Morgunblaðið - 22.04.1992, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992
Ástralíufararnir efri röð frá vinstri: Sig-urður Þór Sigurðsson véla-
verkfræðingur hjá ísal, Einar Falur Ingólfsson blaðamaður á Morg-
unblaðinu og Björn Marinó Pálmason mjólkurfræðingur. Fremri röð
f.v.: Guðlaug Jóhannsdóttir aðstoðarfararstjóri, Halla Bachmann
Ólafsdóttir héraðsdómari og Ómar Steindórsson flugvirki og farar-
sijóri.
Rotary;
Fjögnr ungmenni til
dvalar í Astralíu
FJÖGUR íslensk ungmenni, á aldrinum 25-35 ára, og einn farar-
sljóri og eiginkona hans, héldu nýlega til fimm vikna dvalar í Ástral-
íu í boði Rotary-sjóðsins. Um er að ræða skiptihópadagskrá, en hing-
að til lands koma í sumar sex áströlsk ungmenni og einn fararstjóri
og dveljast hér í rúman einn mánuð, að sögn Gísla Jónssonar prófess-
ors sem er formaður nefndar Rotary, sem sér um þessi samskipti.
f FJARLÆGÐ
Guðlaugur Hrafn Ólafsson og Ragnar Nikulásson í hlutverkum
Daníels og Jóhanns.
Þetta er í fimmta sinn sem ís-
lensk ungmenni fara útan á vegum
Rotary-sjóðsins. 400 slíkar heim-
sóknir eru í gangi á hveiju ári en
Rotary-sjóðurinn, sem er í Banda-
ríkjunum, veltir árlega hátt í 40
milljónum dollara. Markmiðið er
einkum að stuðla að auknum kynn-
um milli þjóða. Þátttakendur þurfa
að hafa unnið í viðurkenndri starfs-
grein í minnst tvö ár og mega hvorki
vera skyldir né tengdir fólki í Rot-
ary-hreyfingunni. Um er að ræða
samskipti milli tveggja Rot|py-
umdæma, íslands og Sóuth Queens-
land, Papua, Nýju Gíneu og Salóm-
ónseyjanna. Að sögn Gísla er stíf
áætlun í gangi þessar fimm vikur,
þátttakendum eru kynnt land og
þjóð og búið er á heimilum Rotary-
félaga. Rotary-sjóðurinn greiðir
fargjöld en umdæmið þar sem dval-
ist er, sér um allt uppihald.
Þátttakendur eru valdir þannig
að hveijum Rotary-klúbbi er heim-
ilt að leggja inn tvær umsóknir og
nefndin velur úr þeim umsóknum
sem berast sem voru 13 að þessu
sinni. Fararstjóri verður Qmar
Steindórsson og hans kona er Guð-
laug Jóhannsdóttir. Aðrir þátttak-
endur eru Halla Bachmann Ólafs-
dóttir héraðsdómari, Björn Marinó
Pálmason framkvæmdastjóri, Einar
Falur Ingólfsson blaðamaður og
Sigurður Þór Ásgeirsson vélaverk-
fræðingur.
_________Leiklist___________
Súsanna Svavarsdóttir
Sjónvarpið, Allt gott. Höfundur:
Davíð Oddsson. Leikstjóri:
Hrafn Gunnlaugsson. Leikmynd
og búningar: Karl Júliusson.
Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson.
Myndataka: Ari Kristinsson.
„Allt gott“ er byggt á endur-
minningum höfundar; minningum
um þann tíma í lífi barnsins þegar
heimurinn er ekki flóknari en það
að hann er samsettur úr himni og
jörðu. Það eru þessi ár, þegar
maður er ekki orðinn nógu læs til
að meðtaka flækjur fortíðar og
sakleysið svo einlægt að einu
væntingarnar sem maður gerir til
framtíðarinnar er að fá eitthvað
gott í munninn. Lífið er algert
,,nú“ og ekkert annað skiptir máli.
Eg held að margir geti verið sam-
mála um að einmitt sá tími er
skemmtilegastur í lífinu — svo
innilega áhyggjulaus.
