Morgunblaðið - 21.12.1991, Page 52

Morgunblaðið - 21.12.1991, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Skák er góð í skammdeginu Skák_______________ Margeir Pétursson EINHVER dægraclvöl er öllum nauðsynleg nú í skammdeginu þegar sólargangurinn er skemmstur og tækifæri til úti- vistar fá. Við Islendingar höfum löngum stytt okkur stundir við tafl og spil á veturna. Þegar grafnir eru upp munir úr göml- um bæjarstæðum koma oft fram taflmenn, svo sem sjá má á Þjóð- minjasafninu. í fornsögunum ber tafl líka víða á góma, Jón Torfason, skákmeistari og ís- lenskufræðingur hefur nýlega ritað nokkrar gagnmerkar greinar í tímaritið Skák þar sem hann tekur þetta saman. Nú stöndum við frammi fyrir þúsundfalt fleiri valkostum en for- feður okkar, en því má samt örugg- lega slá föstu að skák er uppbyggi- legra tómstundagaman í skamm- deginu en flest það sem auglýsin- gaflaumurinn reynir að etja okkur út í, svo ekki sé talað um ódýrara. Það þarf aðeins tvo til tafls. Styrkleikamun er hægt að jafna með forgjöf í liði eða tíma, ef menn ráða yfír skákklukku. Ef enginn er til að tefla við geta skáktölvur og skákforrit fyrir einkatölvur nú bætt úr því, sem flestar er hægt er að stilla á viðeigandi styrkleika- stig. Þá má líka glugga í skákbók eða blað ef félaga vantar og kynna sér snilld hinna beztu. A Stöð 1 í sjónvarpinu eru nú einmitt sýndir stuttir og mjög vand- aðir' íslenskir skákkennsluþættir á hvetjum sunnudagseftirmiðdegi, í umsjón stórmeistaranna Jóns L. Árnasonar og Helga Ólafssonar. Skákin hefur líka þann kost að hún er alls staðar í heiminum iðkuð með nákvæmlega sömu reglum. Aðildarlönd Alþjóðaskáksam- bandsins FIDE eru nú 132 talsins og útbreiðsla skákarinnar eykst stöðugt. Hvört er nú betri jólagjöf; að gefa barni dýrt tízkuspil eftir ábendingu frá auglýsingu, eða að draga fram gamla góða taflið og kenna því leik sem það getur iðkað alla ævi, hvar sem það verður statt í heiminum, skerpir rökrétta hugs- un og gefur óendanlega möguleika á framförum fyrir þá sem vilja. Úrslit í nokkrum nýlegum inn- lendum skákmótum: Borgarskákmótið Hið árlega Borgarskákmót Skáksambands íslands, sem er firmakeppni, fór fram 7. desember sl. Röð hinna efstu varð þessi, nöfn þáttakenda eru í sviga: 1. Nesti hf. (Haukur Angantýsson) 6V2 v. 2. Verkamannafél. Dagsbrún 6 v. (Helgi Áss Grétarsson) 3. Olíufélagið hf. - ESSO (Þröstur Þórhallsson) 5 v. 4. ÁTVR (Jón Garðar Viðarsson) 5 v. 5. Guðmundur Arason - Smíðajám (Sveinn Kristinsson) 4 '/2 v. 6. Flugleiðir (Sigurður Daði Sigf- ússon) 4‘A v. 7. Eimskip 4'Av. 8. Gevalía kaffi 4'/2V. 9. Emmess ísgerð (Ingvar Jóhann- esson) 4'Av. 10. Kringlan (Jónas , Jónasson) 4'/2V. Desemberhraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur 1. Ingvar Jóhannesson 14 v. af 14 mögulegum 2. Hrannar Baldursson 11 v. 3. Gunnar Nikulásson 9 v. 4. Geir Rögnvaldsson 8 v. Sveinsmótið á Dalvík Þetta mót var það sjöunda í röðinni sem haldið er til minningar um Svein Jóhannesson, sparisjóðsstjóra. Taflfélag Dalvíkur sér um mótið en Sparisjóður Svarfdæla leggur til vegleg verðlaun og veitingar. Tefldar eru níu umferðir á tveimur dögum, hver keppandi hefur hálftíma á skákina. Að þessu sinni voru þátttakendur 42 talsins og komu 36 frá Akureyri. Úrslit urðu þessi: 1. Rúnar Sigurpálsson 7R v. af 9 mögulegum 2. Jón Björgvinsson 7 v. 3-5. Gylfi Þórhallsson, Þórleifur Karl Karlsson og Siguijón Sigurbjörnsson 6R v. 6-10. Hjörleifur