Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 ANC-menn ber- ast á banaspjót ÁTÖKIN í byggðum blökkumanna í Suður-Afríku hafa tekið nýja stefnu því nú er svo komið að fylgismenn Afríska þjóðarráðsins (ANC) hafa tekið að myrða félaga í eigin hreyfingu, að sögn breska dagblaðsins The Independent. Nelson Mandela, leiðtogi hreyfingarinnar, hefur skipað sérstaka nefnd til að rannsaka málið þar sem hann óttast að drápin leiði til fjöldamorða og upplausnar Afríska þjóðarráðsins, fjöi- mennustu sijórnmálahreyfingar Suður-Mríku. Fylgismenn ANC hafa hingað til byggða blökkumanna. Afríska þjóð- barist við Inkatha-frelsisflokkinn, sem nýtur einkum stuðnings Zulu- manna. Innbyrðis átök hafa hins vegar blossað upp milli skæruliða í hemaðarvæng ANC, Umkhonto we Sizwe, og félaga í Numsa, Sambandi suður-afrískra málmiðnaðarmanna, sem á aðild að Afríska þjóðarráðinu. Átökin hafa einskorðast við Sebo- keng, borg sunnan við Jóhannesar- borg. Vikublaðið New Nation, sem fylgir ANC að málum, sagði þó í forystugrein nýlega að drápin gætu hæglega breiðst út til annarra arráðið yrði að grípa tafarlaust til aðgerða til að binda enda á drápin og koma í veg fyrir blóðuga upp- lausn hreyfíngarinnar. Átökin eru rakin til þess að skæru- liðar, sem hafa komið til Suður-Afr- íku úr útlegð, hafa ekki fengið vinnu, hvorki innan ANC né utan hreyfing- arinnar. Þeir eru andvígir þeirri stefnu Mandela að semja við stjóm hvíta minnihlutans_pg reiði þeirra bitnar helst á forystumönnum ANC í heimaborg þeirra, svo sem verka- lýðsforingjum. Óvæntar upplýsingar Jeltsíns: Reuter Bush er hér með Jeltsín í kennslustund í skeifukasti á flötinni við Hvíta húsið en fundi þeirra lýkur í dag. Bandarískir fangar í Víetnam voru fluttir til Sovétríkianna WoDkinfrlnn Thn 11'i 111' TnIorri’'l»iVl Washingfton. The Daily Telegraph. ÞAÐ, sem yfirgnæfði allt annað í upphafi fundar þeirra George Bush Bandaríkjaforseta og Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, voru þær upplýsingar þess síðarnefnda, að ótiltekinn fjöldi bandarískra hermanna, sem teknir hefðu verið til fanga í Víetnam, hefði verið fluttur í þrælkunarbúðir i Sovétríkjunum. Sagði Jeltsín, að hugsan- lega væru einhveijir þeirra enn á lífi. Upplýsingarnar komu mjög flatt upp á Bush, _sem hét að fylgja þeim eftir á þessum fyrsta fundi þeirra Jeltsíns eftir hrun Sovétríkjanna en Jeltsín sagði, að verið væri að graf- ast fyrir um örlög Bandaríkjamann- anna í skjalasöfnum kommúnista- flokksins og öryggislögreglunnar, KGB, og á þeim stöðum þar sem þeir hefðu verið hafðir í haldi. Lof- aði hann að koma upplýsingum taf- arlaust í hendur bandarískra stjóm- valda. Bush kvaðst sannfærður um, að stjómvöld í Rússlandi gerðu allt til að upplýsa þetta mál, sem skipti svo miklu fyrir bandarísku þjóðina, og fyrir Bush sjálfan er mikið í húfi. Milljarðamæringurinn og óháði for- setaframbjóðandinn Ross Perot hef- ur gert mikið til upplýsa örlög 2.700 bandarískra hermanna í Víetnam og hann hefur sakað Bush um slæ- lega framgöngu í því máli. Jeltsín skýrði frá þessu í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina og ef rétt reynist er það í fyrsta sinn, að stjórnvöld í Moskvu viðurkenna að hafa haft bandaríska fanga frá Ví- etnam í haldi. Talsmaður Jeltsíns taldi, að margir fanganna væra látnir en hins er að geta, að þeir væru nú flestir aðeins á fimmtugs- eða sextugsaldri. Eiður Guðnason umhverfisráðherra: Tel að ráðstefnan hafi borið mikinn árangxir Eiður Guðnason „MÍN skoðun er sú, að Umhverf- isverndarráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro hafi borið mikinn árangur. Ekki ein- göngu vegna þess, sem þar var samþykkt, heldur vegna þess, sem á eftir mun fylgja. Með ráð- stefnunni hefur verið