Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991
EES verður biðsalur EB
Varðveitum efnahagslegl sjálfstæði og rífum ekki niður allar öryggisgirðingar
eftir Ragnar Arnalds
Samskiptin við EB eru örlagarík-
asta mál sem íslendingar hafa feng-
ist við um áratugaskeið. Með samn-
ingsdrögum um EES eru samskipt-
in við EB komin inn á háskalegar
villigötur, og þar er hagsmuna ís-
lendinga engan veginn gætt á þann
hátt að viðunandi sé.
Það er óumdeilt, að við íslending-
ar þörfnumst nýrra samninga við '
EB um verslun og viðskipti. Við
höfum margoft sýnt það í verki að
við erum reiðubúnir að taka þátt í
alþjóðlegri verkaskiptingu með toll-
alækkunum og greiðari viðskipta-
háttum til að lækka verðlag.
Samningurinn við EB á áttunda
áratugnum sem allir íslenskir
stjórnmálaflokkar stóðu að var
gerður í þessu skyni. Við afnámum
alla tolla á iðnaðarvörum frá EB,
afnámum öll fö?rettindi íslenskra
iðnfyrirtækja á heimamarkaði og
urðum þar m’eð að fórna fjölmörg-
um iðnfyrirtækjum sem ekki stóð-
ust samkeppnina. En EB svaraði
ekki í söriiu mynt. Bókun sex um
tollalækkanir á fiskafurðum frá ís-
landi var að vísu stórkostlega mikil-
væg fyrir okkur en þp vantaði mik-
ið á áð íslenskur sjávarútvegur
fengi áð keppa á jafnréttisgrund-
velli við’sjávarútveg EB.
Kjarninn f þvf sem nú er að ger-
ast með Evrópsku efnahagssvæði
er einmitt sá, að enn værum við
Islendingar að opna heimamarkað
okkar fyrir stórfyrirtækin í EB og
nú á sviði viðskipta og þjónustu.
Við opnum þeim greiða leið inn í
íslenskt efnahagslíf, við opnum fyr-
ir þeim bankakerfið, við greiðum
þeim leið til ijárfestinga og landa-
kaupa, við gerum þeim kleift að
flytja út úr Iandínu arð í stórum
stíl sem hirigað til hefur falíið í hlut
íslenskra fyrirtækja, a.m.k. síðan
þjóðin varð fullvalda ríki; og þar
að auki öpnum við fyrir hugsanleg-
an innflutning vinnuafis í stórum
stfl.
En það ótrúlega gerist að á sama
tíma neita forystumenn EB að opna
sitt hagkerfí á sama hátt fyrir sjáv-
arafurðum frá íslandi. Þeir neita
fríverslun með físk, þeir neita full-
um markaðsaðgangi fyrir sjávaraf-
urðir og ætla að halda áfram að
styrkja sjávarútveg sinn og físk-
vinnslu með ríkisframlögum. Með
þvi að halda áfram að greiða niður
eigin sjávarafurðir eru EB-ríkin að
Tilboö
Nú aöeins kr. 980 þús.
Gli-special
GREIÐSLUSKILMÁLAR
FYRIR ALLA.
„Það er sjálfsblekking,
ef menn horfast ekki í
augu við, að með samn-
ingi um EES væri verið
að stíga afdrifarík spor
til fullrar aðildar að
EB.”
viðhalda óbeinum tollum á innflutt-
an fisk frá íslandi, því að niður-
greiðslurnar skekkja samkeppnis-
aðstöðu okkar í Evrópu á nákvæm-
lega sama hátt og ef um væri að
ræða tolla.
Nettóhagnaður mjög óljós
Að sjálfsögðu fagna allir því, ef,
tollar á útfluttum sjávarafurðum
lækka. En það er mikil blekking,
ef menn halda að tollalækkunin sé
nettóhagnaður íslendinga. Til við-
bótar því, að óbeinir tollar EB í
formi ríkisstyrkja til sjávarútvegs
halda áfram og sóknarmöguleikar
íslendinga til sölu sjávarafúrða inn
á Evrópumarkað eru þar með veru-
lega takmarkaðir, kemur hitt, að
við erum að opna lyrirtækjum EB
aðgang að atvinnustarfsemi sem
við höfum hingað til setið einir að.
Því er spáð að verði samningur-
inn um Evrópskt efnahagssvæði að
veruleika, verði þriðjungur atvinnu-
stafsemi í viðskiptum og þjónustu
kominn á hendur erlendra fyrir-
tækja innan fárra ára.
