Morgunblaðið - 22.04.1992, Page 45
hinstu hvílu, en hann andaðist 14.
apríl eftir stutta en stranga sjúk-
dómslegu.
Guðmundur fæddist 6. ágúst
1911 að Ási í Hrunamannahreppi,
sonur hjónanna Guðrúnar Stefáns-
dóttur og Steindórs Eiríkssonar
bónda þar. Hann var næstelstur í
stórum barnahópi þeirra hjóna.
Ungur að árum fór hann að vinna
fyrir sér eins og sjálfsagt þótti í
þá daga, fyrst heima hjá foreldrum
sínum en síðar hleypti hann heim-
draganum. Stundaði m.a. verka-
mannavinnu og vertíðarstörf. Hann
var alstaðar annálaður fyrir dugnað
og harðfylgi. Síðan flutti hann til
Reykjavíkur og bjó þar ávallt síðan.
Árið 1947 kvæntist hann Guðbjörgu
Jörgensdóttur og eignuðust þau
þrjú börn, Önnu, Steindór og Guð-
rúnu. En sambúð þeirra varð ekki
löng, því Guðbjörg lést 1952. Þetta
voru erfiðir tímar hjá Guðmundi en
þá var hann svo lánsamur að kynn-
ast eftirlifandi eiginkonu sinni, Þur-
íði K. Hjálmtýsdóttur, og gengu þau
í hjónaband 1958. Var það mikið
gæfuspor því hún reyndist honum
tryggur og traustur lífsförunautur
allt til hinstu stundar. Þau hjón
lögðu mjög hart að sér við að ljúka
byggingu á eigm-ljúsnæði, sem þau
reistu af miklum myndarskap. Stór
var bamahópurinn á Langholtsvegi
95, því þau Sigríður eignuðust sam-
an fímm mannvænleg börn, Guð-
mund, Guðbjörg, Áslaugu, Elínu og
Ólöfu. Guðmundi var ávallt mjög
annt um hag bama sinna og vel-
ferð heimilis síns og sinna. Frá ár-
inu 1946 var atvinna hans vörubíla-
akstur og var hann mjög vel liðinn
og eftirsóttur til starfa. Guðmundur
var mikill framkvæmdamaður og
stórhuga að hveiju sem hann gekk
og féll honum aldrei verk úr hendi
og var að vinna hin ýmsu verk
heima sem ekki hafði gefist tími til
allt þar til hann veiktist, enda alla
tíð verið einstaklega hraustur mað-
ur. Guðmundur var mjög tónelskur
og harmónikkan var þar efst á blaði,
enda minnast margir þess er hann
lék á sveitaböllum hér áður fyrr,
eða á síldarárunum á Siglufirði
þegar Guðmundur tók upp nikkuna
eftir erfiðan vinnudag og lék langt
fram á nótt. Oft minnist ég þess
er hann sat heima á Langholtsveg-
inum og spilaði sér og öðrum til
ánægju. Hann sótti samkomur
harmónikkufélaga þegar því varð
við komið og hafði mikla ánægju
af, enda félagslyndur maður. Guð-
mundur var mjög barngóður og
bamabarnahópurinn orðinn stór.
Þegar þau komu á Langholtsveginn
til afa og ömmu var mikið um dýrð-
ir og munu þau aldrei gleyma þeim
ánægjustundum. Eg tengdist þessu
heimili er ég kynntist Áslaugu, dótt-
ur þeirra, og áttum við þar okkar
fyrstu búskaparár. Alla tíð síðan
hef ég borið mikla virðingu fyrir
þeim hjónum og á þeim mikið að
þakka. Nú er við kveðjum Guðmund
hinstu kveðju er margs að minnast,
meira en hægt er að segja í örfáum
orðum.
Ég vil fyrir mína hönd og fjöl-
skyldu minnar þakka allan þann
hlýhug og hjálpsemi sem hann sýndi
okkur. Þuríður mín, þinn missir er
mikill. Ég votta þér og öðrum að-
standendum mína dýpstu samúð.
Megi Guð styrkja ykkur og styðja
um ókomin ár.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Sigurður H. Einarsson
Farðu vel, þú hrausta, hreina sál.
Hyggjusterk með karlmanns geðið djarfa,
Guð þig hvíldi, hvíldar var þér mál.
Hún er guðs gjöf eptir lífsins starfa.
Samt er þungt hið beiska dauðans boð,
burt því kvaddist héðan fyrr enn varði.
Góður faðir, húss síns styrktust stoð,
stúrir sorgin yfir höggnu skarði.
(Steingrimur Thorsteinsson)
J.W.J.
r
■Tl
Minningarkort
Bandalags fslenskra skáta
Stmi: 91-23190
oasi
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992
45
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTÍN GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR
frá Geirsstöðum,
sem andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 12.
þm., verður jarðsungin frá Akranes-
kirkju föstudaginn 24. apríl kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent
á Kristniboðssambandið.
t
Ástkær fóstra mín og amma okkar,
GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR
frá Keflavík,
sem andaðist fimmtudaginn 9. apríl sl., verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag miðvikudaginn 22. apríl kl. 13.30.
Lilja Friðriksdóttir,
Guðlaug Rún Margeirsdóttir,
Hanna Dís Margeirsdóttir.
