Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 34

Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 34
» 4i 34 >r ffoa.T/'a^'tTn r<1 ^nTT^ i ní<fr a’ rnv!*:vha^ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 ADEC Vönduðjapönsk gæðaúr á frábæru veröi IBŒESSH Fáanleg gyllt eöa tvílit, silfur og gulllituð, meö svartri eða hvítri skífu. Fást hjá úrsmiöum Þetta er ekki hægt! eftir Halldór Jónsson Ég komst til Þýskaiands á dögun- um. Þar er svo margt í ólestri frá íslenzkum sjónarhóli, að maður get- ur bara ekki orða bundist. Við verð- um að reyna að gera eitthvað, Is- lendingar, til þess að koma vitinu fyrir þetta fólk! Hugsið ykkur kæru landar. Ég þarf að fara inn á benzínstöðvar, bæði í bæjunum og við hraðbraut- ina. Hvað haldið þið að sé hægt að kaupa þarna? Ó jú. Allar tegundir af brennivíni á verði, sem er sama eða lægra en í fríhöfninni heima í Keflavík. Svo ekki sé talað um allan bjórinn, vínið, sælgætið, blöð og bakaríisvöru, fyrir utan smurolíu og þurrkublöð. Hvurslags er þetta? Sjá þeir ekki hættuna, sem felst í því að bílstjór- inn getur drukkið sig blindfullan um leið og hann fer þarna inn til að kaupa benzín? Brennivínið er svo ódýrt, að þetta hlýtur að vera raun- véruleg áhætta. Hver íslendingur veit af áralöngum lærdómi af sér- Dagskiima frá degi til dags... ... er haukur í horni fyrir þá sem skipuleggja vilja tíma sinn. Dagskinna er nýtt íslenskt dag- bókarkerfi, klætt í fyrsta flokks kálfskinn. Aflar upplýsingar eru á íslensku, lagaftar að íslenskum aðstæðum og Dagskinnu fylgir fjögurra tíma námskeið í tímastjórnun. Dagskinna er árangurs- ríkt dagbókarkerfi í glæsi- _1 legum búningi. Ifún er góð gjöf og ekki síðri eign, I Kr. 9.900; Dagskinnan fæst í þrcmur litum og tveimur stærðum, sú minni á 7.900,- kr. og sú stærri á 7.900»‘l 9.900,- kr. lnnifalið í verði er gylling á nafni eiganda Dagskinnunnar. Kynntu þér Dagskinnu frá Leðuriðjunni hf. oitson AlHon-Iæóiiriðjuii liverfisgötu 52 • löl Keykjavík Sími 91-2 14 58 • Fax 91-2 14 54 LEOURVORUR 1 fræðingum okkar um áfengismál, að það er bæði nauðsynlegt að tak- marka „aðgengi" að áfengi til þess að reyna að halda aftur af drykkju- fýsn fólks og líka að verðleggja það nógu dýrt til þess að menn kaupi minnna af því. Er bara hægt að vera í EES-bandalagi með svona bjálfum? Svo selja þeir bruggefni líka. Skyldu þeir ekki vita að það er hægt að brugga úr þeim? Svo er það umferðarómenningin. Hugsið þið ykkur bara! Sumstaðar á hraðbrautunum keyra þeir langt yfir 200 kílómetra hraða. Jafnvel ófullir! Ég prófaði þetta líka af því að ég var að missa af flugvélinni. Maður er meira að segja furðanlega fljótur að smitast af þessu og venj- ast ferðinni. En ég slapp sem betur fór og kominn er ég hér. I þýzkum bæjum er 50 kílómetra hámarkshraði. Þeir fara sumir yfir það. Þá hefur lögreglan sumstaðar sjálfvirkar radarmyndavélar, sem taka mynd af spíttaranum. Hann fær svo sektina í pósti og punkt í einkunnabókina sína, sem löggan geymir. Þegar punktamir eru orðn- ir nægilega margir af þessum sök- um eða þá öðrum yfirsjónum, árekstrum, rauðljósakeyrslu o.s.frv. þá kemur löggan og tekur af honum skírteinið. Það er nú munur en hér, þegar við æsum okkur ekki yfir æskunni þó hún lendi í hávaðanum af öllum árekstrum. Við vitum að þetta eldist af þeim sem eftir lifa. Ég verð alltaf meira og meira bit með hveiju árinu sem ég keyri um Þýzkaland. Ég sé aldrei árekst- ur, almennilegar klessur á götu- homum eða aftanákeyrslur. Ég hef reynt