stigið mik- ilvægt skref og aldrei fyrr hefur verið vakin jafn mikil athygli á umhverfisvandanum, sem blasir Japanir hyggjast græða á „græna markaðinum“ Sao Paulo, Brasilíu. Reuter. Á MEÐAN þjóðir heims deila um hvemig skipta eigi kostnaðinum af aukinni umhverfisvernd í kjölfar Ríó-ráðstefnunnar búa kaupsýslumenn sig undir að skipta gróðanum af vaxandi markaði fyrir mengunarvara- ir og umhverfisvænar vörur. Talið er að Japanir séu vel í stakk búnir til að leggja undir sig „græna markaðinn“, sem veltir nú um 200-400 milljörðum dollara á ári, eða um 50-faldri þjóðarframleiðslu Isiendinga. Á meðan þjóðarleiðtogar böðuðu sig í fjölmiðlaljósi í Ríó héldu kaup- sýslumenn á sýninguna EcoBrasil í nágrannaborginni Sao Paulo, sem er stærsta borg Brasilíu og miðstöð iðn- aðar. Þar sýndu 480 fynrtæki frá 21 landi vörar og þjónustu tengda umhverfisvemd, allt frá vetnisknún- um bílum til vatnshreinsibúnaðar. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) telur að „græni markaður- inn“ eigi eftir að vaxa um 50 pró- sent fram til ársins 2000. Stofnunin telur Japani í fararbroddi á sviði margs konar mengunarvarnarbún- aðar og alþjóðlegrar markaðssetn- ingar. Japanir voru með stærsta bás- inn á EcoBrasil, en mikið bar einnig á .þýskum fyrirtækjum. Haft var eft- ir ræðismanni Japana í Sao Paulo að það væri umhyggja fyrir umhverf- inu, en ekki gróðahugsjón, sem væri í fyrirrúmi hjá japönskum fyrirtækj- um. Hins vegar var þátttaka banda- rískra fyrirtækja dræm og banda- rískir kaupsýslumenn í Sao Paulo sögðust óttast að þau drægjust, aftur úr í kapphlaupinu um græna markað- inn. Haft var eftir forstjóra fyrirtæk- is á sviði umhverfistækni að eitt helsta vandamálið væri sú skoðun stjómvalda í Washington að aukin umhverfisvernd hefði óhjákvæmilega efnahagssamdrátt í för með sér. „Eg óttast að eftir nokkur ár muni um- ræðan snúast um hvernig Bandaríkin misstu forystu á græna markaðinum, eins og þeir hafa dregist aftur úr í tölvuiðnaðinum og bílaframleiðslu." ekki aðeins við mönnunum sjálf- um, heldur öllu lífríki jarðarinn- ar,“ sagði Eiður Guðnason um- hverfisráðherra þegar hann var inntur álits á niðurstöðu Ríóráð- stefnunnar. Eiður sagði, að um 8.000 blaða- og fréttamenn hefðu verið saman komnir í Ríó til að fylgjast með störfum ráðstefnunnar og hann kvaðst geta tekið undir með Fem- ando Collor, forseta Brazilíu, sem sagði, að heimurinn yrði ekki samur eftir. „Þar er líka álit flestra, að ráðstefnan hafí tekist betur en búist hafði verið við. Við skulum hafa í huga, að þegar fulltrúar nærri 180 ríkja setjast að samningaborði er hætt við, að útkoman verði ekki eins og öllum líkar. Hagsmunimir era ólíkir. Olíuríkin horfa til sinnar framleiðslu og þjóðir, sem hafa kannski vegna fátæktar leyft óheft skógarhögg, eiga erfítt með að sjá á bak þeirri tekjulind. Það er því mikils virði og raunar merkilegt, að það skuli hafa fengist útkoma. Að fulltrúar 153 ríkja skuli hafa skrifað undir sáttmálana um vemdun and- rúmsloftsins og líffræðilegan Ijöl- breytileika er geysimikils virði. Hin- ar samþykktirnar þrjár, Ríóyfirlýs- ingin, Dagskrá 21 og samþykktin um skógana, verða síðan sá grann- ur, sem byggt verður á,“ sagði Eið- ur. Eiður telur, að íslendingar geti verið ánægðir með sitt framlag til umhverfisvemdarráðstefnunnar, til dæmis hvað varðar það, sem segir um endurnýjanlega og hreina orku- gjafa í samþykktinni um andrúms- ioftið. Það hefði þó kostað baráttu að halda því inni enda hart að því vegið af hálfu olíuríkjanna. Þá hefði margvíslegur árangur náðst varð- andi auknar varnir gegn mengun sjávar. Sagði Eiður, að málflutning- ur og árangur íslensku fulltrúanna, jafnt á ráðstefnunni1 sem á undir- búningsfundum hennar, hefði vakið athygli margra