Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 47 Helga Kristinsdótt- irPhilcox—Minning Helga Kristinsdóttir Philcox lést þann 24. nóvember á Park Atwood Clinic í Kidderminster á Englandi eftir erfið illkynja veikindi. Helga fæddist í Reykjavík þann 29. ágúst 1937, dóttir hjónanna Ástu Jóns- dóttur frá Vindhæli á Akranesi og Kristins Björnssonar, læknis frá Hóli í Lundareykjadal, en hann lést fyrir nær 20 árum. Helga var næst- yngst fjögurra systkina, en þau eru Björn Kristinsson fæddur 3. mars 1932, verkfræðingur og prófessor í Reykjavík, Jón Kristinsson fæddur 7. maí 1936, arkitekt í Hollandi og Ásta Kristinsdóttir Wathen fædd 3. júlí 1940, hönnuður og myndlist- armaður í London. Helga ólst upp í Reykjavík sem glaðvært barn og síðan ljúf ung kona, sem þægilegt var að vera í návistum við. Eftir gagnfræðapróf settist hún í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur og fór síð- ar til Danmerkur í lýðháskolann í Askov. Helga leitaði enn á vit ævin- týranna og dvaldist nú um nokkurt skeið á Englandi við störf. Eftir heimkomu sína þaðan árið 1958 starfaði Helga hjá Hitaveitu Reykjavíkur við símavörslu, en við- dvöl hennar á íslandi varð ekki löng, því að skömmu síðar fór hún til fundar við mannsefni sitt í London þar sem þau gengu í hjónaband. Maður Helgu, Denis Philcox, var enskukennari við framhaldsskóla í Londaon fyrstu búskapartíð þeirra, en þau áttu eftir að fara víða, því að ferðalög urðu stór hluti af til- veru Helgu og Denis. Þau ýmist dvöldust langdvölum í fjarlægum löndum þar sem Denis var við kennslu, eða þau ferðuðust í fríum sínum til hinna ýmsu landa. Mörg voru bréfin og kveðjurnar sem þau sendu okkur frá löndum eins og Sádi-Arabíu, Lýbíu, Jedda og Nígeríu og sögðu ævinlega opið hús hjá sér ef við vildum koma. Sörnu- leiðis voru þau óspör á að_ bjóða afnot af húsi sínu í Sligo á írlandi en það varð þeirra fasti punktur í tilverunni allmörg síðustu árin. Helga og Denis bjuggu einnig um árabil í Glasgow í Skotlandi og þangað heimsótti stórfjölskyldan hana, móðir Helgu, móðursystkini og fjölskyldur þeirra og gladdist Fædd 19. mars 1949 Dáin 22. nóvember 1991 Svana, eins og hún var aíltaf köll- uð, fæddist á Brávöllum í Glæsibæj- arhrepp í Eyjafirði. Hún var elsta barn hjónanna Jónínu Jónsdóttur og Péturs Guðjónssonar. Þau stofnuðu nýbýlið Brávelli úr jörðinni Blómstur- völlum, með lítið annað í farteskinu en trúna á sjálfa sig. Lífsbarátta landnemanna var hörð og erficþ en með atorku og dugnaði tókst smátt og smátt að gera þetta litla býli að fyrirmyndar bújörð, bæði hvað ræktun og húsakost snerti. Pétur, faðir hennar, sem var óvenju fjölhæfur verkmaður og smið- ur góður, stundaði bæði sjó og vinnu utan heimilis. Um langt árabil var hann fastur og ómissandi maður við síldarverksmiðjuna á Krossanesi þann hluta ársins er hún var starf- rækt. Þetta var nauðsynlegt til að geta kostað aðdrætti við uppbygg- ingu jarðarinnar. Á heimilinu voru á margan hátt erfiðar aðstæður, systir Svönu, Guð- rún, var rnikið veik, haldin hættuleg- um sjúkdómi, sem krafðist mikillar umönnunar móður _og oft og tíðum langra fjaivista. Á heimilinu var háöldruð móðuramma og tveir litlir bræður. Oft var þar gestkvæmt og ýmsir nákomnir voru þar til skemmri eða lengri dvalar. Brávallaheimilinu fylgdi einstök hlýja, nokkuð sem gestum þess er minnisstætt. Störf bús og heimilis Ientu í vaxandi