Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 53 það er _ félags- og rökhyggjuspilið brids. Á þeim vettvangi tók hann þátt í óteljandi spiiakeppnum og atti þar kappi með og við snjalla brids- ' menn. Um árangur ber vitni margur verðlaunagripurinn. Nú hafa orðið þáttaskil. í dag kveðja systkinin frá Mið-Meðalholt- « um kæran bróður í hinsta sinn, en eftir lifir minning um góðan dreng. Magnús Jónsson I Hannes R. Jónsson er látinn langt um aldur fram. Þótt okkar viðkynn- ing væri ekki löng, langar mig að minnast hans í nokkrum línum. Hannes átti í nokkur ár samleið með systurdóttur minni, Jóhönnu Lúðvígsdóttur. Þeirra samfylgd varð því miður allt of stutt, en örlögin spyija ekki um tíma. Á liðnu hausti greindist hjá Hannesi sá sjúkdómur er leiddi hann til dauða. Hannes og Jóhanna voru mjög samrýnd, þau ferðuðust mikið um landið og nutu þess í ríkum mæli. Þau áttu bæði upkomin börn og fjölskyldum þeirra féll vel saman. Hannes var í eðli sínu nokkur einf- ari, en hann naut sín sérlega vel í félagsskap systkina Jóhönnu og fjöl- , skyldna þeirra. Ég minnist Hannesar á ættarsamkomum sem hljóðláts og elskulegs manns, sem þó gat verið glaður og reifur á góðri stund, en umfram allt hlýr. Mig langar að þakka honum umhyggju hans við aldraða systur mína, móður Jó- hönnu, þegar hún var áttræð, þá lánaði hann sal undir veisluna og var síðan ein aðal driffjöður ásamt börnum hennar og barnabörnum í því að gera henni daginn sem ánægj- ulegastan. Hannes og Jóhanna heim- sóttu oft móður hennar og stjúpföð- ur sem búsett eru á Jökuldal og voru þær heimsóknir ánægjulegar á báðar hliðar. Ég veit að Jóhanna hefur átt marga erfiða stund er hún sat við dánarbeð Hannesar, en þrátt fyrir það hefur henni verið ljúft að geta endurgoldið honum eithvað af hans umhyggju og gæðum. Ég bið Guð að styrkja hana í sorg hennar. Börn- I um Hannesar og öðrum aðstandend- I um votta ég samúð mína. Ragna S. Gunnarsdóttir Kveðj'a frá Starfsmanna- | félagi ÍSAL Allir dagar eiga sér kvöld, eins er það með ævi okkar mannanna. Snögg og óvægin skil erum stundum í tilveru okkar, svör fást við sumum þeirra en öðrum ekki. Eftir standa minningar um samverustundir. Skilnaður er oft sár, en minning um góðan dreng græðir sárin í fyllingu tímans. Þegar atorka er í hámarki gerum við oft ekki ráð fyrir því, sem getur heft för okkar að settu marki. For- lögin hafa tekið í taumana. Hannes R. Jónsson lést í Landspítalanum að morgni 19. þ.m. í sumar sem leið, að loknu . skemmtilegu sumarfríi, veikist 9 Hannes snögglega og var fluttur á spítala. En enginn vinnur sitt hel- stríð og Hannesar var ekki mjög | langt, en strangt. Hann naut þar umönnunar indæls hjúkrunarfólks, iækna og ástvina, þar til yfir lauk. | Kynni okkar Hannesar hófust fljótlega eftir að við byijuðum að starfa í álverinu í Straumsvík, þó var það ekki fyrir alvöru fyrr en við byijuðum að vinna saman að málefn- um Starfsmannafélags ÍSAL. Það var gaman að vinna með Hannesi. Hann var viðræðugóður og grunnt á léttu strengina og þó að margt væri skrafað, kom það ekki illa við neinn. Ég, sem þessar línur rita, vil fyrir hönd félaga minna, sem starfað hafa með honum að málefnum STÍS, þakka honum fyrir samstarfið og hans þátt í að gera veg félagsins sem bestan. Við biðjum guð að blessa minningu hans og sendum ástvinum ' hans innilegar samúðarkveðjur. Af eilífðar ljóma bjarma ber, i: sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. | Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Friðgeir Guðmundsson Minning: Sveinn S. Daníelsson Fæddur 7. júlí 1908 Dáinn 22. nóvember 1991 Með þessum orðum langar mig til þess að kveðja elskulegan tengdaföð- ur minn. í upphafi þessarar aldar var margt öðruvísi á íslandi en það er í dag. Þá hefur örugglega verið erfitt að vera í vinnumennsku hjá vandalausum og eiga fjölda barna. Foreldrar Sveins þurftu að hafa mik- ið fyrir lífínu, og til þess að koma öllum börnum sínuin til manns þurftu þau að færa miklar fórnir. Foreldrar Sveins voru hjónin Valgerður Níels- dóttir og Daníel Gestsson. Sveinn fæddist á Gauksmýri í V-Húnavatns- sýslu og var fimmti í röðinni af sjö systkinum, elstur var Karl hálfbróðir þeirra, sem dó um tvítugt, Ingigerð- ur, sem lengst af var búsett á Hvammstanga, d. 1990, Gunnar, bóndi á Þorfinnsstöðum, nú