Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 20

Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Glæsilegt úrval af L.A. GEAR skóm Laugavegi 62 Sími 13508 l i Veldu aðeins {>aá besta BRANDARABÁLKUR an bröndurum og skrítlum og gefa út. Virðist það nú færast í vöxt. Lögfræðingar hafa verið nokkuð iðn- ir við þetta. Gunnar Sigurðsson, al- þingismaður og lögfræðingur frá Selalæk, dró saman og skráði aðal- safnið á þessu sviði og nefndi ís- lenska fyndni. Kom það út í mörgum heftum um árabii. Magnús Óskars- son, borgarlögmaður, gefur út aðra fyndnisyrpu sína nú um þessar mundir. Þá hefur Hafsteinn Einars- son, lögfæðingur, safnað í grínbækl- inga, og sitthvað hefur birst á prenti úr sagnabanka Leifs Sveinssonar. Nú hefur Ólafur Stefánsson, lög- fræðingur frá Kalmanstungu, bæst í hópinn og tekið saman lögfræð- ingabrandara, sem eru „gamansögur af lögfræðingum“ eins og segir í forspjalli bókar hans. Ólafur er einn- ig viðskiptafræðingur og kannski má búast við brandarasyrpu um þá stétt nema engar skrítlur gangi af húskörlum hinna döpru vísinda. Nú má spyija hví lögfræðingar hafi verið svona iðnir við kolann. Er svona kátt í þeirra ranni? Eða er þar svo gleðisnautt, að brandara- iðjan sé mönnum til sáluhjálpar? Lítið hefur frést af fyndni þar á bæ nema þá svonefndum Júridískum húmor“, sem sumum ástmögum lög- fræðinnar hefur hlotnast og þá kom- ið í staðinn fyrir upphaflega kímni- gáfu eða algeran kímniskort. Þessi tegund kímnigáfu lýsir sér m.a. í því að steypa stömpum af einskærri kátínu verði einhveijum það á að vísa í vitlausa lagagrein. Er þá ekki vita vonlaust verk að safna gaman- sögum innan stéttarinnar og ein- skorða sig við það? Það er ekki að sjá. Ólafi Stefánssyni hefur tekist að draga saman skrítlur af lögfræð- ingum í 133 bls. bók. En hann hefur ekki gripið þær allar á flugi heldur seilst nokkuð til fanga í áður útgefn- um ritum, einkum Islenskri fyndni Gunnars frá Selalæk. Eg hef undir höndum rifrildi af hluta þess merka safns og sé að allnokkrar sögur eru þaðan komnar, svo sem sagnir af Páli Eggert Ólasyni og Ólafí gamla í Viðey, forföður og alnafna sögu- safnarans. Þá er komið úr Þjóðsög- um Jóns Árnasonar (keriingin með kvarðann) og úr kveri Rósbergs G. Snædals „Nú er hlátur nývakinn “ (af Boga Brynjólfssyni og þjófahysk- inu). Talsvert efni er því úr prentuð- um heimildum og hefði verið eðlilegt að geta þess. Um þriðjungur bókar- Ólafur Stefánsson innar eru þýddir erlendir brandarar. Ekki bera þeir neitt af hinu innlenda efni. Nokkrar gamansögur af sjálf- um sér hefur safnarinn tekið með. Hann hefði mátt sleppa þeim. Þær eru frekar bragðdaufar. Kviðlingum er dreift um bókina eins og tíðkan- legt er í slíkum ritum hérlendis. Það er sjálfsagt smekksatriði, hvort hræra eigi þessu saman. Kveðskap- urinn er af lakara taginu eins og títt er í gamansyrpum en þó tilbreyt- ing frá óljóðum og „prósum", sem ganga um þessar mundir. Mér sýnist þessi syrpa Ólafs frá Kalmanstungu vera hvorki betri né verri en gengur og gerist um rit af þessu tagi. Sögurnar eru ærið mis- jafnar. Hann takmarkar sig við sög- ur af ákveðinni stétt, lögfræðingum. Ekki veit ég hvort það þrengir skír- skotun bókarinnar til lesenda. Það hefur ekki hent íslenskar prestasög- ur en þær eru nú af allt öðrum og hærri klassa. Ekki er óalgengt að miða skrítlusöfn við stéttir. Hjá mér liggur amerískt kvergrey „ A merry mixture of medical mirth“ — lækna- brandarar. Ekki er kverið kraftmeira en safn Ólafs — rétt svona stinning- skaldi í mestu kviðunum. Talsvert er um prentvillur í bók- inni og útgáfuár vantar. Á kápu og kili er bæjamafnið Kalmanstunga í fjórgang rangt stafsett með tveimur n-um í fyrri liðnum. Hefði höfundur fengið bágt fyrir þetta uppi í Borgar- firði. Kápan er einhver sú hryllileg- asta, sem ég hef séð, og eru þær þó ófagrar margar. Útlishönnuður er að vonum í felum. Mannkerti með parruk keyrir upp kjaftinn með sköll- um svo skín í margt silfrað hagleiks- verkið tannlæknanna. Kringum hann er sáldrað táknum, sem ég held að merki rothögg á teikni- myndamáli. Parruk tíðkast ekki í réttarkerfinu hér og ekki veit ég til þess, að Mannréttindadómstóilinn hafi úrskurðað það höfuðdjásn upp á okkur ásamt aðskilnaðinum. Má vera, að manntetrið á kápusíðunni eigi að vera EES-dómari. Þeir verða víst af hárkollumannkyni, ef tekst að búa þá til. Á frera köldum Bókmenntir Erlendur Jónsson Jane Smiley: Grænlendingarn- ir. 570 bls. þýð. Sigurlína Davíðs- dóttir og Ragnar Aðalsteinsson. Bókaútg. Hildur. Reykjavík, 