Morgunblaðið - 21.12.1991, Page 66

Morgunblaðið - 21.12.1991, Page 66
66 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Friðarganga 23. des. VÖNDUÐJÓLAGJÖF Vinsœlu frotteslopparnir komnir aftur á einstöku verði kr.6.900,- Einnig satínnáttkjólar og sloppar, náttföt og náttserkir. Gjafakortin okkar eru góö, hentug og vinsœl gjöf Sendum í póstkröfu. 5% staðgreiðsluafsláttur. 'ém tískuverslun, Kringlunni, sími 33300. Samstarfshópur friðarsam- taka hefur óskað eftir birtingu á eftirfarandi ávarpi: Margar eru dásemdirnar, en eng- in manninum meiri. Þegar sjóinn skefur í æðandi sunnanroki og fjall- háar öldur hrynja á bæði borð, læt- ur hann gamminn geisa. Hvorki svifléttir fuglar himins né nokkur skepna á láði eða legi fær umflúið tálsnörur hins hug- vitssama manns. Brattgengir hirtir og óargadýr lúta vélbrögðum hans. Hinn faxprúða fák og villinaut, sem reikaði fijálst um fjöliin, hreppir hann undir okið. Mál og flughraða hugans hefur hann tamið sér. Borgir hefur hann reist og skipað þar öllu að réttum lögum. Honum hefur ekki orðið skotaskuld úr að skapa sér skjól fyrir nístandi skeytum hretviðr- anna. Hann hefur jafnvel hugsað upp ráð til að reisa rönd við háska- legum sjúkdómum. Hann á ráð undir rifi hveiju og aldrei brestur hann hugvitið. Dauðinn einn hefur ekki enn lotið valdi hans. I þessum óði gríska leikskáldsins Sófóklesar er maðurinn lofaður fyr- ir dug og snilld. Þessi orð voru hugsuð fyrir meira en tvö þúsund árum og allar framfarimar í heimin- um sýna að þau eru sönn. Maðurinn hefur aukist af visku og dáð, kom- ist til tunglsins og kannað iður haf- djúpanna. Heilsufar manna og menntun hefur tekið stórstígum framförum og forðabúrin eru að springa undan matarbirgðum. En skuggahliðarnar eru líka margar því afrakstri mannlegra vitsmuna og getu er sárlega mis- skipt. Milljónir manna eiga í dag- legu stríði við hungurvofuna, eru þjakaðir af margs konar sjúkdóm- um og fáfræði stendur mörgum fyrir þroska. Herir eru efldir og hinir færustu vísindamenn vinna dag með nótt að því að finna upp afkastameiri drápsvélar. Og stríð eru háð á nánast öllum stigum. Fréttir berast af þjóðemisátökum, þar sem hnúum og hnefum er beitt, flokkar skæruliða beijast með frumstæðum vopnum gegn her- sveitum einræðisherra víða um heim, og í vetur sem leið urðum við vitni að því að voldugustu her- veldi heims beittu hátæknivopnum sínum af mikilli kunnáttu suður í írak. Fyrr á öldum var mannfall í bar- dögum yfirleitt talið í hundruðum eða þúsundum þegar mest var en nú á dögum þykir ekki tiltökumál þótt 100.000 manns falli í orrustum. Eru þá ótaldir þeir óbreyttu borgar- ar sem líða skort og neyð af völdum hernaðar. Það er skelfilegt tilhugs- unar að maðurinn skuli nota hyggjuvit sitt og verklagni á þennan hátt. Margoft hefur verið bent á að fyrir aðeins brot af því sem var- ið er til vopnaframleiðslu sé hægt að brauðfæða öll þau börn sem ár- lega verða hungurmorða. Þótt víða séu róstur um þessar mundir eru framtíðarhorfurnar í sjálfu sér ekki slæmar. í Austur- Evrópu eru þjóðir að vinna sér sjálf- stæði og hljóta allir frelsiselskandi menn að fagna því. Þó verður vitan- lega að gæta þess að þeim sé ekk- ert gert til miska sem í minnihluta eru í hinum nýju sjálfstæðu ríkjum. Það hlýtur að vera eðlilegast skipu- lagið að sérhver þjóð, sem hefur sérstakt tungumál, menning og sögu, fái að ráða sínum málum sjálf og þurfi ekki að líða erlendan her í landi sínu eða búa við yfirdrottnun annarra. En sagan hefur sýnt að þjóðernisdeilur verða síst leystar með vopnavaldi. Sófókles endaði óð sinn á þessum varnaðarorðum: „Vit mannsins og hugkvæmni eru meiri en svo, að unnt sé að gera sér í hugarlund. En samt get- ur brugðið til beggja vona, hvort það leiðir hann til góðs eða ills. Vegur þess manns er mikill, sem virðir lög landsins og tignar guði fóstuijarðarinnar. En hinn, sem hrokafullur gengur veg syndarinn- ar, hann slítur sig úr tengslum við föðurlandið. Slíkan mann vildi ég síst leiða að mínum arni eða bland^ geði við hann.