Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Portúgalir taka við forsæti í EB: Sérstakur leiðtogafundur um Evrópska efnahagssvæðið boðaður ef allt annað bregst Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. JOAO de Deus Rogado Salvador Pinheiro, utanríkisráðherra Portúgals, boðaði til blaða- mannafundar í Brussel I fyrra- dag í tilefni þess að Portúgalir taka við forsæti í ráðherraráði Evrópubandalagsins (EB) í fyrsta skipti um næstu áramót. Pinheiro sagði að Portúgalir hygðust leggja áherslu á bætt og aukin samskipti við ríkin á suðurhveli jarðar auk þess að ganga frá niðurstöðum Ma- astricht-fundarins. Pinheiro sagði aðspurður að á næstu mánuðum yrði lögð áhersla á að leysa þann hnút sem samningaviðræðurnar um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) hefðu lent í, hann sagði að til álita kæmi að boða til sérstakr- ar ríkisstjórnarráðstefnu og leiðtogafundar (EB) ef önnur ráð dygðu ekki. Það kemur í hlut Portúgala að undirbúa tillögur um stækkun bandalagsins fyrir Jeiðtogafund í Lissabon í júní. Óhjákvæmilega verður lögð mikil áhersla á að ljúka undirbúningi fyrir innri markað bandalagsins sem taka á gildi 1. janúar 1993. Pinheiro sagði að Portúgalir vildu standa sig vel í forsetaembættinu, þeir myndu leggja áherslu á að treysta þann árangur sem náðst hefði innan EB á undanförnum árum. Um EES sagði Pinheiro að ef samning- ERLENT urinn ætti að taka gildi 1. janúar 1993 væri þýðingarlaust að heíja að nýju umtalsverðar samningaviðræður. Leggja yrði áherslu á að finna lausn sem allir gætu sætt sig við. Innan EB yrði allt kapp lagt á að finna þess hátt- ar lausn á næstu tveimur til þrem- ur mánuðum. Ef tilraunir næstu vikna yrðu árangurslausar væru Portúgalir tilbúnir til að íhuga sérstakan leiðtogafund EB um málið. Hannes Hafstein sendiherra átti í gær óformlegar viðræður við fulltrúa framkvæmdastjórnar EB ásamt fulltrúum Finna í Brussel en það kemur í hlut íslendinga að leiða viðræðurnar fyrir hönd EFTA á nýju ári. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær varð samkomulag um að hrófla ekki við öðrum köflum samnings- ins um EES en þeim sem fjalla um sameiginlegan dómstól nema brýna nauðsyn beri til. Reuter Jólamaturinn heillar Stúlka í Prag handfjatlar vatnakarfa á meðan systir hennar virðir fyrir sér stórt fiskkar. Vatnakarfi er helsti jólamatur Pragbúa og er seldur í slíkum körum út um alla borgina fyrir hátíðina. Aðstoðarmenn Shevardnadze um afnám sovéska utanríkisráðuneytisins: „Tílskipun Borís Jeltsíns gæti haft hörmulegar afleiðingar“ Gorbatsjov íhugar að helga sig hjálparstarfi Moskvu. Reuter. EDÚARD Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna áður en Borís Jeltsín Rússlandsforseti gaf út tilskipun á fimmtudag um að ráðuneyti hans skyldi lokað, kvaddi starfslið sitt í gær. Aðstoðar- menn hans sögðu að tilskipun Jeltsíns kynni að hafa alvarlegar afleiðingar. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi skýrði frá því í gær að hann kynni að verða oddviti alþjóðlegrar nefndar til aðstoðar nauðstöddu fólki í sovétlýðveldunum fyrrverandi. Aðstoðarmennimir sögðu að til- skipun Jeltsíns kynni að leiða til missættis milli leiðtoga Rússlands og smærri lýðvelda samveldisins, sem á að koma í stað Sovétríkj- anna. „Afleiðingarnar gætu orðið hörmulegar," sagði einn þeirra, Sergej Tarasenko, og sakaði Rússa um að hafa hrifsað til sín það besta af eignum Sovétríkjanna án þess að ráðfæra sig nokkuð við stjóm- völd í hinum lýðveldun’um. Rússneskir embættismenn búast við að leiðtogar ellefu lýðvelda undirriti í dag samning í Alma-Ata um útvíkkun samveldisins, sem Jeltsín og forsetar Ukraínu og Hvíta-Rússlands komust að sam- komulagi um í Mínsk 8. desember. „Eftir Mínsk-samkomulagið varð ljóst að tryggt yrði að tilskipun Jeltsíns yrði komin til framkvæmda fyrir fundinn í Alma-Ata svo leið- togarnir stæðu frammi fyrir gerð- um hlut,“ sagði Tarasenko. Sovéska utanríkisráðuneytið hafði þar til á fimmtudag séð um 15.000 pólitíska og efnahagslega samninga sem Sovétríkin höfðu gert við erlend ríki. Shevardnadze hefur sagt að hann óttist að valda- framsal til rússneska utanríkis- ráðuneytisins kunni að leiða til ringulreiðar í utanríkisviðskiptum sovétlýðveldanna fynverandi. Erlendir stjórnarerindrekar í Moskvu sögðu hins vegar að erlend ríki hefðu undanfarna mánuði sent skeyti bæði til utanríkisráðuneytis Sovétríkjanna og Rússlands og til- skipun Jeltsíns myndi ekki skapa neín sérstök vandamál. Shevardnadze reyndi að gera lít- ið úr tilskipun Jeltsíns í viðtali við TASS-fréttastofuna sovésku og kvaðst telja að rússnesk stjórnvöld vissu hversu mikill „þjóðarauður“ fælist í sovéska utanríkisráðuneyt- inu og myndu ráða marga af starfs- mönnum þess. Einn af aðstoðar- mönnum hans, Temuraz Ma- maladze, sagði hins vegar að til- skipun Jeltsíns væri „móðgun, bæði við forseta Sovétríkjanna og ráðherrann sjálfan.“ Fréttastofan Interfax skýrði frá því í gær að Gorbatsjov hefði hringt í Helmut Kohl, kanslara Þýska- lands, og sagt að hann myndi að öllum líkindum helga sig hjálpar- starfi í framtíðinni. Þá hafði frétta- stofan eftir bandarískum fjármála- manni að Gorbatsjov kynni að verða oddviti alþjóðlegrar nefndar til aðstoðar nauðstöddum í Sovét- ríkjunum fyrrverandi. við Austurvöll, sími 24211. Samtímis því að Gallerí Borg óskar viðskiptamönnum sínum og öðrum landsmönnum árs og friðar, vill það benda á, að í dag, laugardag, verður opið til klukkan 21:00 og á morgun milli klukkan 14:00 og 18:00. Á Þorláksmessu verður opið til klukkan 23:00 og til hádegis á aðfangadag. Eftir kl. 16:00 í dag og á Þorláksmessu verður veitt jólaglögg til viðskiptamanna og velunnara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.