Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 35
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 37 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Hvað hefur breytzt? P) amstarfsnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi lýsti því yfir í íyrradag, að hún hefði fallið frá stuðningi við samkomulagið um evrópska efnahagssvæðið, þangað til allar upplýsingar liggi fyrir í rit- uðu máli um samkomulagið. For- sendur fyrir þessari ákvörðun eru . þær, skv. yfirlýsingu samstarfs- nefndarinnar, að „nú hefur hins vegar komið í ljós, að veigamiklar upplýsingar í tengslum við sjávarút- vegsmál, sem gefnar voru sem for- sendur samkomulagsins eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum.” Hér er átt við þá kröfu Evrópu- bandalagsins að fá að veiða þann afla, sem fiskiskipum frá banda- lagsríkjunum er ætlaður í gagn- kvæmum skiptum veiðiheimilda, eingöngu sem karfa, þar sem því sé ekki að treysta að langha'.i finn- ist í veiðanlegu ástandi. Um þessa afstöðu samstarfsnefndarinnar sagði Magnús Gunnarsson, formað- ur hennar í samtali við Morgunblað- ið í gær: „Ég tel mig ekki vera með upplýsingar í höndunum, sem ég ber fullt traust til, um hvert er inni- hald samningsins. Þess vegna tel ég, að ekki sé um neitt annað að gera fyrir sjávarútveginn en að fá þetta í heild sinni og sjá hvað þeir eru að semja um og meta síðan afstöðuna út frá því.” í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, að hann skildi þessa afstöðu samstarfsnefndarinnar og bætti við: „Ég tel útilokað annað en menn taki tillit til þess.” I minnisblaði sjávarútvegsráðu- neytisins frá 22. október sl. sem sjávarútvegsráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að hefði verið sent til hagsmunaaðila sama kvöld og hann kom heim af Lúxemborgarfundinum segir svo: „Af hálfu Islands hefur verið lagt til, að 70% af veiðiheimildum banda- lagsríkjanna verði langhali en 30% karfi. Éftir er að ganga endanlega frá samningum að þessu leyti, en bandalagið hefur látið í ljós ósk um, að veiða einungis karfa. Þar sgm vitneskja um útbreiðslu og afrakst- ursgetu langhalastofnsins er af skornum skammti er ljóst að auka þarf rannsóknir verulega á þessu sviði.” Samkvæmt upplýsingum sjávar- útvegsráðherra sjálfs hafði sam- starfsnefnd atvinnurekenda í sjáv- arútvegi þetta minnisblað undir höndutn, þegar nefndin tók upphaf- lega afstöðu til málsins. Þeim, sem höfðu þetta minnisblað undir hönd- um mátti vera ljóst, að niðurstaða gat orðið á þann veg, að fallast yrði á kröfu ÉB-ríkjanna að veiði- heimildir þeirra yrðu einungis veitt- ar fyrir karfa. Með hliðsjón af þessu er illskiljanleg sú afstaða, sem sam- starfsnefndin hefur nú tekið og til- raunir hennar til þess að halda því fram, að hún hafi ekki haft nægi- lega traustar upplýsingar undir höndum. Sú afstaða sjávarútve^s|-^h|jra, að þessi málsmeðferð samstarfs- nefndarinnar sé skiljanleg og taka verði tillit til skoðana hennar i málinu er líka"illskiljanleg. Ráðherr- ann er annar tveggja ráðherra, sem gengu frá hinu endanlega samkom- ulagi. Honum var fullljóst hvað um var að ræða. Hann sendi upplýs- ingarnar sjálfur til hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Hvaða forsendur eru það, sem hafa brugðizt, sem sam- starfsnefndin byggði upphaflega afstöðu sína á? Hvaða upplýsingar eru það, sem sjávarútvegsráðherra gaf samstarfsnefndinni, sem