Sagan af þeim Jóa og Daníel,
vini hans, í „Allt gott,“ sem eiga
sér þá ósk heitasta að fá hvítt
amerískt tyggjó, er virkilega sæt,
án þess að vera á nokkurn hátt
væmin. Strákarnir lifa nokkuð
vemduðu og öruggu lífi, en eru
að stíga sín fyrstu skref til sjálf-
stæðis og uppgötva þarmeð hætt-
urnar sem liggja utan við móður-
faðminn eða lítinn guðrækinn heim
ömmu — því eins og títt er, gleyma
uppalendur stundum að kynna
hætturnar fyrir börnunum. En í
leikriti Davíðs er það Fúsi, ævin-
týramaðurinn sem tekur áhættur
í lífinu, sem gerir sér grein fyrir
hvert strákarnir eru komnir. Hann
þekkir hættumar og sviptir þeim
Jóa og Daníel yfir fyrstu lífsreynsi-
una.
Frá höfundarins hálfu er sagan
einlæg, vel uppbyggð og skemmti-
leg: Á einfaldan hátt opinberar
hann saklausa lífssýn drengjanna,
guðrækna lífssýn ömmunnar, lífs-
sýn Fúsa sem er meira utanveltu
en utangarðs og lífssýn kaup-
mannsfjölskyldunnar sem finnst
eðlilegt að njóta forréttinda og
leggur áherslu á að aðrir viti það.
Þessi margþætta afstaða til lífsins
þrífst svo öll í einu og sama þorp-
inu.
Úrvinnslu verksins var ég ekki
eins hrifin af. Drengirnir, Ragnar
Nikulásson, sem leikur Jóhannes,
og Guðlaugur Hrafn Ólafsson, sem
leikur Daníel, stóðu sig ágætlega,
en hefðu þurft lengri undirbúning.
Til að skila sakleysi drengjanna
hefðu þeir þurft að kunna nægi-
lega vel á tökuvélina til að leika í
meiri nærmynd. Skotin á þá.voru
of löng og þá fær maður á tilfinn-
inguna að leikararnir séu óöruggir
— svipbrigðaleysi þeirra virkaði
ekki sannfærandi.
En þótt maður geti vel unað
börnum þess að leika á sínum
reynsluleysis forsendum — og not-
ið þess að horfa á þau, verður
ekki það sama sagt um fullorðna.
Mér er í rauninni alveg óskiljanlegt
að leikstjórinn skyldi ekki velja
atvinnuleikara í hlutverk fullorðna
fólksins í verkinu. Það er engum
áhugamanni gerður greiði með því
að kasta honum fyrir framan
myndavél — jafnvel þótt hann geri
býsna góða hluti á sviði. Enda var
það svo, að svipbrigði, raddbeiting
og allt látbragð var stirt og texta-
meðferð ekki nógu skýr. Það fór
ekki á milli mála að allt þetta fólk
var að gera sitt besta, en hefur
bara ekki þá tækni og reynslu að
það nægði til að skila anda verks-
ins. Mér fannst ég því fremur vera
að horfa á sögu en að upplifa þá
tilfinningu sem liggur henni að
baki. Það er synd, því sagan hafði
ágætis burði til að snerta mann.
Umgjörð sögunnar var h'ka
skemmtileg, búningar, leikmyndin
og tónlistin undirstrikuðu andblæ
hennar og tíma, þótt mér hafi
fundist mega vera eitthvað af
stemmningum úr þorpinu, fremur
en að fylgja drengjunum alveg stíft
eftir. Myndatakan var ágæt, en
leið helst fyrir þær takmarkanir
sem felast í því að sjónarhorn
hennar er of þröngt, þegar samfé-
lag sögunnar er annars vegar, en
of vítt, þegar að persónunum kem-
ur — það er að segja kemst ekki
nógu nálægt þeim til að skila upp-
lifun. Það verður allt svo fjarlægt.
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Draiimsnillingnr
eftir Njörð P.
