Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 38

Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 PYRIT GULLSMIÐJA ÖNNU MARIU Vesturgötu 3 sími 20376 Sakadómur Reykjavíkur: Sakfellt o g sýknað fyrir inn- heimtuaðgerðir með hótunum SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur sakfellt mann og sýknað annan af ákæru um að hafa beitt hótum um líkamsmeiðingar, dauða og eignatjón við tilraunir til að innheimta skuld hjá tveimur mönnum. Skuldareigandinn sem sakfelldur var fyrir hótanirnar var dæmdur í 30 daga varðhald, skilorsbundið í 3 ár. Sá sem sýknaður var í málinu, og fyrir lá að hafði verið ráðinn af hinum til að aðstoða við innheimtuna, var einnig sýknaður af annarri samskonar ákæru en sakfelldur fyrir aðrar ákærur um minni háttar líkamsárás og skjala- fals með því að falsa nafnáritun ábyrgðarmanns undir skuldabréf og dæmdur fyrir þær sakir til 2 mánaða skilorðsbundins fangelsis. Saman voru menn þessir ákærðir fyrir að hafa ítrekað farið á skrif- stofu fyrirtækis í Reykjavík og hót- að eigendum þess líkamsmeiðing- um, dauða og eignatjóni ef þeir greiddu ekki 9 milljóna króna kröfu sem annar þeirra taldi sig eiga hjá fyrirtækinu vegna vanefnda í við- skiptum. Skuldareigandinn, sem er 35 ára hafí fyrst einn haft í hótun- um en í nóvember 1990 hafi hann ráðið hinn manninn, sem er 26 ára og er í dómnum sagður annálaður kraftamaður, til að aðstoða sig við innheimtuna og hafi sá farið marg- oft á skrifstofu fyritækisins og haft sig þar í frammi. í niðurstöðum sakadómarans, Hjartar O. Aðalsteinssonar, segir að ákærðu hafi báðir staðfastlega neitað því að hafa beitt hótunum við innheimtutilraunir sínar gagn- vart fyrirtækinu. Þegar framburðir vitna séu virtir þyki ekki komin fram næg sönnun fyrr því að að- stoðarmaðurinn hafi hótað fólki á skrifstofunni og þótt sannað sé að hann hafi við annað tækifæri hótað öðrum eigenda fyrirtækisins höfuð- /^sileg saga um svik, ■■ istríður ogást... Fimmtánda fjölskyldan eftir Jón Óttar ... saga sem kannski er að gerast núna. Knúin áfram af óbilandi trú á réttlætið, sogast Kristín inn í hringiðu atburðarásar sem verður því ógnvænlegri sem lengra líður: Átökin milli fimmtándu fjölskyld- unnar og hinna fjórtán. Hverjir sigra og hverjir tapa? Hver er fimmtánda fjölskyid- an? Og hver er Óskar Hvammdal? Sniliingur? Eða morðingi? Og ef ekki hann... þá hver? IÐUNN missi, þá sé ekki ákært fyrir það atvik í málinu og því verði ekki fyrir það refsað. Hins vegar þótti nægilega sann- að með framburðum vitna að skuld- areigandinn hefði beitt hótunum eins og honum var gefið að sök. Þegar virtur sé framgangur hans við innheimtutilraunirnar, það hversu oft hann kom á skrifstofuna til að leggja áherslu á hótanir sínar og það að hann réði sér til fullting- is annálaðan kraftamann verði -að telja sannað að ógnarnir mannsins hafi verið til þess fallnar að vekja hjá eigendum fyrirtækisins ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða fölskyldna sinna. Aðstoðarmaðurinn var svo sýkn- aður af sérstakri ákæru um að hafa vakið hjá lögfræðingi nokkrum ótta um líf sitt og heilsu en sá hafði sent lögmanni til innheimtu hjá manninum kröfu vegna innistæðu- lausrar ásvísunar. Maðurinn játaði að hafa hótað að beija lögfræðing- inn vegna annars máls en kvaðst aldrei hafa hótað honum lífláti og var sýknaður. Hins vegar var hann sakfelldur gegn neitun en með framburði vitna fyrir að hafa falsað nafn manns sem ábyrgðarmanns undir skuldabréf, sem selt var í Sparisjóði Reykajvík- ur og nágrennis, og einnig fyrir minniháttar líkamsárás gagnvart manni á skemmtistsað í Reykjavík. ■ VÍKUR ÚTGÁFAN hefur gefíð út bókina Eiríkur fráneygi eftir H. Rider Uaggard. í kynningu útgefanda segir: „Eiríkur fráneygi eftir H. Rider Haggard er sígilt verk fyrir lesendur á öllum aldri. Þessi útgáfa er sú fyrsta á ís- lensku; tilefnið er aldarafmæli frumútgáfunnar í London og New York 1891. Saga Eiríks fráneyga er byggð á íslendingasögunum og gerist að mestu á íslandi á 10. öld. Hún var skrifuð af H. Rider Hagg- ardj heimsfrægum höfundi bók- anna, „Námar Salómons konungs", „Hún“, „Allan Quatermain" o.fl., stuttu eftir heimkomu hans úr 5 vikna íslandsferð sumarið 1888. Verkinu var mjög vel tekið á Eng- landi, Ameríku og hinum Norður- löndunum. Hér birtist það í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Sagan er prýdd myndum eftir Lancelot Speed, þeim sömu og voru í frumút- gáfunni. Sögunni fylgja einnig inn- gangsorð eftir Frank Ponzi, er greina frá heimsókn Haggards til Islands og ferli bókarinnar." Frumleiki — gæói — glæsileiki höfuðeinkenni Christion Bernard úranna. Margor spennandi gerðir fyrir dömur og herro. Verílfrákr. 17.IBI-112.III. Guðmundur Þorsteinsson sf. úra- og skartgripoverslun, Bonkastraeti 12, sími 14007. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' síöum Moggans!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.