Morgunblaðið - 22.04.1992, Page 32

Morgunblaðið - 22.04.1992, Page 32
32 MORQUNBLAÐIÐ MIDVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 Verkalýðsfélagið Eining: Hópur kvenna án at- vinnu í allt að þijú ár ÞÓ NOKKUR hópur kvenna í Verkalýðsfélaginu Einingu hef- ur verið á atvinnuleysisskrá í 600 tiI-800 daga, eða allt upp í þijú ár. Skátamessa á sumardag- inn fyrsta SKÁTAMESSA verður að venju í Akureyrarkirkju á sumardag- inn fyrsta, sem er á morgun og hefst hún kl. 11.00. Bogi Pétursson forstöðumaður sumarbúðanna við Ástjörn og gangavörður við Gagnfræðaskól- _ ann á Akureyri predikar í guðsþjón- ustunni. Skátamessan verður með hefðbundnu sniði, en það er gömul hefð í bænum að skátar fjölmenna í messu á sumardaginn fyrsta. Far- ið verður í skrúðgöngu að kirkjunni og aðstoða skátar í messunni og þeir leiða einnig sönginn. Þetta kom fram í máli Úlfhildar Rögnvaldsdóttur á síðasta fundi bæjarstjómar Akureyrar. Hún sagði að þess væru dæmi að ein- staklingur hefði verið skráður at- vinnulaus í 795 daga. Bótadagar á hveiju ári eru 260, en síðan dett- ur fólk út af skrá í 16 vikur. Úlfhildur sagði að þó nokkur hópur kvenna í Einingu hefði verið atvinnulaus í 600 og upp í 800 daga, þær væru fæddar á tímabil- inu frá 1927 til 1938 og væru því miður litlar líkur til að þessi hópur kvenna fengi atvinnu. Það hefði vakið athygli sína er hún skoðaði gögn yfir atvinnulausa Einingarfélaga að yfirleitt væru eldri konur lengst á skránni, en karlar sem lengi hefðu verið á at- vinnuleysisskrá væru að jafnaði yngri, fæddir á tímabilinu 1958 til 1962. Engir karlar hefðu þó verið lengur en 500 daga á atvinnu- leysisskrá. Af 320 manns sem skráðir voru atvinnulausir í lok síðasta mánaðar voru 105 á aldrinum 16 til 25 ára og af þeim hópi hefðu um 40% verið án atvinnu í 13 til 25 vikur. Nóg af hausum hjá Halldóri Magnússyni og Jóni Geir Sigurbjörnssyni hjá G. Ben. á Árskógsströnd. G. Ben. á Árskógsströnd: Páll Erland kosinn for- •maður Varðar Aðalfundur Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, var haldinn fyrir nokkru og var þá meðal annars kosin ný stjórn. Kosningin fór þannig að Páll Er- land var kjörinn formaður, Gísli Sím- onarson varaformaður, Magnús Jó- hannesson gjaldkeri, Friðrik Arnar- son ritari, Olafur R. Jónsson spjald- skrárritari, Einar Már Guðmundsson meðstjórnandi og Magnús Sæmunds- son meðstjórnandi. Vörður hefur starfað af krafti í vetur og meðal annars eru haldnir fundir á hveiju mánudagskvöldi kl. 20 í húsnæði Sjálfstæðisflokksins í Kaupvangi. (Fréttatilkynning) Næg vinna í allan vet- ur en kvóti á þrotum MIKIL vinna hefur verið hjá fiskverkun G. Ben. á Árskógsströnd í vetur, en þorskkvóti skipa fyrirtækisins er senn á þrotum og munu þau á fara á rækjuveiðar. Samið hefur verið við Söltunarfé- lag Dalvíkur um kaup á rækjunni, en fyrirtækið hefur á leigu rækjuverksmiðju þrotabús Árvers hf. á Árskógsströnd. Páll Erland Rafn Gunnarsson hjá G. Ben. sagði að almennt hefði atvinnu- ástand verið þokkalegt í hreppnum frá því hjól rækjuverksmiðjunnar fóru að snúast að nýju eftir gjald- þrotið. Hvað fiskverkun G. Ben. varðaði hefði mikið verið að gera í vetur og nánast unnið í tíu tíma Gísli Ferdinandsson opnar skóvinnustofu á Akureyri GÍSLI Ferdinandsson hf. hefur opnað skóvinnustofu í Hafnar- stræti 88 á Akureyri. Þar mun verða boðin svipuð þjónusta og fyrirtækið býður í Reykjavík. Starfsmenn nyrðra verða tveir og er Elín Þórhallsdóttir, skó- smiður