Njarðvík
„Við eigum ekki nema einn
mann,“ segir í íslandsklukkunni
... „Og aldrei um eilífð verður til
neitt Island utan það ísland sem
Arnas Arnæus hefur keypt fyrir
sitt líf.“
Þessi óvænta yfirlýsing skálds-
ins Jóns Marteinssonar kemur
ósjálfrátt í huga mér nú, þegar
Halldór Laxness verður níræður
á morgun, sumardaginn fyrsta
þegar harpa byijar. Árnas
Arnæus (Árni Magnússon) helg-
aði líf sitt söfnun hugsana og
minninga þessarar þjóðar sem
hefur fætt okkur af sér. Þann arf
höfum við öll fengið í vöggugjöf
og er okkur dýrmætari en við
getum nokkurn tíma gert okkur
grein fyrir. En enginn lifir af ein-
um saman arfi, heldur af sjálfum
sér. Til þess höfum við hlotið
þennan arf að endurnýja hann í
sífeilu, svo að hann verði í senn
lifandi veruleiki okkur sjálfum og
endumýjaður og aukinn arfur
börnum okkar og svo kynslóð eft-
ir kynslóð í hinu linnulausa fjarg-
viðri - óstöðugleikans.
„íslands/ óhamingju/ verður
allt að vopni,“ segir í Ijóðkomi
Bjama Thorarensens um Baldvin
Einarsson. En þrátt fyrir þá
grimmu staðreynd er samt eins
og „hulinn verndarkraftur“ vaki
yfir örlögum þessarar fámennu
þjóðar. Var það þessi verndar-
kraftur, sem sá til þess að við
eignuðumst aftur bókménntir að
færa heiminum til sönnunar á til-
verurétti okkár meðal þjóða? Var
það rökrétt þörf þjóðar sem er
að rísa úr öskustó aldalangrar
örbirgðar? Ef til vill. En ekki sýnd-
ist beinlínis augljóst á fyrStu
tveimur tugum þessarar aldar, áð
heimufinn tæki tveim höndum
óþekktum rithöfundum frá
óþekktu landi sem báru fram Verk
sín á óþekktri tungu. Jóhann Sig-
uijónsson og Gunnar Gunnarsson
ruddu þá braut, en þeir töldu óhjá-
kvæmilegt að beita tungu herra-
þjóðarinnar til að sigra heiminn.
Þeim tókst það og það er ekki lít-
ið afrek. Og litlu munaði að Hall-
dór Laxness gengi svipaða braut
vestur í Kaliforníu:
En þá var sál mín þar sem holtið grátt
og þúfan mosarauða býr við kal,
og bæarfjallið blasir yfir dal,
og berst í kvíða þjóðarhjartað smátt.
Hin sérstaka rödd
Ég held að enginn vildi nú
hugsa þá hugsun til enda, að
Halldór Laxness hefði gerst rit-
höfundur á enska tungu. Hann
valdi þá leið sem sýnist erfiðari:
að sigra heiminn heima hjá sjálf-
um sér á tungu forfeðra sinna.
Og þegar betur er að hugað, þá
blasir við að einmitt þessi leið er
fallin til árangurs, þótt ógreiðfær
sýnist. Til að sigra heiminn þurfa
menn að sigrast á sjálfum sér.
Þess Vegna þurfti Halldór Laxness
að sigra þjóð sína sem rithöfund-
ur. Frá Islandi þarf heimurinn
ekki eftirlíkingu eða bergmál þess
sem hann á gnótt af sjálfur, held-
ur hina sérstöku rödd sem ekki
heyrist annars staðar. Það skyldu
þeir muna sem falla í stafi yfir
einradda kór einkennalausrar
íjölmiðlunar. íslenskur rithöfund-
ur verður að Iæra á þá galdralæs-
ingu sem lýkur upp launhirslum
íslenskrar tungu og öllum afkim-
um sem leynast í sameiginlegum
minningum þjóðarinnar. Og þá
öðlast hann þá lind sem aldrei
þrýtur. í því er fólgið dýrmæti
arfsins. Því að aldrei um eilífð
verður til neitt ísland utan það
Island sem við höfum keypt fyrir
líf okkar.
