Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991
31
Landslagið 1991:
Sönglagakepgni Is-
lands á Hótel Islandi
ÚT ER komin hjá Máli og menn-
ingu skáldsagan íslenski draum-
urinn eftir Guðmund Andra
Thorsson.
í kynningu útgefanda segir:
„Höfundur kveður margar persónur
til sögunnar sem gerist á mörgum
sviðum og ólíkum tímum. Bók hans
er þó öðru fremur saga um vináttu,
ást og svik, allt skoðað í tengslum
við hugmyndir íslendinga um sjálfa
sig, íslenska drauminn. Er íslenski
draumurinn frægð, frami og skjót-
fenginn auður eða vinna, strit og
þegnskylda í þágu fóstuijarðarinn-
ar? Er það sjálfselska í öðru veldi
eða metnaður fyrir hönd þjóðarinn-
ar? Að sýna hugsjón sína með hvít-
um kolli 17. júní undir rauðum fána
í Keflavíkurgöngu eða í hlaupagalla
í Reykjavíkurmaraþoni?”
íslenski draumurinn er 200 bls.
Ingibjörg Eyþórsdóttir gerði kápu,
en bókin var unnin í Prentsmiðjunni
Öddáhf...............
Guðmundur Andri Thorsson
Skáldsaga
eftir Guo-
mund Andra
Thorsson
ÍSLANDSDÆTUR
Svipmyndir úr lífi íslenskra kvenna eftir
Símon Jón Jóhannsson og Ragnhildi
Vigfúsdóttur
Glæsileg bók, prýdd 200 ljósmyndum, sem
bregða upp lifandi svipmyndum úr lífi íslenskra
kvenna í eina öld: Tímamót, helstu skemmtanir,
gleðistundir, þjóðtrú og kerlirígabækur. Hvernig
lifðu og hugsuðu mæður okkar, ömmur. og
langömmur?
Með 100 ljósmyndum af litbrigðum íslenska
hestsins. Kári Amórsson, formaður L.H. ritar
formála.Vönduð og fróðleg bók um hesta og
hestamennsku og uppruna og eiginleika íslenska
hestsins. Leiðbeint er um aldursgreiningu hrossa,
gangtegundir, ásetu, taumhald, jámingar, reiðtygi,
beislabúnað, hirðingu, fóðrun, sjúkdóma og
meiðsli. Auk teiknaðra skýringamynda, er öllum
helstu litbrigðum íslenska hestsins lýst með 100
ljósmyndum.
NÝ ALÍSLENSK FYNDNI
Magnús Óskarsson borgarlögmaður tók saman
Nú mun þjóðin reka upp skellihlátur og skemmta
sér vel yftr hinni nýju bók Magnúsar, rétt eins og
hún gerði fyrir nokkrum árurn er fyrri bók hans
um sama ethi kom út, en hún varð strax met-
sölubók og er nú ófáanleg.
Verð. 1.250.-
ORN OG ^ ORLYGUR.
Síbumúli 11- 1D8 Reykjavík - Sími: 684866
ÞJÓÐLÍF OG ÞJÓÐHÆTTIR
eftir Guðmund L. Friðfinnsson, Egilsá
Þór Magnússon þjóðminjavörður ritar fomtála.
Höfundur er glöggskyggn á fólk og starfshætti
fyrri tíðar og dregur upp skýra og áhrifamikla
ntynd af þjóðlífi sem nútíminn hefur leyst af
hólmi. Bókin er prýdd 300 ljósmyndum sem
gera efnið ljóst og lifandi.
Verð. 8.900.-
HANDBÓK ÍSLENSKRA HESTAMANNA
eftir Albert Jóhannsson í Skógum
Eggert Norðdahl
FLUGSAGA ÍSLANDS
í STRÍÐI OG FRIÐI 1919 - 1945
Njörður Snæhólm ritar formála. Sagt frá fmm-
herjum flugs á íslandi og í fyrsta sinni rakin saga
þerflugs hér á landi og yfir hafinu í kring á ámm
síðari heimsstyrjaldarinnar.
LANDSLAGIÐ 1991, sönglagakeppni íslands, verður haldin á Hótel
íslandi í kvöld, föstudagskvöld, en þá keppa tíu lög um titilinn Lands-
lagið 1991. Keppnin verður í beinni útsendingu á Rás 2 og í Sjónvarpi.
Landslagskeppnin er nú haldin í
þriðja sinn, en í fyrsta sinn í sam-
vinnu keppnishaldara og Sjónvarps-
ins. Valin verða í keppninni athygl-
isverðasta lagið, besta útsetningin,
besti textinn, besti flytjandinn og
landslagið 1991. Eins og áður sagði
komust tíu lög í úrslit, lögin Dans-
aðu við mig, eftir Þórð Guðmunds-
son, Hafþór Guðmundsson og Aðal-
stein Ásberg Sigurðsson, sem Eld-
fuglinn flytur, Enginn eins og þú,
eftir Hörð G. Ólafsson og Jónas
Friðrik, sem Herramenn, Ruth Reg-
inalds og Kristján Gíslason flytja,
Ég aldrei þorði eftir Önnu Mjöll
Ólafsdóttur, sem Anna Mjöll flytur
sjálf, Ég vil dufla og daðra, eftir
Ingva Þór Kormáksson og Pétur
Eggerz, sem Edda Borg flytur,
Hlustaðu, eftir Inga Gunnar Jó-
hannson, sem Ruth Reginalds flyt-
ur, Reykjavík eftir Ágúst Ragnars-
son, sem Ágúst flytur sjálfur, Sigr-
ún ríka, eftir Pálma J. Sigurhjartar-
son, sem íslandsvinir og Kári Waage
flytja, Svo lengi, eftir Ingva Þór
Kormáksson og Pétur Eggerz, sem
Sigríður Guðnadóttir flytur, Væng-
brotin ást eftir Friðrik Karlsson,
Birgi J. Birgisson og Eirík Hauks-
son, sem Þúsund andlit og Sigrún
Eva Ármannsdóttir flytja, og_ Það
er ekki hægt annað, eftir Ómar
Ragnarsson, sem Flautaþyrlarnir,
Ómar, Þuríður Sigurðardóttir og
fleiri flytja.
Öll hafa lögin komið út á geisla-
disk og kassettu, sem ps: músík
gefur út, en aukalög eru sigurlögin
frá 1989 og 1990.
Til viðbótar við hina eiginlegu
keppni koma fram ýmsir listamenn,
þar á meðal Móeiður Júníusdóttir,
Páll Óskar Hjálmtýsson, Eyjólfur
Kristjánsson og Björn Jörundur
Friðbjörnsson. Kynnar verða Magn-
ús Einarsson, Margrét Blöndal og
Sigurður Pétur Harðarson.
Flytjendur og aðstandendur Landslagskeppninnar.
Morgunblaðið/RAX
Þú kemur ekki ab tómum
kofunum...
NÝR DACUR ... SÍA