Morgunblaðið - 22.04.1992, Síða 41

Morgunblaðið - 22.04.1992, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 41 Látin er tengdamóðir mín, Kristín Skaptadóttir, en hún lést 10. apríl eftir þunga sjúkdómslegu. Kristín fékk blóðtappa við heilann á jóladag og var eftir það mállaus og máttlaus fram að andláti. Eini tjáningarmáti hennar voru augun, sem hlýjan streymdi frá. Var alltaf þessi friður og ró yfir henni, þar til yfír lauk. Vil ég nota þetta tækifæri fyrir hönd ættingja, að flytja hjúkrunarfólki á deild 6A á Borgarspítalanum alúðar- þakkir fyrir einstaka umönnun. Kristín var fædd á Suður-Fossi í Mýrdal 29. apríl 1906 og lést 10. apríl 1992. Hún var dóttir Skapta Gíslasonar, f. 1874 á Norður-Götum d. 1924, og Margrétar Jónsdóttur, f. 1877 d. 1912. Var hún fimmta barn þeirra hjóna af ellefu, en nú lifir aðeins Margrét, f. 1912, af þeim alsystkinum. Síðar bjó Skapti með Guðbjörgu Nikulásdóttur og átti með henni þijár dætur, en af þeim lifir Elísabet, f. 1921. Kristín var hjá forehdrum sínum á Suður-Fossi til 1912 er móðir hennar lést. Fór þá til Vestmannaeyja og var þar hjá skyldfólki sínu, Kristínu Jónsdóttur móðursystur sinni og Ólafí Ástgeirssyni í Litla Bæ. Það gefur augaleið að erfitt hefur verið fyrir Kristínu 6 ára gamla að yfir- gefa föður sinn og systkini við lát móður og flytjast til Vestmannaeyja, en hún átti góða að í Eyjum. Þrátt fyrir að hún færi ekki á mis við erfið- leika lífsins var hún alltaf jákvæð í tali um lífshlaup sitt. Hún gekk í hjónaband 1924. Mað- ur hennar var Runólfur Jóhannsson frá Gamla-Hrauni við Eyrarbakka, f. 1898 d. 1969. Runólfur var skip- stjóri, skipasmiður og síðast skipa- skoðunarmaður. Bjuggu þau lengst af í húsi sinu á Hilmisgötu 7, Vest- mannaeyjum. Þeim varð fimm barna auðið: Reb- ekka, f. 1925, d. 1976. Átti hún tvö börn: Kristján og Ernu Olsen. Guð- rún Gréta, f. .1928, og á hún þrjú böm: Einar Öm, Órra og Kristin. Hennar maður var Stefán Guðjohn- sen sem er látinn. Guðlaug Kristín, f. 1931, gift undirrituðum og eiga þau fimm börn: Frímann, Kristínu, Runólf, Ólaf Hauk og Kjartan. Þóra, samlagast fjölskyldunni allri með slíkum ágætum, að engum datt í hug að hún hefði einhvern tímann verið í Danmörku. Hún átti líka stoð I systur sinni Evu, sem giftist til ís- lands, Elíasi Jóhannessyni, rakara- meistara frá ísafírði, bróður Brynj- ólfs leikara. Ekki var nægilegt að Árni sæi á bak konu sinni heldur tók sykursýki að þjaka hann og áður en yfír lauk var hann búinn að vera fótalaus í mörg ár og með stöðugt exem á höndum. Samt ferðaðist hann um allt utanlands sem innan og lék brids á Reykjalundi flesta daga um árabil, en þar dvaldi hann síðustu árin að mestu, þó margar helgar væri hann hjá dóttur sinni, manni hennar og bamabörnunum, sem reyndust honum jafnvel og hann þeim. Árni var fólkinu á Reykjalundi þakklátur fyrir umönnunina og æðr- aðist aldrei, þannig að frábær skjól- stæðingur hlýtur hann að hafa verið. Að leiðarlokum er margs að minn- ast. Ferðirnar í gamla daga austur fyrir fjall á Ford-vörubíl, árgerð 1924, t.d. með byggingarefni í sum- arbústaðinn Fúakot. Sú bifreið