Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 63 Hvernig’ eftir Garðar Björgvinsson Það er vaxandi skilningur á því að hægt er að hjálpa' fólki með fjár- mál heimilanna. Hveijum á að hjálpa? Hvetjum er hægt að hjálpa og hverskonar hjálp þarf hver fyrir sig? Þessum spurning- um vil ég rcyna að svara. Áður en ég svara þeim vil ég reyna að skil- greina hugtakið greiðsluerfiðleikar. Þeir sem aldrei ná þeirri stöðu að það er enginn ógreiddur gíróseðill í skúffunni eftir mánaðamótin eiga í greiðsluerfiðleikum. Hvort upphæðin sem við þannig erum að velta frá mánuði til mánaðar er há eða lág skiptir ekki höfuðmáli. Það skiptir meira máii að mínu mati að við virð- umst ekki kunna að taka á okkar málum þannig að jafnvægi ríki. Mánuðir eru misjafnlega erfiðir og það getur því komið fyrir alla að dragast aftur úr með greiðslur. Öðru hvoru næst þó sú staða að þ_að er enginn ógreiddur reikningur. Ég vil setja alla sem þannig er ástatt um í einn hóp og segja að þeir séu í jafn- vægi. Jafnvægiskúnstin er erfið og fólk er dálítið óöruggt. Annar hópur er þannig að þar er fólk í skuldasöfn- un. Það er að kaupa fasteign, innbú og það sem það telur sig þurfa. Þessi hópur er ekki enn farinn að taka afleiðingum gerða sinna. Þriðji hóp- urinn er sá hópur sem er að taka afieiðingunum af skuidasöfnuninni og er að reyna að koma sér í jafn- vægi. Skuldirnar eru þarna og það er ekki verið að bæta við þær. Það er verið að reyna að koma því þann- ig fyrir að hægt sé að standa í skil- um. Þessi hópur er oft árum saman að beijast við þetta án þess nokkurn tímann að komast í jafnvægi. Hvetjar eru þá þær leiðir sem við eigum til að hjálpa fólki í greiðsluerf- iðleikum? Leiðirnar eru að mínu mati þær að þeim hópi sem er í skuld- er hægt að hjálpa? asöfnun þarf að veita aðhald og reyna þannig að tryggja að fólk fari ekki fram úr sjálfu sér. Það er hægt að bjóða fræðslu og það er hægt að segja fólki að fara varlega. Sumir eru í eðli sínu varkárir og fara aldr- ei uppfyrir það sem þeir geta. Aðrir horfa kannski meira á þarfir en getu og fara því fram úr sjálfum sér. Það er mín reynsla að það er erfitt að fá þetta fólk til þess að þiggja fræðsl- una. Það þiggur hana ekki fyrr en það er tilbúið til að taka afleiðingun- um, fyrr en það er tilbúið til að vinna. í næsta hópi er fólk sem er tilbúið til að vinna og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að komast í jafnvægi. Það kann hinsvegar ekki leiðina og á þess vegna árum saman í basii. Þessu fólki getum við hjálpað í jafnvægi með því að veita því fræðslu sem þannig er upp byggð að samhliða vinnur það í sínum fjár- málum. Hafi skuldasöfnunin verið það mikil að fræðsluþátturinn einn er ekki nóg. Tökum dæmi um mann sem veit nákvæmlega við hvað hann er að slást og hvað hann sjálfur getur gert í því. Það sem hann getur gert er ekki nóg. Greiðslubyrðin er meiri en greiðslugetan og vanskil safnast upp. I þannig dæmum þurfum við að geta boðið upp á aðstoð í formi skuidbreytingar eða greiðsluerfið- leikaláns. í þriðja hópnum er fólk í jafn- vægi. Þar er hægt að bjóða upp á fræðslu sem myndi auðvelda fólki að halda jafnvæginu. Það er mín reynsla að bankar og aðrar lánastofnanir eru alltaf tilbún- ar til þess að setjast niður með hveij- um og einum og finna lausn á hans vanda. Til þess að banki geti gert það þarf viðkomandi að vita hver vandinn er, vita hvað hann getur, hver greiðslugetan er. Vita hvaða leiðir hann vill fara út úr vandanum. Þegar spilin eru lögð þannig á borð- ið er bankinn alltaf tilbúinn til að „Kennum fólki að skoða sinn vanda, að vinna sig út úr honum og biðja um hjálp.“ hjálpa. Ef fólk hinsvegar kemur inn í bankann án þess að leggja spilin á borðið, ef fólk kemur eingöngu og biður um einhveija upphæð að láni án þess að vitað sé til hvers lánið er ætlað eða hvott einhver greiðslu- geta sé fyrir hendi og án þess að vitað sé hvort lánið sé raunveruleg hjálp við vandanum, þá eim bankar oft tregir til. Þess vegna segi ég: Kennum fólki að skoða sinn vanda, að vinna sig út úr honum og biðja um hjálp. Þann- ig að þegar farið er í bankann til þess að leita leiða út úr vandanum, þá er spurningin ekki um það að biðja um eitthvert lán. Heldur er verið að biðja um hjálp í ákveðnum vanda. Þannig að bankinn eigi mögu- leika á að taka afstöðu til vandans og skoða hvaða leiðir mögulegar eru til þess að leysa hann. Hver á að veita þessa fræðslu og þessa aðstoð? Það eru ýmsir aðilar í þjóðfélaginu sem gera sér grein fyrir því að það er brýn þörf á að þessi aðstoð sé til staðar. Neytenda- samtökin hafa lýst yfir sínum vilja til þess að koma henni á laggimar. Sjálfur er ég að reyna að veita þessa aðstoð ásamt ýmsum öðrum aðilum úti í bæ. Vandamálið í þessu eins og svo mörgu öðru er ijármögnun. Ég ætla ekki á þessu stigi að koma með hugmyndir um möguleika í því sambandi. En ég vil biðja alla að hugleiða það hvort við ætlum að veita þessa hjálp eða hvort við ætlum að leyfa fólki að vera villuráfandi í myrkrinu. Höfundur er ráðgjafi fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum. Skíðapakkar Barnaskíðapakkar fró kr. 12.760.- stgr. Unglingaskíðapakkar frá kr. 14.990.- stgr. Gönguskíðapakkar f rá kr. 13.600.-stgr. Tökum notað upp í nýtt! SPORT| MARKAÐURINN í Skeifunni 7 HÚSI J.P. INNRÉTTINGA. Máls og menningar Laugave; Kl. 14-16 áritar Stefán J. Hafstein bókina GUÐIRNIR ERU GEGGJAÐIR Kl. 16-18 áritar Guðmundur Andri Thorsson bókina ÍSLENSKI DRAUMURINN Bókabúð . MALS & MENNINGAR. LAUGAVEG118, SÍMI24240 Sendum einnig árituð eintðk í póstkröfu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.