Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 15 Hver fann upp hjólið? Bókmenntir Kjartan Arnason Pétur Guðjónsson: Að lifa er list, 237 bls. Eyvindur Erlendsson þýddi. Líf og saga 1991. Eitt meginviðfangsefni Péturs í þessari bók er hvernig gera megi samfélagið manneskjulegra, menn- ina mennskari. Stutt samantekt á helstu atriðum gæti hljómað svona: Til að verða frjáls þarf maðurinn að losna undan félagslegu, trúarlegu og sálfræðilegu valdboði, losa sig við dauðahræðslu en taka þess í stað stjórn á lífi sínu í eigin hendur, skapa sér sjálfur tækifæri, gleði og hamingju. Til að ná þessu marki verður hann að skoða sjálfan sig rækilega utan sem innan, breyta því sem breyta þarf í eigin fari, temja sér ábyrga lífshætti og -afstöðu, ár- vekni, heiðarleika og traust; hann verður að finna lífi sínu tilgang: verða mennskur maður í samfélagi mennskra manna. Því enginn er ey- land; maðurinn er aðeins til fyrir samband sitt við aðra menn: „ ... ég er ekki sjálfstæð vera, heldur partur annarrar, mér miklu stærri. Áhyggja mín er því um alla hina partana af sjálfum mér; um annað fólk.“ Þessi mikla vera er mannkynið allt og af því sérhver maður er hluti þessarar sam-veru ber honum að sýna henni hjálpsemi og góðvild. Pétur kemur vitanlega mun víðar við en þessi útdráttur gefur til kynna, kryddar frásögnina víða með dæmi- sögum af sjálfum sér og vinum sínum sem virðist fjölskrúðugur flokkur manna, háir sem lágir, hvítir og svartir, leikir og lærðir, fólk sem lent hefur í nær öllum hugsanlegum að- stæðum mannlífsins. Um þær skoðanir sem Péturs setur fram í bókinni er margt gott að segja; hann er almennt jákvætt þenkjandi, er laus við bölmóð og svartagallsraus, hvet- ur til trúar á framtíðina og hefur einlægan vilja til að verða öðrum að liði. Hinsvegar þykir mér hann ekki sökkva sér nægilega í efnið til að lesanda sé að fullu Ijóst hvað fyrir honum vaki. Jú hann vill breyta þjóð- félaginu, vekja fólk til umhugsunar, benda á meinsemdir, kenna mönnum að rækta sjálfa sig — en hvað svo? Pétur á þing? Mér hefði þótt meira sannfærandi að sjá minna af sleggjudömum um sálfræðinga, trúmál og „nýöld“ en nánari umfjöllun um hvemig maður- inn gæti orðið meiri maður, kærleiks- ríkari meðbróðir og hamingjusamari einstaklingur. Ég er sannfærður um að það gerist ekki með því að afnema „persónurnar" einsog Pétur leggur til. Reyndar er mér ekki ljóst hvað hann á við með því; eigi hann við „persónuleika" er hann að mínum dómi í vondum málum, er í raun að Iýsa eftir múgsál, en sé hann að tala um „persónudýrkun" má auðvitað samsinna ýmsu sem hann segir um þetta atriði. Gagnrýni Péturs á stofnanir og hugmyndir vestræns þjóðfélags er að mínu mati of yfirborðsleg til að hitta í mark; það má auðvitað fallast á margt eins og oft þegar talað er almennt en þar sem hann er til að mynda að bauna á „nýöldina“, þ.e. hugmyndir fólks sem aðhyllist „alt- ernatífa" lífsskoðun (eins og Pétur), koma fram sömu fordómar og aðrir hafa gegn Pétri og hreyfingu hans: allt sett undir sama hatt og kallað „kukl í dularfullum skúmaskotum". Sama er að segja um gagnrýni hans á sálarfræði og sálfræðinga: alhæf- ingar sem segja meira um skoðand- ann en það sem skoðað er. Trúar- brögð, trúfélög og kirkja fá einnig sinn skerf af gagnrýni og má vissu- lega taka undir að þessum stofnun- um hafi mistekist að efla mann- gæsku, heiðarleika og traust manna á meðal — en það er sannarlega ekki kenningunum sem þær byggja á að kenna. Pétur segir að trúarrit séu einsog þjóðsögur eða draugasög- ur. Hann er með þessu að segja að hann eða Silo, leiðtogi hreyfingarinn- ar, hafi fundið upp hjólið. Allt sem Pétur segir í þessari bók hefur verið sagt áður og okkar ágæti Jesú Krist- ur sagði það allt; bara í færri orðum. Það er hinsvegar ekki við hann að sakast að menn hafí þverskallast við að skilja og meðtaka orð hans. Þótt bók Péturs sé að mínu mati engin bylting, hvorki í hugsun eða framsetningu, er ljóst að tilgangur hans er frómur og markmið gott. BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út ritið Islam eftir Jón Orm Halldórsson lektor, en undir- titill þess er: Saga pólitiskra trúar- bragða. Skiptist bókin í sextán meginkafla er bera fyrirsagnirnar: Rætur islams; Múhameð; Vagga islams; Fyrsta isl- amska lýðveldið; Sigrar og klofning- ar - shía og súnní islam; Heimsveldi múslima; Islömsk lög; Ný islömsk stórveldi; Súfar; Islam í Suðaustur- Asíu; Endurvakning