Ekki er fráleitt að ætlað, að þessi
samkeppni við íslensk fyrirtæki
geti haft einhver áhrif til verðlækk-
unar á vörum og þjónustu. Einstak-
ir neytendur hafa hag af verðlækk-
un. En heildin verður að blæða.
Samanlagðar rekstrar- og launa-
tekjur íslendinga í viðskiptum og
þjónustu verða minni; arður og at-
vinnutækifæri flytjast óhjákvæmi-
lega til annarra landa í einhveijum
mæli. Þegar upp er staðið er vafa-
laust um tap að ræða á þessu sviði
fyrir þjóðarheildina og það tap get-
ur orðið talsvert stærra en hagnað-
urinn af boðuðum tollalækkunum
EB á sjávarafurðum, þegar fram
líða stundir.
Öryggisgirðingar rifnar niður
Samskipti Islendinga við EB í
framtíðinni verða að byggjast á
því, að við varðveitum áfram íslensk
yfírráð yfír landi og landhelgi, auð-
lindum og öllum helstu atvinnu-
greinum, þar á meðal viðskiptum
og þjónustu.
Þess vegna ber að halda fast í
þá fyrirvara nýsettra laga um fjár-
festingar erlendra aðila í atvinnu-
rekstri,
þar sem erlendum bönkum er heim-
ilt að reka hér útibú en þeir mega
ekki eiga meira en 25% hlutaíjár í
ísienskum viðskiptabönkum — í
stað þess að opna þeim leið til að-
kaupa upp íslenska bankakerfíð
með húð og hári eins og gert er í
drögum að samningi um Evrópskt
efnahagssvæði.
Það ber að halda fast í þau skil-
yrði sömu laga,
að erlendir aðilar geti ekki eign-
ast meirihluta í íslenskum flugfé-
lögum;
að sérstakt leyfí viðskiptaráð-
herra þurfí til, ef hejldarfjárfesting
erlénds aðila fer fram úr 250 millj.
kr. á einu almanaksári;
að sérstakt leyfi þurfí til að heild-'
arfjárfesting erlendra aðila í hverri
atvinnugrein fyrir sig geti farið
yfir 25%.
I sömu lögum er ákveðið, að-ís-
lendingar einir geti átt virkjunar-
réttindi vatnsfalla og jarðhita, svo
og fyrirtæki til orkuvinnslu og orku-
dreifíngar á íslandi.
Þessar öryggisgirðingar sem
settar voru upp með samþykki allra
flokka á sl. vetri er verið að rífa
niður með drögum að samningi um
Evrópskt efnahagssvæði.
Öryggisgirðingar af þessu tagi
eru ekki aðeins lífsnauðsynlegar
vegna fámennis þjóðarinnar og
margháttaðrar sérstöðu heldur eru
þær sérstaklega rökréttar, úr því
að EB ætlar að viðhalda sínum girð-
ingum gagnvart íslenskum sjávar-
útvegi.þar sem helstu sóknarmögu-
leikar Islendinga liggja.
Næsta skref: tvíhliða viðræður
Viðfangsefnið nú er ekki að segja
já og amen og halelúja við stórgöll-
uðum samningi um Évrópskt efna-
hagssvæði, heldur verðum við nú
að óska eftir sérstökum viðræðum
við EB þar sem þessi atriði og fjöld-
Ragnar Arnalds
ámörg önnur yrðu tekin til um-
ræðu, um leið og reynt yrði að koma
því á hreint, hvað gerist þegar hin
ÉFTA-ríkin eru flest gengin í EB,
eins og nú eru allar horfur á.
Staða okkar gagnvart EB í fram-
tíðinni er gríðarlega flókið og marg-
þætt mál. En til er einfaldur mæli-
kvarði sem hlýtur að ráða úrslitum
um afstöðu okkar. Það er sú spurn-
ing: hvort við séum að veikja eða
styrkja fullveldi þjóðarinnar. Verð-
ur erfiðara eða auðveldara fyrir
íslendinga að standa utan við EB,
þegar þessi samningur um Evrópskt
efnahagssvæði hefur verið gerður?
Skerðing fullveldis
Oft heyrist í umræðum um þessi
mál, að fyrirhugaður samningur
skerði ekki fullveldi þjóðarinnar.