nú er ekki hægt að treysta? Fólkið í landinu getur auðvitað spurt, hvers vegna stjómvöld hafí ekki skýrt rækilega frá þessum fyr- irvara á opinberum vettvangi, þótt taka beri fram, að t.d. Morgunblað- ið skýrði frá þessu hinn 22. október sl. Á móti kemur hitt, að bæði utan- ríkismálanefnd og hagsmunasam- tökum í sjávarútvegi var skýrt rækilega frá málinu, þannig að hvorugur þessara aðila getur borið það fyrir sig, að honum hafi ekki verið um það kunnugt. Kjarni málsins er auðvitað sá, að jafnvel þótt um sé að ræða 3.000 tonn af karfa en ekki eitthvað minna af karfa, en langhala þess í stað, er um slíkt smáræði að ræða í gagnkvæmum veiðiheimildum, að það eru engin efnisleg rök til þess að standa gegn samningum af þess- um sökum. Ef menn vilja semja á annað borð breytir þetta engu, þótt einhveijum kunni að vera sárara um 2.000 tonn af karfa en hinn umtalaða langhala. En það eru eng- in efnisleg rök til þess hjá sam- starfsnefnd atvinnurekenda í sjáv- arútvegi að breyta afstöðu sinni af þessu tilefni. Jafnvel þótt samstarfsnefndin haldi fast við þá skoðun, sem nú hefur komið fram er það rangt hjá sjávarútvegsráðherra að taka beri tillit til þess. Það er ekki aðalatriði málsins hvað atvinnurekendur í sjávarútvegi segja. Kjarni málsins er sá, hver þjóðarhagur er í þessum efnum. Morgunblaðið hefur jafnan * tekið skýrt fram, að blaðið teldi ekki koma til greina að semja um veiðiheimildir EB-ríkjanna í ís- lenzkri fiskveiðilögsögu. Hér er hins vegar um gagnkvæmar veiðiheim- ildir að ræða og þær svo smávægi- legar, að þær eru í sjálfu sér ekki forsenda til að ganga frá samningn- um. Yfirlýsing samstarfsnefndar at- vinnurekenda í sjávarútvegi er frumhlaup. Að baki henni hljóta að liggja einhveijar allt aðrar ástæður en efnislegar. Ríkisstjórnin hlýtur að halda sínu striki og sjávarútvegs- ráðherra hlýtur að taka fullan þátt í að leiða til endanlegrar niðurstöðu þá samninga, sem hann tók fullan þátt í og ber alla ábyrgð á ásamt öðrum ráðherrum og hafði allar upplýsingar í höndum um þann fyr- irvara, sem gerður var, þegar hann tók þátt í þeim málalokum. fiítiiuiiiimmiímiiiiimi I JOLAÖSI 30 stæði v/Tryggvagötu 350 stæði á Bakkastæði 60 stæði v/gamla útvarpshúsið opin á laugardögum 100stæði v/bensínstöð OLÍS Lóð Eimskips VESTURGATA Kolaport, 90 stæði (lokað laugardaga) Vesturgata 7, 100 stæði tOH' tryggvagata HAFNARSTR. § AUSTURSTRÆTI 05 3 KIRKJUSTR: 60 stæði á |7« Alþingisstæði ul S 5 VONARSTR. S HVERFISGATA _ LAUGAVEGUR IZfe “ o o. ■X s § § 05 Bergstaðir, 50 stæði ■ u s: 5 5: V) —4 1 'R e GRETTISGATA 2%,, NJÁLSGATA % Tjörnin Laugardagana í desember fyrir jól verður ókeypis í stöðumæla, bílastæði og bíla- stæðishús á vegum Reykjavíkurborgar Ókeypis í bílastæði fyrir jól BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu umferðardeildar að skipulagi jó- laumferðar í borginni í desembermánuði. Er gert ráð fyrir takmarkaðri umferð um Laugaveg og Austurstræti auk þess sem ókeypis verður í bílastæði á vegum borgarinnar laugardagana fyrir jól. Erum ósátt við uppsagnirnar - segir formaður starfs- mannafélags íslandsbanka „FÆKKUN á stöðugildum þannig að ekki sé endurráðið í störf sem losna, er sú stefna sem boðað hefur verið að fylgja eigi í bankanum ef til skipulagsbreytinga þurfi að koma. Þeirri stefnu hefðum við vilj- að sjá að fylgt yrði áfram. Við erum hins vegar ósátt við að til