íslenska þjóðin var lengi að
læra að skilja þessa hamhleypu
sem lofsöng hana með því að segja
henni til syndanna. Á fjórða ára-
tugnum voru afköst hans með
ólíkindum: Salka Valka (2 bindi),
Sjálfstætt fólk (2 bindi) og Heims-
ljós (4 bindi) auk fjöida annarra
rita. Þjóðin stóð líkt og höggdofa,
ýmist hreifst með eða snerist önd-
verð gegn þeirri spegilmynd sem
skáldið sýndi henni og mörgum
þótti óþægileg sýn. Jafnvel er
hann stóð á hátindi frægðar sinn-
ar með bókmenntaverðlaun Nó-
bels í höndum og hafði lagt heim-
inn að fótum sér, jafnvel þá eimdi
enn eftir. óþægindakennd sumra
frammi fyrir sjálfsmyndinni, sem
Halldór hafði neytt .þá til að horf-
ast í augu við. En Halldór lét aldr-
ei buga sig, ekkert stöðva sig í
því verki sem var honum lífsnauð-
syn. Hann vann verk sitt ótrauður
og skeytti því engu, hvort hann
bæri úr býtum lof annarra manna
éða hæðni.
Enginn einn maður
Lífsstarf hans fáum við aldrei
fullþakkað, því að það er í raun
ekki hægt. Áhrif hans eru slík að
hann bregður ekki aðeins „stórum
svip yfir dálítið hverfi", heldur er
lífssýn okkar og sjálfsvitund nú í
raun óhugsandi án hans. ísland
nútímans væri ekki það sem það
er án hans. Enginn einn maður
hefur haft eins mótandi áhrif á
líf okkar og hugsun, kennt okkur
að bera höfuðið hátt - þrátt fyrir
allt.
Það er í raun ofur eðlilegt að
afmælisdag hans nú skuli bera
upp á sumardaginn fyrsta, þegar
harpa byijar. Því að hafi Island
einhvern tíma átt sér vormann
þá er það Halldór Laxness. Sumir
segja að hann hafi verið of stór
fyrir okkur. Það heyrir maður
stundum í útlöndum. Eg var einu
sinni spurður að því á blaðamann-
afundi í Finnlandi hvort það væri
ekki erfítt fyrir okkur íslenska
rithöfunda að skrifa í skugga
Laxness. Ég svaraði því til að við
hefðum aldrei skrifað í skugga
Halldórs heldur í birtunni af þeim
ljóma sem stafaði af verkum hans.
Að líkt og Halldór hefði einhvern
tíma sagt að það væri huggun að
geta aldrei skrifað eins vel og
Snorri, þá væri það okkur huggun
að geta aldrei skrifað eins vel og
Halldór. í því væri fólgið að eiga
sanna fyrirmynd.
Á þessum degi er þakklætið
efst í huga, þótt það sé ærið ófull-
komið í sjálfu sér. Þakklæti fyrir
þær stórkostlegu stundir sem
Halldór hefur gefið mér við lestur
bóka hans og íhugun um þær.
Það þakklæti er blandað vissunni
um að slíkur maður verður aldrei
gamall þrátt fyrir aldur, því að
hann er í eðli sínu síungur og sífij-
ór, og sá arfur sem hann skilar
okkar er óþijótandi lind sem held-
ur áfram að streyma til okkar.
Sjálfur hefur Halldór ort Is-
lenskt vögguljóð á hörpu, og síð-
asta erindi þess geymir þau orð
sem mér finnst eiga best við hann
sjálfan:
Einsog hún gaf þér íslenskt blóð,
úngi draumsnillíngur,
megi loks þín litla þjóð
leggja á hvarm þér fíngur,
- á meðan Harpa hörpuljóð
á hörpulaufið syngur.
Höfimdur er rithöfundur og
dóscnt í íslcnskum bókmcnntum
við Háskóla íslands.
»
I
L
I
k
I
i