Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 62

Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Kostun er óheillakostur ^eftir Garðar Guðjónsson Það er sjálfsögð krafa notenda fjölmiðla og réttur þeirra að ekki sé verið að kássast upp á þá með auglýsingum, beint eða óbeint, utan afmarkaðra auglýsingatíma. Þessa kröfu hunsa ljósvakamiðlar á íslandi, þrátt fyrir skýr ákvæði í reglugerð menntamálaráðherra um auglýsingar í útvarpi og sjón- varpi. Mörg nýleg dæmi er að _ finna um svonefnda kostun, þar sem virðingu notenda er stórlega misboðið og óneitanlega er grafið undan virðingu manna fyrir fjölmiðlunum. Siðareglur Blaða- mannafélags íslands hafa reyndar einnig að geyma áminningu um að blanda ekki saman auglýsing- um og öðru efni. Frammistaða prentmiðla á þessu sviði er efni í aðra grein, en við skulum þó hugsa okkur að blaðamaður hafi hug á verkefni sem er kostnaðarsamara en svo að blað hans telji sig hafa ráð á að vinna það upp á eigin spýtur. Við þetta þurfa margir ís- lenskir blaðamenn að búa. Þá er brugðið á það ráð að leita ásjár fyrirtækja úti í bæ. Gos- drykkjaframleiðanda líst vel á verkefnið og ákveður að gera blað- inu kleift að ráðast í það með því að greiða hluta kostnaðarins. Verkefnið útheimtir utanlandsferð og dvöl erlendis um hríð. Flugfélag fellst á að greiða götu blaðamanns. Allt er þetta gert með skilyrð- um. Styrkur gosdrykkjafram- leiðandans er skilyrtur þannig að í stað hefðbundins inngangs kem- ur fjálgleg þakkarræða til gos- drykkjaframleiðandans fyrir stuðninginn. Aukinheldur sam- þykkir blaðið að með greininni skuli birt mynd þar sem gos er drukkið af bestu lyst. Flugfélagið styrkir verkefnið með því skilyrði að síðan eða opnan þar sem grein- in birtist verði útbíuð í merki fyrir- tækisins. Þetta fá fyrirtækin fyrir sinn snúð. Kostun í prentmiðlum yrðu svona vinnubrögð réttilega nefnd argasti hórdómur, og vissulega þrífst þar margt í þessum anda, en þegar ljósvakamiðlar eiga í hlut nefnist þetta kostun. Kostun er auðvitað óþarflega sakleysislegt orð yfir auglýsingu sem birtist á óviðeig- andi stað í dagskránni. Öld kostunar í íslenskri fjölmiðl- un rann upp með tilkomu hinna svonefndu fijálsu útvarps- og sjón- varpsstöðva. Stöð 2 tók upp þessa háttu þegar í barnæsku. Sjónvarp- ið mengaðist af því sama í kjölfar- ið. Ég hef ekki afruglara og fylg- ist ekki svo með dagskrá Stöðvar tvö að ég geti fjallað um hana af viti. Hins vegar þekki ég það af afspurn að þessi svokallaða kostun þrífst þar vel sem fyrr. Sjónvarpið er mín sjónvarpsstöð og ég geri óneitanlega aðrar og meiri kröfur til Sjónvarpsins, og raunar ríkis- rekinna útvarpsstöðva, en Stöðvar 2 og einkarekinna útvarpsstöðva. Enda er mér algjörlega fijálst að hafna einkareknu stöðvunum, en mér er með lögboði gert að taka þátt i kostnaði við rekstur ríkis- fjölmiðlanna. Reglurnar Menntamálaráðherra er æðsti yfírmaður RÚV, en í reglugerð hans um auglýsingar í útvarpi segir: „Auglýsingar skulu vera skýrt afmarkaðar frá öðru dag- skrárefni útvarps, hljóðvarps eða sjónvarps, þannig að ekki leiki vafí á að um auglýsingar sé að ræða og skulu þær fluttar í sér- stökum almennum auglýsingatím- um. Óheimilt er að birta auglýs- ingar með þeim hætti að sýna fírmamerki eða vörumerki, sem innfellda mynd í útsendri sjón- varpsdagskrá.“ Síðar í reglugerð- inni segir: „Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refs- ingu lögum samkvæmt.