uppsagna þurfi að koma,” sagði Guðrún Val- geirsdóttir, formaður starfsmanna- félags íslandsbanka í samtali við Morgunblaðið. Fyrirhugað er að starfsmönnum bankans fækki um 80 fram til ársloka 1992, þar af verður 10 sagt upp störfum. Guðrún sagði að starfsmannafélag íslandsbanka og Samband íslenskra bankamanna, hefðu undanfarið reynt að spyrna fótum við fregnum um að til uppsagna þyrfti að koma vegna skipulagsbreytinga í stoðdeildunum. „Það var okkar mat að unnt væri að ná fram fyrirhugaðri fækkun starfs- manna á nokkrum tíma án þess að til uppsagna þyrfti að koma og við lögðum áherslu á að leitað yrði ann- arra lausna en uppsagna, t.d. að bjóða starfsmönnum störf í útibúum bank- ans og að starfsmönnum sem nálguð- ust eftirlaunaaldur yrði gefinn kostur á að hætta fyrir tímann án þess að eftirlaunaréttur þeirra skertist. Að nokkru leyti hefur verið komið til móts við okkur en samt sem áður er búið að boða að tíu manna hópur fái uppsagnarbréf,” sagði Guðrún. „Þar að auki lögðum við áherslu á að ef til uppsagna þyrfti að koma yrði farið eftir starfsaldri og metið að fólk sem unnið hefur lengi í bank- anum og er jafnvel komið yfir miðjan aldur á mjög erfitt með að fá vinnu í dag. Bankastjórnin hefur hins vegar ekki í hyggju að fara eingöngu eftir starfsaldri við ákvarðanir um hveijum verði sagt upp,” sagði Guðrún. Lagt er til, að lögreglan takmarki umferð inn á Laugaveg og Austur- stræti á tímabilinu 14. til 24. desemb- er, ef þörf krefur. Má einkum gera ráð fyrir tímabundinni lokun gatnanna þann 14. og 21. desember sem eru laugardagar og á Þorláksmessu. Undanþágu njóta strætisvagnar og leigubílar, sem erindi eiga að húsum við Laugaveg og Austurstræti. Enn fremur bílar merktir fötluðum. Eru ökumenn hvattir til að aka ekki þess- ar götur að ástæðulausu. Laugardaga í desember fyrir jól verður ókeypis í stöðumæla, bílastæði og bílastæðahús á vegum Reykjavík- urborgar, að undanskildu Kolaporti, sem er lokað á laugardögum. Er at- hygli vakin á að laugardagana í des- ember verða 60 bílastæði til ráðstöf- unar við Skúlagötu 4, gamla útvarps- húsið og ennfremur að ókeypis er í stöðumæla eftir kl. 16 virka daga. Er vakin athygli á bílastæðahúsum fyrir almenning í miðborginni við Vesturgötu 7 en þar eru 100 stæði og er ekið að húsinu um Mjóstræti. Við Bergstaði, við Bergstaðastræti sunnan Skólavörðustígs en þar eru 50 stæði og í Kolaportinu, sem ekið er inn í frá Kalkofnsvegi en þar eru 90 stæði. Þá eru 350 langtímastæði á Bakka- stæði við Faxagarð, sem ekið er inn á frá Kalkofnsvegi og við Alþingishús- ið eru 60 stæði og er ekið inn á þau frá Tjarnargötu. Milli Sæbrautar og Skúlagötu vestan bensínstöðvar Olís eru 100 bílastæði og við Ingólfsgarð, eru um 40 stæði. Þá eru bílastæði á lóð Eimskipafélags íslands milli Vatnsstígs og Frakkastígs, ekið inn frá Vatnsstíg. Einnig eru 30 stæði á lóðinni Tryggvagata 13 en þar var áður bílastæði fyrir Akraborgina. Starfsmenn fyrirtækja í miðbænum eru hvattir til að leggja bílum sínum fjær en venjulega fram að jólum. Jafn- framt er fólk eindregið hvatt til að nota strætisvagna. H. Benediktsson hf. 80ára í DAG eru 80 ár liðin frá stofn- un H. Benediktssonar hf. Hinn 29. nóvember árið 1911 var gefið út verzlunarleyfi til handa Hallgi’ími Benediktssyni, sem þá var 26 ára að aldri. Fyrir- tækið, sem hann stofnaði þann dag hefur verið starfrækt síðan, lengst