp geðslag broddgalta og faldi hjarta mitt í laufinu (31). Tilfínningar eru hlutgerðar, það er þær verða áþreifanlegar og sýni- legar líkt og hjarta Villanelle, sem slær í mörg ár í krukku. Ástríða þessa fólks veitir ekki hamingju, hún rífur, særir og slítur. Hún er öfga- kennd. Þrátt fyrir það er hún nauð- synleg vilji fólk kynnast lífínu. En ástríða sem leiðir fólk út í stríð er alltaf neikvæð og stríð Napóleons er ömurlegt I þessari bók. Óstjómleg valdafíkn eins mánns leiðir þúsundir og aftur þúsundir út í opinn og til- gangslauan dauðann. Saga sem hef- ur endurtekið sig í sífellu frá því á dögum Napóleons. A bókarkápu segir að Jeanette Winterson þyki einhver athyglisverð- asti yngri höfundur Breta og víst er að það er fengur í þessari bók, að minnsta kosti fyrir þá sem eru sólgn- ir í sögur. Sagan er þýdd á blæbrigð- aríkt og læsilegt mál, ekkert sem stingur í augu. Italo Calvino fyrir. Vegna fullkomnunaráráttu sinnar á Arnúlfur ekki samleið með öðrum kempum konungs; þær sitja saman á kvöldin og búa til hetjuleg- ar lýsingar á afrekum sínum, en Amúlfur vill hafa það sem sannara reynist og skilur ekki að þar er hann að bijóta gegn goðsögninni um her- mennskuna, því allt „frá örófí tímans hefur verið viss munur á því sem raunverulega gerist í stríði og frá- Jeanette Winterson Bókmenntir Jón Stefánsson Pálmi Örn Guðmundsson: Vatnið er blautt. Ljóð. Eigin útgáfa. 1991. Það væri synd að halda því fram að forsíða bókarinnar Vatnið er blautt sé falleg, hún er hreinlega ljót enda tekin beint uppúr gosauglýs- ingu. Höfundurinn, Pálmi Om Guðmundsson sem kýs að kalla sig Tarkus Coriolanus þetta árið, teiknar sjálfur myndir við hvert ljóð. Þær eru sóðalegar. Vatnið er blautt er áttunda bók Pálma og hafa hinar ekki íarið hátt. Sjötta bókin fær þó viðurkenningu fyrir nafnið: Til helvítis með Whitney Houston. í fyrra gaf hann út ljóða- bók uppá rúmar 120 síður; Kaldur Tyrkinn Kveður. Tyrkinn hefði mátt kveða minna því bókin er frekar slæm og eru þau fá ljóðin þar sem hægt er að greina skáld bak við. Vatnið er blautt er ekki eins slæm, sögnum um það eftir á”(75). Þar er fall Arnúlfs falið, hann er of trúr sannleikanum. Á írónískum nótum deilir höfund- urinn á hernaðarbrölt; stríðið og allt sem því viðkemur virðist harla ómerkilegt, menn beijast til þess eins að betjast og ástæður og hugsjónir skipta ekki máli: „Stríðið mun vara um aldir og enginn sigi'ar og enginn tapar, við munum bara standa svona fastir hvorir andspænis öðrum við víglínuna um eilífð. Og án hinna værum við ekki neitt og þó eru báð- ir aðilar löngu búnir að gleyma af hveiju stríðið hófst ...”(68). Það er nunna nokkur sem situr í klaustri og skráir frásögnina; hún er skylduð til þess og lítur á það sem hvert annað verk sem til fellur. Og henni fínnst iðjan sú vera til lítils því við skriftir fræðist hún ekkert um lífið sjálft: „Listin að skrifa sögu felst í að g;eta fjallað um lífið í heild út frá því litla sem maður hefur skil- ið af því; en um leið og blaðið er fullskrifað tekur lífíð við að nýju og það verður deginum ljósara að maður skildi í rauninni ekki neitt”(61). Þannig gerir höfundur sterkan grein- armun á raunveruleika og bókmennt- um, lífið í sögum nær aldrei að endur- gera iífið sem mennirnir lifa í raun, og því er höfundurinn óbundinn af raunveruleikanum og útkoman verð- ur skemmtilegt og uppátektarsamt ævintýri. Ámi Siguijónsson þýðir söguna og virðist reyna að ná andanum í stíl hefðbundinna riddarasagna, málfarið er stundum fjörlegt en verð- ur þýðingarlegt á köflum: „Það er hart verk”(70). Þýðandinn kýs að íslenska heiti manna og staða; fólk frá Cornwall verður þannig að korn- bretum og pilturinn í aðalhlutverk- inu, sem nefnist víst Rambaldo á ít- ölsku og Raimbaud á ensku, breytist í Rambó hjá Árna. Einhverjum kann að þykja sniðugt að vísa þannig í einn frægasta riddara nútímans en mér þykir þar gert um of. Sumar persónur halda erlendum heitum sín- um, valkyijan Bradmante til dæmis. Af hveiju ekki að kalla hana Brað- mantínu til að láta það sama yfir enda minni að vöxtum. Ég gef Pálma orðið: Þú leggur af stað inní þögnina með óvissuna eins og ríting í gegnum hjartað á fögru haustkvöldi einsog þessu og þú veist að nóttin mun