Morgunblaðið - 17.06.1992, Síða 50

Morgunblaðið - 17.06.1992, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 ii rmirj.s STÆRSTA BÍÓIÐ ÞAR SEM - • ALLIR SALIR ERU FYRSTA . flokks HÁSKOLABÍO SIMI22140 SEKÚNDUBROTI Háspennumynd frá upphafi til enda með RUTGER HAUER (HITCHER) íaðalhlutverki. Hrottaleg morð eru framin rétt við nefið á lögreglumanninum STOIME (Rutger Hauer), sem virðist alltaf vera sekúndubroti á eftir morðingjanum. Á SEKÚNDUBROTI - MYND SEM HELDUR ÞÉR í TAUGASPENNU! Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. I A Lukku Láki: HETJA VILLTA VESTURSINS. Lukku Láki: SÁ EINI, SEM n A 1 TA(V| DD /CfM 1 o At i ^.,Íf 1 uÍnkii. BBm KMÍGHT uhl i Ulv-DK/tOUR OTT- AST. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 5 og 9. ’gui.'Tohaio,^. ★ ★ *G.E. DV. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Bönnuð i. 16 ára. .MYRKFÆLIul (AFRAID OF THE DARK) sýnd kl. 7 og 11. Bönnuð i. 16 ára ★ SIMI SPECTRal RECORDirlG. 16 500 ÓÐURTIL HAFSINS Sýnd kl. 7.05 og 9.15. Bönnuð i. 14ára. nm DOLBY STEREO | gjFsl f A- OG B- SAL BUGSY STÓRMYND BARRYS LEVINSON. WARREN BEATTY, ANNETTE BENING, HARVEY KEITEL, BEN KINGSLEY, ELLIOTT GOULD OG JOE MAN- TEGNA. MYNDIN, SEM VAR TIL- NEFND TIL 10 ÓSKARS- VERÐLAUNA. MYNDIN, SEM AF MÖRG- UM VAR TALIN BESTA MYND ÁRSINS. MYNDIN UM GOÐSÖGN- INA BUGSY SIEGEL. MYNDIN, SEM ENGINN MÁ LÁTA FRAM HJÁ SÉR FARA. ★ ★ ★DV. ★ ★★★ AI. MBL. Sýnd kl. 5,9 og 11.30. Bönnuð börnum i. 16 ára. Sýnd kl. 4.45. STRÁKARNIRIHVERFINU Sýnd kl. 11.35. Bönnuði. 16ára. BORN NATTURUNNAR Sýnd kl. 7.30 í A-sal. Opið hús í Norræna húsinu Dagskrá fyrir ferðamenn frá Norðurlöndum Vinnuferð í Þórsmörk Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd standa fyrir vinnuferð í Þórsmörk í samvinnu við Ferðafélag íslands dagana 19.-24. júní. Unnið verður við að lagfæra göngustíg- inn upp á Valahnjúk. Farið verður með rútu Ferðafélags íslands frá BSÍ kl. 20.00 næstkomandi föstudag og gist verður í skála Ferðafélagsins í Langadal. Allir eru velkomn- ir. NORRÆNA húsið hefur um árabil boðið ferða- mönnum frá Norðurlönd- um sem gista höfuðborg- ina til dagskrár með fyrir- lestrum um íslenska menn- ingu og Iifnaðarhætti. Fyr- irlesarar eru úr röðum fremstu fræðimanna á sínu sviði og eru erindin flutt á einhverju Norður- landamáli. Eftir fyrirlest- urinn er sýnd kvikmynd frá Islandi og eru það aðal- lega myndir sem Osvaldur Knudsen tók á sínum tíma. Fyrsta opna hús sumars- ins verður fímmtudaginn 18. júní kl. 20.30. Fyrirlesari kvöldsins verður Heimir Pálsson cand.mag. og mælir hann á sænsku. Fyrirlestur- inn nefnist: „Islándsk kultur genom tiderna“ og rekur hann þar sögu íslenskrar menningar í stórum dráttum. Kaffíhlé verður eftir fyrir- lesturinn og í kaffistofu er hægt að fá gómsætar veit- ingar, m.a. rjómapönnukök- ur. Kvikmyndin sem sýnd Kaffisala KFUM&K KFUM og K í Reykjavík efnatil kaffisölu í aðalstöðv- um félaganna við Holtaveg 17. júní. Kaffisalan verður opin frá klukkan 15 til 