Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 88

Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 88
 MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Alþingi: Reynt að semja um afgreiðslu þingmála í GÆRKVÖLDI var enn óvíst hvenær hlé yrði gert á störfum Alþingis fyrir jólahlé. Oddvitar stjórnarliðs og stjórnarand- stæðinga freistuðu þess að ná samkomulagi um’ afgreiðslu þingmála en um miðnætti hafði ekki tekist samkomulag. Þingið ~>^fur enn ekki afgreitt frum- ^varp til fjárlaga 1992 og helstu tekjuöflunarfrumvörp því tengdu. Agreiningur er milli stjórnarliða og stjórnarand- stæðinga um þessi mál, bæði efnisinnihald frumvarpanna og ekki síður um hve mikils tíma er þörf til að ræða þessi mál. Síðdegis í gær var afstaða stjómar og stjómarandstöðu nán- ^£t stál í stál. Stjómarliðið taldi ekki unnt að gera þinghlé öðruvísi heldur en að afgreiða nokkur frum- vörp sem vörðuðu n'kisfjármálin og einnig lög sem þyrftu að taka gildi strax um áramótin. Stjómar- liðar gátu hugsað sér til sátta að bíða með lánsfjárlög fram yfir ára- mót. Stjómarandstæðingar töldu að ekki væri unnt að afgreiða flest þessara fmmvarpa umræðulítið eða umræðulaust. Annað hvort yrði að gera breytingar á þessum fmmvörpum eða þeir yrðu að fá tækifæri til að segja sína skoðun um málin. O gærkvöldi var andrúmsloftið í þinghúsinu betra og tónninn manna í millum mildari en þó hafði ekki tekist neitt samkomulag um afgreiðslu þingmála. Rannsóknarlögreglumenn reyna að rekja spor ræningjans í snjónum við bakdyr útsölu ÁTVR í Hafnarfirði í gærkvöldi. Misheppnuð ránstilraun við útsölu ÁTVR í Hafnarfirði í gærkvöldi: Morgunblaðið/Ingvar Hettuklæ ddur ræningi réðst á útibússljórami dagar til jóla enn leitað þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Lögreglan í Hafnarfirði flutti peningana í Sparisjóð Hafnar- fjarðar. Höskuldur Jónsson, for- stjóri ÁTVR, sagði ekki ósennilegt að salan hafi numið 8-10 milljón- um króna þennan dag. Hann vildi hins vegar ekki full- yrða að útsölustjórinn hafi haft alla þessa peninga með sér því hugsanlegt væri að peningar hafi verið lagðir inn í banka fyrr um daginn. Vextir lækka um Forvextir ríkisvíxla lækka í 12,5% VEXTIR banka og sparisjóða lækka í dag um 0,25 til 1% á útlána- hlið. Búnaðarbanki Islands er með lægstu vextina áfram, eins og verið hefur undanfarnar vikur, en vextir sparisjóðanna eru litlu hærri. Forvextir ríkisvíxla lækka einnig í dag um 1%. Landsbanki íslands lækkar vexti um 0,75% á öllum liðum nema inn- lendum afurðalánum þar sem vext- imir lækka um 0,5%. Víxilvextir bankans eru nú 15,5% og skulda- bréfavextir í b-flokki 16,5%. íslands- banki lækkar vexti heldur meira en Landsbankinn. Hann er með sömu víxilvexti en skuldabréfavextir bankans eru 16% eftir lækkun. Bún- aðarbankinn lækkar víxilvexti um 0,5% og verða þeir 15% eftir breyt- 0,25-1% ingu og skuldabréfavextir í b-flokki 15,75%. Sparisjóðirnir lækka vexti um 0,25%. Víxilvextir þeirra verða 16,25% og skuldabréfavextir 16%. Forvextir ríkisvíxla lækka í dag úr 13,5 í 12,5%. Að sögn Péturs Kristinssonar, forstöðumanns Þjón- ustumiðstöðvar ríkisverðbréfa, eru vextirnir lækkaðir vegna lækkunar á útlánavöxtum bankanna og hjöðn- unar verðbólgu. Eftir lækkun verður ávöxtun ríkisvíxla 13,43% til 13,62%, að sögn Péturs. Rannsóknarlögreglumenn undirbúa rannsókn á vettvangi í gær- kvöldi. Sjá einnig þingsíðu, bls. 48. Ræninginn vopnaður járnstöng lagði á flótta eftir mikil átök - dagsalan í útsölunni 8-10 milljónir á föstudögum HETTUKLÆDDUR árásarmaður vopnaður járnstöng réðist á útibús- stjóra ÁTVR í Lækjargötu í Hafnarfirði rétt upp úr kl. 20 í gær- kvöldi og reyndi að ræna af honum andvirði dagsölu útibúsins, sem venjulega nemur 8-10 milljónum króna á föstudögum. Útibússtjór- inn, sem er maður um sextugt, varðist af hörku og hélt tösku með peningunum í sinni vörslu en árásarmaðurinn lagði á flótta eftir mikil átök. Útibússtjórinn marðist nokkuð í átökunum og var fluttur í sjúkrahús til skoðunar en fékk að fara heim siðar um kvöldið. Útibússtjórinn hafði opnað hlið inn á baklóð útsölunnar þar sem hann hafði lagt bíl sínum og hugð- ist flytja peningana í Sparisjóð Hafnarfjarðar í Strandgötu. Þegar hann hafði gengið inn um hliðið réðist ræninginn umsvifalaust á hann. Veittist hann að útibússtjór- anum með jámstöng þegar hann hugðist stíga upp í bifreiðina og kom til harkalegra átaka. Lauk þeim með því að árásarmaðurinn lagði á flótta án peninganna. Eng- ir sjónarvottar urðu að árásinni en vitni sáu manninn hlaupa á brott. Allt tiltækt lið lögreglu auk rannsóknarlögreglumanna leitaði mannsins í gærkvöldi og einnig var leitað með sporhundi í grennd við útsöluna. Talið er að hér hafi verið um þaulskipulagt rán að ræða. Árás- armaðurinn var, samkvæmt lýs- ingum sjónarvotta, ungur maður. Hann hafði hvíta hettu á höfði sem huldi andlit hans. Mannsins var

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.