Morgunblaðið - 29.11.1991, Síða 66

Morgunblaðið - 29.11.1991, Síða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 ÍÞRÚmR FOLK ■ KENNY Dalglish, fram- kvæmdastjóri Blackburn Rovers, tók fram ávísanaheftið í gær og keypti Gordon Cowans frá Aston Villa fyrir 200 þús- Frá und pund. Cowans Bob er 33 ára miðvallar- Hennessy leikmaður og lék um /Eng/andí tíma með Bari á ít- alíu. Þetta er fjórði leikmaðurinn sem Dalglish festir kaup á síðan hann hóf störf hjá félaginu fyrir mánuði síðan. ■ GARRY Parker, miðvallarleik- maður Nottingham Forest, var í gær seldur til Aston Villa á 650 þúsund pund en hefur ekki komist í liðið í vetur. Hann er 26 ára, skrif- ar undir samning í dag og leikur með Villa gegn Oldham á morgun. ■ STEVE Sutton, hinn gamal- reyndi markvörður Nott. Forest, hefur verið lánaður til Luton í mánuð. Sutton, sem hefur verið 11 ár hjá Forest, hefur ekki náð að komast í aðalliðið þar sem Mark Crossley er þar fyrir. ■ GARY Lineker, markavélin mikla hjá Tottenham og enska landsliðinu, leikurekki með Totten- ham gegn Arsenal á sunnudaginn. Ástæðan er sú að sonur hans Ge- orge, sem er aðeins 8 vikna, er al- varlega veikur og var fluttur á spít- ala í gær. BLAK Skeiðamenn kæra lið KA SKEIÐAMENN hafa kært úr- slit leiks síns við íslands- og bikarmeistara KA í 1. deild karla í blaki sl. föstudag. KA sigraði en Skeiðamenn telja að í leiknum hafi hinn kín- verski þjálfari og leikmaður KA, Shao Baolin, verið ólög- legur með liðinu og krefjast þess að úrslit leiksins verði dæmd ómerk. Skeiðamenn lögðu inn kæru til íþróttadómstóls HSK. KA sigraði í leiknum með þremur hrinum gegn engri. Ef undirréttur samþykkir kröfu Skeiðamanna mun KA tapa leiknum og Skeiða- mönnum verður væntanlega dæmdur 3:0 sigur í héraði, (15:0, 15:0, 15:0) eins og lög Blaksam- bandsins segja til um. Hreinn Erlendsson, formaður íþróttadóm- stóls HSK, hefur staðfest það við Morgunblaðið að málið verði þing- fest á morgun, laugardag, kl. 14. á Selfossi en þá ber málsaðilum að leggja fram skriflegar greinar- gerðir máli sínu til stuðnings og dómur verður endanlega kveðin upp seinnipart næstu viku. Fari svo að KA-liðinu verður dæmdur leikurinn tapaður þá mun það þýða að Skeiðamenn upp- skera fyrstu stig sín í íslandsmót- ^ inu með kæru og KA-menn tapa tveimur dýrmætum stigum í keppninni um íslandsmeistaratit- | ilinn. En þeir hafa að vísu rétt á því að skjóta málinu til Blakdóm- stóls sem kveður upp endanlegan úrskurð. FIMLEIKAR Fjóla og Biyndís hættar að keppa BESTU fimleikakonur landsins, Fjóla Ólafsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, eru hættar að keppa ífimleikum. Þær hafa verið í nokkrum sérflokki ífim- leikum undanfarin ár og höfðu báðar náð þeim lágmörkum sem FSÍ setti fyrir HM ífimieik- um sem fram fór í september. Þær voru hins vegar ekki sendar á HM vegna þess að þjálfari þeirra taldi þær ekki hafa neitt þangað að gera. í framhaldi af því ákváðu þær að hætta. Fjóla og Bryndís töldu sig hafa öðlast keppnisrétt á HM sem fram fór í Indianapolis í Bandaríkj- unum í september. Þær ætluðu sér að keppa á HM og hætta keppni efstir það mót. „Við voru ákveðnar í því að hætta eftir heimsmeistara- mótið, enda búnar að vera í þessu á fullu í 10 ár. Það urðu því miklum vonbrigðum fyrir okkur að fá ekki að keppa þar,” sagði Fjóla Ólafs- dóttir í samtali við Morgunblaðið. „Þegar við komum heim úr æf- inga- og keppnisferð frá Spáni í júní sagði þjálfarinn okkar að við Wj Pi ||5j| Fjóla Bryndís yrðum að æfa betur og ná betri árangri, en við þegar höfðum náð, til að geta keppt á HM. Við urðum mjög sárar og ákváðum þá að keppnsiferlinum væri lokið og við hættum að æfa. Við trúðum því alltaf að við hefðum öðlast þátt- tökurétt með því að ná iágmörkun- um og kom þetta því mjög flatt upp á okkur,” sagði Fjóla. Fjóla sagði