Morgunblaðið - 17.06.1992, Page 52
52
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JUNI 1992
mmmn
Þekkjum við einhveija sem
borða Napóleonskökur á
morgnana?
HÖGNI HREKKVlSI
BREF HL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Er einhver von?
Frá Rúnari Gústafssyni:
KAOS, óreiða, ringulreið og sundr-
ung eru ef til vill mikilvægustu
þættir nýsköpunar í hugsun, í reglu-
semi og skipulagi, viðhaldast gaml-
ir siðir og íhaldssemi, ekkert nýtt
gerist. Endasprettur tuttugustu
aldarinnar virðist ætla að stefna í
algera upplausn, um allan heim
verða ríkisstjórnir að viðurkenna
að ráðandi stjómskipulag og ekki
nóg með það heldur öll þekkt stjórn-
arform til þessa hafa mistekist. Öll
heimsveldi falla um síðir; Grikk-
land, Róm, Portúgal, Spánn, Bret-
land o.s.frv. og nú síðast Sovétrík-
in. Á þessari öld er komin á'sjónar-
sviðið ný tegund heimsvelda, heims-
veldi fjármagnsins, risar eins og
Coca Cola og Sony og fleiri sem
starfa eftir eigin lögmálum og hags-
munum, þar sem hagnaður er meira
virði en einstaklingurinn. Um allan
heim eru ríkisstjómir að taka sér
til fýrirmyndar aðferðir kaupsýsl-
unnar og fóma einstaklingnum til
að ríkið beri sig. Öldruðum, sjúkum
og fötluðum er hent út á götu og
þeir skildir eftir í reiðileysi, því hjá
þessum hópum er framleiðnin of lág
og kostnaður við framfærslu þess
of hár. Menntun ungmennis er kast-
að fyrir róða og möguleikum þess
til heilbrigðra tómstunda undirorpið
markaðslögmálum, og þeir sem
græða á sinnuleysi stjórnvalda em
framleiðendur ofbeldiskvikmynda
og leikja allskonar og eiturlyfjabar-
ónar hvers konar.
Vonleysi og óvissa ungs fólks
brýst út í eiturlyfjaneyslu og ráða-
menn standa hjá hjálparvana og sjá
ekki samhengi niðurskurðar og
hrömunar samfélagsins. Karl Marx
sagði „trúarbrögð era ópíum fyrir
fólkið,“ ég segi „trúarbrögð era rót
alls ills og pólitík er barn þeirra,
og ef trúarbrögð era ópíum fyrir
fólkið, þá er pólitíkin heróín fyrir
sama fólk“. Hver er útópían, hvað
getur tekið við í sundruðum heimi,
þar sem einveldi herskárra kónga
og keisara, trúarbrögð allskonar og
fagrar hugsjónir sósíalisma, nas-
sjónalsjósíalisma og einræðisríki
herforingja til hægri og vinstri
hrynja og rísa á víxl í gegnum alla
mannkynssöguna? Það verður alla-
vega ekki kapítalismi sem er að
hrani kominn eða löngu hruninn
þó enginn vilji viðurkenna það, og
menn halda fram að hran kommún-
ismans hafí verið sigur kapítalsins,
því fer fjarri. Hrun kommmúnism-
ans var sigur fólksins, sem einmitt
vegna þess misskilnings að kapítal-
isminn hafi farið með sigur úr být-
um, kemur aftur til með að vera
fórnað. Um gervallan vestrænan
heim eru hægri öfl allskonar á
hraðri uppleið og sérstaklega í
Austur-Evrópu, því fólk er orðið
úrkula vonar og vill að hlutimir
gerist hratt og kynþáttahatur er
og á eftir að verða enn vinsælla
meðal frambyggja Evrópu og þjóð-
ernishyggja í líkingu við baráttu
Króata og Serba í Júgóslavíu á eft-
ir að verða enn algengari.
Og litla Island sem í stærsta
dagblaði sínu, stolt tekur viðtal við
alræmdan kynþáttahatara og
stuðningsmann nýnazista, vegna
þess eins að hann sverti nafn okkar
í heimspressunni með því að út-
nefna íslands sem hvítt land númer
eitt í heiminum. En að sjálfsögðu
hefur maðurinn rétt fyrir sér, þar
fyrir fínnst varla meiri kynþáttahat-
ur í neinni stefnu nokkurs lands í
móttöku á nýjum einstaklingum af
öðrum kynstofni, en einmitt í þeirri
íslensku.
