Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 1

Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 292. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins De Klerk, forseti Suður-Afríku: Blökkumenn fá sæti á þinginu Jóhannesarborg. Reuter. F.W. DE Klerk, forseti Suður-Afríku, kvaðst í gær stefna að því að fulltrúar blökkumanna fengju bráðlega aðgang að þingi lands- ins og tækju þátt í stjórn landsins þar til efnt hefði verið tii þing- kosninga samkvæmt nýrri stjórnarskrá, er tryggði blökkumönnum kosningarétt til jafns við hvíta. Forsetinn Iét þessi orð falla á fyrstu ráðstefnu allra helstu stjórnmálahreyfinga landsins, sem hófst í gær og lýkur í dag. „Við erum sannfærð um að það er Suður-Afríku og öllum lands- mönnum fyrir bestu að við mynd- um bráðlega stjórn með fulltrúum allra kynþátta,“ sagði de Klerk. Hann kvaðst reiðubúinn að hefja þegar viðræður um stjórnarskrár- breytingar, sem tryggðu blökku- mönnum sömu pólitísku réttindi og hvítum. Aður en breytingarnar tækju gildi væri nauðsynlegt að blökkumenn ættu fulltrúa á þing- inu. Hann kvaðst þó ekki vilja afnema núverandi stjórnarskrá fyrr en efnt yrði tii þjóðaratkvæða- greiðslu með þátttöku allra kyn- þátta um framtíð Suður-Afríku. Forsetinn hvatti ennfremur blökkumannasamtökin Afríska þjóðarráðið (ANC) til að hafna algjörlega vopnaðri baráttu gegn stjórn hvíta minnihlutans. Sam- tökin ákváðu í ágúst í fyrra að binda enda á skæruhernað sinn en áskildu sér rétt til að þjálfa skæruliða og halda vopnabirgðum sínum. „ANC hefur ekki staðið við loforð sín,“ sagði de Klerk og vís- aði til blaðafregna um að samtök- in brytu lög með því að geyma Jeltsín yfír- tekur leyni- þjónustuna Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti tók sovésku Ieyniþjónustuna und- ir rússneska stjórn í gær með forsetatilskipun, að sögn Inter- fax-fréttastofunnar. Sovéska leyniþjónustan var stofn- uð eftir valdaránstilraunina í Moskvu í ágúst og tók hún m.a. yfir njósnadeild KGB sem fékkst við njósnir utan Sovétríkjanna. Jeltsín stofnaði rússneska leyni- þjónustu í gær og skipaði svo fyrir að innan mánaðar skyldu henni af- hentar allar eignir, byggingar, tæki, upplýsingabankar og skjöl sovésku leyniþjónustunnar. I fyrradag tók Jeltsín sovésku innan- og utanríkisráðuneytin undir rússneska stjóm, svo og leynilög- regluna og mannvirki í Kreml. Ennfremur skipaði Jeltsín í gær ívan Sílajev fastafulltrúa Rússlands hjá Evrópubandalaginu. Sílajev var skipaður formaður sovésku efna- hagsnefndarinnar eftir valdaránið í ágúst og hefur því eiginlega gegnt starfi forsætisráðherra Sovétríkj- anna undanfarna mánuði. vopn á felustöðum víðs vegar um landið. „Valið stendur á milli frið- ar með samningum eða valdabar- áttu með ofbeldi." Forsetinn sagði þó að hann setti það ekki sem skilyrði fyrir stjórnarskrárviðræð- um að ANC hafnaði algjörlega skærahernaði. Reuter í (jósi þeirra atburða sem átt hafa sér stað í Sovétríkjunum hafa yfirmenn vaxmyndasafnsins víð- fræga, Madame Tussaud, ákveðið að taka vaxmynd Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta úr sýningarsölum safnsins og koma henni fyrir í geymslu. Aðild að NATO lang- tímamarkmið Rússa Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BORIS Jeltsin sagðist í gær sjá fyrir sér að Rússar myndu ein- hvern tíma í framtíðinni, þegar kjarnorkuvopnum hefði verið út- rýmt í Evrópu, sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). f bréfi Jeltsíns, sem birt var á sam- starfsráðsfundi nýju lýðveldanna í Evrópu með aðildarríkjum NATO í Brussel í gær, fagnaði hami stofnun samstarfsráðsins og sagðist vona að það yrði til að efla gagnkvæman skilning og traust og auka stöðugleika i Evr- ópu. Vegna þeirra gagngeru breytinga sem átt hefðu sér stað ættu samskipti Rússa og annarra þjóða að geta byggst á skyldu gild- ismati og víðtækri viðleytni til að stuðla að öryggi í heiminum. Sameiginlegt markmið kommún- istaríkjanna fyrrverandi í Mið- og Austur-Evrópu er full aðild að NATO sem fyrst, að því er utanríkisráðherr- ar Ungveijalands, Póllands og Tékkóslóvakíu sögðu í Brussel. í yfir- lýsingu sem sovéski sendiherrann las í lok fundarins var þess farið á leit að nafn Sovétríkjanna yrði fjarlægt úr öllum gögnum fundarins. Sendi- herrann sagðist sitja fundinn sem fulltrúi hinna nýju