út- heimti tóbaksklúta á luktirnar í þok- unni á Hellisheiði, eða heimsóknimar til Þorbjargar heitinnar að Lundi á Hellu sl. sumur. Efst standa þó stundirnar með honum og Else, þeg- ar söngvarinn og píanóleikarinn Árni var í essinu sínu, og svo fjölskyldu- samkomurnar á Skólavörðustígnum, þegar við börnin fengum að njóta okkar á meðan amma lifði. Þá sat frændi sæll og brosti til okkar glaður og hafði gjarnan sellófanpappír utan af vindli eða einhverju slíku og vöðl- aði honum upp milli þumalfingurs og vísifíngurs, svo úr varð lítil strangi, sem virkaði eins og rúllu- gardína. Mikið undur fannst ungvið- inu slíkar aðfarir um miðja öldina. Lengra verður ekki haldið hér, en iðnsöguritarar og aðrir fræðimenn gera Árna Pálssyni betri skil síðar, því hann hafði metnað fyrir iðngrein sína. Ævisögu eða minningargrein í þeim skilningi hefði frændi okkar eflaust síður óskað eftir. Þar sem þessi orð eru rituð í þakklæti til hans fyrir allt það sem hann var móður f. 1936, var gift Birgi Ólafssyni og áttu þau einn son, Ingólf, en þau em bæði látin. Jóhann, f. 1944. Hann er giftur Bergþóm Þorsteinsdóttur. Hennar sonur er Þorsteinn. Kristín tengdamóðir mín var ein- stök kona. Allt frá að ég kynntist henni fyrst fyrir rúmum 40 áram hefur hún verið mér sem önnur móð- ir. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni og alltaf var pláss fyrir alla hjá henni, sem meðal ann- ars kom fram í því, að hún ól upp tvö dótturbörn sín, þau Kristján og Emu. Að lokum vil ég og fjölskylda mín þakka Kristínu allt sem hún var okk- ur og biðja henni Guðs blessunar. Blessuð sé minning hennar, sem reyndist öllum svo vel. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu -þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ólafur H. Frimannsson. Okkur langar til að minnast ást- kærrar ömmu okkar, Kristínar Skaptadóttur, er lést á Borgarspítal- anum 10. apríl 1992. í minningunni tengjast amma, afi og Vestmanna- eyjar órofa böndum. Eyjamar vora okkar sumarleyfísparadis í sólríkju æskuáranna. Hilmisgatan var okkur athvarf, þar sem amma tók á móti okkur af sinni einstöku hjartahlýju og æðraleysi. Við þökkum ömmu samfylgdina og leiðsögnina á lífsleið- inni. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Systkinin á Hagamel. sinni, konu sinni, systkinum, dóttur, barnabörnum og öðram venslamönn- um, fyrirgefur hann það vonandi. Hann dæmdi ekki. Hann sýndi okkur aðeins óaðfinnanlegt fordæmi í um- gengni sinni og viðmóti. Hann elsk- aði tónlist og stundaði hana alla ævi. Hann elskaði vinnu og stundaði hana alla ævi uns heilsan brást. Hann elskaði fólkið sitt og landið. Vegna þess hver hann var og hvað, þá var hann elskaður af fólkinu sínu. Minningin um Árna Pálsson er með því dýrmætasta sem við í fjölskyld- unni höfum eignast. Við verðum því alltaf rík. Kærasti frændi, þökk fyrir sam- fylgdina. Hrafn Pálsson. Háir sem lágir, mjóir sem breiðir, ungir sem aldnir þurfa Weetabix til að halda athygli sinni og starfsgleði í erli dagsins. ÞÚ KEMST LANGTÁ EINNI KÖKU. ( EINNIG A SUNNUDÖGUM ) ÖRKIN1012-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.