Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 39

Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 39 ... Og ný borg eftir Gunnar Þorsteinsson Staðlausir stafir, ósannindi, að- dróttanir. . . Þessi orð komu upp í huga minn er ég las í forundran „ritdóm“ doktors Péturs Pétursson- ar undir heitinu „Nýr himinn og ný jörð“ um bók mína „Spádómarn- ir rætast“. Það er ekki fallegt að hugsa þannig rétt fyrir jólin, en til- efnið er ærið. Pétur hefur mál sitt á því að gera því skóna að umfjöliun um spádóma Biblíunnar sé helst til þess fallin að ala á ótta um ógnir síð- ustu tíma. Þarna byijar Pétur á því að snúa staðreyndunum við, því að flestar þær bækur sem ég hefi les- ið um þetta efni hafa hið öndverða að markmiði sínu, þ.e. að vekja mönnum von um, þó voðinn virðist vera vís, að það er að lokum alvald- ur og miskunnsamur Guð sem öllu ræður. Það má heita undravert að kirkja sú sem Pétur tilheyrir hefur hin veigamiklu skrif ritningarinnar um þetta efni undir stól og upplýsi ekki hjörðina um hvernig hönd Guðs stýrir framvindu heimsmála. Pétur nefnir einnig að þessar tegundir Biblíuskýringa hafi orðið sér hrapallega til skammar og í sömu setningunni segir hann að þær séu löngu horfnar úr guðfræði- deildum háskóla. Hvorttveggja er rangt. Hér á borðinu hjá mér liggur bók um þetta efni eftir William E. Blackstone með formála eftir dokt- or John F. Walvoord, sem er rektor við guðfræðiháskóla í Dallas. Bókin er eins og fjöldi annarra bóka um sama efni að því undanskildu að hún er rituð á árinu 1878! Hún hefur verið þýdd á fjörutíu tungu- mál og verið dreift í risaupplögum. Hún er í fulli gildi í dag og stenst vel tímans tönn sem og fjöldi ann- arra hliðstæðra bóka. Að umijöllun um þetta efni sé horfin úr guðfræði- deildum háskóla er alrangt og Pétur hlýtur að vita betur. I mörgum guðfræðiháskólum er þetta einn af hornsteinum fræðanna, þó því sé ekki að heilsa í lúterskum háskóla- deildum. Þarna talar Pétur frá mjög þröngu sjónarhorni og setur á sig þykk lútersk gleraugu. Pétur, þú kærir þig kollóttan um guðfræðileg sjónarmið sem hafa komið fram síðan Lúter var og hét og tekur ekki tillit til heildarboðskaps Biblí- unnar. Spádómsrit Biblíunnar eru svo veigamikill þáttur ritningarinn- ar að sá sem sniðgengur þá boðun predikar hálfsannleika. Gunnar Þorsteinsson „Ég bendi hvað eftir annað í bók minni á endurlausnarverk Jesú Krists" Pétur leiðir getum að því að ég hafí misst marks er í ljós hefur komið að Sovétríkin eru að liðast í sundur eftir að bók mín er skrifuð og gerir því skóna að þar með hafí grunnur brostið undan einhveiju sem ég á að hafa skrifað. Þetta segir hann í háðskum tóni og undir- strikar með upphrópunarmerki. Þetta er einnig rangt hjá Pétri því að í bók minni segi ég orðrétt: „Ef menn halda að Sovétríkin séu að gliðna í sundur og komin að fótum fram að öllu leiti, þá er það á misskilningi byggt. Þó svo að kommúnisminn hafi reynst vera böl og alþýða manna í Sovétríkjunum búi við sult og seyru, býr rússneski björninn yfir meiri hernaðarmætti en nokkru sinni. Það er talið að tuttugu og fimm til fjörutíu af hundraði af þjóðarframleiðslu Sov- étríkjanna sé varið til hermála. Það eina heillega í öllu þessu stórveldi er herinn. Hvað gerir rússneski björninn þegar hann er kominn upp að vegg? Halda menn að hann setji rófuna á milli fótanna og hundskist í hýði sitt? Nei, hann mun nota hernaðarmátt sinn til að veija hags- muni sína. Esekíel fræðir okkur um það í þrítugasta og áttunda og þrí- tugasta og níunda kaflanum í bók