að fá þýzkarana til þess að keyra aftan á mig eða verða vit- lausa og leggjast á flautuna, með því að skella vinstra afturstefnuljós- inu á þann sem kemur á eftir mér í vinstri akrein og beygja fyrir þá af hægri akreininni. Þeir bara bremsa og hleypa mér inn á akrein- ina. Og steyta ekki einu sinni hnef- ana eins og þeir gerðu í gamla daga. Svona er þetta í London líka enda Englendingurinn jafnvitlaus. Héma verða árekstranir af því að rétturinn er ekki virbur. Það lætur íslendingur sko ekki viðgangast. Þurfum við ekki að senda íslenzka ökukennara út til þess að kenna þeim þar rétt viðbrögð við svona háttalagi. Það á auðvitað að leggj- ast á flautuna og reyna að klessa duglega aftan á það fífl, sem ætlar sér að skipta um akrein fyrir fram- an íslending með rautt blóð í æðum. Það kunnum við þó uppá hár hérna heima á Fróni. Einhver sagði mér og laug því Ensk messa í Hallgríms- kirkju í SAMRÆMI við hefð, sem skapzt hefur á undanförnum 30 árum, fer fram ensk messa í Hallgríms- kirkju sunnudaginn 22. desemb- er klukkan 16. Enskumælandi fólki, fjölskyldum þeirra og vin- um, hvaða trúarhópum, sem það kann að tilheyra, er boðið að vera við messuna. Enskar messur af þessu tagi voru fyrst haldnar í King’s College kap- ellunni í Cambridge, Englandi, árið 1918 og eru þær enn í dag að mestu óbreyttar að formi tif. Mess- an er vanalega flutt á súnnudögum í aðventunni í kristnum kirkjum í enskumælandi löndum. Þátttakend- ur lesa um fæingu Krists upp úr ritningunni eða úr dæmisögum og einnig eru sungin jólalög og jóla- sálmar. Mótettukór Hallgrímskirkju leið- ir sönginn undir stjórn Harðar Áskelssonar organista, Bernarad S. Wilkinsson flytur einleik á flautu og séra Karl Sigurbjörnsson predik- ar. sjálfsagt, að stefnuljós aftan á bíl í útlöndum ætti réttinn gagnvart þeim sem kemur á eftir. Svona bill- eg ráðstöfun tæki bara alla spennu úr traffíkklífinu. Enda skulum við athuga það, að ákeyrslur valda hagvexti í þjóð- hagsskýrslum. Vita Þjóðveijar þetta ekki? Hugsið ykkur allan þann bísness í þjóðfélaginu, veltu og gróða sem myndast af árekstrun- um. Réttingaverkstæðin græða, bílaumboðin stórgræða á varahluta- verzlun, tryggingafélögin græða á hærri iðgjöldum, læknarnir og hjúkrunarfólkið græða, umferðar- sérfræðingarnir græða, útfarar- stofnanirnar græða. Allt kallar á aukna veltu, vinnu, tekjur og hag- vöxt. Allt þetta gætum við kennt Þjóðvetjum. Þeir gætu notað þetta til dæmis í atyinnubætur handa þeim í austurhéruðunum. Svo kom ég til Stuttgart. Þar var ég í skóla einu sinni í fornöld fyrir meira en 30 árum. Ráðhúsið þeirra er rétt fyrir neðan „strikið" þeirra, sem nefnist Königstrasse. Þétt- byggt upp að ráðhúsinu í Stuttgart er blokk upp á 3 stigahús og fjórar hæðir hvert. Hvert stigahús málað sitt í hveijum Iitnum. Innfæddir kalla þetta þrílita húsið og allir bæjarbúar þekkja þetta hús. Enda er mér sagt að bærinn eigi það al- veg eins og ráðhúsið. Viti menn! Þegar ég gekk þarna framhjá rétt um hádegisbil, þá skut- ust jafnvel prúðbúnir menn þarna inn og út. Alveg eins og gamla daga. Þjóðveijar halda því fram, að þessi starfsemi sé nauðsynleg til þess að halda aftur af vissri teg- und af glæpum. Menn gripu síður til óyndisúrræða ef þeim gengi illa á annan veg að afla sér vissra sam- banda. Þeir eru sem sagt enn við sama heygarðshornið Þjóðverja- skammirnar og fyrir meira en 30 árum. Þarna höfum við íslendingar verk að vinna. Herra Þorsteinn veit mætavel að þetta er ljótt. Þeim persónum, sem