Halldórsson, Jakob Þór Kristjánsson, Júlíus Björnsson, Aðalsteinn Grímsson og Guðmundur Freyr 6 v. 11. Þór Valtýsson 5R v. 12-14. Rúnar Búason, Rúnar Berg og Halldór Ingi Kárason 5 v. Rúnar Sigurpálsson sigraði einnig á Haustmóti Skákfélags Akureyrar um daginn. Við skulum líta á stutta skák frá Sveinsmótinu. Umhugsunartíminn er hálftími á hvorn. Hvítt: Þórleifur K. Karlsson Svart: Júlíus Björnsson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - e6 6. Be3 - Be7 I fræðunum er mælt með því að eyða ekki tíma í stutthrókun, heldur fara strax á stað með mótspil á drottningarvæng. Þessi skák gefur sérlega glögga mynd af því hvers vegna sú skoðun er útbreidd. 7. f3 - a6 8. Dd2 - 0-0 9. 0-0-0 - Rc6 10. g4 - Dc7 11. h4 - b5 12. g5 - Rd7 13. h5 - Bb7 14. g6 — Rxd4 15. gxh7+ — Kh8 16. Bxd4 - b4 17. h6! - e5 18. hxg7+ - Kxg7 19. Hgl+ - Kh8 20. Dh6 - Bf6 21. Bc4! og svartur gafst upp, því hann ræður ekki við hótunina 22. Hg8n---Hxg8 23. hxg8=D+H----- Kxg8 24. Hgl+. Sannkallaður jólaglaðning- ur fyrir stangaveiðimenn Myndbftnd Guðmundur Guðjónsson Myndbandaframleiðandinn Bergvík hefur sent frá sér fimmta myndbandið í flokknum um íslenskar laxveiðiár. Að þessu sinni eru það Elliðaárnar í Reykjavík sem teknar eru fyrir og er handritshöfundur og lesari Ásgeir Ingólfsson rithöfundur og þýðandi, sem þekkir árnar og sögu þeirra betur en flestir. Bandið hefst á því að fylgst er með fyrrverandi borgarstjóra, Dav- íð Oddssyni hefja veiðar 10. júní. Skiptast þar á skin og skúrir, en síðan liggur leiðin upp í efsta veiði- stað árinnar, Höfuðhyl. Áhorfend- ur fara síðan með fylgdarmönnum niður alla á, allt niður í Sjávarfoss og læra á ýmsa ieyndardóma henn- ar. Efri hluta ánna, sem oft er nefndur flugusvæðið, fær ýtarlegri umfjöllun og er það ekki óeðlilegt, því þar er minni byggð, meiri frið- sæld og meiri „sveit“, ef hægt er að kalla það svo þar sem áin fellur innan borgarmarka. Vel hefur te- kist til með tökur, umhverfi allt nýtur sín og furðu víða setja „kvik- myndastjörnurnar" í lax. í nokkr- um tilvikum nást meira að segja „tökurnar“ sjálfar og er ein þeirra alveg sérstaklega glæsileg er lax grípur flugu veidda með „Port- landsbragði“ í Hólsstreng. Laxinn tekur yfirleitt fluguna með miklum glæsibrag í yfirborðinu, með mikl- um gusugangi og í þessu tilviki er takan í sannkölluðum loftköstum, en slík augnablik eru fyrir marga veiðimenn hápunktur ánægjunnar. Er neðar dregur í ánni taka nýir veiðimenn við og þá er maðk- urinn aðalagnið, enda eðli árinnar gerbreytt frá því sem ofar er. í maðkveiði er það nákvæmnin og næmnin sem allt snýst um, síður viðureignin við fískinn, því hann á í flestum tilvikum litla möguleika eftir að hafa glapist á agnið. Mað- kveiði og fluguveiði eru eins ólíkt veiðisport og svart er ólíkt hvítu. Það skilar sér mjög vel á mynd- bandinu. Þegar yfirreið með ánni er lokið Morgunblaðið/gg Elliðaárnar njóta ævinlega mikilla vinsælda stangaveiði- manna. er sýnt frá adráttarveiði til öflunar klaklaxa. Ásgeir kryddar þessar klakveiðitökur með nokkrum stað- reyndum. um ástand laxastofnsins í Elliðaánum, en honum hefur hnignað verulega síðustu ár og að honum steðja hættur sem sjaldan fyrr. Hugleiðing lesara um úrbætur fylgja í kjölfarið og er það eftirtekt- arverð lesning. í heild séð hefur afar vel tekist til með bandið og það á eftir að ylja stangaveiðimönnum um hjartaræturnar, ekki einungis áhangendum Elliðaánna. Texti