og þá ekki síður ræða Vigdísar Finnbogadóttur, for- seta íslands, sem hefði verið ein- staklega vel tekið. Á Ríóráðstefnunni var samþykkt að skora á iðnríkin og auðugar þjóð- ir að auka framlög til þróunarhjálp- ar og er við það miðað, að þau verði 0,7% af þjóðarframleiðslu um alda- mótin. Eiður sagði, að undir þetta mark hillti þó ekki hjá okkur íslend- ingum. Framlagið væri nú 0,08%, hefði verið mest 0,12%, og það væri því erfitt að sitja undir spurn- ingum um það á erlendri grund hvers vegna íslendingar, sem hefðu einhvetjar hæstu meðaltekjur á mann í heimi, legðu jafn lítið af mörkum. Sagði Eiður, að þróunar- hjálpina yrði að auka og væri eðli- legast, að íslendingar einbeittu sér að þeim sviðum, sem þeir þekktu best, fiskveiðum og nýtingu jarð- hita. „Auðvitað getur mönnum sýnst sitt hvað um ráðstefnuna í Ríó,“ sagði Eiður Guðnason umhverfis- ráðherra að lokum, „en ég vil aðeins endurtaka það, sem ég sagði í upp- hafi, að ég tel hana hafa borið mik- inn árangur. Mér finnst því ekki úr vegi að vitna að síðustu Meiðara- skrif bandaríska stórblaðsins New York Times um umhverfisverndar- ráðstefnuna: Það er freistandi að afgreiða Ríóráðstefnuna sem há- væran og einskisverðan sirkus, freistandi en alrangt." Weinberg- er ákærður CASPAR Weinberger, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, var í gær ákærður fyrir aðild að íran-kontra-hneyksl- inu svokallaða. Weinberger er gefið að sök að hafa hindrað rannsókn málsins og gerst sek- ur um meinsæri og ósannsögli er hann var yfirheyrður við rannsókn málsins. Weinberger er fyrsti ráðherrann úr forset- atíð Ronalds Reagans sem er ákærður í kjölfar vopnasölunn- ar óleyfílegu til írans 1985 og 1986. Varað við fyr- ætlunum Iraka FORSTJÓRI Alþjóðakjarnork- umálastofnunarinnar sagði á ráðstefnu um kjarnorkuvopn í Róm í gær, að stofnunin hefði að sinni komið í veg fyrir til- raunir íraka til að smíða kjarn- orkusprengju. Hann varaði þó við bjartsýni því að viljinn væri enn fyrir hendi og sagði að það væri aðeins spurning um tíma hvenær írakar reyndu aftur og smíðuðu sprengju. Hann sagði og að írakar réðu án nokkurs vafa yfir fjármagni, kunnáttu og vísindamönnum sem þyrfti til að þróa kjarnorkusprengju og ekki bætti úr skák að Sadd- am Hussein væri þar enn við völd. Rússar veita N-Kóreu- manni hæli RÚSSNESK yfirvöld hafa veitt fyrram námsmanni frá Norður- Kóreu pólitískt hæli í Rúss- landi. Maðurinn segir að ástæð- an fyrir flóttanum sé trúarlegs eðlis. Hann sé kristinn og hafi hug á að verða prestur en slíkt sé ómögulegt í hinu sósíalíska heimalandi hans þar sem stjórnvöld ofsæki kirkjuna. Rússnesk lögregla gætir mannsins eftir að óþekktir sam- landar hans reyndu að ræna honum en kona hans og barn hafa verið kyrrsett í N-Kóreu. Verkfall bæj- arstarfsmanna bannað RÍKISSTJÓRN Verkamanna- flokksins í Noregi skipaði 28.000 bæjarstarfsmönnum í verkfalli að snúa tafarlaust aft- ur til vinnu í gær. Verkfallið, sem snýst um launakjör, hefur staðið yfir í þijár vikur og segj- ast stjórnvöld vera neydd til að grípa í taumana vegna mikils sorps, sem hefur hlaðist upp í verkfallinu. Ráðherra sveitar- stjórnarmála segir að raslið geti valdið heilsutjóni og jafn- vel manntjóni ef það verði ekki þegar fjarlægt úr borgum og bæjum. í kjölfar tilskipunarinn- ar hyggst stjórnin setja lög, sem kveða á um gerðardóms- sátt til lausnar deilunni. Viðræður EFTA og Rúmena RÚMENAR og Fríverslunar- bandalag Evrópu (EFTA) hafa ákveðið að hefja viðræður um hugsanlegan fríverslunarsamn- ing á milli ríkjanna. Þar með fylgja Rúmenar í fótspor ann- arra fyrrum sósíalistaríkja, sem leggja æ meiri áherslu á að tengjast Vestur-Evrópuþjóðum efnahagslegum böndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.