Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 laugardaginn 21. desember: Heiðar Jónsson - Heiðar eins Stefán Jón Hafstein - Guðimir / og hann er, í Eymundsson í éru geggjaðir, í ^ymindsson Austurstræti kl. 13-15. í Austurstræti kl. 16>18. ;jó %} ÍT Kolbrún Aðalsteinsdóttir - Dagbók - hvers vegna ég!, í Eymundsson í Borgarkringl- unffljd. 14-16. Heimsmeistararnir í bridge - Bermúdabrosið, í Eymunds- spn; í Borgarkringlunni kl. 16-18. -sJc Erlendur Einarsson - Staðið í ströngu, í Eymundsson á Eiðistorgi kl. 14-16. Kolbrún Aðalsteinsdóttir - Dagbók - hvers vegna ég!, í EyxUundsson í Kringlunni kl. 16-18. Heiðar Jónsson - Heiðar elns og hann er, í Eymundsson í Kringlunni kl. 16-18. MFL " V* , Örnólfur Árnason - Á slóðum kolkrabbans, í Eymundson á Eiðistorgi kl. 16-18. i.. V :T Eymundsson ^STOFNSETT 1872 Auslurstrœli Borgarkringlunni við Hlemm Mjúdd Kringlunni Eiðistorgi 91-18880 91-688477 91-29311 91-76630 91-687858 91-611700 w Af kommúnisma, menningu og öðrum hlutum Bókmenntir Guðmundur H. Frímannsson Hilmar Jónsson: Ritsafn 1, Greinasafn 1953-1991, Bóka- klúbbur Suðurnesja, 1991. Það rekur ýmislegt á fjörumar í bókaflóðinu þetta árið. Nú er komið út fyrsta bindi ritsafns Hilmars Jónssonar þar sem í eru ritgerðir af margvíslegu tæi. Höf- undurinn er löngu kunnur fyrir skrif sín um margvísleg efni og er gjaman. á skjön við viðteknar skoðanir. Það getur oft verið feng- ur að mönnum, sem halda fram óvenjulegum skoðunum, sé það vel gert. Hilmar Jónsson í eftirmála þessarar bókar segir, að í þessu fyrsta bindi ritsafnsins séu ritgerðir úr þremur fyrri bók- um höfundar, Nýjum hugvekjum, Rismálum og Undirheimarnir rísa. Úr tveimur síðari bókunum eru tekin viðamestu verkin en allar rit- gerðimar úr fyrstu bókinni birtast í þessari bók. Til viðbótar em síðan ritgerðir, sem ekki hafa birzt á bók áður. Einnig em í upphafí bókar- innar tvær ritgerðir, önnur eftir dr. Amór Hannibalsson, hin eftir Kristmann Guðmundsson, en í þeim gera höfundamir grein fyrir verkum Hilmars og skoðunum sín- um á þeim. Þessi bók skiptist í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn nefnist Nýjar hug- vekjur. Þar em viðamiklar hugleið- ingar um menningu og kommún- isma. Annar kaflinn nefnist bók- menntir og listir. Það er mest stutt- ar greinar, flestar hveijar kvartan- ir eða umvandanir vegna óánægju höfundar með einhverja nefndar- ákvörðun eða bók eða tilefni af svipuðu tæi. Þriðji hlutinn nefnist síðan stjómmál. Þar er að fínna athugasemdir og hugleiðingar höf- undar um ýmisleg atriði stjórnmála á borð við ameríska herinn á Kefla- víkurvelli, dómsmál, Evrópuband- alagið, átökin við Breta vegna landhelginnar og fleira. Þama era líka fjögur erindi um daginn og veginn. Síðasti hlutinn er um skóla- og heilbrigðismál og fjallar mest um áfengis- og bindindismál. Það orkar alltaf tvímælis að safna blaðagreinum saman í bók. Mér er ekki alveg ljóst, að ástæða hafí verið til að safna öllum þessum stuttu athugasemdum um úthlutun tiltekinna listamannalauna saman í bók. Ég held, að blaðagrein þurfi að hafa eitthvert varanlegt gildi til að eiga erindi á bók. Það á við um sumar þessar greinar, að þær em svo bundnar tilefni sínu, að þær skiljast ekki án þess. Þetta á til dæmis við um greinar gegn Hannesi Péturssyni, greinar gegn Skáldatali Hannesar og Helga Sæmundssonar, umvandanir við Þorleif Hauksson, svo að eitthvað sé nefnt. Það er ómögulegt að skilja almennilega, hvert höfundur- inn er að fara vegna þess að lýs- ingu á tilefninu vantar. Það má reyna að meta þessar ritgerðir með að minnsta kosti tvennum hætti. Annars vegar er hægt að meta þær sem bók- menntaverk og þyrfti þá að reyna að átta sig á bókmenntalegum verðleikum þeirra eins og stíl og orðkyngi. Hins vegar má reyna að ,meta þær sem framlag til þeirrar samfélagslegu orðræðu, sem stöð- ugt á sér stað og mótar hugmynd- ir og aldarfar meir en mann grun- ar. Ljósmyndainnísetning ________Myndlist Bragi Ásgeirsson í listhúsinu einn einn stendur yfír sýning Guðlaugs Jóns Bjama- sonar, sem hann nefnir því óvenju- lega nafni „Ljósmyndainnísetn- ing“. Er hér um að ræða litljósmynda- raðir af vinnustöðum víðs vegar í borgarlandinu, svo einnig í útlend- um borgum, og er hér oftast um að ræða vinnuframkvæmdir er tengjast viðgerðum ýmiss konar og endurbótum á öllu mögulegu og ómögulegu. En hér er ekki verið að segja frá vinnuframkvæmdunum í sjálfu sér, heldur þeim tíma sem fremj- endur verksins hafa bmgðið sér frá og það blasir við eitt sér og umkomulaust. Eins og segir í kynningunni: „Stundum er haft skilti við þessa vinnustaði til að vekja athygli á því að þar sé verið að störfum, þó það fari sjaidnast á milli mála. Þegar við göngum hjá, reynum við að geta okkur til hvað þeir séu nú að gera ofan í skurðinum eða uppi á þaki. Næst, þegar við eigum leið um, eru þeir búnir að taka niður stillansana, moka yfir skurðinn og helluleggja. Kannski er verið að reyna að láta líta út fyrir að ekk- ert hafi skeð.“ Til að leggja áherslu á að verið sé að segja frá vinnustöðum eru myndirnar settar upp á þann veg, að sýningargesturinn hefur það á tilfínningunni að hann sé á sjálfum vinnustaðnum er hann virðir fyrir sér myndirnar. Ýmsu er klambrað saman í bakgrunninum og sýning- arsalurinn látinn líta út sem einn allsheijar vinnustaður. Þetta er vafalítið ein tegund framúrstefnu, sem hingað er flutt frá útlandinu og satt að segja er iðulega sitthvað spennandi við vinnustaði, og hér áður fyrr var algengt að forvitnir söfnuðust kringum hvers konar framkvæmd- ir á götum úti og fylgdust opin- mynntir með framvindu þeirra. En nú er það miklu sjaldgæfara, því að' vinnustaðirnir eru orðnir svo márgir og tæknin hefur gert vinn- una eitthvað svo óspennandi, að menn taka frekar á sig krók fram- hja götuframkvæmdum, en að gera þar nokkurn stans. Kannski er þannig verið að vekja upp glataðar kenndir til vinnunnar sem nokkurs konar sjónleiks hvunndagsins, og með þeirri skírskotun að „betri framtíð byggist á ýktri fortíð“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.