af sem umsvifamikið inn- flutningsfyrirtæki en hin síðari ár jafnframt sem eignarhalds- félag. Hallgríniur Benediktsson var kvæntur Áslaugu Zoéga. Hann stjórnaði fyrirtæki sínu til dauða- dags hinn 26. febrúar 1954. Þá tóku synir þeirra hjóna, Björn Hallgrímsson og Geir Hallgríms- son, við daglegri stjórn þess, auk þess sem dóttir þeirra, Ingileif Bryndís, tók sæti í stjórn fyrirtæk- isins. Nokkrum árum síðar sneri Geir Hallgrímsson sér að stjórn- málurn og varð borgarstjóri í Reykjavík árið 1959. Hefur Björn Hallgrímsson annast daglegan rekstur fyrirtækisins síðan. í stjórn H. Benediktssonar hf. eiga nú sæti: Björn Hallgrímsson, stjórnarformaður, Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir og Finnur Geirs- son. í varastjórn eru: Kristinn Björnsson, Áslaug Geirsdóttir og Páll Gunnarsson. Stofnandi H. Benediktssonar hf., Hallgrímur Benediktsson, var Hallgrímur Benediktsson kunnur íþróttamaður. Hann vann hina frægu konungsglíinu á Þing- völlum árið 1907 og vann til verð- launa fyrir glímu á Olympíuleikum í Stokkhólmi árið 1912. Auk þess að reka innflutningsverzlun á veg- um H. Benediktssonar hf. var hann einn af stofnendum Ræsis hf. og aðaleigandi Nóa-Siríusar. Ræsir hf. annast nú innflutning og sölu á Mercedes Benz og Mazda Björn Hallgrímsson bifreiðum og Nói-Siríus er stærsta sælgætisverksmiðja landsins. Jafnframt rekstri H. Benedikts- sonar hf. og dótturfyrirtækja, gerðist llallgrímur Benediktsson aðili að öðrum fyrirtækjum, Ár- vakri hf. útgáfufyrirtæki Morgun- blaðsins, Sjóvátryggingafélagi ís- lands, Shell, sem síðar varð Skelj- ungur hf., og Eimskipafélagi ís- lands. Hallgrímur Benediktsson var formaður stjórnar Árvakurs hf. í nokkur ár. Að Hallgrími Benediktssyni látnum tóku börn hans við umsjón á rekstri þeirra fyrirtækja, sem • hann hafði sett á stofn, þau Ingi- leif Bryndís Hallgrímsdóttir, Björn Hallgrímsson og Geir Hallgríms- son. Geir létzt sem kunnugt er á árinu 1990. Síðustu árin hafa nokkur barnabarna Hallgríms komið til starfa í þágu fyrirtækj- anna. Finnur Geirsson er nú forstjóri Nóa-Siríusar hf., og Hallgrímur Gunnarsson er forstjóri Ræsis hf. H. Benediktsson hf. hefur með höndum innflutning á byggingar- vörum og matvælum. Fyrir nokkr- um árum var vörudreifing H. Benediktssonar hf. og Nóa-Siríus- ar sameinuð og sér síðarnefnda fyrirtækið um hana. Jafnframt hafa verkefni H. Benediktssonar hf. sem eignarhaldsfélags vaxið jafnt og þétt. í tilefni 80 ára afmælis H. Bene- diktssonar hf. sagði Björn Hall- grímsson, stjórnarformaður fyrir- tækisins m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær: „Það hefur verið gæfa okkar fyrirtækis frá upphafi, að til þess hafa ráðizt góðir og hæfír starfsmenn og gott samstarf og vinátta verið á meðal þeirra.” Jón Baldvin Hannibalsson á blaðamannafundi: Rangt að leynt hafi verið kröfum um karfakvóta Ráðherra las upp úr útskrift af hljóðupptökum af fundi utanríkismálanefndar, máli sínu til stuðnings JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að ásakanir, þess efnis að upplýsingum um kröfur Evrópubandalagsins um að fá hreinan 3.000 tonna karfakvóta hér við land hafi verið leynt, séu úr lausu lofti gripnar. Ráðherra skýrði frá því á blaðamanna- fundi í gær að strax við heimkomu hans og Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra frá samningafundunum um Evrópska efna- hagssvæðið í Lúxemborg, hefði