bjóða uppí dans þama í tóminu milli okkar Þetta er ekki slæmt og ef vel er leitað má fínna nokkrar línur í bók- inni sem gefa okkur leyfi til að titla Pálma Öm sem skáld. En hann er varla gott skáld enda þarf að hafa fyrir því að finna þessar línur og væri það mikil ofrausn að kalla flesta texta bókarinnar skáldskap. Þetta á líka við kveðandi Tyrkjann nema þar þarf að leita lengur. Nú er við hæfi að láta lesendur dæma; Regnboga- söngur úr Vatnið er blautt í skugga Ijóðsins rís hann einsog regnbogi í bráðlátum dansi við hrægamm lífsins þungaður heift drottins og bijáluðum eldi, þagnarnóttin svíður augun fleinum hennar sem stendur í skugganum og yrkir bijóst sín. Saga um ástríður Lítið um ljóð ! IslPlá Í®- ZEROWATT 258 ‘GOOsnúninga 18 þyottakerfi 5 kgvbyottamagn ullarprógram sparnaðarrofi “ 1 "&*¥ .-S ‘ÖQ; I I jjsT pp@ sn ; i j-J' i -■■-rí-p ,L i fá j 11 j 'tjgkÖti' R \ ö WKFj'\' i: I. cfi 9 ZEROWATT Air Plus \|arkalaus jiurrkun (1,5 kg jivottamagn ZEROWATT LVIILLE 1000 snúninga - 18 jivottakerti f'"5lTg þvottamagn l ullarprógram sparnaðarrofi ZEROWATT 33 '^8trarúrTfngr^“',t 18 þvottakerfi 4 kg þvottamagn dýpt: 33 sm 49.900 53.950 56.900 53.900 ZEROWATT þvottavélar ZEROWATT þurrkarar $ SAMBANDSINS Miklagarði simi 692090 alla ganga? Myndmál er stundum ónákvæmt og kraftlaust, sem dæmi má nefna þegar ... Rambó rakst með skjöld sinn á skjöld Serkja nokkurs sem var harður eins og saltfiskur”(39). Ekki kann ég skil á ítölsku, en í enskri þýðingu kemur berlega fram að Serkinn er fastur fyrir, hann er „... > hard as a dried fish.” Þótt myndin I sé heldur ekki sterk á enskunni þá hefði mátt ná mergnum úr beinum . textans með því að leita uppi harð- ari físka en saltfisk, hvort sem hann er blautverkaður eða sólþurrkaður; . skreið eða einfaldlega harðfiskur hefðu verið heppilegri. Þá hefði mátt komast hjá misskilningi eins og þeim þegar Rambó þarf að nota báðar hendur til að beijast og verður því að snúa eða stjórna hestinum með hnjánum, en þess í stað er hann lát- inn „... snúa sér á hestinum með hnjánum”(44). Stundum höggva tilgerðarleg orð í; sagt er líkam í hvert sinn sem talað er um líkama, og umbergis þegar átt er við umhverfis. Þegar þessum og öðrum fyrnskum og óeðli- legum orðum er skotið inn í annars lipurí og samtímalegt mál, þá missir maður taktinn við lesturinn. Riddarinn sem var ekki til er í . Syrtluflokki Máls og menningar og það eru fallegar bækur og sögumar virðast ágætlega valdar. Vandað er til útlitsins og verðið er lágt, en það er nauðsynlegt að vanda vel til verka alla leið, frá bókmenntalegu sjón- armiði er þýddur texti nákvæmlega jafn merkilegur og frumsaminn og því má ekki gera minni kröfur til hans. Þýðingin varð þó sífellt betri eftir því sem leið á lesturinn og málið var orðið býsna skemmtilegt í síðustu köflunum - og vann þá vel með frásögninni. Sagan um riddarann sem var ekki til er skemmtileg og býr yfir öllum helstu einkennum góðra ævintýra; er frumleg, spennandi og skáldleg í senn. Það eina sem vantar upp á er að með meiri yfirlegu hefði þýðingin sjálfsagt orðið betri; hún minnir á leikrit sem er frumsýnt þremur dög- um of snemma. Pálmi Örn Guðmundsson Alheimurinn einn alsheijar gióandi demantur. Regnboginn spútnik sem undrandi nóttin gleypir einsog ræningi staðinn að verki. Saxa sverðin ljóðsins risandi hold og syngjandi menn lippast niður er tjöldin falla fullir af mold. Ljóðið er í einu orði sagt rembing- ur, meira að segja illa orðaður remb- ir.gur. En því miður er Regnboga- söngurinn ekkert einsdæmi í þessari bók. Ef ljóðin eru ekki skemmd af ofhleðslu þá yfirskyggir reiðin alla ljóðrænu. Og ef það er ekki reiðin eru það groddaraleg viðhorf: „Raufar konunnar/renna stoðum/undir þá kenningu/að maðurinn sé/kominn af skordýrum.” Sumar bækur má skera niður um 94 prósent. Vatnið er blautt er ein af þeim. Eftir standa sex prósent, fáeinar línur sem draga má úr nokkr- um textum: „Lítilsverðar stjörnur hverfa djúpt/inní sjúkdóm langt í íjarska,/dauðinn þyngist og blómstr- ar.” Hér er alls ekki illa kveðið, en er hægt að gera þá kröfu til venju- legs lesanda að þurfa lesa næstum fjörutíu ljóð til að rekast á fáeinar þokkalegar línur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.