Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992
33
Vestnorræna þingmannaráðið:
Níu tillögur um ýmis mál
samþykktar á ársfundi
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Nýtt Edduhótel hefur verið opnað í Þelamerkurskóla í Hörgárdal,
en myndin er tekin í veitingasal hótelsins, frá vinstri eru Tryggvi
Guðmundsson umsjónarmaður Edduhótelanna, Hafdís Ólafsdóttir,
hótelstjóri, Kjartan Lárusson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu
íslands og Hrafnhildur Pálsdóttir, fjármálastjóri.
Edduhótelin 30 ára í sumar:
Nýtt Edduhótel opn-
að í Þelamerkurskóla
NÝTT Edduhótel,
Hótel Edda, Þela-
mörk, var nýlega
opnað í Þelamerk-
urskóla í Hörgárd-
al, en það er í um
10 kílómetra fjar-
lægð frá Akureyri.
Miklar endurbætur
hafa verið gerðar á
húsnæði skólans
þar sem hótelið er
nú rekið og voru m.a. sett ný
rúm í öll herbergin sem eru 32.
Veitingasalur hefur einnig verið
endurnýjaður, en gestir hafa
einnig aðgang að setustofu,
sjónvarpsstofu og leikstofu fyrir
börn. Hótelstjóri er Hafdís Ól-
afsdóttir.
Hótel Edda, Þelamörk býður al-
hliða veitingaþjónustu frá morgni
til kvölds. Útisundlaug er við hótel-
ið til afnota fyrir gesti, heitur pott-
ur og eimbað auk útileiktækja.
Veitingasalurinn verður nú opinn
allan daginn og sérstakur matseð-
ill verður í gangi þar, en þá verður
lögð áhersla á að bjóða úrval af
heimabökuðum tertum og ísrétti
yfir daginn.
Myndlistarsýning hefur verið
opnuð á hótelinu og stefnt að því
að koma fleiri sýningum upp í sum-
ar. Þá verður fljótlega opnuð
minjagripaverslun á hótelinu og
verður aðaláherslan lögð á sölu
varnings úr héraðinu.
Hótelið stendur við hringveginn,
en herbergi snúa öll frá veginum.
Um 10 mínútna akstur er til Akur-
eyrar og stutt að fara t.d. til Hrís-
eyjar, Ólafsfjarðar, Siglufjarðar
um Skagaíjörð eða að Mývatni.
í sumar eru liðin 30 ár frá því
fyrsta Edduhótelið hóf starfsemi
sína að Laugavatni, en nú eru rek-
in 16 hótel víðs vegar um landið.
Gistinætur á Edduhótelunum eru
orðnar vel yfir eina milljón. Um
240 manns starfa á hótelunum og
er reiknað meða að í sumar seljist
70-80 þúsund gistinætur í her-
bergjum og í svefnpokaplássi.
Ferðaskrifstofa íslands sem rek-
ur Edduhótelin hefur undanfarið
staðið í umtalsverðum endurbótum
á húsnæði og búnaði hótelanna í
samvinnu við heimamenn á hverj-
um stað og verður því haldið áfram
í sumar. Mjög hefur færst í vöxt
að haldin séu ættarmót, fundir og
ráðstefnur á Edduhótelunum og
verður leitast við að bæta aðstöðu
á þeim fyrir fjölskyldufólk.
í sumar bjóða Edduhótelin ís-
lendingum sem gista fleiri en fjór-
ar nætur á hótelunum fimmtu nótt-
ina án endurgjalds, tilboðið gildir
á öllum hótelunum og er ekki háð
því að gist sé fleiri en ein nótt á
sama stað. Stjórnendur Edduhótel-
anna vonast til þess að tilboðið
verði til að hvetja íslendinga til
að ferðast um landið áhyggjulaust
yfir veðri og vindum þannig að
þeir kynnist betur íslenskri
nátturu.
NÍU tillögur voru samþykktar á
áttunda árfundi Vestnorræna
þingmannaráðsins sem lauk á
Akureyri á mánudag. Steingrím-
ur J. Sigfússon var kosin formað-
ur þingmannaráðsins í upphafi
þingsins og mun hann gegna for-
mennsku næsta starfsár, en ráðið
mun halda næsta ársfund sinn í
Færeyjum að ári. Þingið hófst
með því að formenn landsdeild-
anna þriggja, Islands, Færeyja
og Grænlands, fluttu ræður um
störf deildanna á starfsárinu, en
einnig fjölluðu þeir um efnahags-
og stjórnmálaástandið-í löndun-
um, áhrif minnkandi þorskveiða
og áhrif samninganna um Evr-
ópskt efnahagssvæði.
Á þinginu var samþykkt að beina
þeim tilmælum til stjórna landanna
að safna efni um það tfmabil í sjáv-
arútvegssögu Grænlands og Islands
er umsvif Færeyinga voru hvað
mest í þorskveiðum þar. Þá var
samþykkt að koma á skipulögðu
samstarfi þjóðanna um upplýs-
ingamiðlun og kynningu á lífshátt-
um veiðimannasamfélaga við norð-
anvert Atlantshaf. Lagt er til að
rækilega verði kynntar aðstæður í
umræddum löndum og nýting auð-
linda hafsins. Fram kom f máli
Steingríms J. Sigfússonar að hefð-
bundin nýting á sumum dýrastofn-
um hefði sætt mikilli gagnrýni og
nokkuð vantað upp á að tekist hafi
að kynna sjónarmið landanna og
um sé að ræða hefðbundna nýtingu
sem eigi sér langa sögu. Það væri
skýr afstaða þingmannaráðsins að
nýta beri alla dýrastofna sem þoli
nýtingu.