mæli á Svönu, störf, sem hún þrátt fyrir ungan aldur sinnti af dugnaði og samviskusemi. Enda unni hún jörðinni, foreldrum og systkinum. Fráfall systur og síðar föður 1970 var fjölskyldunni mikið áfall og þrem með henni í nýjum heimkynnum. Helga og Dennis kotnu af og til í heimsókn til íslands þar sem Helga hitti frændfólk sitt og þó einkum og sér í lagi foreldva sína og nú síðustu árin móður sem lifir dóttur sína 93 ára gömul. Það var augljóst að mjög kært var með þeim hjónum Helgu og Denis og umhyggja þeirra hvort fyrir öðru var eindæma góð. Helga var frændrækin og elskuleg kona sem veitti mér óspait af góðsemi sinni. Það voru Helga og Denis sem undirbjuggu mína fyrstu ferð til útlanda. Eg sé Helgu mína með fallega brosið sitt ljóslifandi fyrir mér er hún tók á móti frænku sinni á flugvellinum í London fyrir rúm- um þrjátíu árum. Þar varð vina fundur. Ef ég hugsa enn lengra árum síðar var jörðin seld og flutti fjölskyldan til Akureyrar. Þar stofn- uðu þær mæðgur fallegt heimili á Byggðarvegi ásamt yngri bróður, er starfar hjá Hagkaup og á vernduðum vinnustað. Eldri bróðirinn, Kristján, sem er smiður, stofnaði einnig sitt heimili á Akureyri. aftur í tímann men ég Helgu frænku þegar ég fluttist á heimili móður hennar til vetursetu 16 ára gömul og þar áður tíðar heimsóknir hennar til foreldra minna á Akra- nesi, en þar var hún alltaf velkom- inn gestur. Þær systur tókust á herðar að verða hollir leiðbeinendui mínir og vinir frá því ég man fyrst eftir mér, hlutverk er þær hafa skipað æ síðan. Denis mun nú sárt sakna tryggs og góðs lífsförunaut- ar, þó hann hafi vissulega digran sjóð góðra minninga að leita í. Mik- ill systkinakærleikur var milli þeirra Björns, Jóns, Helgu og Ástu og ei því skarð fyrir skildi. Helga verður jarðsett á Englandi föstudaginn 29. nóvember. Inga S. Ingólfsdóttir Á Akureyri undi Brávallafólkið vel sínum hag, Svana vann á skinna- deild Sambandsins við góðan orðstír, vel. liðin af öllum. Hún hafði yndi af lestri bóka og var farin að þreifa sig áfram í ætt- fræðinni, en mest naut hún samvista við sína fjölskyldu. Síðust árin varð Svana að heyja baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hún var löng og ströng með nokkrum hléum, sem vöktu vonir. Baráttuna við sjúk- dóminn háði Svana á sinn hljóðláta og æðrulausa hátt sem henni var svo eiginlegur. I þeirri baráttu naut hún margra velviljaðra, en fyrst og fremst umhyggju aldraðrar móður og bræðra. Nú er lífshlaupi Svönu lokið. EJ<ki kom það fyrir margra sjónir. En fyr- ir þá sem sáu og skildu var það að- dáunarvert í allri sinni hæversku og látleysi. Guð blessi minningu hennar. Fjölskyldur systkinanna úr Helga- magrastrætinu senda móður og bræðrum innilegar samúðarkveðjur og biðja góðan Guð að styrkja þau og varðveita. Njörður Tryggvason Svanfríður Péturs- dóttir - Minning CANON BP5420-D Byggð upp með nýrri tækni frá Canon. í stað hljóðmikilla prentborða er komin bleksprauta sem prentar allar reikniaðgerðir á hljóðlausan hátt. Þessi bleksprauta er nýjung í heiminum og sannar yfirburði Canon sem leiðandi framleiðanda í skrifstofutækjum. e iCðnon SKRIFVÉLIN H/F Fyrsta hjóðlausa reiknivélin i heiminum — framleidd af Canon - fæst núna á íslandi. Aðeins kr. m/vsk. 12.220 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT SUDURLANDSBRAUT 22 SÍMI 9Í-685277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.