Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 43 Niðurgreiðslur til landbúnaðar: Viðræðum EB og Bandaríkjanna slitið Brussel. Reuter. ÁRANGUR varð enginn í gær af viðræðum fulltrúa Evrópubanda- lagsins (EB) og Bandaríkjasljórnar um afnám niðurgreiðslna til landbúnaðar, að sögn embættismanna hjá EB. Framtíð GATT-við- ræðnanna um afnám tolla og viðskiptahindrana er sögð standa og falla með niðurstöðu úr viðræðum EB og Bandaríkjamanna. Fulltrúar EB sögðu fyrir fund samningamanna í gær, að annað hvort yrði samið um niðurgreiðslur þá um daginn eða aldrei. í gærkvöldi sögðu þeir óljóst hvort um varanleg viðræðuslit væri að ræða eða hvort gerð yrði ný lokatilraun til samninga í dag. Talsmaður Ray MacSharry, sem fer með landbúnaðarmál í fram- kvæmdastjóm EB, sagði að Mac- Sharry liti svo á að samningar við Bandaríkin væri úr sögunni. miðvikudag til þess að komast að niðurstöðu svo hægt yrði að taka hana upp í drög að nýju GATT- samkomulagi. Birti hann í gær- kvöldi 500 síðna uppkast að nýju GATT-samkomulagi og skoraði á þjóðir heims að samþykkja það. Embættismenn hjá EB sögðu í gærkvöldi að fyrstu viðbrögð Ray MacSharry væru á þá lund að hann gæti ekki fallist á það. Keuter Utanríkisráðherrar þriggja A-Evrópuríkja, Jiri Dienstbier frá Tékkóslóvakíu (lengst t.v.), Geza Jesz- enszky, Ungveijalandi og Krzystof Skubiszewski frá Póllandi, ræða við fréttamenn í aðalstöðvum NATO í Brussel í gær. Samstarfsráðsfundur NATO: Varsjárbandalagið skilur ekki eftir neitt tómarum í Mið-Evrópu Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Samningamenn EB og Banda- ríkjastjómar hafa í fimm ár gert árangurslausar tilraunir til að semja um afnám niðurgreiðslna og útflutningsbóta til landbúnað- ar. Á ýmsum sviðum hefur viðræð- unum miðað í rétta átt en stærsta óleysta ágreiningsefnið er nú sagt vera útflutningsbætur á hveiti. Arthur Dunkel, framkæmda- stjóri GATT, hafði gefíð EB og Bandaríkjastjórn frest þar til á Bush sagði að Bandaríkjamenn myndu ekki flýta sér til að viður- kenna eða taka upp formlegt sam- band við þau lýðveldi eða samtök Varsjarbandalaginu var beitt til að drottna yfir Mið- og Austur- Evrópu", sagði Krzysztof Skub- iszewski, utanríkisráðherra Pól- lands, „það var hvorki öryggis- né varnarbandalag, þess vegna sem tækju við af Sovétríkjunum. Afar margt væri enn óljóst varð- andi skipan mála í nýja samveldinu og því myndu Bandaríkjamenn skilur það ekki eftir neitt tóma- rúm í öryggismálum sem þarf að fylla“. Þetta kom fram á sam- eiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Póllands, Ungveijalands og Tékkóslóvakíu fylgjast með framvindunni fyrst um sinn eða þar til mál skýrðust frekar. James Baker utanríkisráð- herra hefði í heimsókn sinni til nokkurra sovétlýðvelda í vikunni gert leiðtogum þeirra ljóst hvaða ráðstafanir þeir yrðu að gera hvað varðar kjarnorkuvopnin til þess að Bandaríkjastjórn gæti talið þær ásættanlegar. í Brussel í gær. Jiri Dienstbier, utanríkisráðherra Tékkóslóvak- íku, sagði að ef öll ríkin í Mið- og Austur-Evrópu væru aðilar að Atlantshafsbandalaginu (NATO) væri heimurinn um margt öðruvísi, þó við byggjum nú við langþráð öryggi og frið. Okkur líst vel á að fara sömu leið og Frakkar og Þjóðverjar", sagði Dienstbier, „þau ríki hafa átt í eijum alla tíð en eru nú óaðskiljan- legir samheijar bæði í NATO og innan Evrópubandalagsins“. Skub- iszewski, utanríkisráðherra Pól- lands, sagði að mikilvægt væri að koma samþykktum þessa fundar og leiðtogafundar NATO í Róm sem fyrst í framkvæmd, næsta mál á dagskrá væri full aðild að NATO. Ráðherrarnir voru sammála um að viðurkenning einstakra lýðvelda í Júgóslavíu skipti litlu máli á þessu stigi. Mikilvægast væri að draga úr spennu í landinu, viðurkenning á sjálfétáeði einhvers lýðveldanna yrði hugsanlega einhveijum tilefni til kæti. „En mikilvægast er að stilla til friðar", sagði Geza Jeszensky, utanríkisráðherra Ungveijalands, sem hafði orð fýrir ráðherrunum um þetta efni. Um þá ákvörðun Bandaríkja- stjórnar að aflétta vopnasölubanni af ríkjunum sögðu ráðherrarnir að það væri mikilvægt skref í átt til samstarfs á hermálasviðinu. Pólski ráðherrann sagði að möguleikinn á vopnakaupum yrði hafður á bak við eyrað og Dienstbier sagði að ákvörðunin væri athyglisverð en málið væri að finna peninga til kaupanna. Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands, sagði á Brussel-fundin- um, að hugsanlega væri sovésk kjarnorkuvopn enn að finna í Eystrasaltsríkjunum, en af hálfu vestrænna ríkja hefur verið talið að þau hafí verið flutt þaðan eftir að ríkin endurheimtu fullt sjálfstæði frá Sovétríkjunum. í yfírlýsingu stofnfundar Sam- vinnuráðs Norður-Atlantshafsins var lýst yfir stuðningi við þá hug- mynd að Vestur-Evrópusambandið færi með stjórn sameiginlegra varn- armála Evrópubandalagsins enda yrði það til að styrkja Evrópuríkin innan Atlantshafsbandalagsins. Bush um sovétlýðveldin: Viðurkenning háð framtíð kjamorkuvopna Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti segir að viðurkenning Bandaríkj- amanna á sjálfstæði sovétlýðvelda og viðurkenning á hinu nýja samveldi fullvalda ríkja yrði háð því að þau yrðu reiðubúin að samþykkja að kjarnorkuvopn yrðu undir sameiginlegri yfirstjórn og ekki flutt til nýrra landsvæða. Evrópubandalagið um Júgóslavíu: SÞ sendi friðargæslulið til Bosníu-Herzegóvínu Belgrad, Brussel. Reuter. Evrópubandalagið (EB) vill að Sameinuðu þjóðirnar sendir þeg- ar í stað friðargæslulið til Bosníu-Herzegóvínu til að koma í veg fyrir að þar hefjist vopnuð átök af sama tagi og verið hafa milli Serba og Króata undanfarna mánuði. Bosnía-Herzegóvína ákvað í gær að fara fram á viðurkenningu EB á sjálfstæði lýðveldisins sem byggt er múslimum, Serbum og Króötum. Serbneski minni- hlutinn hefur vísað á bug sjálfstæðishugmyndum og tekur ekki þátt í starfi þings lýðveldisins. Forsætisráðherra Júgóslavíu, Króat- inn Ante Markovic, sagði í gær af sér einbætti og telja sljórnmála- skýrendur að þar með sé ljóst að Serbar og bandamenn þeirra, Svartfellingar, ráði öllu í stjórn sambandsríkisins. Markovic mun hafa sagt af sér vegna óánægju með fyrirhugað fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir að 85% tekna renni til hersins. Hann hefur boðað mark- aðshyggju til lausnar á fjárhags- óreiðu landsins en fjármála- og peningakerfi landsins er allt á hverfanda hveli vegna styrjaldar Serba og Króata. Talsmaður Hollendinga, sem nú eru í forsvari fyrir EB, sagði að utanríkisráðherrar bandalagsins hefðu samþykkt á skyndifundi að vopnasölubann yrði áfram í gildi gagnvart öllum sambandsríkjum Júgóslavíu eftir að sjálfstæði Kró- atíu og Slóveníu hefði verið endan- lega viðurkennt 15. janúar nk. eins og allt bendir til að verði gert. Fulltrúar EB hjá Sameinuðu þjóðunum myndu hvetja Javier Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóra samtakanna, til að hraða flutningi friðargæsluliða á vegum SÞ til Bosníu-Herzegóvínu vegna þess hvað ástandið þar væri „stór- hættulegt". Talsmaðurinn sagði að enn væri óljóst hver viðbrögð de Cuellars yrðu en hann hefur áður varað ákaft við því að sjálf- stæði einstakra sambandsríkja Júgóslavíu verði viðurkennt, slíkar aðgerðir gætu valdið auknum blóðsúthellingum. Þjóðveijar hyggjast afhenda Slóvenum og Króötum skjöl um viðurkenning- una 23. desember þótt hún taki ekki gildi fyrr en í janúar. Manfred Wörner, framkvæmd- astjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að færi svo að átökin í Júgóslavíu breiddust út til ná- grannalandanna myndi bandalag- ið grípa til ráðstafana sem hann vildi þó ekki skilgreina nánar. Talið er að Rúmenar séu komnir á fremsta hlunn með að viður- kenna sjálfstæði Slóvena og Kró- ata og Páfagarður segir _að viður- kenning sé á næsta leiti. í Kosovo- héraði, sem Serbar ráða yfir og liggur að Albaníu, er þorri íbúa af albönskum stofni. Margir óttast Reuter Serbneskur sjálfboðaliði sem berst með varðsveitum Serba við hlið sambandshersins, kyssir sprengju sem síðan var varpað að króatískum varðliðum við þorpið Mirkovci í gær. að þar gæti komið til uppreisnar sem Albanía gæti blandast í. Utanríkisráðherrar EB kröfðu Franjo Tudjman, forseta Króatíu, skýringa á þeim ummælum hans að tilraunir króatískra varðliða til að endurheimta landsvæði sem Serbar hafa hernumið biytu ekki í bága við vopnahléssamninga. Fregnir bárust af bardögum á nokkrum stöðum í gær og króa- tíska útvarpið sagði að 15 varðlið- ar hefðu fallið á fimmtudag er þeir reyndu að taka þorp sem Serbar hafa hernumið..
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.