og lestur Ásgeirs Ingólfssonar er óað- finnanlegur og hann hefur þann góða kost að ofhlaða ekki myndina óþarfa málæði. Aðeins eitt pirraði undirritaðan, en ekki alvarlega þó. Það voru heldur hallærislegar upp- stillingar á veiðimönnum með afla sinn eftir glímur. Svona eins og á dæmigerðum ljósmyndum. Á myndbandi sem flóir jafn látlaust og áin sjálf ætti viðureign að ljúka við löndun. Að öðru leyti þakka ég sem stangaveiðimaður aðstandend- um bandsins öllum fyrir fyrirtaks jólaglaðning. ATVINN U/RAD/ UGL YSINGAR Starfsmaður Okkur vantar starfsmann til starfa um helgar í íþróttahúsi okkar. Upplýsingar í síma 688226 23. og 27. desem- ber milli kl. 11 og 13. íþróttafélag fatlaðra íReykjavík. BÁTAR — SKIP FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Skipstjórafélags íslands verður haldinn laugardaginn 28. desember kl. 14.00 í Borgartúni 18. Stjórnin. Vélstjórafélag íslands Aðalfundur Aðalfundur Vélstjórafélags íslands verður haldinn laugardaginn 28. desember 1991. Fundurinn verður haldinn í Slysavarnafélags- húsinu á Eskifirði og hefst kl. 13.00. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Vélstjórafélag íslands. Fiskverkendur Óskum eftir 660 lítra körum í þokkalega góðu ástandi. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudaginn 24. desember merkt; „Kör - 9633.“ TIL SÖLU Verslunarinnréttingar til sölu Vegna breytinga í versluninni eru til sölu sérhönnuð afgreiðsluborð, skápar, færanleg skilrúm og útstillingarkassar. Til sýnis í Skipholti 17. SKIPHOLTI 17 105 REYKJAVÍK SÍMI: 91-627333 FAX: 91-62 8622 aco fLlAGSÚf FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLOUGÖTU3 & 117M 19533 Esja - vetrarsólstöður Sunnudaginn 22. des. kl. 10.30 Gengið verður frá Esjubergi á Kerhólakamb (851 m) um vetrar- sólstöður. Á mánudag höfum við sólarlag 1 mín. síðar en á sunnu- dag og daginn tekur að lengja smátt og smátt. Hjá mörgum er gönguferð á Esju orðin fastur liður í jólastemmningunni. Kveðjið skammdegið með Ferðafélaginu á Esju. Fólk á eig- in bílum velkomið með. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Farmiðar við bil. Verð kr. 1.000,- Sunnudaginn 29. des. kl. 16.30 verður farin blysför frá Mörk- inni 6 inn í Elliðaárdal. Ókeypis ferð. Uppselt er í áramótaferð Ferðafélagsins til Þórsmerkur. Ferðafélagið óskar félögum, far- þegum og öllum stuðnings- mönnum gleðilegra jóla og þakk- ar ánægjuleg samskipti á árinu. Ferðafélag Islands. ooj n, & I lMií Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma í kvöld kl. 2Ó.30. Allir hjartanlega velkomnír. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Fjölbreytt dagskrá. Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00. Ræðumaður: Hafliði Kristinsson. Kór safnaðarins syngur. Jóladagur: Hátiðarsamkoma kl. 16.30. Ræðumaður: Hafliði Kristinsson. Kór safnaðarins syngur. Aíiúbrcítka 2 • Kópawnur Samkoma í kvöld kl. 20.00. Paul Hansen predikar. 'líf&rrdí ÚTIVIST Dagsferðir sunnudaginn 22. desember Kl. 13.00: Bessastaðanes. Gengið frá Bessastöðum austur að Músavík og út á Ranann áfram að Skansinum og Seil- unni. Gönguhringnum lokað með að ganga suður með Bessastaðatjörn og að Bessa- stöðum. Létt ganga fyrir alla fjöl- skylduna. Brottför frá BSÍ bensinsölu, stansað á Kópa- vogshálsi og við Ásgarð í Garðabæ. Verð kr. 600. Frítt fyr- ir börn 15 ára og yngri i fylgd með fullorðnum. Sjáumst! Útivist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.