“ Sorglegust dæmi um heimsku mannsins og hroka sjáum við í hern- arðarhyggjunni. Nú er svo komið að annað risaveldið, Sovétríkin, er að leysast upp í sjálfstæð ríki. Sú þróun gerir marklausar allar þær forsendur sem notaðar hafa verið til að réttlæta kjarnorkuvígbúnað- inn, sem hefur ógnað heiminum í nær fimm áratugi. Almenningur um allan heim krefst þess að kjarnorku- vopn verði eyðilögð. Nú eru að skapast skilyrði til að leggja niður herstöðvar stórveld- anna vítt og breitt um heiminn, þar á meðal þær sem eru hér á ís- landi, því þær eru ekkert annað en minnismerki um gagnsleysi sitt. Islendingar telja sig friðelskandi þjóð og þeim ber að vinna að af- vopnun eftir því sem þeim er unnt. Ein mesta ógnunin við byggð á ís- landi er ferðir kjarnorkukafbáta um höfin umhverfis landið og í kom- andi afvopnunarviðræðum megum við ekki gleyma þeirri hættu. Með baráttu gegn kjarnorkuvopnum á norðurslóðum og stuðningi við al- menna afvopnun geta íslendingar lagt sinn skerf að mörkum fyrir friðvænlegri heimi á næstu öld. Þingeyri: Safnað fyrir hjarta- og lungnavél Þingeyri. í SUMAR átti sér stað mjög al- varlegt umferðarslys í Dýrafirði. Ung stúlka fékk áverki á bijóst- hol og fjarlægja þurfti annað lungað, en hitt var skaddað. Að öllu öðru leyti var stúlkan alheil. Tímabundin bólguviðbrögð í skaddaða Iunganu virtust ætla að binda endi á frekari baráttu, en ákveðið var í skyndi að fá lánaða hjarta- og lungnavél að ffllleg, óvenjoleg og ódyr jólogjöí Ársmappa Pósts og síma með frímerkjum ársins 1991 er falleg, ódýr og óvenjuleg jólagjöf. Hún er vel til þess fallin að vekja áhuga á frímerkjasöfnun hjá ungu kynslóðinni. Stingdu ársmöppunni í jólapakkann. Hún kostar aðeins 1300 kr. og fæst á póst- og símstöðvum um allt land. utan og varð sú vél lykillinn að því kraftaverki sem nú er orðið. Gunnhildur Þorbjörg Sigþórs- dóttir heitir stúlkan og er aðeins 16 ára. Nú er hún komin heim á Þingeyri til að eiga þar jól með vin- um og vandamönnum. Vegna þessa hefur íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri farið af stað með söfnun meðal Vestfirðinga til kaupa á hjarta- og lungnavél á móti Landsambandi Hjartasjúkl- inga, enda nýtist þessi vél einnig fyrir allar hjartaaðgerðir. Með þess- ari söfnun vilja Þingeyringar sýna þakklætisvott og styðja gjörgæslu Landspítalans. Fyrirtækjum og fé- lögum á öllum Vestijörðum hefur verið send beiðni um styrk. Sigmundur F. Þórðarson formað- ur Höfrungs segir söfnunina hafa gengið hægt framan af. Hann seg- ir þó eðlilega skýringu verða á því, þar sem á ísafjarðarsvæðinu hafa verið ýmsar safnanir, svo sem vegna nýs sjúkrabíls þangað. Eftir viðtal við Gunnhildi i útvarpinu 16. desember tók söfnunin kipp og von- ast menn til að takmarkinu verði náð á næstunni og tækið verði af- hent í byijun janúar. Sigmundur vildi nota tækifærið og þakka öllum þeim sem styrkt hafa þetta málefni. Þeir sem vilja ljá þessari söfnun liðsinni sitt geta lagt inn á tromp- bók nr. 400712 í Sparisjóði Þing- eyrahrepps. - Gunnar Eiríkur. PÓSTUR OG SIMI Viö sptírum þér sporin Pósthólf 8445, 128 Reykjavlk X-Jöfóar til JLXfólksí öllum tarfsgreinum! i < ( < (

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.