Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
165. tbl. 80. árg.
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
10.000 flóttamenn á dag
Konur og böm af trú múslima horfa út um rimla
á bankabyggingu í Sarajevo, þar sem þau hafa
búið síðustu mánuði. Talsmenn flóttamannahjálp-
ar Sameinuðu þjóðanna óttast að ein milljón
manna muni yfirgefa heimili sín í Bosníu-
Herzegovínu í vetur í viðbót við 2,5 milljónir
flóttamanna, sem stofnunin reynir að aðstoða
nú. Yfirmaður flóttamannahjálparinnar, Sadako
Ogada, segir að um 10.000 manns flýi heimili
sín dag hvem og að fólki sé viljandi stökkt á
flótta í „þjóðarhreinsunum" stríðsaðila. Þýska
þingið samþykkti í gær ályktun þar sem Serbar
voru sakaðir um tilraun til þjóðarmorðs, sem
bryti gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem
samþykktur var í kjölfar helfarar gyðinga undir
nasistum.
Sjá fréttir um átökín og flóttamanna-
strauminn á bls. 22.
Rabinstöðvar
nýbyggingar
landnemanna
Jerúsalem, Damaskus, Túnis. Reuter.
ISRAELSKA stjórnin bannaði í gær alla vinnu við nýjar byggingar
landnema gyðinga á herteknu svæðunum. James Baker, utanríkisráð-
herra Bandarikjanna, fagnaði ákvörðuninni, en talið er að hún muni
liðka fyrir því að Bandarikjamenn veiti ábyrgðir fyrir lánum til Isra-
ela, sem nema milljörðum dollara.
Stjórn Yitzhaks Rabins ákvað í
fýrri viku að frysta útgáfu nýrra
byggingarleyfa, en samkvæmt
ákvörðun stjórnarinnar í gær má
ekki heíja vinnu við nýjar bygging-
ar, þó að leyfi kunni að liggja fyr-
ir. Talsmenn stjórnarinnar sögðu
ákvörðunina ekki tekna til að fá
lánaábyrgðir, heldur' væri talið að
hún myndi liðka fyrir friðarviðræð-
um. Nú búa um 100.000 gyðingar
á herteknu svæðunum innan um
1,75 milljónir Palestínumanna.
Forystumenn Frelsishreyfingar
Palestínumanna (PLO) sögðu að
loknum þriggja daga fundi sínum
í Túnis-borg að tillögur ísraela um
takmörkun landnemabyggða
gengju ekki nógu langt og skoruðu
*
Bandaríkjamenn aðvara Iraka eftir brottför eftirlitsmanna SÞ:
Hervald ekki útilokað
Bagdad. Reuter.
SENDIMENN Sameinuðu þjóðanna hörfuðu í gærmorgun frá
landbúnaðarráðuneytinu í Bagdad og sögðu írösku ríkisstjórn-
inni hafa mistekist að tryggja öryggi hópsins. Bandaríkjamenn
aðvöruðu Iraka í gær og kváðust ekki útiloka möguleika á að
hervaldi yrði beitt til að fylgja fram ályktunum SÞ. Rolf Ekeus
erindreki SÞ segist vona að málamiðlun náist.
Sendinefnd Sameinuðu þjóð-
anna hafði beðið þess árangurs-
laust í átján daga að komast inn
í ráðuneytið til að leita gagna um
vopnabirgðir íraka. Mark Silver
forystumaður hópsins sagði mönn-
um sínum hafa stafað æ meiri ógn
af æstum múgi fyrir utan ráðu-
neytið og þegar íraskur maður
lagði til eins nefndarmanna með
hnífi í gær ákvað Silver að fara
frá ráðuneytinu.
Talsmaður íraksstjórnar vísaði
ásökunum Silvers um ónóga ör-
yggisgæslu á bug. Hann sagði ír-
aka hafa rétt á að láta í ljós gremju
yfir aðgerðum Bandaríkjamanna
og Breta sem notfærðu sér Sam-
einuðu þjóðirnar til glæpsamlegra
þvingana á hendur Irökum.
Marlin Fitzwater talsmaður
Hvíta hússins sagði í gær að írak-
ar yrðu að svara til ábyrgðar fyrir
að standa gegn ályktunum Sam-
einuðu þjóðanna. „Við útilokum
ekki þann möguleika að beita her-
valdi,“ sagði hann og kvað banda-
ríska ráðamenn ráðfæra sig við
SÞ og bandamenn úr Persaflóa-
stríðinu. Hann sagði stöðuna ein-
hverja þá alvarlegustu sem upp
hefði komið síðan samið var um
vopnahlé.
Vestrænir sérfræðingar telja
líkur aukast dag frá degi á að
Bandaríkjamenn hafí forystu um
árás á írak. írakar hafa ekki end-
urnýjað samkomulag um dvöl
1.100 manna hjálparliðs Samein-
uðu þjóðanna í landinu, þeir neita
sölu á olíu til að greiða fyrir
hjálpargögn og sinna ekki fundum
til að ákveða landamæri Kúvæts
og íraks.