lýðvelda Samveld- isins í þeirri trú að boð um þátttöku í samstarfsráðinu gilti einnig fyrir lýðveldin sem risu upp úr rústum Sovétríkjanna. Manfred Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, sagði að fundurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar, væri upphaf náins samstarfs og sam- ráðs aðildarríkja NATO og ríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu. Fastafull- trúum NATO-ríkjanna í Brussel hefði- verið falið að vinna tillögur um fram- hald og fyrirkomulag samstarfsins í samvinnu við sendiherra samstarfs- ríkjanna í Brussel. Wömer sagði að mikilvægt væri að samstaða hefði verið um samningana um fækkun í hefðbundnum herafla í Evrópu og sérstakur vinnuhópur fulltrúa aðild- arríkja samstarfsráðsins yrði settur á fót ti! að fjalla um ýmis atriði sem upp kynnu að koma í tengslum við samkomulagið. Þeirri áskorun væri beint til Samveldisríkjanna sem risið hefðu úr rústum Sovétríkjanna að tryggt yrði að kjarnavopn þeirra lytu sameiginlegri yfirstjórn og engin út- breiðsla kjarnavopna ætti sér stað. Wörner sagði að upplýsingar NATO um kjamavopnabirgðir þær sem Sovétríkin hefðu átt væm að sínu mati fullnægjandi. Hann sagðist fagna yfírlýsingum Borís Jeltsín í bréfi rússneska forsetans til fundar- ins, sér í lagi skuldbindingum hans vegna alþjóðasamninga sem gerðir hefðu verið í tíð fyrri valdhafa. Wöm- er sagði að hið nýja samstarfsráð Atlantshafsbandalagsins og Ráð- stefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) myndu í framtíðinni styrkja hvað annað. Því mætti ekki gleyma að NATO hefði ýmislegt fram að færa sem ekki væri innan RÖSE, s.s. áætlanir og sérfræðiþekk- ingu sem varða varnir og öryggi, notkun herafla o.s.frv. Sjá „Tilskipun Borís Jeltsíns gæti haft hörmulegar afleiðing- ar“ á bls. 42. Viðurkemiing íslands stór- tíðindi dagsins hjá okkur - sagði talsmaður utanríkisráðherra Slóvena - Króat- ar segja ákvörðunina bera vott um visku og hugrekki TALSMENN Króata og Slóvena fögnuðu í gær þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Islands að viðurkenna þegar í stað sjálfstæði rikjanna tveggja og sögðu þetta mikilvæga aðstoð i baráttu þjóðanna á al- þjóðavettvangi. „Þetta voru stórtíðindi dagsins hjá okkur,“ sagði talsmaður slóvenska utanríkisráðuneytisins, Ivo Vajgl, glaður i bragði í samtali við Morgunblaðið í gær. íbúar Zagreb fögnuðu víða fregninni á götum úti, sumir skutu af byssum upp loftið. „Þetta er fyrst og fremst mikil- raunum sínum til að stöðva stríðið vægur, siðferðislegur stuðningur við þjóð sem þjáist vegna harðra og villimannlegra aðgerða árásar- aðilans," sagði Zvonimir Sep- arovic, utanríkisráðherra Króatíu, í samtali við Morgunblaðið. „Ákvörðun íslensku stjórnarinnar hefur sérstakt gildi fyrir okkur, við fögnum þessu og ég hef þakk- að Jóni Baldvin Hannibalssyni sér- staklega fyrir hans þátt, einnig hlut hans í því að Evrópuþjóðirnar hafa tekið ákvörðun um viðurkenn- ingu. í skeyti mínu til hans segi ég að íslendingar hafí sýnt mikla visku, hugrekki og staðfestu í til- í Króatíu. Persónulegt framlag Jóns Baldvins Hannibalssonar var með þeim hætti að Króatar munu ávallt eiga honum skuld að gjalda. Þessu vil ég gjarnan koma á fram- færi til íbúanna í borginni ykkar fögra, Reykjavík, og landinu sem ég á svo einstaklega góðar minn- ingar frá síðan ég kom þar við fyrir tveim mánuðum á leiðinni frá New York. Þakka ykkur öllum innilega fyrir að styðja króatísku þjóðina." Separovic sagði ljóst að Þjóð- veijar myndu ekki hrinda viður- kenningu sinni að fullu í fram- kvæmd fyrr en 15. janúar, þeir myndu fylgja hinum aðildarríkjum Evrópubandalagsins og ekki ganga jafn hreint til verks og ís- lendingar núna. í janúar myndi ræðismannsskrifstofa Þjóðveija í Zagreb breytast í sendiráð Þýska- lands og ekki ^yrði aftur snúið, vonandi myndu Italía, Páfagarður, Svíþjóð og fleiri lönd fylgja hratt í kjölfarið. Separovic taldi að Þýskaland myndi verða í forystu þeirra ríkja sem beittu sér fyrir málstað Kró- ata og Slóvena hjá Sameinuðu þjóðunum. „ísland var fyrsta vest- ræna ríkið sem veitti okkur fulla viðurkenningu og þið eigið svo sannarlega fleiri vini hér í landi eftir þetta framtak," sagði Vajgl. Sjá „SÞ sendi friðargæslulið til Bosníu-Herzegóvínu" á bls. 43.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.