þarna eru innan- dyra, bæði þeim sem eru að selja og þeim sem eru að kaupa, ber auðvitað að refsa harðlega, bæði með tugthúsi og fjársektum. Vor guðhrædda þjóð getur hér unnið mikið „forvarnarstarf" um allan heim. Og svo var það kaupmaðurinn hann „Kaufhof“, sem er þarna í götunni. Hann leyfir sér að selja Islendingum alla hluti helmingi ódýrara en þeir kosta upp á ís- landi. Nema þá sem eru enn ódýr- ari eins og til dæmis brennivín, sem er sjö sinnum ódýrara. Vaskurinn er að vísu aðeins 14% í Þýzkalandi nema á matvælum, þar er hann um helmingi lægri. Þetta skýrir auðvit- að verðmuninn. Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt. Mér finnst við verðum að segja þeim að við teljum 24,5% virðisaukaskatt vera algert lágmark á allt. Og hananú! Ég skil ekki enn hvers vegna enginn var orðinn fullur þarna eftir hádegi á laugardegi, þegar ég var að ráfa þarná í matvörukjallaran- um, sem er svona 2.000 fermetrar Halldór Jónsson „Fram til baráttu ís- lendingar. Frelsum heiminn frá þessu frelsi. Niður með þetta frelsi og lága vöruverð í öðrum löndum! Niður með þetta innkaupa- ferðafrelsi Islendinga! Hvað ætli litli maðurinn viti um lífið og tilver- una? Hann er svo vit- laus að það verður að ráða fyrir hann! Lifi siðferðið og sakleysið!" að stærð og troðfullur af vörum og brennivíni, alveg eins og hinar 4 eða 5 hæðirnar fyrir ofan voru full- ar af öllu, sem mér gat dottið í hug að til væri nema meira. Fólkið virt- ist bara svo upptekið af að kaupa ket á 200-400 krónur eftir sortum, svo og annað kruðerí, að það bara virtist ekki taka eftir öllu þessu brermivíni! Ég gekk út í þungum þönkum yfir þessu brjálæði öllu. Það er skilj- anlegt hjá formanni stórkaup- manna, að vissara sé að girða Is- lendinga af á einhvern snyrtilegan hátt svo þeir séu ekki að þvælast í útlöndum og koma heim með eitt- hvað ódýrt útlent dót. Um bjargvætt litla mannsins Úti á götu spiluðu harmóniku- leikarar, allt niðurí 10-12 áragaml- ir og uppí áttrætt. Fólkið henti klinki í húfurnar þeirra. Þetta var hræðilegt að sjá. Barnaþrældómur og betl. Ætli hann Fagin hafi ekki verið á gæjum einhvers staðar? Sígaunar og aðrir buðu vöru sína á götunni, rétt eins og okkar fólk í Kolaportinu. Hvað með Vaskinn? Innblásnir menn héldu ræður á götunni. Einn þeirra spurði af hvetju litli maðurinn léti alltaf fara með sig eins og vitleysing! Hann vissi svar- ið: „Það er af því að litli maðurinn er svo vitlaus", hrópaði hann og stappaði niður fótunum til áherzlu. Ég var nokkuð sammála þessum YFIRLYSING VEGNA ummæla Jóhannesar Pálmasonar framkvæmda- stjóra Borgarspítalans í Morgunblaðinu í gær er nauð- synlegt að taka fram að lækn- ar á Landakoti hafa ekki gert launakerfi sitt að skilyrði fyr- ir hugsanlegri sameiningu Borgarspitala og Landakots og því misskilningur að bera þeim á brýn sérhagsmuna- gæslu í þeim efnum. Hinsvegar er það ekkert laun- ungarmál, að læknarnir lögðu áherslu á að stundunarkerfi þeirra við sjúklinga héldist, að meira eða minna leyti, enda ver- ið hér við líði á spítalanum í tæp 90 ár og reynst vel. Ekki er rétt að túlka þá afstöðu sem faglega gagnrýni á þjónustu Borgarspítalans, eins og skilja má af orðum hjúkrunarforstjór- ans í sama viðtali. Starfsliði, Landakots, eins og öðrum landsmönnum, er vel kunnugt um það ágæta starf sem unnið er á Borgarspítalan- um og hefur enga löngun til að kasta rýrð á það. Viðar Hjarlarson, ritari Læknaráðs Landakotsspítala.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.