Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 74
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 ? 74 + Ástkær faðir minn, KARL ÞÓRÐARSOIM, andaðist í Vífilsstaðaspítala þriðjudaginn 17. desember. Hafdis Karlsdóttir. ERLINGUR G. TULINIUS læknir, andaðist 19. desember 1991. Útförin fer fram 27. desember 1991. Fyrir hönd ættingja, Hrafn Tulinius. + Elskulegur eiginmaður minn, KRISTJÁN BJARNI SVEINSSON, Kópavogsbraut 1A, er látinn. Hildur Hjörleifs- dóttir — Kveðjuorð Fædd 10. mars 1972 Dáin 26. nóvember 1991 Mig langar til að skrifa fáein orð um eina af mínum æskuvinkonum. Það kom á mig eins og reiðarslag, þegar mér barst sú tilkynning, að hún Hildur væri dáin. Hún hafði skyndilega, án nokkurrar viðvör- unar, verið tekin frá bæði vinum og vandamönnum. Af einhverri dulinni ástæðu er hlutverki Hildar á meðal okkar lokið, af hveiju vitum við ekki. Ég vona þó að þessi hæfi- leikaríka unga stúlka fái að takast á við enn mikilvægara hlutverk annars staðar. Leiðir okkar Hildar lágu mjög þétt saman í tvö ár. Við kynntumst í Landakotsskóla og urðum mjög nánar vinkonur fram yfir 12 ára bekkinn, en á þessum tíma urðum við heimagangar hvor hjá annarri. Á þessari kveðjustund rifjast upp fyrir mér margar ánægjulegar minningar af Ásvallagötunni, sem þá var heimili Hildar. Hildur bjó alla tíð yfir einhveiju leyndardómsfullu. Hugarheimur hennar stóð ekki öllum opinn. Hún var oft dul en hreinskiptin og skoð- unum sínum kom hún umbúðalaust á framfæri hveijar svo sem þær voru. Við deildum ýmsum skoðun- um og vorum ekki alltaf sammála. Það var sama hversu mjög við reyndum að sannfæra hvor aðra, stundum gekk hvorki né rak. Við vorum báðar þijóskar og vildum að sjálfsögðu hvorug gefa eftir. Hildur átti auðvelt með að stjórna. Hún var röggsöm og vildi vera í forystu. Það kom sér oft vel að hafa einhvem í hópnum til að Inga Þórunn Jónsdóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN KRISTJÁNSSON, Laugarnesvegi 42, lést í Borgarspítalanum 19. desember. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUÐNA Þ. GUÐMUNDSSONAR. Sérstakar þakkir til Ólafs Gunnlaugs- sonar læknis og starfsfólks á deild 2-A Landakotsspítala og heimahjúkrunar. Guð gefi ykkur öllum gleðilega jólahátíð. Guðrún Áslaug Edvardsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, ANNA JÓNASDÓTTIR frá Álfsnesi, Hörðalandi 4, lést í Borgarspítalanum að kvöldi 19. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Þorláksdóttir, Sigriður Þorláksdóttir, Guðmunda Þorláksdóttir, Jóna Þorláksdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför systur okkar, . ARN BJARGAR TÓMASDÓTTUR KJARAN. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkradeildar Hrafnistu, Hafnar- firði, fyrir góða umönnun. Auðbjörg Tómasdóttir, Bjarndís Tómasdóttir. + SIGURÐUR E. SIGURÐSSON, New York, andaðist 13. desember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram. Fyrir hönd systkina, Bergsveinn Sigurðsson. + Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls KETILS ÞÓRISSONAR, Baldursheimi. Sérstakar þakkir færum við karlakórnum Hreimi og stjórnendum hans fyrir frábæra aðstoð. Bræður, mágkonur og fjölskyldur. + Útför + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HELGU HALLDÓRSDÓTTUR móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, frá Dagverðará, STEINUNNAR MAGNÚSDÓTTUR sfðasttil heimilis í Hjallabrekku 33, frá Borgarnesi. Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. desember kl. 15.00. Kári Sólmundarson, Elín Sólmundardóttir, Þórdis Sólmundardóttir, Marius Arthúrsson, Sigurður Sólmundarson, Auður Guðbrandsdóttir, Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Magnús Sólmundarson, Karen I. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiglnmaður minn, faðir og stjúpfaðir, GLÚMUR BJÖRNSSON, Hátúni 4, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 27. desember kl 13.30. Ingibjörg Sigurðardóttir, Stefán Björnsson. Sigri'ður Eggertsdóttir, Vilborg Eggertsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Hildur Eggertsdóttir, ■ ngibjörg Eggertsdóttir, Hulda Eggertsdóttir og Hlöðvör Eggertsson. + Innilegustu þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við frá- fall og útför ástkærrar eiginkonu minnar og móður okkar, • SOFFÍU JÓNSDÓTTUR frá Ásum í Húnavatnssýslu. Friðþjófur Pétursson, Sigurður Harðarson, Gunnhildur Friðþjófsdóttir. stýra leiknum. Hildur var alltaf að fá góðar hugmyndir, já, ímyndunar- aflið var fijótt og skemmtilegt. Mér er t.d. minnisstætt að oft steyptum við okkur á kaf ofan í kistu með gömlum fötum og hárkollum, sem var til heima hjá mér á Sólvallagöt- unni. Síðan klæddumst við hinum ýmsum gervum. Við áttum það til að dubba okkur upp í háhælaða skó, setja á okkur hárkollur og fleira fínerí. Þannig trítluðum við niður á Ásvallagötu, keyptum okkur saltlakkrís í Brekku og hlógum að augngotunum frá því fólki, sem varð á vegi okkar. Það var hreint ótrúlegt hvað Hildur gat fengið mig til að gera. Hún var svo ófeimin og laus við alla spéhræðslu. Góðar stundir vara þó ekki að eilífu. Vegir okkar lágu ekki saman eftir að við fórum í gagnfræðaskóla og svo menntaskóla. Hildur eignað- ist- nýjar vinkonur og ég kynntist öðrum. Við fjarlægðumst og ég fékk því ekki tækifæri til þess að kynnast henni sem ungri framsæk- inni konu. Þegar ég horfi til baka sé ég eftir því, hvernig vinskapur okkar gjörsamlega fjaraði út, án þess að hvorug okkar fengi rönd við reist. Við gáfum því jafnvel ekki nokkurn gaum. Þegar komið er í sitt hvorn menntaskólann er svo margt sem breytist. Á sama tíma uppgötvast skyndilega svo margt sem lífið hefur uppá að bjóða og tíminn nánast flýgur hjá. Mér fannst að nægur tími yrði til að taka aftur upp kynni meðal okkar hnátanna úr Landakotsskóla, áður en reiðarslagið kom. Allt í einu er tíminn fyrir endurfundina við Hildi liðinn. Ég er viss um að við gömlu vinkonurnar hefðum fengið hláturskast við að riija upp minn- ingarnar frá æskuslóðunum í gamla vesturbænum og þeim uppátækjum sem skreyttu æsku okkar með gleði og ánægju. Ég vil votta öllum aðstandendum Hildar dýpstu samúð mína, einkum móður hennar, bróður og ömmu. Guð blessi minningu þessarar greindu og hæfileikamiklu ungu konu sem svo ung hvarf okkur sýn- um. Margrét Birna Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá hðfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.