frá Húsavík, útibússtjóri. Elín rak skóvinnustofu á Húsavík og mun afgreiðsla hennar, á Héð- insbraut 3, áfram verða opin frá kl. 15 til 18, en auk Húsavíkur ætlar fyrirtækið sér að þjóna Ólafs- firðingum með mótttöku og af- greiðslu í apóteki staðarins og á Dalvík mun fatahreinsunin Fernan sjá um móttöku og afgreiðslu. Stefnt er að því að veita sem besta þjónustu við þessi byggðalög og munu því verða reglulegar ferðir á milli þessara staða. i Gísli Ferdinandsson sérhæfir sig í skóviðgerðum, sjúkraskósmíði, innleggjasmíði, spelkugerð og hækkunum á skóm. Stoðtækjafræð- ingur fyrirtækisins mun hafa mót- töku fyrir sérsmíði á skóm, spelkum og máltöku fyrir sérsmíðuð innlegg tvisvar í mánuði á Akureyri og oft- ar ef þörf krefur. Ætlunin er að "^Smíði á innleggjum fari fram fyrir norðan, en til að byrja með verður alla virka daga og stundum meira. Nógur fiskur hefur verið í vet- ur, en fyrirtækið gerir út tvö skip, Arnþór og Sæþór. Nú er kvóti þeirra senn á þrotum, Sæþór á eftir um 30 tonn af þorski og Arnþór á milli 50 og 60 tonn, auk um 40 tonna af ýsu og 80 af ufsa. Kvótanum verður miðlað á milli skipanna á meðan hann endist. Rafn sagði að þegar kvótinn yrði búinn yrði farið á rækju og hefði verið gengið frá samningi um að Söltunarfélag Dalvíkur keypti aflann til vinnslu, en fyrir nokkru tók fyrirtækið þrotabú rækjuverksmiðjunnar Árvers hf. á Árskógsströnd á leigu. Jafnvel kemur til greina að skip G. Ben. veiði eitthvað af kvóta sem Söltun- arfélagið hefur yfir að ráða. Landsbankinn: í sumar sagði Rafn að einnig væri meiningin að hengja upp eitt- hvað af Ítalíuskreið, en við það myndi skapast töluverð vinna, auk þess sem eftir ætti að vinna í nokkrar vikur til viðbótar við haus- ana, sem verið hefði nokkurs kon- ar uppfyllingarverkefni með salt- fiskverkuninni í vetur. Um 50 manns vinna hjá G. Ben. þar af eru um 30 í Iandi og 20 eru á skipunum. Lést af slysförum Maðurinn sem lést í vinnu- slysi í Eyjafjarðarsveit á mið- vikudag fyrir páska hét Indriði Kristjánsson, bóndi á Leyningi. Hann fæddist 2. febrúar árið 1963. Hann var barnlaus, en lætur eftir sig unnustu. Starfsmenn POB ráðnir fram í júlí GENGIÐ hefur verið frá ráðningu flestra þeirra starfsmanna sem unnu hjá Prentverki Odds Björnssonar, POB, en Landsbankinn annast rekstur fyrirtækisins eftir að það var úrskurðað gjald- þrota fyrir páska. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gísli Gíslason, Elín Þórhallsdóttir, Gísli Ferdinandsson og Kolbeinn Gíslason fyrir utan hina nýju skóvinnustofu í Hafnarstræti á Akur- eyri. smíði á skóm og spelkum fyrir sunn- an. Fyrirtækið var stofnað árið 1956 og stýrði Gísli Ferdinandsson því allt þar til fyrir 12 árum að Kol- beinn sonur hans tók við rekstrin- um, en hann er stoðtækjafræðingur og hófst þá jafnframt smíði á sjúkraskóm, spelkum og innleggj- um. Eiríkur Jóhannsson hjá Lands- bankanum, sem umsjón hefur með rekstrinum fyrir hönd bankans, sagði að flestir starfsmannanna hefðu verið ráðnir að nýju, en bankinn leigir rekstur prentverks- ins í þrjá mánuði, eða fram í miðj- an júlí næstkomandi. Um 20 starfsmenn vinna þar nú, en þeir voru um 25. Eiríkur sagði að verkefnastaðan væri góð um þessar mundir og væri fleiri verkefna nú leitað. Hann sagði það ekki á stefnu- skrá bankans að reka prentsmiðju til lengri tíma og væri stefnt að því að selja reksturinn, en nokkrir aðilar hefðu sýnt því máli áhuga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.