utanríkismálanefnd Alþingis og hagsmunaaðilum í sjávarútvegi verið skýrt frá þessum kröfum EB. Þær hafi því ekki átt að koma neinum á óvart. Jón Baldvin sagði á blaðamanna- fundinum að þeim fullyrðingum hefði verið slegið fram að utanríkis- málanefnd og hagsmunaaðilum í sjávarútvegi hefðu verið gefnar rangar upplýsingar um stöðu máls- ins. „Menn hafa sagt að ég hafi haldið því fram að tvíhliða samning- urinn væri í höfn. Það er rangt,” sagði ráðherrann. Hann sagði að á fundi utanríkis- málanefndar í gærmorgun hefði þetta verið leiðrétt: „Til eru hljóð- upptökur af því, sem sagt er á fund- um utanríkismálanefndar, þótt fundargerðirnar sjálfar séu mjög knappar. Það var staðfest með út- skrifuðum texta starfsmanns nefndarinnar,” sagði Jón Baldvin og las upp úr útskriftinni: „Utanrík- isráðherra varaði við því að Evrópu- bandalagið myndi áreiðanlega reyna að beita okkur þrýstingi til þess að fá breytt hlutföllum inn- byrðis að því er varðar langhala og karfa.” Jón Baldvin sagði að sjávarútvegsráðherra hefði einnig tekið þetta skýrt fram. „Hann rannsóknir á langhalanum, þannig að ugglaust á eftir að semja um þetta hlutfall. Eins og fram kom hjá utanríkisráðherra mun EB að öllum líkindum óska eftir því að þetta yrði að uppistöðu hreinn karfi.” Þetta er sagt á utanríkis- málanefndarfundi þegar málið er kynnt,” sagði Jón Baldvin. „Og síð- an segir sjávarútvegsráðherra: „En það á eftir í þessum tvíhliða samn- ingi að ræða útfærslu á þessum allt að 3.000 tonnum af karfa.”” Jón Baldvin sagði að það væri Ijóst að fullyrðingar ýmissa þing- manna, til dæmis Hjörleifs Gutt- ormssonar, Ólafs Ragnars Gríms- sonar og Steingríms Hermannsson- ar, um að málið hefði verið kynnt á annan veg, væru rangar. Jón Baldvin vitnaði einnig í minn- isblað Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra frá 22. október. Utan- ríkisráðherra sagði að fyrir utan- dagskrárumræðurnar um EES á Alþingi í fyrradag hefði Þorsteinn sagt sér að hann hefði dreift minnisblaðinu til hagsmunaaðila í hálfu íslands hefúr verið lagt til að 70% af veiðiheimildum band- alagsríkjanna verði langhali en 30% karfi. Eftir er að ganga endanlega frá samningum að þessu leyti, en bandalagið hefur látið í ljós ósk um að veiða einungis karfa.” Jón Bald- vin sagðist ekki geta skýrt hvernig hagsmunaaðilar í sjávarútvegi, haf- andi þetta skriflegt í höndunum frá sjávarútvegsráðherra, gætu látið eins og þeir hefðu ekkert heyrt um málið. Hann sagðist þó ekki vilja ýkja afstöðu Samstarfsnefndnar atvinnurekenda í sjávarútvegi, þar sem þeir gerðu það að skilyrði við stuðning sinn við EES-samninginn að fyrir lægju skriflegir textar. Jón Baldvin sagði að hugmyndir að tilboði íslendinga um að EB veiddi hér Ianghala, þrátt fyrir að ekkert lægi fyrir um hvort sú fisk- tegund væri veiðanleg hér við land, væru komnar frá utanríkisráðherra Frakka, sem kom í heimsókn hing- að til lands. Þegar sjávarútvegs- deild EB hefði farið ofan í þær hugmyndir, hefði hins vegar komið í ljós að íslendingar gætu ekki fært sönnur á að langhalinn væri veiðanlegur, og þá hefði samnings- staða sín heldur farið að versna. Utanríkisráðherra sagði jafn- framt að það hefði allan tímann, sem EÉS-sámningaviðræðurnar stóðu, verið ljóst að lausn á heildar- samningnum væri háð því að lausn fyndist í tvíhliða samningum við og skipti á veiðiheimildum. „Sá árangur, sem náðist