Morgunblaðið - 22.04.1992, Side 16

Morgunblaðið - 22.04.1992, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 _ Raðgangan Kjalarnes-Borgarnes: Á ferð með FI um Kjalarnes eftir Tómas Einarsson Um næstu helgi, 26. apríl, hefst fyrsti áfangi í raðgöngu Ferðafé- lags íslands frá Kjalamesi til Borgarness. Ætlunin er að fylgja ströndinni að mestu alla leið. Taka léiðina í 10 áföngum og ljúka göngunni þann 19. sept. Þeir sem koma í þessa fyrstu göngu eiga tveggja kosta völ: að fara með ströndinni frá Kjalames- töngum að Saurbæ eða að ganga á Kerhólakamb á Esju. Strandgangan hefst á hlaðinu á Brautarholti, sem er þekkt stór- býli, kirkjustaður og höfðingjaset- ur frá fornu fari. Samkvæmt Landnámabók gaf Ingólfur Arnar- son Helga bjólu Ketilssyni land allt milli Mógilsár og Mýdalsár (Kiðafellsár) og byggði hann sér bæ að Hofí, sem er norðan við botn Hofsvíkur, rétt utan við Grundarhverfíð. Hof er nú í eyði. Svo segir í Kjalnesingasögu: „Þá var skógi vaxið allt Kjalames, svo að þar aðeins var gróður er menn ruddu til bæja eða vega. Braut mikil var rudd eftir holtun- um frá hofí. “ Vinur Helga, Andríð- ur að nafni, írskur að ætt, kom til íslands og dvaldi hjá Helga vetrarlangt. Vorið eftir gaf Helgi honum land úti á holtinu og „reisti Andríður bæ í brautipni og kallaði Brautarholt, því skógurínn varsvo þykkur að honum þótti allt annað starfameira". Andríði búnaðist vel Á Kerhólakambi á Esju og fjölgaði mjög bústofni sínum, sem gekk sjálfala í skógunum. Eitt haust týndist þrevetra kvíga er hét Mús. „Þessi kvíga fannst þremur vetrum síðar á nesi því, er liggur til vesturs undan Brautarholti og hafði hún þá með sér tvo dilka, annan veturgamlan en annan sumargamlan. Því köll- uðu þeir það Músarnes. “ Þessar stuttu tilvitnanir í Kjal- nesingasögu em forvitnilegar. Nú er öldin önnur. Hinn glæsilegi trjá- gróður, sem fyrrum prýddi nesið er horfínn með öllu en við blasa berar klettaborgir og vindblásnir melar. Margir merkismenn liðinna alda koma við sögu Brautarholts og má m.a. nefna að árið 1786 fædd- ist þar Bjarni Thorarensen síðar amtmaður og þjóðskáld. Allt þetta er gott að hafa í huga, þegar staðið er á Brautarholts- borg. Hún er í suður frá bænum, 47 m yfír sjó. Þangað er sjálfsagt að ganga og litast um, því þaðan sést yfír megin hluta nessins. Af borginni liggur leiðin út á Músar- nes, sem er vestan við bæinn og skagar út í sjó langt, mjótt og grasi gróið. Síðan hefst gangan norður með ströndinni. Þetta er greiðfær gönguleið. Hún liggur neðan við bæina Bakka og Dalsmynni og endar hjá Saurbæ. Skammt undan landi er Andríðsey, kennd við Andríð bónda, en þar átti hann að vera heygður samkvæmt frá- sögn Kjalnesingasögu. Saurbær er kirkjustaðurinn, sem stendur niðri við sjóinn og blasir við sjónum manna úr Tíða- skarði sem er undir norðvestur- horni Lokuijalls. Þeir þekkja út- sýnið er hafa ekið vestur með Hvalfírði að sunnanverðu. Fyrrum var Saurbær eitt mesta höfuðbólið á Kjalarnesi. Þar hefur staðið kirkja um aldir. Þar bjuggu jafnan miklir auðmenn. Margar hjáleigur fylgdu Saurbæ og höfðu jarðareigendur af því dijúgar tekj- ur. Þar bjó Ámi óreiða, einn af ribböldum Sturlungaaldar stórbúi og þar gengu enskir sjóræningjar á land sumarið 1424 og gerðu mikil hervirki. Tóku m.a. höndum tvo umboðsmenn konungs og rændu miklum fjármunum. Nú er staðarins einkum getið í sambandi við ágang sjávar. Hefur sjórinn brotið hluta af kirkjugarðinum og virðist ekkert lát á. Eftir mikinn sjávargang liggja oft bein úr garð- inum í fjörunni. Er þeim þá safnað saman og grafín aftur í vígðri mold. Meðan beðið er eftir bílnum má stytta sér stundir við að skoða kirkjuna. Þar inni eru margir skoð- unarverðir og merkir munir, sem segja mikla sögu um íslenska kirkjulist að fornu og nýju. Þetta var um gönguferðina með sjónum. Kerhólakambur er vestast í Esju. Gangan þangað upp hefst á hlaðinu á Esjubergi landnámsbæ Örlygs hins gamla Hrappssonar. Þáði hann þar land af Helga bjólu, samkvæmt frásögn Landnáma- bókar. Nú þekkja flestjr staðinn sökum þess, að þaðan leggja margir upp í gönguferð á fjallið. Sunnan við Kambinn er Gljúfur- dalur. Gljúfurdalsá rennur fram úr honum í gegnum þröngt klettagljúfur. Þar breytir hún um nafn og heitir Grundará eða Flóð- ará eftir það. Gengið er frá túninu á Esjubergi upp hlíðina og upp á klettabeltið vestan við gljúfrið. Þaðan liggur leiðin eftir langri, aflíðandi brekku, milli Bolagils að vestan og Hestagils að austan langleiðina upp að Kambshorni. Þegar þangað er komið, eftir 2ja- 3ja tíma rólega göngu er stutt að fara austur eftir fjallinu að mynd- arlegri vörðu sem er í 851 m hæð y.s. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída FEIMNIOG FREKJA Ég var svo feiminn í æsku, að ég leit ekki upp fyrr en ég var orðinn 9 ára! Feimni Var mjög útbreidd og algeng í þá daga, ekki aðeins hjá einstakl- ingum, heldur einnig sem hóp- fyrirbæri. Þegar ég var í 12 ára bekk var haldin fyrsta dansæf- ingin og þar bar margt skrítið við. Þegar kennarinn tilkynnti, að nú yrði dömufrí þustum við strákarnir allir út í port! í þá daga roðnuðu ungar stúlkur svo oft og mikið, að greinilegan spamað mátti merkja í hitun húsa. Það er eflaust bara af því, að ég var haldinn feimni í æsku og frameftir öllum aldri, að mér fínnst hún ekki vera óæskilegt ástand, sérstaklega hjá börnum og ungu fólki. En skiljanlega eru margir á öndverðum meiði í þessu máli. Sumir foreldrar gera lítið til að bæla niður frekju og framhleypni í börnum sínum. Þeir segjast ekki telja eftir sér að þola óþolandi börn í nokkur ár í þeirri vissu, að þau muni standa sig vel í lífsins slag. Að þessa fólks áliti verður feimnum börnum ýtt út í horn eða þau troðin undir. Þegar komið er á fullorðinsár, reyna flestir, sem feimnir eru, að breiða yfír eða fela feimnina eins og hægt er. Stundum verður úr aulaleg framkoma og þá segja þeir, sem persónuna þekkja: Þetta er bara feimni í honum. En oft er feimni hjá fullorðnum misskilin og haldið er, að hinn feimni maður sé merkilegur með sig eða dulur eða einrænn eða óframfærinn eða tillitssamur eða hæglátur eða fálátur eða hlé- drægur eða hrokafullur eða eitt- hvað enn verra. Það er, sem sagt, stundum dálítið erfítt að vera bæði fullorðinn og feiminn. En líklega er feimnin erfíðust í skauti á táningsárunum, þegar strákar fara að draga sig eftir stelpum og öfugt. Mikið fát og fum hendir unga manninn, þegar ástin grípur hann en feimnin lamar hann. Eftir á getur allt sýnzt fyndið og hlægilegt, en þarna verða oft miklir harmleikir og þá er mikið roðnað og svitnað. Hérna í henni Ameríku er búið að útrýma feimninni að langmestu leyti. Líklega hefir hún aldrei verið eins útbreidd hér eins og hún var á Islandi. Hér hefí ég aldrei rekist á feimna persónu. Hér roðnar enginn leng- ur af feimni, heldur bara af reiði eða sólbruna. Hér er enginn feiminn við að gera eitt eða neitt. Stundum sést kvenfólk í bikini sundpjötlum við matarinnkaup og enginn hikar við að klæðast afkáralegum fötum og spranga um á almannafæri. Á hljómleik- um og ýmsum öðrum samkomum má sjá mjög fjölbreyttan klæðn- að, allt frá samkvæmisklæðnaði niður í vinnubuxur og nærskyrt- ur. Hér gefur fólk sig á tal við bláókunnuga og ræðir viðkvæ- mustu einkamál sín eins og það hafí þekkt viðkomandi alla ævi. Þetta stafar ef til vill að ein- hveiju leyti af því, að Ameríka er stórt land og hér er svo margt fólk. Það er mikið til í ferskeytl- unni alkunnu: „Þar sem enginn þekkir mann, / þar er gott að vera / því að allan andskotann / er þar hægt að gera.“ Einn af hápunktum ófeimninnar í Ameríku varð fyrir nokkuð mörgum árum, þegar þáverandi forseti voldugasta ríkis heims- kringlunnar, Lyndon Johnson, fletti upp náttserk sínum og sýndi alheimi í sjónvarpi ör á vömb sinni eftir gallblöðruupp- skurð. Ekki verður rætt um feimni og ísland í sömu andrá, án þess að geta tilleggs Bakkusar til þessara mála. Eins og. alkunna er, eru veigar konungs eitt af örfáum meðulum, sem til eru við feimni. Eins og morfín slær á kvalir um stund gerir vínið það sama við feimnina, en læknar hana ekki. Svo fylgja stundum slæmar eftirverkanir, en það vita flestir íslandsmenn. Sumir hinna feimnu eiga erfítt með að skilja, hvers vegna frekt fólk og fram- hleypið þarf að drekka líka! Orugglega eru engar tölur til yfír feimni á íslandi. Þess vegna er erfitt að segja til um það, hvort þessi árátta hefír nokkuð minnkað á síðustu áratugum. Þó held ég, að flestir séu sammála um það, að börn og unglingar og ungt fólk almennt sé nú miklu fijálsmannlegra og upplitsdjarf- ara en jafnaldrar þeirra voru fyrir nokkrum tugum ára. Að lokum leyfí ég mér nú samt að vona, að feimninni verði ekki alveg útiýmt á okkar ástkæra eylandi. I hlýjum hugsunum til íslandsins legg ég nefnilega að jöfnu fegurð Esjunnar, kyrrð bjartrar sumarnætur og íslenzka yngismær, sem roðnar af feimni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.