Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 54

Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Jólaábætisrettir Jólin eru hátíð ljóss og frið- ar. Við gleðjumst og borð- um góðan mat, og að sjálf- sögðu þarf ábætisréttur- inn að vera gómsætur. En við erum vanaföst og viljum helst sama jólaábætisréttinn ár eftir ár. Hér áður var það hnausþykkur hrísgijónagrautur með sírópi út á, síðar voru rúsínur soðnar með og er sá grautur enn kallaður jóla- grautur, og margir Islendingar vilja enn þann dag í dag sinn jóla- graut á jólum. Þó hafa sumir svindlað örlítið og búið til „Ris’alamande", og finnst þeir þar finna örlítið fyrir íslenska jólagra- utnum. Móðir mín kallaði þann rétt hinu fallega nafni „hrísblóm". Svo eru þeir fjölmörgu sem vilja frómas sem ábætisrétt, algeng- astur er senniiega ananasfrómas, sem bömin mín kalla „ömmubúð- ing“, og segir það sína sögu. Enn aðrir búa til trifli, sem í mínum huga er hinn eini sanni jólaábætis- réttur, og svo er það auðvitað ís- inn, sem ýmist er heimatilbúinn eða keyptur, en þann keypta get- um við bætt á ýmsan hátt, þítt örlítið og hrært ýmislegt út í hann og sett aftur í frysti. Af ýmsu er að taka, en hér verður boðið upp á þijá aðal jólaábætisrétti minnar Jjölskyldu. Gleðileg jól. Ananasfrómas 1 heildós bragðsterkur ananas í bitum 8 blöð matariím 4 eggjarauður 'h dl sykur (45 g) safí úr 'h sítrónu 2 pelar rjómi 2 eggjahvítur 1. Hellið ananasinum á sigti og látið renna af honum. Geymið nokkra bita til skrauts. 2. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. Setjið 1 dl af ananassafanum í pott og hitið, vindið matarlímið upp úr vatninu og bræðið í heitum safanum. Hell- ið þessu saman við hinn safann úr dósinni ásamt sítrónusafanum. Kælið án þess að hlaupi saman. 3. Hrærið eggjarauður með sykri þar til það er Ijóst og létt. 4. Þeytið rjómann. Setjið 5 msk. í sprautupoka og geymið í kæliskáp. Þeytið eggjahvíturnar. 5. Hellið köldum safanum út í eggjarauðuhræruna, síðan ijóm- anum og loks stífþeyttum hvítun- um. 6. Látið þetta byija að stífna, en setjið þá ananasbitana út í. Hellið í skál og látið standa þar í minnst 3 klst. 7. Sprautið ijómanum í sprautupokanum í toppa ofan á skálina, skreytið með ananasbit- unum sem þið tókúð frá, Hrísblóm 'h lítri mjólk 1 dl hrísgijón 'k tsk. salt 2 blöð matarlím 2-3 msk. romm eða 1 vanillustöng 50 g möndlur 3 dl þeyttur ijómi 1. Setjið hrísgijón í pott ásamt salti og nýmjólk. Notið grautar- hrísgijón, t.d. River rice. Sjóðið við hægan hita í 20 mínútur, hrærið öðru hveiju vel í grautnum. - ■nj ■ h-L'' J* *>• \ 'f'1* ** V j'. "'úji w \<$r V" ■> . -k V , : v-u £-/ 5' r Deims— um bol>\' | hSg ef- u Jl, r- SignAuð m»r r\ ?■ son guðs ol, Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR I»ORKELSSON Takið af hellunni og kælið örlítið. Ef þið notið vanillustöng, er hún klofin, kornin skafin úr og sett út í og sjálf stöngin líka soðin með. Látið vanillið sjóða með síðustu 5 mínúturnar. 2. Hellið sjóðandi vatni á möndlurnar, afhýðið síðan og sax- ið gróft, setjið út í grautinn ásamt rommi, ef þið notið það. 3. Leggið matarlímið í kalt vatn í 5 mínútur, bræðið þá í skál yfir sjóðandi vatni, hellið síðan varlega út í grautinn og hrærið vel saman. Kælið grautinn. 4. Þeytið ijómann, blandið út í grautinn. 5. Setjið í munstrað kringlótt mót og látið kólna. Sósan: 1 pundskrukka eða dós niður- soðin kirsuber 2 tsk. kartöflumjöl 1. Takið krisuberin upp úr dós- inni, en setjið safann í pott, hrær- ið kartöflumjöli út í og hitið þar til þetta þykknar. Hrærið stöðugt í. 1. Losið „hrísblómið“ úr mót- inu, setjið á kringlótt fat. Raðið kirsubeijunum utan með því á fatið. 2. Hellið örlitlu af heitri kirsu- beijasósunni yfir en berið hitt fram sér í lítilli könnu eða skál. Trifli 6 dl ijómabland (mjólk og ijómi til helminga) 'h-\ vanillustöng 3 msk. sherry 7 eggjarauður 4 eggjahvítur 3 'h msk. sykur 8 blöð matarlím u.þ.b. 150 g möndlumakrónu- kökur (íslenskar) 1 'h dl góð jarðarbeijasulta 1 'h dl sherry 2 dl ijómi til skreytingar fersk jarðarber til skreytingar 1. Setjið makrónukökurnar í þunnt lag á breiðbotna skál. Hell- ið sherry yfir og látið blotna vel í gegn. 2. Meijið jarðarberin úr dósinni með gaffli og hrærið út í jarðar- beijasultunar. Setjið yfir ma- krónukökurnar. 3. Hrærið eggjarauðurnar vel með sykri. 4. Setjið kalt vatn í eldhúsvask- inn. 5. Kljúfið vanillustöngina, skaf- ið kornin út í ijómablandið og leggið sjálfa stöngina út í. Setjið ijómablandið í pott og látið sjóða, hrærið hluta af sjóðandi ijóma- blandinu út í eggjarauðúmar og hrærið vel í sjóðandi ijómabland- inu út í hinn hluta ijómablandsins í pottinn. Hitið alveg að suðu- marki, en þetta má alls ekki sjóða því þá skilja eggin sig. Hafið hraðar hendur og skellið pottinum ofaní vatnið í vaskinum. Hrærið í þar til mesti hitinn er rokinn. Takið vanillustöngina úr en setjið sherry saman við. 6. Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. Vindið upp úr vatninu, setjið í eldfast ílát ofan í vel heitt vatn. Látið bráðna, en hellið þá í mjórri bunu út í ijóma/eggjablandið. 7. Látið kólna, þar til þetta er við að hlaupa saman, en setjið þá vel þeyttar hvíturnar út í. 8. Hellið yflr makrónukökumar í skálinni. Setjið í kæliskáp og látið stífna. Það tekur minnst 3 klst. 9. Þeytið ijómann og sprautið ofan á, skreytið með hálfum fersk- um jarðarbeijum. Látið skurðflöt- inn snúa upp. FVRSTA FLOKKS J jGj'J/J ti ÓK Nýr spennusagnahöfundur Martin Cruz Smith kveður sér hljóðs á íslandi. Einstök frásagnargáfa. Óvenjulegt sögusvið. Dularfullt dauðsfall á sovésku verksmiðjuskipi. Rannsókn veldur árekstrum milli kerfisins og einstaklinganna. 10% af andvirði bókarinnar renna í Þyrlukaupasjóð. PÓLSTJARNAN - Pitt framlag til Þyrlukaupa. PÓLSTJARNAN - 6 mánuði á metsölulista í Bandaríkjunum. Bókaútgáfan ALDAMOT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.