á Bandaríkjamenn að veita ekki
lánaábyrgðir til þeirra nú. Baker
ræddi í gær við Hosni Mubarak,
forseta Egyptalands, í Kaíró og
hélt síðan til Damaskus til viðræðna
við Hafez al-Assad, forseta Sýr-
lands, en Sýrlendingar hafa lýst
yfir efasemdum um friðarviðleitni
Rabins.
-----------------------
Svíþjóð:
Lögreglan
sé allsgáð
Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara
Morgunblaðsins.
FJÓRIR sænskir lögreglumenn,
sem höfðu verið leystir frá störf-
um eftir ölvunarakstur, hafa
samkvæmt dómsúrskurði fengið
vinnu sína að nýju.
Þrátt fyrir að þeir hefðu allir
verið dæmdir í sakadómi vegna ölv-
unaraksturs komst vinnudómstóll-
inn að þeirri niðurstöðu að áfengis-
vandamál lögregluþjónanna væru
sjúkdómur og samkvæmt sænskum
lögum má ekki reka menn úr vinnu
vegna veikinda.
Yfirstjórn sænsku lögreglunnar
hefur mótmælt þessum dómi harð-
lega þar sem flestir lögregluþjón-
anna starfa við umferðareftirlit.
Telur lögreglan mikilvægt að þeir
sem hafi það verkefni undir höndum
séu allsgáðir ef almenningur eigi
að bera eitthvert traust til hennar.
Svo gæti farið að málið yrði tekið
upp í ríkisstjórninni vegna harðra
viðbragða frá almenningi.
Eiturlyfja-
kóngTjrinn
sloppinn?
Bogota. Reuter.
PABLO Escobar, leiðtogi stærsta
eiturlyfjahrings heims, kann að
hafa sloppið úr fangelsi í
Kólombíu eftir fangauppreisn.
Escobar og 14 aðrir eiturlyfjasal-
ar tóku vopn af öryggisvörðum og
tóku gísla. Herinn náði svo fangels-
inu á sitt vald eftir skotbardaga og
óstaðfestar fregnir hermdu að sex
manns hefðu fallið. Escobar flúði í
undirgöng og í gærkvöldi var ekki
vitað hvort hann hefðist enn þar
við eða hefði sloppið. Forseti
Kólombíu frestaði för sinni til Spán-
ar vegna atburðanna, en Escobar
hefur verið talinn „óvinur númer
eitt“ þar í landi og í Bandaríkjunum.
Talið víst að James Baker verði kosningastjóri Bush forseta:
Quayle ekki varaforseti?
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
JAMES Baker, utanríkisráðherra Banda-
ríkjauna, hyggst láta af embætti um miðj-
an næsta mánuð til þess að gerast helsti
ráðgjafi George Bush forseta og stjórna
kosningabaráttu hans. Baker hefur löng-
um haft horn í síðu Dans Quayle varafor-
seta og eru nú uppi vangaveltur um að
Bush hyggist jafnvel finna sér nýtt vara-
forsetaefni. Þessu neitaði Bush í gær og
talsmaður forsetans lýsti yfir því að engar
breytingar væru ráðgerðar.
Haft var eftir fjölda bandarískra embættis-
manna og háttsettra repúblikana í gær að
James Baker hygðist láta af embætti utanrík-
isráðherra. Baker sem nú er á ferðalagi um
Miðausturlönd sagði hins vegar við frétta-
Baker og Quayle
Utanríkisráðherrann er sagður hafa litlar
mætur á varaforsetanum.
menn að þetta væri „aðeins orðrómur“ sem
ekki bæri að taka alvarlegar en svo.
Gert er ráð fyrir að Baker taki við stjórn
baráttu Bush fyrir endurkjöri eftir opinbera
heimsókn Yitzhaks Rabins, forsætisráðherra
ísraels, til Bandaríkjanna. Heimildir herma
að ákveðið hafí verið að fresta því að greina
frá þessu til að grafa ekki undan friðarumleit-
unum Bakers fyrir botni Miðjarðarhafs.
Glundroði hefur ríkt í herbúðum Bush for-
seta og honum hefur ekki tekist að gefa kjós-
endum sannfærandi ástæðu til þess að kjósa
sig. Baker á að blása nýju lífi í máttlausa
kosningabaráttu Bush. Hann kom Bush einn-
ig til bjargar í forsetakosningunum 1988. Þá
lét hann af embætti fjármálaráðherra í ágúst-
mánuði til þess að hjálpa Bush að yfirvinna
forskot Michaels Dukakis. Rætt hefur verið
um að Lawrence Eagleburger aðstoðarutan-
ríkisráðherra taki við af Baker og er búist
við að utanríkisstefna Bandaríkjanna breytist
lítið fyrir vikið.