18. Bygging aðalstöðva KFUM og K stendur nú yfir- og gefst gestum tæki- færi til þess að skoða hin nýju húsakynni. Sumarstarf félaganna í sumarbúðum er nú í fullum gangi. Ennfrem- ur eru leikjanámskeið rekin víðs vegar á Stór-Reykja- víkursvæðinu. verður er Eldur í Heimaey og er hún með norsku tali. í bókasafni Norræna hússins liggja frammi bækur um ísland og þýðingar ís- lenskra bókmennta á öðrum norrænum málum. Kaffí- stofa og bókasafn eru opin til kl. 22.00 á fímmtudags- kvöldum í sumar. Fimmtudaginn 25. júní talar dr. Árni Siguijónsson bókmenntafræðingur um skáldverk Haildórs Laxness. Á undan fyrirlestrinum syngur kór frá Silkeborg í Danmörku nokkur lög eftir norræn tónskáld. Aðgangur er ókeypis að opnu húsi og eru allir vel- komnir. (Fréttatilkynning) Heimir Pálsson Sjálfboðaliðasamtökin voru stofnuð árið 1986 og hafa því starfað í sex sumur. Samtökin skipuleggja vinnuferðir þar sem unnið er að verkefnum sem stuðla að náttúruvemd. Starfað er á friðlýstum svæð- um og öðrum þeim svæðum sem sérstæð eru að náttúruf- ari. Aðaltilgangur starfsins er að veita fólki tækifæri til að vinna að náttúruvemd; vernda náttúruna; auðvelda fólki um- gengni við náttúruna og auka kynni sín af henni. Draumur bófans Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Bugsy. Sýnd í Stjörnubíói. Leikstjóri: Barry Levin- son. Handrit: James Toback. Aðalhlutverk: Warren Beatty, Annette Bening, Ben Kingsley, Harvey Keitel, Elliott Go- uld. Nýjasta bíómynd leik- stjórans Barry Levinsons, „Bugsy", er ævintýraleg lýs- ing á einum frægasta mafí- ósa bandarísku glæpasög- unnar. í henni leikur Warren Beatty Bugsy Siegel stór- kostlega vel en fyrir utan að hafa verið ótýndur glæpa- maður og morðingi er honum eignað að hafa fundið upp Las Vegas. Handritið, sem James Toback skrifar, rekur sögu hans frá því hann flyt- ur vestur í kvikmyndaborg- ina Hollywood og stjómar þar undirheimunum og þar til hann byggir fyrsta spila- vítið í Nevadaeyðimörkinni og startaði spilavítisiðnaði sem til dagsins í dag hefur gefíð af sér 100 milljarða bandaríkjadala í tekjur. „Bugsy“ er einstaklega vel gerð bíómynd enda ekki við öðru að búast frá hendi fagmannsins Levinsons. Hann og Toback og Beatty gefa sérkennilega húmor- íska og heillandi mynd af • glæpamanninum og afar tví- klofna: Hann er mafíósi með draumsýn, fjölskyldumaður sem sefur hjá hverri einustu konu er hann kemst í tæri við, hann er elskhuginn mikli sem þó hefur litla stjórn á ástkonunni eða kvennamál- um sínum yfírleitt, hann er ljúfastur og örlátastur manna en líka hrottalegt ruddamenni og morðingi, al- gerlega stjórnlaus í illsku. Myndin gerist um og eftir . stríð og er hrífandi og skemmtileg og tekst það sem fáum getur tekist svo vel sé, að gefa samúðarfulla lýsingu á mafíósanum. Algerlega taumlaus frásögnin er frá- bærlega hröð og frískleg og einkennist talsvert af því sem kalla má absúrd gaman- semi. Henni er beitt til að lýsa klofinni manngerð Bug- sys og nær hámarki á