Bara það að neyða fólk til að
breyta um nafn ef það vill gerast
íslenskir ríkisborgarar vottar um
hroka og andúð á ókunnugum. Að
sjálfsögðu er stefna íslendinga í að
viðhalda tungu og sérkennum af
hinu góða en að viðhalda hinum
íslenska kynstofni með ströngum
og fáránlegum lögum er kynþátta-
hatur í besta falli fáfræði. Og spurn-
ingin er hvaða hluta kynstofnsins
á að halda hreinum, þeim norræna
eða þeim írska, franska eða kannski
þeim tyrkneska, Þeir vora víst flest-
ir frá Norður-Afríku, eða þeim
breska, eða ameríska, sem eftir
vamarsamningnum hafði ekki leyfi
í byijun til að hafa svarta hermenn
í þjónustu sinni, eða kannski hveij-
um þeim kynstofni sem hefur barn-
að þjóðina í gegnum aldirnar.
RÚNAR GÚSTAFSSON
Smalgangen 23 0188, Osló 1
Noregi
HEILRÆÐI
Förum varlega
með gas og grill-
vökva. Komum
heil heim.
Víkveiji skrifar
Fyrir skömmu voru sýndir á Stöð
2 fjórir þættir undir nafninu
ísland á krossgötum. Það var Hans
Kristján Árnason sem annaðist dag-
skrárgerð og leiddi hann fram tals-
verðan hóp manna og ræddi við
hvern og einn um stöðuna í dag,
stjórnmálin, efnahagsmálin, at-
vinnulífið, menntamálin, íslenska
menningu, Evrópska efnahags-
svæðið, afstöðu íslendinga til Evr-
ópubandalagsins og hugsanlegrar
umsóknar um inngöngu í það
bandalag, framtíðina og þau tæki-
færi sem geta beðið landsmanna.
Þáttunum var svo skipt niður í af-
markaða kafla og svör viðmælenda
klippt saman og sá hluti svaranna
nýttur sem stjórnandinn taldi nýti-
legan. Víkveiji hefur orðið þess var
að þessi þáttaröð fór fyrir ofan
garð og neðan hjá mjög mörgum
og er það miður, því vissulega var
oft á tíðum um forvitnilega fleti að
ræða í málflutningi viðmælenda
þótt enginn „stóri eða nýi sannleik-
ur“ hafi svo sem litið dagsins ljós
í þeim, enda leikurinn vart til þess
gerður.
xxx
að vakti athygli Víkverja að
þættimir vora sendir út í ó-
ruglaðri dagskrá, án þess að það
væri auglýst sérstaklega. Hefði það
verið auglýst sérstaklega má búast
við að Stöð 2 hefði tekist að fjölga
áhorfendum og áheyrendum að
þáttunum veralega. Kunningi Vík-
verja sem þekkir allnokkuð til inn-
viða Stöðvarinnar tjáði honum að
þetta hefði allt verið gert með ráðn-
um hug, því reynsla Stöðvarinnar
af því að auglýsa sérstaklega þá
dagskrárliði sem sendir væru út
óruglaðir væri slæm: Símalínur
Stöðvarinnar glóðu jafnan daginn
eftir að slík sýning hefði átt sér
stað, þar sem reiðir áskrifendur
krefðu Stöðina svara við þeirri
spurningu hvernig stæði á því að
þeir sem áskrifendur borguðu svo
og svo mikla upphæð á mánuði
hveijum fyrir læsta dagskrá Stöðv-
arinnar, en Stöðin Ieyfði sér svo á
sama tíma að senda út í ólæstri
dagskrá efni sem einungis áskrif-
endur ættu að sitja að. Þetta þykir
Víkverja vera vísbending um ótrú-
lega smámunasemi og smásálar-
skap þeirra sem nenna að hringja
til þess að röfla á þennan hátt, en
að sama skapi ákveðinn aumingja-
skap hjá Stöð 2 að auglýsa ekki
sérstaklega þegar ákveðið er að
senda út i ólæstri dagskrá innlenda
dagskrárgerð af þessu tagi, sem
vissulega á erindi til fleiri en þeirra
sem greitt hafa áskriftargjöldin sín.
xxx
Iáðurnefndum þáttum var talsvert
áberandi að viðmælendur
stjórnandans, ekki allir þó, töluðu
á vissan hátt niður til þjóðarinnar.
Þeir klufu sig frá þessari þjóð og
þessu landi og sáu mannlífið ofan
af einhveijum „viskuhól". Ekki var
óalgengt að heyra að íslendingar
teldu sig vera mesta, besta og
gáfaðasta allra. Þetta væri auðvitað
ekkert annað en minnimáttarkennd
sem brytist út hjá eyjarskeggjum
smáskers sem umheimurinn hefði
engan áhuga á og vissi ekkert um,
enda væri hér ekkert til þess að
vekja áhuga annarra á landi og
þjóð. Með svona ummælum hófu
viðmælendurnir sig upp fyrir þjóð-
ina og voru hættir að vera hluti
hennar, enda skelfilega sigldir og
orðnir miklir heimsborgarar eftir
að hafa búið svo og svo lengi erlend-
is, gagnstætt mörlandanum, sem
aldrei fer neitt, aldrei lærir neitt,
heldur kúrir einangraður uppi á
Fróni að drepast úr minnimáttar-
kennd!