Samningurinn sé . uppsegjanlegur
með eins árs fyrirvara. Þetta sé
venjulegur þjóðréttarsamningur
margra ríkja, sem ekki séu að fóma
fullveldi sínu heldur láta hluta þess
í sameiginlegan pott.
Varla verður því þó neitað, að
samningurinn þrengir að lagasetn-
ingarvaldi Alþingis. Samningurinn
er í eðli sínu fyrst og fremst fram-
lenging og uppskrift, kópía, á Róm-
Aðvörun til íðnaðarráðherra -
ákall til náttúruverndarfólks
eftirÞorgrím Starra
Björgvinsson
Ég óttast að iðnaðarráðherra, Jón
Sigurðsson, endurskoði skilmála
námuleyfis til handa Kísiliðjunni við
Mývatn með þeim hætti að gefa
henni leyfi til efnistöku sunnan Teig-
asunds. Ótti minn byggist á því, að
ráðherra hefur lýst því yfír oftar en
einu sinni að niðurstöður sér-
fræðinganefndar gefi ekki tilefni til
þess að endurskoðun námuleyfís fari
fram, sem þýddi að Kísiliðjan hefði
fijálst val til vatnsbotnsins þar sem
henni þykir henta. Einhveija endur-
skoðun ætlar hann þó að fram-
kvæma. Þessar yfirlýsingar ráðherra
ganga þvert á álit Náttúruverndar-
ráðs, og einnig þeirra líffræðinga,
er rannsóknir hafa stundað við Laxá
og Mývatn, þ.e. álit þeirra manna,
er sérfræðilega þekkingu hafa til að
dæma hér um. Dæling á nýjum svæð-
um sunnan Teigasunds getur haft
geigvænlegar afleiðingar að þeirra
dómi. Ástand lífríkis Laxár og Mý-
vatns er svo uggvænlegt í dag og
hefur verið undangengin ár að vatna-
svæðið þolir ekki frekari áföll.
Áhættu sem þessa er ófyrirgefanlegt
að taka. Þetta má ekki ske! Þessu
verður ekki unað. Ég vara Jón
Sigurðsson við hrikalegum afleiðing-
um, sem slfk valdníðsla kynni að
hafa í för með sér. Þá blési ftann í
a..................
i: ?itnvHifttiiiumnti'mmiimmuutMs iu.tuimivmd & m.hm fefl skrifa ekki
*
„Astand lífríkis Laxár
og Mývatns er svo ugg-
vænlegt í dag og hefur
verið undangengin ár
að vatnasvæðið þolir
ekki frekari áföll.
Áhættu sem þessa er
ófyrirgefanlegt að
taka. Þetta má ekki
ske!”
landi, einnig gegn þeim, sem hafa
haft framfæri sitt af hlunnindum
þessara vatna, líkt og forfeður þeirra
allt frá landnámi í fullri sátt við
náttúruna, og sjá nú þessi hlunnindi
ýmist í hnignun og bráðri hættu, eða
þorrin með öllu. Það verða nógu
margir sem hlýða kalli herlúðranna.
Slíkt mundi leiða til sundrungar og
friðslita manna á meðal og harka-
legra átaka. Það mundi stórauka á
tortryggni í garð Kísiliðjunnar, sem
er mikil fyrir, bæði hérlendis og er-
lendis. Þetta svæði er undir alþjóð-
legri vernd. Við slíkar áðstæður get-
ur fyrirtækið ekki starfað til fram-
búðar. Því mun hér skámma stund
hönd verða höggi fegin. Fársæl Iausn
fæst aldrei með styijöldum, heídur
með viturlegum ráðum bestu manna.
máli? Ég vil hér með benda ráð-
herra á hana:
1. Kísiliðjunni verði veittur um-
þóttunartími í Ytri-Flóa, segjum
þijú til fimm ár. Að þeim tíma liðn-
um verði hún lögð niður.
2. Umþóttunartíminn verði not-
aður til hins ýtrasta til að koma á
fót nýrri atvinnustarfsemi í sveit-
inni, sem ekki ógni umhverfinu og
veiti því fólki sem nú starfar hjá
Kísiliðjunni jafngóða og örugga
vinnu og það hefur áður haft. Má
það þá vel við una.
Þetta er algjör forsenda þess að
hægt sé að leggja Kísiliðjuna niður.
