Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 71 VtSA munXlán II Jóhann Olafsson & Co Næg SUNIMBOKG 13 • 104 RKYKJAVÍK • SfMI6HH5KH bílaStæðÍ Opið á laugardögum fram til jóla frá kl. 10 til 16 Jólaglögg - piparkökur Kaffi - meðlæti „Hve sárt ég sakna þín, ég sit við legstein þinn og hugsa um horfna tíð, hjartans vinur minn.“ (Sverrir Stormsker) Með kveðju og þakklæti. Benni Valur Sú hörmungarfrétt barst mér að kvöldi mánudags 16. desember að Bói hefði látist af slysförum þann sama dag. Það var sem svart ský væri dregið yfir mig. Þetta er svo óréttlátt, af hveiju hann? Bói eða Björgvin Katli kynntist ég fyrir tæpum fjórum árum. Hann og pabbi minn voru þá vinnufélagar sem síð- ar varð hin mesta vinátta sem ég þekki hjá fullorðnum mönnum og urðu mikil og góð samskipti á milli þessara fjölskyldna. Yfirleitt fannst manni Bói og Hafdís kona hans hugsa um mann sem eitt af sínum börnum og voru þau alltaf boðin og búin að gera hvað sem er fyrir mig og dóttur mína. Maður trúir ekki svona frétt, maður bíður og vonar að Bói komi í kaffí bara eins og venjulega, maður trúir því að þó svo hann komi ekki aftur þá eiga kaffistundirnar eftir að lifa um ókomna tíð því jafn ljúfum og yndis- legum manni eins og Bóa gleymir hafa fengið að kynnast honum. Elsku Hafdís, Harpa, Einar og Linda, megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg og um alla tíð. Megi hann hvíla í friði. Þórdís Jóna Jakobsdóttir Guðrún Auður Böðvarsdóttir. Af hverju hann elsku Bói? Iiann sem var okkur svo mikið. Þetta var það fyrsta sem kom í huga okkar þegar við fengum þessi sorgartíð- indi. Ekki datt okkur í hug þegar við sátum hjá honum á sunnudags- kvöldið að við sæjum hann aldrei framar. Bóa og Hafdísi kynntumst við fyrir fjórum árum og má segja að frá þeim degi hafi verið nærri dag- legur samgangur. Þar kynntumst við góðum dreng og heilum vin. Engan höfum við þekkt bónbetri en hann elsku Bóa. Þó hann væri alltaf vinnandi hafði hann alltaf stund ef við leituðum til hans og virtist engu máli skipta hvert kvabbið var, allt lék í höndunum á honum. Síðan í september eyddi hann öllum sínum frítíma í að hjálpa okkur og síðast þegar við heyrðum í honum þá hringdi hann til að láta okkur vita að hann ætlaði að gera okkur einn greiðann enn, hafi hann þúsund þakkir fyrir alla hjálpina. Aldrei gleymist hvað hann var börnum okkar góður og hve honum var annt um þeirra velferð. Nú hef- ur Anný misst besta fótanuddarann sinn og góðan vin. Hún kveður hann með miklum söknuði og þakk- Björgvin K. Björg- vinsson frá Ketils- stöðum — Minning Fæddur 12. október 1937 Dáinn 16. desember 1991 Ég hitti Björgvin, eða Bóa, eins og hann var yfirleitý kallaður, fyrst á sameiginlegum vinnustað okkar, malarnámu í Hafnarfirði. Hans fyrstu orð við mig voru eitthvað á þessa leið: „Nei, ekki gera þetta svona, þú eyðileggur á þér bakið drengur“, svona var þetta alltaf, hann var alltaf reiðubúinn að hjálpa og leiðbeina ef hann mögulega gat. Svo þegar kynni tókust með honum og föður mínum og hann fór að venja komur sínar heim, fyrst einn en síðan með Hafdísi konu sinni, urðu mætur mínar á þessum manni sífellt meiri með hveijum deginum sem leið. Þær voru margar gleði- og ánægjustundirnar sem við áttum saman þá ósjaldan að hann hjálpaði mér við bílinn, vann með okkur í garðinum eða bara yfir kaffibolla heima í eldhúsi, þar sem hann þreyttist aldrei á að segja manni einhveijar skemmtilegar sögur af samferðamönnum sínum eða bara brandara. Manni leiddist