Sigurður Jónsson,
Guðmunda Vigdfs Sigurðardóttir, Kjartan Trausti Sigurðsson,
Arnfinnur Ingi Sigurðsson, Þóranna Guðbjörg Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær sonur minn, unnusti, bróðir og mágur,
INDRIÐI KRISTJÁNSSON,
Leyningi,
Eyjafjarðarsveit,
sem lést af slysförum miðvikudaginn 15. apríl, verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju föstudaginn 24. apríl kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega bent á björgun-
arsveitirnar.
Áslaug Kristjánsdóttir,
Petra Kristjánsdóttir,
Haukur Kristjánsson,
Erlingur Kristjánsson,
Vilhjálmur Kristjánsson,
Sigrfður Sveinsdóttir,
Kolbrún Elfarsdóttir,
og systkinabörn.
Gunnar Frímannsson,
Þorkell Pétursson,
Margrét Hólmsteinsdóttir,
Pollý Brynjólfsdóttir
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
JÓNÍNA R. ÞORFINNSDÓTTIR
kennari,
Engihjalla 9,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag, miðvikudag 22. apríl,
kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Styrktarfélag lam-
aðra og fatlaðra.
Sveinn A. Sæmundsson,
Ómar Þ. Ragnarsson, Helga Jóhannsdóttir,
Edvard S. Ragnarsson,
Jón R. Ragnarsson,
Ólöf Ragnarsdóttir,
Guðlaug Ragnarsdóttir,
Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir,
Alda Sveinsdóttir,
Ólína Sveinsdóttir,
Jóhanna Magnúsdóttir,
Petra Baldursdóttir,
Ólafur J. Sigurðsson,
Sigurjón Leifsson,
Jóhann Vilhjálmsson,
Jón Ingi Ragnarsson,
Trausti Finnbogason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR STEINDÓRSSON
vörubifreiðarstjóri,
Langholtsvegi 95,
Reykjavík,
andaðist í Landspítalanum þann 14.
apríl.
Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju
í dag, miðvikudaginn 22. apríl, kl. 15.00.
Þuríður Hjálmtýsdóttir,
Anna Guðmundsdóttir, Kjartan Ólafsson,
Steindór Guðmundsson, Margrét Brynjólfsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir, Jóhannes Ragnarsson,
Guðmundur Guðmundsson, Emilía G. Svavarsdóttir,
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Jóhann W. Jóhannsson,
Áslaug Guðmundsdóttir, Sigurður H. Einarsson,
Elín Guðmundsdóttir,
Ólöf Guðmundsdóttir, Gunnar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför
GUÐNA VIGFÚSSONAR.
Helga Guðnadóttir, Hilmar Antonsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og
jarðarför sonar míns, föður okkar og 'bróður,
LEIFS VILHJÁLMSSONAR.
Sólveig Marfa Jónsdóttir,
Bjarki Þröstur Leifsson,
Linda Mjöll Leifsdóttir,
Ágúst Fannar Leifsson,
Hreinn Vilhjálmsson.
t
Bróðir okkar og frændi,
MAGNÚS ÓLAFSSON,
Æsufelli 6,
verður jarðsunginn miðvikudaginn 22. apríl kl. 13.30frá Fossvogs-
kirkju.
Hallveig Ólafsdóttir,
Bergþóra Ólafsdóttir,
Ulfhildur Úlfarsdóttir,
Soffía Vilhjálmsdóttir.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð,
vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ELSU DÓRU GUÐJÓNSSON,
Laugarnesvegi 54.
Þorvaldur Guðjónsson,
Hulda Þorvaldsdóttir, Heiðar Þorleifsson,
Ragnar V. Þorvaldsson, Guðjón S. Þorvaldsson,
Jóhann H. Þorvaldsson, Anna Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
móður minnar og ömmu okkar,
HULDU BJARNADÓTTUR,
Kleppsvegi 50,
Reykjavík.
Ómar Konráðsson,
Hafdís Huld Ómarsdóttir, Ásta Omarsdóttir,
Ríkhard E. Ómarsson, Hrund Ómarsdóttir
og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns, fósturföður, tengdaföður, sonar, bróður og
mágs,
SVERRIS KARLSSONAR,
Skipholti 15.
Sérstakar þakkir færum við stjórn, starfsfólki og félagsmönnum
Blindrafélagsins.
Kolbrún Gunnarsdóttir,
Skúli Gunnarsson, Guðrún Ólafsdóttir,
Ragnhildur Gunnarsdóttir, Björn Hjaltason,
Nanna Einarsdóttir,
Ólafur Karlsson, Sólveig Jónsdóttir,
Ásbjörn Karlsson, Steinunn Hjartardóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vináttu og hlýhug við andlát og útför
fósturmóður minnar, móður, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Hólmavík,
Austurströnd 10,
Seltjarnarnesi,
Grétar Vilmundarson, Inga Erlingsdóttir,
Steinunn Guðbrandsdóttir, Hans Magnússon,
Jóhann Guðbrandsson, Rósa Sigurðardóttir,
Svanborg Guðbrandsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
*
Lokað
í dag, eftir hádegi, vegna útfarar
MAGNÚSAR ÓLAFSSONAR, Æsufelli 6.
Prjónastofan Peysan,
Bolholti 6, Reykjavík.