að því er varð- ar markaðsaðgang og að bijóta á bak aftur kröfur EB bæði um fjár- festingarheimildir og veiðiheimildir, byggði á þeirri forsendu að tvíhliða samningar yrðu gerðir. Enginn sagði á þeim tíma að tvíhliða samn- ingur lægi fyrir,” sagði Jón Baldvin. Hann sagði að ljúka yrði tvíhliða samningi um skipti á veiðiheimild- um, ætti að vera hægt að undirrita EES-samninginn, og hann væri þess fýsandi að það yrði gert sem fyrst. Jón Baldvin sagði að Hannes Hafstein, aðalsamningamaður ís- lands, hefði fengið það skriflega staðfest að t.d. tollfrelsi á saltsíld- arflökum og önnur atriði í sjávarút- vegshluta samningsins stæðu óbreytt. Hann sagði að viðræður um tví- hliða samninginn hefðu staðið í fjór- ar vikur. „Ég myndi ekki reifa þetta mál, varðandi karfa og langhala, opinskátt, nema af því að ég veit að það mál höfum við þæft til enda. Ef við ætlum að ná þessum tvíhliða- samningi — sem er forsenda EES- samningsins — getum við ekki, á árinu 1993, haldið langhalanum til streitu, af því að til þess skortir okkur rannsóknaniðurstöður,” sagði Jón Baldvin. Hann sagði að þetta myndi aðeins eiga við fyrsta árið, sem tvíhliða samningurinn gilti, árið 1993. Það ár fengi EB hreinan karfakvóta. Væntanlega yrðu í samningnum ákvæði um að tækist íslendingum að sýna fram á það með hafrannsóknum að lang- hali væri hér til í veiðanlegu magni, mætti breyta hlutföllunum milli karfa og langhala. Jón Baldvin sagði að vegna at- hugasemda EB-dómstólsins um að EES-samningurinn kynni að brjóta í bága við Rómarsáttmálann myndi undirskrift ráðherra undir samning- inn frestast, sumir segðu fram í febrúar. Af íslands hálfu væri mikilvægast að ljúka frágangi á texta sjávarútvegshluta samnings- ins og tvíhliða samningsins um skipti á veiðiheimildum sem fyrst. Varasamt væri að draga það, þar sem hagsmunaaðilar í afkimum EB myndu ef til vill reyna að nýta tím- ann til að hafa áhrif á niðurstöðuna. Magnús Gunnarsson, formaður SAS: Jón Baldvin vissi að lang- hali yrði ekki samþykktur Kaus að segja ekki frá því í kynningu á EES-samningnum MAGNÚS Gunnarsson, formaður Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi, segir að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi telji Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hafa fullvissað þá um að í tvíhliða samn- ingi Islands og Evrópubandalagsins yrði ráð fyrir því gert að EB veiddi 2.000 tonn af karfaígildum í langhala og 1.000 tonn af karfa. Heimildir um kröfur EB um fullan karfakvóta hafi ekki breytt þessari vissu þeirra. Hann segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir þvi að á sama tíma hafi Jón Baldvin vitað að langhalinn fengist ekki samþykktur, en kosið að segja ekki frá því. Magnús sagði í samtali við Morg- unblaðið að hagsmunaaðilum í sjáv- arútvegi hefði verið kynnt minnisblað sjávarútvegsráðuneytisins, þar sem fram kemur að EB geri kröfu um 3.000 tonna karfakvóta, og að tví- hliða samningur sé ekki frágenginn. „Þetta eru engar fréttir fyrir okkur. Þetta kveikir engin rauð ljós hjá okk- ur um að það sé ófrávíkjanleg krafa bandalagsins að til þess að allt annað standist fái þeir karfa í staðinn fyrir langhala,” sagði Magnús. „Þetta seg- ir okkur bara það, sem hefur verið ljóst frá upphafi þessara viðræðna; að þeir vilja helzt þorsk eða karfa og hafa engan óskaplegan áhuga á að veiða langhala. Hins vegar er í kynn- ingu