“ Veruleikinn Samkvæmt upplýsingum starfs- • manns RÚV er kostunarfé fært í bækur fyrirtækisins sem auglýsjn- gatekjur. Þannig skilgreinir RÚV kostunina sjálft sem auglýsingar og þarf því ekki að deila um það. Nú er mér spurn: Er það skýrt afmarkað frá öðru dagskrárefni og flutt í sérstökum auglýsingaT tíma þegar það kemur fram í Jóla- dagatali Sjónvarpsins að ákveðinn stórmarkaður hafi styrkt út- sendinguna? Er það skýrt afmark- að frá öðru dagskrárefni og flutt í sérstökum auglýsingatíma þegar ýmsum firmamerkjum er helgaður skjárinn á milli laga í þætti þar sem kynnt eru lög sem taka þátt í Landslaginu? Er það skýrt af- markað frá öðru dagskrárefni og flutt í sérstökum auglýsingatíma þegar kynnir í úrslitakeppni Landslagsins fer með langan lista yfír fyrirtæki sem stutt hafa út- sendinguna og flytur þeim hjart- næmar þakkir fyrir stuðninginn í upphafí útsendingar? Eða þegar merki gosdrykkjaframleiðanda er freklega haldið að áhorfendum með ýmsum hætti í sama þætti? Er það í anda reglugerðarinnar þegar útvarpsstöð hampar verslun eða fyrirtæki sem hefur verið svo vinsamlegt að gefa verðlaun í þessari eða hinni samkeppninni? Ókostir kostunar Það er einkum tvennt sem gerir Garðar Guðjónsson „Auglýsingar skulu vera skýrt afmarkaðar frá öðru dagskrárefni útvarps, hljóðvarps eða sjónvarps, þannig að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða... “ kostun varhugaverða. í fyrsta lagi gefur þetta fyrirtækjum færi á að koma aftan að neytendum með auglýsingaboðskap sinn. Notendur ijölmiðla eiga að geta treyst því að auglýsingum sé ekki blandað saman við annað efni. Þegar aug- lýsing birtist í afmörkuðum aug- lýsingatíma er henni tekið með viðeigandi fyrirvara. Þegar aug- lýsandinn þröngvar sér inn um bakdyrnar getur hann komið neytandanum að óvörum. Auglýs- ingin flýtur með öðru efni og er meðtekin á allt annan hátt en ella. Óhjákvæmilegt er að draga heið- arleika fjölmiðilsins í efa. í öðru lagi tel ég að fjölmiðlar séu að Spádómarnir rætast 'L' f=/£á:HÉEFzA Svigskíöi -gönguskíði - töskur - húfur - hanskar DACHSTEIN Skíöaskór - töskur ^éá WTYROUA Skíðabindimar á svig og gönguskíði grafa undan eigin sjálfstæði með því að leiðast út á þessa bráut. Með kostun öðlast fyrirtæki ákveðinn ákvörðunarrétt um hvað er borið á borð fyrir notendur íjölmiðla og hvað ekki. Hefði Landslagið komið á skjáinn ef við- komandi fyrirtæki hefðu ekki lagt fé til dagskrárgerðarinnar? Fjölmiðlarnir verða æ háðari tekj- um af þessu tagi og munu vafa- laust taka mið af því þegar fjallað er um fyrirhuguð verkefni hvortv fyrirtæki verða reiðubúin að styrkja dagskrárgerðina eða ekki. Tekur fjölmiðill sjálfstæða ákvörð- un um efni sitt þegar taka þarf tillit til þess hvort öðrum aðila líst svo vel á verkefnið að hann sé reiðubúinn að leggja til þess fé? Viljum við að það verði háð vilja forstjóra súkkulaðiverksmiðju hvað okkur er boðið upp á í sjón- varpi og útvarpi? Eða bankastjóra eða forstjóra gosdrykkjaverk- smiðjanna? Það er nefnilega ljóst að það er ekki allt efni jafnvin- sælt hjá þeim sem kosta dagskrár- gerð. Reynslan sýnir að léttmeti á borð við dægurlagatónlist og íþróttir er líklegra en annað til þess að hljóta náð fyrir augum þeirra sem kosta dagskrárgerð. Við eigum betra skilið Mig langar að geta þess hér að ýmsir frammámenn í norska sjón- varpinu (NRK) hafa lýst yfir áhyggjum vegna þess að kostun verður æ algengari þar á bæ. Þeir óttast að eftir því sem kostunar- tekjur aukist muni NRK fá minni tekjur frá ríkinu og notendum og að þannig verði NRK æ háðara vilja utanaðkomandi aðila. Kostun dagskrárefnis í ljósvak- amiðlum er aðeins einn liður í linnulausu átaki framleiðenda, kaupmanna og þjónustuaðila við að koma vörum sínum á framfæri við neytendur og þeir notfæra sér veikleika fjölmiðlanna óspart í þessu skyni. Fjölmiðlanotendur hljóta að eiga annað og betra skil- ið en að komið sé aftan að þeim með þessum hætti, einkum frá fjölmiðlum sem reknir eru á kostn- að og í nafni okkar allra. Dag- skrárgerð sem ekki er talin mögu- leg án kostunar á einfaldlega ekki rétt á sér. Höfundur er ritsijóri Neytendablaðsins og upplýsingafulltrúi Neytendasamtakanna. PYRIT GULLSMIÐJA ÖNNU MARIU V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.