Þetta hlýtur að vera hægt og verð-
ur að vera hægt. Hér verða heima-
menn og íslenska ríkið að leggjast
á eitt og ganga rösklega til þess
verks. Ríkinu hlýtur að bera skylda
til að bæta starfsfólki og sveitarfé-
lagi það tjón sem af lokun verk-
smiðjunnar mundi leiða.
Kísiliðjan var hér niður sett á
ábyrgð ríkisins og í eigu þess að
meiri hiuta. Það var pólitísk ákvörð-
un að reisa hér þessa verksmiðju,
ekki með frumkvæði heimamanna
eða að þeirra kröfu. Þetta er eina
færa leiðin, sem ráðherra hefur í
þessu máli, og ég skora á hann að
fara hana. Beri hann ekki gæfu til
slfks en æðir út í það feigðarflan
að leyfa klsilgúrnám sunnan Teiga-
sunds, vil ég beina því til umhverfis:
ráðherra, sem furðu þögull hefur
arsamningnum og lögum EB. Með
samningnum fengju fyrri dómar
Evrópudómstólsins fordæmisgildi
við túlkun íslenskra laga. Þegar
EB breytir sínum lögum og reglum
sem orðin eru hluti EES-samnings-
ins þar með hugsanlega lög á Is-
landi, hlýtur að koma upp sú staða
að þrýst er á íslendinga að endur-
skoða sín lög til samræmis. Jafnvel
þótt þingmenn hefðu að nafninu til
formlega rétt til að hafna nýrri lag-
asetningu EB, hlytu þeir fljótlega
að komast í þá aðstöðu að geta
ekki sagt nei við nýrri löggjöf EB,
jafnvel þótt þeir fegnir vildu, að
ótta við að ella yrði samningurinn
allur í hættu. Því má með fullum
rétti segja, að lagasetningarvald
Alþingis hljóti að skerðast a.m.k.
með óbeinum hætti.
Auk þess mega menn aldrei
gleyma því, að fullveldi þjóðar ræðst
ekki aðeins af heimildum löggjafar-
valds, dómsvalds og framkvæmda-
valds. Þjóð sem missir forræði efna-
hags- og atvinnumála úr höndum
sér glatar efnahagslegu fullveldi.
Biðsalur Evrópubandalagsins
Eins og allir vita eru flestar
EFTA-þjóðir á leið inn í EB. Evr-
ópska efnahagssvæðið verður bið-
salur fyrir þá sem bíða eftir inn-
göngu í Evrópubandalagið. Hins
vegar getur enginn svarað því, hvað
verður um stjórnarstofnanir EES
og dómstólinn, þegar íslendingar
væru orðnir nær einir eftir í EES.
Það er ákaflega hætt við, þegar
Islendingar yrðu orðnir háðir laga-
sétningu EB án þess að vera innan
bandalagsins, að þær raddir yrðu
brátt háværar sem teldu skárra, að
íslendingar gengju formlega í EB
og gætu þá átt þátt í þeim ákvörð-
unum sem þar verða teknar, frekar
en að verða að þiggja þá löggjöf
sem að þeim er rétt, nauðugir vilj-
ugir.
Þótt menn sveiji og sárt við leggi
í dag, að þeir vilji nú aðeins EES-
samninginn en ekki aðild íslands
að EB, er afar hætt við, að með
aðild EES yrðu íslendingar fastir í
blindgötu smem mörgum þætti erf-
itt að losna úr síðarmeir, nema
skrefið væri stigið til fulls.
Það er sjálfsblekking, ef menn
horfast ekki í augu við, að með
samningi um EES væri verið að
stíga afdrifarík spor til fullrar aðild-
ar að EB.
Höfundur er alþingsnmður
Alþýðubandalags fyrir
Norðurlandskjördæmi vestra.
Þorgrímur Starri Björgvinsson
upp á þann víxil. Það sæmir ekki
stöðu hans.
Að lokum ákall til náttúruvernd-
arfólks á íslandi. Verði Náttúru-
verndarráð hunsað í þessu stórmáli
verður það einskis megnugt um
langa hríð. Þetta er prófsteinn á það
hvort náttúruverndarsjónarmið verði
virt í þessu landi, eða aðeins rós í
hnappagati hégómlegra pólitíkusa.
Ég sendi hér neyðarkall til allra
náttúruverndarmanna að veita okkur
allt það lið sem þeir mega ef iðnaðar-
ráðherra velur hér verri kostinn.
Iiöfundur er bóndi í Garði,
Mývatnssveil.