málsins talað mjög ákveðið að í samningnum sé talað um 30% karfa og 70% langhala. Menn geta farið í gegnum viðtöl við Jón Baldvin, bæði í sjónvarpi og útvarpi, þar sem hann leggur alla áherzlu á þetta. Við tökum þetta eins og það er sagt.” Magnús sagði að hagsmunaaðilar hefðu talið að samkomulagið byggðist á fyrrgreindri skiptingu milli karfa og langhala, að tollfrelsi á saltsíldarfl- ökum væru á hreinu, svo og önnur grundvallaratriði samkomulagsins. „Við áttum svo von á að í tvíhliða samningum milli Islands og EB fær- um við að takast á um hluti eins og livort eitt tonn af karfa væri sama og eitt tonn af langhala, en ekki um grundvallarhluti eins og það hvort menn veiddu karfa eða langhala.” — En er það grundvallaratriði? Er það ekki smáatriði, þessi 2.000 tonn af karfa? „Það, sem menn eru fyrst og fremst að gera athugasemdir við í þessu sambandi, er að við teljum okkur vera upplýsta um hvernig þetta er frágengið. Síðan kemur i ljós að þetta er ekki eins og okkur er sagt,” sagði Magnús. „Við værum annars ekki búnir að fara í íjölmiðla, við Kristján Ragnarsson, þar sem við höfum lagt upp úr því að þetta sé ein meginfor- sendan fyrir því að við mælum með samningnum, ef við héldum ekki að þetta væri nokkurn veginn frágeng- ið.” — Þið byggið semsagt ykkar af- stöðu á viðtöium við Jón Baldvin í fjölmiðlum? „Allur frágangur Jóns Baldvins og allar umsagnir um þetta, sem ég held að alþjóð sé kunnugt um, það er ná- kvæmlega sami skilningur, sem við leggjum í þetta. Það kemur þess vegna flatt upp á okkur þegar við erum kallaðir á fund með engum fyr- irvara, þar sem á að tilkynna okkur að það eigi að breyta öllu yfir í karfa. Menn mega ekki gleyma því að for- sendan fyrir því að menn samþykktu yfirhöfuð í upphafi að farið vrði í >. Jr>. skiptingu á veiðiheimildum við EI var sú að menn töldu að bróðurpartui inn af þeim skiptum yrðu vannýtti stofnar,” sagði Magnús. „Mér er fullkunnugt um það, efti áreiðanlegum heimildum, að Jói Baidvin var fullkunnugt um það þeg ar hann kom hérna heim, að han myndi lenda í þeirri stöðu að men myndu ekki samþykkja langhalani Af hverju segir hann það ekki hrein út við okkur, þegar hann kemur heim Af hveiju segir hann það ekki hrein út við þjóðina? Það er vegna þess a hann ákveður að leggja þetta fyri þjóðina á þann hátt, sem aðgengileg ast og þægilegast er fyrir hann. Síðai á að koma upp með þessi spil eig og þau eru gerð núna og klína þessi í gegn í einhveiju hasti. Þessi vinnu brögð getum við ekki liðið,” sagð Magnús. Hann var spurður út í þau orð Jón: Baldvins að EB myndi veiða hér karf; fyrsta árið, en síðan yrði skiptinj veiðiheimilda endurskoðuð í ljósi ha frannsókna. „Þetta er hlægileg rök semd. Þetta er einn málatiibúningur inn í viðbót. Menn geta sagt sér þa. sjálfir, að ef við göngumst inn á a láta þá veiða 3.000 tonn af karfa munu þeir ekki snúa til baka með þa. og fara að veiða langhala. Það livarfl ar ekki að mér. Það er bara verið ai setja þetta svona upp til að mild; þetta. Af hveiju setja menn það ekk alveg eins þannig upp að þetta séi 900 tonn af karfa og 2.100 tonn ai karfaígildum í langhala, og við höfun svo það hlutverk á næsta ári að sann- færa þá um að hægt sé að veiða lang- liala?” sagði Magnús. „Þetta er bará bull og kjaftæði og einn andskotans tilbúningurinn hjá lionum í viðbót.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.