innan islams og Saudi Arabía; Palestína og átökin í Miðausturlöndum; Sundurlimun Mið- austurlanda, Irak, Líbanon, Sýrland og Jórdanía; Iran og islamska bylt- ingin; Islam. I kynningu útgefanda segirm.a.: „Mörg af alvarlegustu átakaefnum samtímans skiljast illa eða ekki án einhverrar þekkingar á islam og sögu þeirra samfélaga sem þá trú iðka. Pétur Guðjónsson Ég tek heilshugar undir ósk hans um manneskjulegra samfélag. En Persaflóastríðið, átökin um Palest- ínu, striðið í Líbanon, átök á Ind- landsskaga, ólgan í arabaheiminum, byltingin í Iran, olíustjórnmái við Persaflóa, allt eru þetta mál sem eru svo lituð islam og sögu þeirra trúar- bragða að á milli verður ekki skilið. Margir drættir í algengum vestræn- um myndum af islam og af heimi múslima eru hins vegar dregnir af fordómum og vanþekkingu en bak- grunnur litaður aldariangri sögú óvildar og átaka. í þessari bók er reynt að líta bæði til trúarinnar sjálfrar og til þeirra áhrifa sem hún hefur haft á þjóðfé- lag og stjórnmál þess milljarðs manna sem iðkar islamska trú. Þetta er gert með því að rekja rætur og sögu trúarinnar og sögu þeira samfé- laga sem hún hefur mest mótað.“ Islam er 184 bls. að stærð og er bókin sett og prentuð í Prentsmiðj- unni Rún, en Flatey annaðist bók- afstaða Péturs til guðdómsins er hálfkák: það má vera að til sé al- heimsandi en það kemur þessu máli ekki við, finnst mér hann vera að segja; og um dauðan: nú við gerum bara uppreisn gegn honum og skipu- leggjum framtíðina óttalaus! Og hvað svo? Pétur á þing? Ef hugmyndir hreyfingarinnar byggja ekki á öðru en orðum leiðtogans Silos og lýsa draugasögur orð þess manns sem fyrstur allra hóf að brýna fyrir mönn- um trú á sjálfa sig, guðdóminn og eilíft líf, boða þeim kærleika til alls sem lifir, fyrirgefningu og auðmýkt, ef þennan grunn vantar í hugmynd- irnar þá skil ég ekki á hverju mann- úð þessarar hreyfingar byggir. Þýðing Eyvindar þótti mér fljót- færnislega unnin, orðaröð víða ensk eins og kommusetningin; við og við bregður fyrir passíusáhnadönsku sem mér þótti ekki hæfa efninu. Löng orð og óþjál eru til lýta á nokkr- um stöðum. Þýðingin batnar eftir því sem á líður. Jón Ormur Halldórsson band. Auk aðalkaflanna sextán eru í ritinu formáli og inngangur sem fjallar um eðli og áhrif trúarbragða. Bók um islam ■ BÓKA ÚTGÁFAN Örn og Ör- lygur hefur gefið út bókina Betra kynlíf eftir Barböru Keesling. í formála Jónu Ingibjargar Jóns- dóttur kynfræðings sem þýddi bók- ina segir m.a.: „Kynlífsbækur eru misjafnar að gæðum en innan um allar þær bækur sem gefnar eru út árlega finnst einn og einn gull- moli, hinar eru sem glópagull. Með glópagulli á ég við að fólki er lofað yndislegra kynlífi en það hefur nokkru sinni átt, bara ef það getur ýtt á réttu takkana. En við mann- fólkið erum ekki vélar. Tilfinninga- líf okkar ræður afar miklu um hversu miklu og hversu góðu kyn- lífi við lifum. Höfundur Betra kyn- lífs, Barbara Keesling, bendir rétti- lega á að kvíði sé ein algengasta orsök kynlífsvandamála og að fæst- ar kynlífsbækur taki á þeim þætti, en auki hann ef eitthvað er. í Betra kynlífi er kennt hvernig megi losna við óþarfa kvíða svo hægt sé að njóta unaðssemda kynlífsins. Engar myndir eru í bókinni því að mark- mið höfundar er ekki að bæta við enn einum kvíðavaldinum - áhyggj- um af eigin útliti. Þessari bók er ekki ætlað að vera kitlandi kvöld- lesning. í Betra kynlífi er gengið hreint til verks, bókin er eins konar vinnubók þeirra sem vilja njóta kynlífs á dýpri hátt en áður.“ Hálf milljón í þyrlusjóð SL Y SAVARNAFÉLAGI ís- lands var á fimmtudag af- hent hálfrar milljón króna gjöf í þyrlukaupasjóð. Fjárhæðin er afrakstur sölu hljómplötunnar Ljóðabrot, en frumkvæði að þessari fjársöfn- un átti Ingi Þór Kormáksson tónlistarmaður og hljómplötu- útgáfan Hrynjandi. Helmingur af andvirði plötunnar rennur í þyrlukaupasjóð. ÓDÝR OG GÓÐUR FATNAÐUR í NÝJU FATADEILDINNIOKKAR Og margt, margt fleiraHH Einnig: Mikið úrval af gjafavörum fyrir stangveiðimenn og skotveiðimenn FAGLEG ÞJOIMUSTA lax jakkar frá kr. 6.900,- vær gerðir, vatteraðir og leð köflóttu fóðri. Mjög andaðir. Snjósleðagalli kr. 12.490,- Ath. þessi galli erfullkom- lega vatnsheldur og góð hetta fylgir Opið til kl. 22 í kvöld kl. 13-18 á morgun, sunnudag Köflóttar skyrtur frá kr. 1.290,- Þekktmerki regatt£ (ý; <.VtoT£ «3~x ivj HEAVY DUTY DENIM SurwmMr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.