Þá var samþykkt að leggja til
við ríkisstjórnir landanna að farið
Frá fundi Vest-norrænu þingmannasamtakanna. Morgunbiaðið/Rúnar Þór
verði skipulega yfir með hvaða
hætti unnt sé að greiða fyrir sam-
skiptum og örva viðskipti milli land-
anna. Einnig að taka upp virkara
samstarf á sviði samgöngumála og
ferðaþiónustu. Auk þess sem sam-
þykkt var að beina þeim tilmælum
til ríktestjórnanna að fylgja eftir
með beinum aðgerðum þeim þremur
vestnorrænu ráðstefnum, um jafn-
réttismál, æskulýðsmál og um-
hverfismál, sem haldnar verða á
árinu.
Ein tillagan sem samþykkt var
fjallaði um gerð vandaðs upplýs-
ingaefnis um vestnorrænu löndin
og þjóðirnar sem þar búa og stuðla
að því að gildandi reglum verði
breytt þannig að unnt verði að taka
upp nemendaskipti milli allra vest-
norrænu landanna. Loks má nefna
aukið samstarf á sviði tölvumála
og að stuðla að því að tryggt verði
á sem bestan hátt að höfin verði
ekki menguð vegna hemaðarum-
svifa.
Kór Glerárkirkju
syngur í útlöndum
KÓR Glerárkirlqu heldur á
föstudag, 19. júní, í sína fyrstu
utanlandsferð en farið verður í
tveggja vikna ferðalag um meg-
inland Evrópu.
m
Kæra Jelena í Samkomuhúsinu
Kæra Jelena sem sýnd hefur verið fyrir fullu húsi á Litla sviði
Þjóðleikhússins síðan í haust, verður i Samkomuhúsinu á Akur-
eyri um helgina, en sýningar verða alls þijár, föstudag-, laugar-
dag- og sunnudag kl. 20.30.
Sama leikrit hefur aldrei verið
sýnt svo oft á einu leikári, en frá
því verkið var frumsýnt í október
hefur það verið sýnt 117 sinnum
og hefur verið uppselt á allar sýn-
ingar.
Leikritið vakti mikið umtal þeg-
ar það fyrst kom fram 1980 og
var það bannað fram til ársins
1986. Leikurinn gerist á afmælis-
degi Jelenu, sem er kennari í
framhaldsskóla. Nokkrir nemend-
ur hennar koma óvænt í heimsókn
til að óska henni til hamingju og
færa henni gjafir, en fljótlega
kemur í ljós að erindi þeirra er
allt annað.
Leikarar eru fimm talsins,
Anna Kristín Arngrímsdóttir, sem
leikur Jelenu, Halldóra Björns-
dóttir, Baltasar Kormákur, Ingvar
Sigurðsson og Hilmar Jónsson,
sem leika nemendur hennar. Leik-
stjóri er Þórhallur Sigurðsson,
Messína Tómasdóttir gerði leik-
mynd og búninga, en lýsingu Ás-
mundur Karlsson og Björn Berg-
sveinn Guðmundsson.
Kórinn heldur tónleika á laugar-
dag í Munsingen, skammt sunnan
við Stuttgart og eru á efnisskránni
nær eingöngu íslensk kórverk og
þjóðlagaútsetningar, auk þess sem
eitt þjóðlag frá hveiju Norðurland-
anna er á efnisskránni og tvö þýsk
lög.
Á sunnudag syngur kórinn
ásamt kór Martinskirkjunnar í
Munsingen við sessu í Martins-
kirkjunni, en kór Glerárkirkju dvel-
ur í bænum í boði þess kórs.
Lagt verður í ferðalag um
Þýskaland og Frakkland, en þriðju-
dagskvöldið 30. júní syngur kórinn
á tónleikum í Aacher við landa-
mæri Hollands og Belgíu.
Undirbúningur hefur staðið í
rúmt ár, en 37 kórfélagar taka
þátt í ferðinni og samtals verða
tæplega 60 manns með í för.
Stjómandi kórs Glerárkirkju er
Jóhann Baldvinsson, sem jafn-
framt er organisti við Glerárkirkju.
--------------» ♦ ♦-...—
Þúsund andlit
til Akureyrar
HLJÓMSVEITIN Þúsund andlit,
sem er ný af nálinni, mun halda
norður í land þessa helgi.
Hljómsveitinni hefur verið vel
tekið þar sem hún hefur spilað
hingað til. Mesta athygli vekur
framlínan sem er skipuð tveimur
söngvurum og tveimur bakradda-
söngkonum, útlærðum í hreyfilist.
Aðalsöngvarar hljómsveitarinnar
eru þau Sigrún Eva, sem stóð á
sviðinu í Malmö í Eurovision, og
Tómas Tómasson söngvari. Hljóm-
sveitin Þúsund andlit spilar í Sjal-
lanum, Akureyri, föstudags- og
laugardagskvöld.
(Fréttatilkynning)