1991. Þetta er söguleg skáldsaga. »Gunnars saga Ásgeirssonar« stend- ur á titilblaði. Jane Smiley er banda- rísk, nam hér við Háskólann og kynnti sér þá sögu norrænnar byggðar á Grænlandi. Á því byggir hún. Sú saga endaði hrapallega. Kyn- stofninn dó út, hvarf af sjónarsvið- inu. Til orsaka hefur helst verið tal- ið: Kólnandi loftslag, samgöngu- leysi, árásir eskimóa ellegar blöndun við eskimóa, og loks strandhögg erlendra sjóræningja. Höfundur tek- ur alla þessa þætti með í dæmið en endar á hinu síðast talda; lætur sjó- menn frá Bristol fara ránshendi um byggðirnar, hrifsa og drepa. Valt er að dæma um sögulegt gildi þessa verks eftir tiltölulega hraðan lestur. Til þess þyrfti að bera söguna saman við ýmiss konar gögn. En mikið er verkið að umfangi, hátt í sex hundruð síður þéttprentaðar. Þótt höfundur hafi háð sér efnið hérlendis hefur íslensk frásagnar- hefð látið hana ósnortna. Hún heldur sér í flestum greinum við fordæmi frá eigin landi. En bandarískir rit- höfundar eru sem kunnugt er meist- arar í að setja saman firna langar bækur um söguleg efni. íslenskur höfundur hefði vafalaust skipt þessu í tvö bindi, eða jafnvel þijú! En hvernig er hægt að spinna upp svona langa sögu þegar efniviðurinn er ekki meiri en raun ber vitni? Það gerist vitanlega með því að skálda þeim mun meira. Hversdagslífslýs- ingum er hlaðið, hverri ofan á aðra, samtölin taka við eitt af öðru, smá- sögum er skotið inn í aðalsöguna, persónurnar eru að fjöldanum til eins og heilt sveitarfélag og einatt er verið að endurtaka svipuð eða sams konar frásagnaratriði, og þá í breyttri mynd. Lífshættirnir hafa óhjákvæmilega verið fábreyttir í landi þessu. Fáeinar síður hefðu dugað til að lýsa þeim. Fólkið gerði lítið meira en að draga fram lífið. Lengd sögunnar helgast af því — ef rétt er skilið — að lögð er áhersla á að þarna hafi orðið hægfara hnign- un sem að lokum leiddi til eyðingar. í nánd við frerana breyttist sem sé fátt með snöggum hætti. Þetta var þróunarslys, lífsbarátta við von- lausar aðstæður og loks seigdrep- andi dauði. Fólkið hafði óvart villst aftur í ísöldina þar sem því varð engan veginn lífvænt til lengdar. Skipakomur voru helsta tilbreyt- ingin í fásinninu. En þeim fór fækk- andi. Þýðingin virðist vera nokkuð hraðunnin. Og prentvillur eru marg- ar. Áhugi skáldkonunnar er lofsverð- ur út af fyrir sig. Hún er ekki fyrsti höfundurinn sem glímir við þetta efni. Til dæmis voru tvo leikrit á sömu nótum færð upp í Þjóðleikhús- inu hér fyrir mörgum árum, Dul sú, sem örlög og endalok þjóðarbrotsins forna er sveipuð, gefur höfundum fijálsaþ hendur. Það hefur Jane Smilejí rækilega nýtt sér. Bækur Gylfi Knudsen Það er nánast hrekkjabragð („practical joke“) að gefa út brand- arabók. Slíkt efni er eiginlega ekki vgl fallið til lestrar frekar en leikrit. Fáir munu telja lestur leikrita jafn- ast á við leikrænan flutning. Skrítlur og kímnisögur njóta sín illa nema í frásögnum góðra sagnamanna. Á það ekki síst við um íslenska fyndni, fulla af meinfýsni og kaldrana, og einatt. byggða á beinskeyttum til- svörum nafnkunnra einstaklinga. Það er sagnameistara að segja slíkar sögur með leikrænum tilþrifum og eftirhermum radda og klækja. Óhætt er að fullyrða, að sögur af sumum einstaklingum verða ekki sagðar með neinum v iðhlítandi ár- angri nema hermigáfu sé beitt og þarf raunar ekki að nefna nein dæmi um það. Nú eru sagnameistarar því miður alveg að hverfa en brandara- karlar teknir við. Gamansögur og skrítlur ganga milli manna, taka breytingum, slíp- ast til og batna yfirleitt á langri vegferð. Gegnir hér sama máli og um þjóðsögur og sagnaþætti. Þroski sagnar getur því stöðvast sé hún skráð og birt of snemma. Ekki tjóar að deila um fyndni frek- ar en smekk. Mörgum þykir hefð- bundna fyndnin íslenska sérlega ófyndin, einkum ungu fólki. Hún er að mörgu leyti hrein viðurstyggð, en er þó íslensk og eina þjóðlega eignin á þessu sviði — hluti af arfin- um eins og glerhákarlinn. Síðari tíma nýjungar eru ekki ýkja merki- legar. ' Hafnaíjarðarbrandarar af sama meiði og sagnir um fólkið í Mols og bræðurna á Bakka og al- þjóðleg neysluskrílsfyndni, töm ungu fólki, afkáraleg og oft í gátuformi. Þrátt fyrir þá annmarka, sem hér hafa verið nefndir, safna menn sam- fyrír örbylgjuofnmn Nú geturðu fengið Ijúffenga sfeik með fallegri brúningaráferð úr ofninum þínum. íslenskar leiðbeiningar og uppskriftir fylgja. 3 stærðir: Verð kr. 1.500, 1.900 og 2.550. CoJM Borgartúni 28, sími 622901. /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.