aldrei ef Bói var í heimsókn. Enda fór það oft svo eftir að ég fluttist að heim- an og ætlaði rétt að reka inn nefið, að sæti Bói í kaffi, lengdist dvölin oft í marga klukkutíma. Þrátt fyrir mikinn aldursmun fannst mér alltaf að hann umgengist mig sem jafn- ingja og félaga, þó að hann notaði stundum við mig orð eins og „strák- ur“ eða „drengur“, þá var aldrei nein meining á bak við það. Við lát hans hvarf af sjónarsvið- inu mikill félagi, vinur og þó fyrst og fremst mikill „maður“, sem verð- ur sárt saknað. Elsku Hafdís, Harpa, Einar Kári og Linda, megi góður guð styrkja ykkur og hugga í þessari erfiðu raun. maður aldrei. Þegar ég reyni að hugsa um hvað geti verið mikilvæg- ara fyrir mann fullan af kærleik að gera hinumegin en hugsa um konu og börn sín og deila kærleik- anum til annarra eins og hann var alltaf reiðubúinn til að gera þá ef- ast maður um guðs orð. Getur eitt- hvað verið mikilvægara? Mikið er ég fegin að eiga góðar minningar til að hugga mig á svona stundu. Mér er sérstaklega minnisstætt hvað hann bar mikla umhyggju fyrir dóttur minni, alla meðgönguna fylgdist hann með eins og afinn, og eftir að hún fæddist var hann jafn spenntur fyrir henni og allir afar eru fyrir barnabörnum sínum. Hann var henni alla tíð hálfgerður afi. Fyrsta sumarið í lífi hennar sem var sumarið 1990 passaði Hafdís hana og var alltaf eins og hann nyti hverrar mínútu með henni. I ágjist þetta ár kom hún suður til ömmu og afa síns og kom Bói þá oft til þeirra, og að sjá hvað hann varð yfir sig montinn þegar hún sagði „Bói“ í fyrsta sinn, því gleyma engir sem það sáu. Eg fæ því ekki þakkað nóg að æðri stöðum. Elsku Hafdís, Harpa, Einar og Linda, missir ykkar er mikill og biðjum við góðan guð að styðja ykkur og styrkja nú og um alla framtíð. Engin orð geta lýst þakklæti okkar til Bóa og söknuði. Hvíli hann í friði, okkar kæri vin- ur. Kobbi og Gunný. Hátíð ljóssins er í nánd,sys og þys alls staðar, allir að undirbúa jólahátíðina. Enginn uggir að sorg- inni sem liggur í leyni. Kallið kem- ur, félagi fellur. Okkur vinnufélag- ana setur hljóða svo vanmáttugir erum við gegn almættinu og tækni nútímans. Skarð er höggvið í hóp- inn. Eiginmaður og faðir burt kall- aður langt um aldur fram. Eftir situr sorg og ófyllt tóm en þótt sorgin sé þungbær og missirinn sár lifir þó í hjartanu minning um traustan félaga, eiginmann, föður og vin sem lagði metnað í verk handa sinna og sá þau skila árangri, enda var Björgvin heitinn afar dug- legur og verklaginn. Nú ríkir þung sorg á heimili hans í stað jólatil- hlökkunar og gleði. Við vinnufélag- ar Björgvins heitins biðjum almátt- ugan guð að styrkja og leiða Haf- dísi konu hans og börnin, ættingja og vini sem bera þungan harm í hjarta. Guð blessi ykkur. Megi hátíð ljóssins lýsa upp myrkrið og veita huggun og styrk í þungbærum harmi. Starfsmenn Hlaðbæjar-Colas Verslun með stíl! ar allar góðu stundirnar. Mikið óendanlega erum við glöð og þakk- lát að hafa fengið að kynnast hon- um og vera samferða þessi ár sem urðu svo allt of fá. En minningarn- ar um allar góðu stundirnar okkar saman munu ylja okkur um ókomna tíð. Ósköp eigum við eftir að sakna hans mikið. Við trúum því ekki að hann eigi ekki eftir að koma í heim- sókn með þann hlýja og sérstaka drengskap sem honum fylgdi, setj- ast niður og fá sér kaffisopa og ræða um allt milli himins og jarð- ar. En við verðum víst að sætta okkur við það að hans var óskað á t ...... Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.