sinni." Þegar ég bendi á í skrifum mín- um að Saddam Hússein hafí beint byssum sínum að ísrael þegar hann stóð í stríði við ijölþjóðaherinn vill Pétur túlka það þannig að ég vísi til þess að Saddam Hússein verði hinn mikli riddari á hvíta hestinum. Af samhenginu má aftur á móti ráða að ég er að vísa til þess að Israelsríki er hinn raunverulegi blóraböggull átakanna í Austur- löndum nær og verður þurtgamiðja átakanna á síðustu tímum. Alyktun Péturs er fráleit. Pétur leyfir sér einnig að segja í „ritdómi" sínum að ég „gleymi" fórnardauða Jesú Krists og aðgangi barna Guðs að nýjum himni og nýrri jörð. Þessi fullyrðing Péturs er ósönn með öllu og ekki aðeins ósönn heldur ódrengileg. Ég bendi hvað eftir annað í bók minni á end- urlausnarverk Jesú Krists og síðast kaflanum nefni ég það að minnsta kosti fjórum sínnum! Pétur, þú nefnir að þú varir fólk ekki við bókinni, enda heyrir það kaþólskunni til eins og sakrament- in, að vara við sannleikanum, en því miður verð ég að draga í efa að skrif þín séu af heilindum og vara við þeim. Annaðhvort hefur þú ekki lesið bók mína eða annarleg sjónarmið ráða ferðinni. Það er ekki hægt að leiðrétta allar rangfærslur þínar til fullnustu í stúttri blaðagrein, en ég er reiðu- búinn að mæta þér á opinberum vettvangi til rökræðna um þessi mál hvar og hvenær sem er. Pétur, ég hefði þegið með þökk- um vel unna gagnrýni á bók mína. Okkur greinir á um guðfræðilega túikun spádóma Biblíunnar og á slíkum grunni hefði ég þegið gagn- rýni, en skrif þín ná engri átt. Pétur, þú ert doktor í guðfræði, ég er predikari og forstöðumaður trúfélags og það eru að koma jól, er þetta hægt? Höfundur er forstöðumaður Krossins. Verð kr. 1.580.- SIEMENS I (/) Litlu roftœkin frá SIEMENS gleðja augað og eru afbragðs jólagjafir! o r&L kaffivélar djúpsteikingarpottar vekjaraklukkur iO hrærivélar hraðsuðukönnur rakatæki ; TTl brauðristar símtæki handryksugur vöfflujárn áleggshnífar blástursofnar ir strokjárn kornkvarnir hitapúðar o.m.fl. handþeytarar „raclette“-tæki ro cr\ rmn eggjaseyðar veggklukkur VJJ ÍIWBiTOI 8 Z Lítiö inn til okkar og skoðið vönduð tœki. n Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landiö! u J UUAAKXJr Fiir hennar Mikið úrval Skóverslun Kópavogs HAMRABORG 3, SÍMI41754. GRIKKLAND AR OG SIÐ Skemmtílegar og fræðandi greinar um Grikkland og griska menningu. (jrikkland hefur löngum staðið mönnum fyrir hugskotssjónum sem táknmynd varanlegra gilda í lífi og list, þar sem viska og fegurð renna saman í eitt. I fomöld var þar lagður sá grundvöllur sem allt menntalíf Vesturlanda - listir og fræði, heimspeki og vísindi - hefur síðan hvílt á. Bókin Grikkland ár og síð hefúr að geyma tuttugu og fimm greinar eftir íslenska samtímamenn, rithöfunda og fræðimenn á ýmsum sviðum. Þær varpa ljósi á ólíka þætti grískrar menningar að fomu og nýju. í bókinni em einnig tveir kaflar með ljóðaþýðingum úr fomgrísku og nýgrísku. Höfundar Sigurður A. Magnússon Kristján Ámason Þorsteinn Þorsteinsson Patricia Kenig Curd Eyjólfur Kjalar Emilsson Vilhjálmur Ámason ÞórJakobsson Guðmundur Amlaugsson Þórarinn Guðnason Sveinn Einarsson Þorsteinn Gunnarsson greina em: Sigurbjöm Einarsson Hraínhildur Schram Guðmundur J. Guðmundsson Jón Sveinbjömsson Einar Sigurbjömsson Ragnar Sigurðsson Friðrik Þórðarson Magnús A Sigurðsson Þorkell Sigurbjömsson Þóra Kristjánsdóttir Thor Vilhjálmsson & HIÐ ÍSLENZKA BÓKMKNNTAFÉIAG . SÍDUMIÍU 21 • PÓSTHÖLK 8935 • 128 RKYKJAVlK • SlMI 9W79060 1816 St 1991
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.