að þær æfðu þrisvar í viku hjá Ármanni svona rétt til að æfa sig niður eins og hún orð- aði það. Eins væru þær að þjálfa yngri flokka hjá félaginu. KNATTSPYRNA / HM KVENNA GETRAUNIR 48. Heimaleikir frá 1979 1 X 2 Mörk =7$W— Chelsea Nott'm Forest 3 2 1 13-13 Coventry Southampton 8 2 2 21-12 Crystal Palace Manchester Utd. 2 1 1 5-3 Leeds Everton 3 1 0 6-1 Liverpool Norwich 4 4 2 18-7 Manchester City Wimbledon 2 2 0 8-3 Notts County Queens Park R. 2 0 1 3-4 Oldham Aston Villa 0 0 1 0-1 Sheffield Utd. Luton 1 0 0 2-1 West Ham : Sheffield Wed. 2 2 3 4-7 Blackburn Middlesbro 3 1 3 8-8 Bristol City : Charlton 0 0 1 0-1 Derby Leicester 1 0 1 3-5 Urslit Mín spá 1 x 2 Bandaríkin og Noregur leika til úrslita á morgun IJandarísku stúlkurnar hafa verið í sérflokki á fyrsta opinbera heimsmeistaramóti kvenna í knatt- spyrnu, sem fer fram í Kína og lýkur á morgun. Þær hafa sigrað örugglega í öllum leikjum sínum og leika til úrslita við norsku stúlk- urnar á morgun, en Þýskaland og Svíþjóð keppa um bronsverðlaunin í dag. Bandaríkin fóru óvenju létt í gegn- um forkeppnina, léku fímm leiki, GrétarÞór Eyþórsson skrifarirá Svíþjóö fengu 10 stig og markatalan var 49:0. í úrslitakeppninni voru þrír ijögurra liða riðlar og byrjuðu Bandaríkin á því að vinna Svíþjóð 3:2, síðan Japan 3:0 og loks Brasilíu 5:0. í átta liða úrslitum unnu banda- rísku stúlkurnar mótheijana frá Tævan 7:0 og í undanúrslitum í gær fór 5:3 gegn Þýskalandi. Norsku stúlkurnar léku opnunar- leik mótsins og töpuðu fyrir Kína 4:0 að viðstöddum 60.000 áhorfend- um, en síðan hafa þær verið ósigrað- ar. Þær unnu dönsku stúlkumar 2:1 og lið Nýja - Sjálands 4:0. Noregur og Ítalía mættust í undanúrslitum og vann Noregur 3:2 eftir framleng- ingu, en síðan vann' Noregur Svíþjóð 4:1 í undanúrslitum. Gífurlega mikill áhugi hefur verið á keppninni í Kína og sérstaklega voru leikir kínversku stúlknanna vel sóttir, en 55.000 manns sáu Svía vinna Kína 1:0 í átta liða úrslitum. Um 15.000 áhorfendur voru á hvor- um undanúrslitaleiknum. Þægileg rúm fyrir jólin ! j 3. A: KLÆÐNING. B . TREFJAR. C : POLYESTER. D: STÁLÞRÁÐUR. - TOÉFYLLT YHRDÝNA. - ÁKLÆÐIÚR100% BÓMLLL í r Jmrn i L, KING UNILUX E : GORMAR. F : TREFJ ADÚ KU R. G : TRÉLISTI. H : TRÉRAMMI. - TVÖFALT GORMLAG. - EFRA CjORMLAG HANDHÍTTAÐ. Þar sem góð húsgögn eru betri...gks. Athugasemd Morgunblaðinu barst í gær eftir- farandi frá Handknattleikssambandi íslands: „Vegna umræðna í fjölmiðlum undanfarið um heimsmeistaramótið í handknattleik árið 1995 á íslandi vill HSÍ koma á framfæri eftirfarandi lagfæringum á tveimur mikilvægum atriðum: í sjónvarpi nýlega sagði Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópa- vogs, að Svíar byggjust við 100 millj- óna króna tapi á HM 1993. Sannleik- urinn er hins vegar sá, skv. fram- kvæmdastjóra sænska handknatt- leikssambandsins, að þeir gera ráð fyrir minnst 50 milljóna króna hagn- aði. Gunnar hefur tjáð HSÍ að þetta sé haft eftir íslenskum heimildar- manni sem hann vill ekki nafngreina. í kvöldfréttum í gær [fyrradag] sagði Bjarni Felixson að ekkert heimsmeistaramót síðan 1974 hefði skilað mótshöldurum hagnaði. Bjarni Felixson hefur tjáð HSI að þetta sé haft eftir íslenskum heimildarmanni sem hann ekki vildi nafngreina. Sann- leikurinn er hins vegar sá að heims- meistaramótið í Tékkóslóvakíu 1990 skilaði hagnaði og heimsmeistaramó- tið í Sviss 1986 skilaði svissneska sambandinu miklum hagnaði auk heilmikilla tekna sem það hafði i ýmsum tengslum við það fyrir mótið. Handknattleikssamband íslands mun leggja fram á næstu dögum yfirlit yfir þessi mál og harmar rangfærslur Gunnars Birgissonar og Bjarna Felix- sonar, og harmar að þeir hafi ekki leitað til Handknattleikssambandsins eftir sönnum upplýsingum.” i i í í í i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.