heim- ili hans í New York þar sem fjölskyldufaðirinn, elskhug- inn og mafíósinn reynir að halda í alla þræðina í einu. Hann er inni í eldhúsi að setja krem á afmælisköku dóttur sinnar þegar stofan fyllist af vinum hans úr glæpastéttinni og hann reyn- ir að fá þá til að setja pening í Nevadaæfintýrið, mis- heppnað afmælið er í næstu stofu og í símanum reynir Margflókinn mafíósi; úr myndinni „Bugsy“. hann að fylgjast með ferðum ástkonunnar í Los Angeles. Allan tímann er hann með þessa fáránlegu kokkahúfu á hausnum og í svuntu. Á þennan hátt byggir myndin líka upp samúð með Bugsy. Hið fjarstæðu- kennda, spaugsama yfír- bragð sögunnar er ekki síst leik Beatty að þakka. í hans höndum er Bugsy hégóma- gjarn og með afbrigðum af- brýðissamur, maður sem hugsar sérstaklega vel um brúnkuna sína og honum fylgja sólarlampar hver sem hann fer. Hann er oft sýndur halda fundi með fegrunar- krem í andlitinu og með agúrkur yfír augunum. Lengi vel er hann með plön uppi um að skreppa til Ítalíu og myrða Mússólíni og verð- ur svekktur þegar ítalir taka af honum ómakið og hann er maður sem gengur út í eyðimörkina og fær hug- ljómun - spilavíti í sandauðn- inni. Að vissu leyti þurfti augljóslega galinn mann til að framkvæma svo fjar- stæðukennda hugmynd. Ef einhverstaðar má fínna bófadýrkun þá er það í „Bugsy“. Levinson og Toback gera í því að sýna manninn í samúðarfullu Ijósi - jafnvel ofbeldisatriðin eru grunduð honum í vil - þang- að til myndin verður saga af enn einum bandarískum athafnamanni og frumkvöðli í viðskiptalífinu. Meingallað- ur að vísu með sýnar skugg- alegu hliðar en hetja á sinn hátt. Mikill hluti myndarinnar snýst um vægast sagt stormasamt samband Bugsy og Virginiu Hill, sem An- nette Bening leikur af glæsi- brag. Reyndar liggur þar veikasti hlekkur þessarar frábæru myndar því enginn tími er gefinn til að varpa ljósi á það samband og skýrt af hveiju hann sækist stíft eftir þessari konu þegar allir vara hann við henni og af hveiju hún kemst upp með það sem engir aðrir komast upp með þar til hún verður orsök þess hvemig fyrir hon- um fer. Úrvalshópur leikara fer með stór og smá hlutverk í „Bugsy“ en þeirra helstir eru breski leikarinn Ben Kings- ley, sem leikur mafíósann Meyer Lansky er einn hafði trú á Bugsy, Harvey Keitel, sem leikur hægri hönd Bug- sys og Elliott Gould, sem sjaldséður er orðinn á hvíta tjaldinu en leikur hér vin Bugsys og svikara við maf- íuna. Levinson færir söguna af Bugsy í heillandi búning. Hann er handverksmaður sem skilar frábæru verki án þess að vera mjög áberandi, Hann er góður sögumaður á fílmu og gætir þess að stíl- færingin dragi aldrei athygl- ina frá því sem máli skiptir. Hann hefur gert virkilega áhrifaríka bíómynd um ein- hvern sérkennilegasta kar- akter glæpamyndanna. „Bugsy" var útnefnd til fjölda óskarsverðlauna og það er í raun synd að hún skyldi ekki fá einhver þeirra. Jtiorflimblnfríft Melsöhib/aðá hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.