Morgunblaðið - 22.04.1992, Side 21

Morgunblaðið - 22.04.1992, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 21 Mótmæla hug- myndum um skattlagn- ingu sparifjár STJÓRN Samtaka fjárfesta, al- mennra hlutabréfa- og sparifjár- eigenda mótmælir eindregið hug- myndum um skattlagningu spari- fjár sem fram koma í nýútkominni áfangaskýrslu nefndar um sam- ræmda skattlagningu eigna og eignatekna. Stjórnin telur að komi þessar tillögur til framkvæmda munu nývakið traust sparifjáreig- enda, sem komið hefur fram í stór- auknum innlendum spamaði, bresta á ný. Hætta sé á að erlend- ar skuldir vaxi því enn frekar, segir í fréttatilkynningu frá Sam- tökum fjárfesta. Stjórnin lýsir furðu sinni á þeirri tillögu i áfangaskýrslunni að auka skuli álögur á almenna sparifjáreig- endur til að mæta tekjumissi ríkis- sjóðs við það að skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði verði afnum- inn. Með tilliti til hins alvarlega ástands í efnahagslífi landsmanna um þessar mundir er ástæða til að reglur um skattalagningu séu hvetj- andi til peningalegs sparnaðar sem nýta má beint í æðar atvinnulífsins hvar sem þörfin kallar hveiju sinni. Stjórn Samtaka fjárfesta leggur áherslu á hversu mikilvægur innlend- ur peningalegur sparnaður er fyrir íjármálalegt sjálfstæði þjóðarinnar og varar við aukinni erlendri skulda- söfnun sem óhjákvæmilega hlýtur að fylgja í kjölfar minnkaðs innlends sparnaðar. Verður því að krefjast þess að stjórnvöld dragi áform sín um skattalagningu fjármagnstekna til baka og þannig verði reynt að sporna við mögulegum samdrætti í innlendum peningalegum sparnaði. Vegna framkominna tillagna nefndar um samræmda skattlagn- ingu eigna- og eignatekna hyggjast Samrök fjárfesta efna til sérstaks borgarafundar að Hótel Sögu 25. apríl nk. þar sem fulltrúum stjórn- valda verður sérstaklega boðin þátt- taka. (Úr frcttatilkynningu.) Verð frá: 1.548.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 — 15:00. Nánari upplýsingar t síma 68 99 00 (0 i - hefur kennt íslendingum að meta gott kaffi Merrild Þú getur valið um þrjár mismunandi tegundir af Merrild-kaffi. 103 - Millibrennt 304 - Dökkbrennt 104 - Mjög dökkbrennt Menild setur brag á sérhvem dag. REYKVIKINGAR! NÚ ERKOMINN NAGLADEKKIN mm FYRIR SUMARDEKKIN SUMARDEKKIN Á GATNAMÁLASTJÓRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.