búsettur á Flateyri, Hermann búsettur í Reykjavík, Valdimar búsettur í Reykjavík, yngst er Sína Wiium bú- sett í Reykjavík. Þó að systkinin hafi ekki alist upp saman þá voru þau mjög samheldin og mikill kær- leikur þeirra á milli alla tíð. 10 daga gamall fór Sveinn að Syðri-Kárastöðum, Vatnsnesi, í fóst- ur til hjónanna Sigurbjargar Ólafs- dóttur og Sveins Guðmundssonr, ábúenda þar. Dóttir þeirra hjónanna og uppeldissystir Sveins er Ólafía G. Sveinsdóttir, sem enn býr á Kára- stöðumm nú 93 ára, einnig ólst þar upp að nokkru leyti Sveinbjörg Her- mannsdóttir, mjög kært var alla tíð með þeim uppeldissystkinum. Sveinn bjó á Syðstu-Kárastöðum og hélt heimili með fóstru sinni eftir lát fóstra síns, þar til ung stúlka úr Reykjavík réðst sem kaupakona til hans. Þessari ungu stúlku kvæntist Sveinn árið 1942 og hófu þau búskap í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona Sveins er Ágústa Gamalíelsdóttir, fædd og uppalin í Reykjavík, en af borgfirsku bergi brotin. Sveinn og Ágústa eign- uðust þijú börn. Þaii eru: ólafur Gamalíel, kvæntur Nönnu Baldurs- dóttur, Sigurdís, eiginmaður hennar er Erlendur F. Magnússon og Kristín Valgerður Árný, konan mín. Barna- börnin eru 11, elsta barnabarnið og það yngsta bera nafn afa síns: Sveinn Sigurbjörn Erlendsson og Sveinn Bergsteinn Magnússon. Eftir að Sveinn flutti til Reykjavík- ur vann hann ýmis verkamanna- störf, lengst af hjá Sambandinu, um 30 ár, uns hann lét af störfum er hann varð sjötugur. Hann hélt alltaf mikla tryggð við sveitina sína og dvaldist þar á hveiju sumri meðan heilsan leyfði. Ekki gafst mikill tími til tómstunda, en Sveinn hafði unun af tónlist og held ég að hann hafi verið fyrsti bóndinn á Vatnsnesi sem eignaðist handsnúinn grammófón. Einnig var Sveinn smiður góður og smíðaði meðal anars mörg leikföng fyrir börn sín og aðra ættingja. Sveinn var mikill dugnaðarmaður og ósérhlífínn. Hann var alltaf boðinn og búinn til aðstoðar ef hann hélt að hann gæti rétt einhveijum hjálp- arhönd eða fært björg í bú. Hann var umhyggjusamur eiginmaður og faðir, sem helgaði heimilinu alla sína umhyggju og ástúð. Eiginkonu sína dáði hann og elskaði allt til æviloka og sá ekki sólina fyrir henni öll þessi ár. Sveinn var einstaklega góður afí, sem allt vildi gera fyrir barnabörn sín, og þau voru honum mikiil gleði- gjafi. Síðustu árin var Sveinn farinn að heilsu og kröftum, en bjó þó á heimili sínu í Stigahlíðinni og naut þá umhyggju og umönnunar eigin- konu sinnar og barna allt fram á síðasta dag. Einnig naut hann hjúkr- unar og aðstoðar á öldrunardeildinni í Hátúni, hvídarinnlagna á Heilsu- vemdarstöðinni og góðrar heima- hjúkrunar, allt þetta fólk á miklar þakkir skyldar. Sveinn andaðist á Borgarspítalanum þann 22. nóvemb- er, eftir nokkurra daga legu þar. Elsku Ágústa mín, Ólafur, Sigur- dís og Kristín mín, nú þegar Sveinn hefur fengið hvíldina þá eigum við öll góðar og hlýjar minningar um góðan mann sem fylgja munu okkur um ókomin ár. Eg fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hvetja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar Ijós. (Davíð Stefánsson) Magnús Björn t Kærar þakkir sendum við öllu þeim fjölmörgu vinum, sem auð- sýndu okkur samúð sína og hlýhug við fráfall ÞORSTEINS Ö. STEPHENSEN fyrrverandi leiklistarstjóra. Dóróthea G. Stephensen, Guðrún Þ. Stephensen, Ingibjörg Þ. Stephensen, Stefán Þ. Stephensen, Kristján Þ. Stephensen, Helga Þ. Stephensen, barnabörn og barnabarnabörn. Hafsteinn Austmann, Siglaugur Brynleifsson, Arnfríður Ingvarsdóttir, Ragnheiður Heiðreksdóttir, CITROEN AX EXELLENCE Sprœkur og sparneytinn I7C ).c )0( )i Kl R.I w— u II r OG 19.960* Á MANUÐI “ 'is£1 \o\>' \ J \ Fjárfestu í nýjum Citroen fyrir veturinn. Við bjóðum nú nokkra Citroen AX Excellence á sérstöku vetrarverði meðan birgðir endast. Utborgun aðeins 170.000 KR og eftirstöðvar á allt að 36 mánuðum. Greiðsla að meðaltali I9.960*KR á mánuði. Innifalið í verði: 11 OOcc 55 hö. vél. 5 gíra, litað gler, samlitir stuðarar, afturrúðuþurrka, hliðarspeglar, Ijóskastarar að framan, Excellence merkingar á hliðum, útvarp segulband og snjódekk. Til afgreiðslu STRAX G/obusn. Lágmúla 5 ■ Sími 91-681555 *Miðað við vexti Seðlabonka íslands í nóvember 199 /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.