Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 Stórveiði og stórlaxar í Borgarfirðinum STÆRSTI fluguveiddi lax sum- arsins veiddist í Þverá í Borgar- firði mánudaginn 20. júlí. Það var Ingveldur Þ. Viggósdóttir sem veiddi laxinn sem vó 24 pund og var nýlega genginn hængur. Ingveldur veiddi lax- inn í Klapparfljóti og naut hún aðstoðar sonar síns, Gunnars Gíslasonar, sem hefur starfað sem leiðsögumaður við Þverá síðustu ár. „Þetta var mikil og hörð glíma sem stóð þó aðeins í 25 mínútur og laxinn tók flugu sem ég hnýtti sjálf.“ Hún hefur verið nefnd Inga litla og réði eiginmaður Ingveldar því, en hann er Gísli Olafsson í Trygg- ingamiðstöðinni. „Hún er hins vegar leynifluga enn sem kom- ið er,“ sagði Ingveldur í sam- tali við Morgunblaðið í gærdag. Um 20 til 30 laxar hafa veiðst á fluguna í sumar og það eina sem Ingveldur vildi segja meira um fluguna var að hún var hnýtt á þríkrækju númer 10. Ingveldur sagði ákveðna sögu liggja að baki þess að svo stór lax væri ihnbyrtur á aðeins 25 mínút- um. „Þannig er mál vexti, að son- ur minn lenti síðast í því í fyrra og hefur séð það nokkrum sinnum áður, að útlendingar hafa sett í stóra laxa á flugu og ekki þorað að taka á þeim af ótta við að rífa úr þeim. En það er sannast sagna, að því lengur sem fólk er að eiga við svona laxa, því meira stækkar gatið við fluguna og hættan eykst að þeir losi sig. Maður sem sonur minn var með missti laxinn sinn eftir tvo klukkutíma og annar setti í sinn lax rétt fyrir klukkan tíu um kvöidið, en missti hann tíu mínútum yfir eitt um nóttina. Því sagði Gunnar við mig, að ef hann lenti einhvern tíma í þessu sjálf- ur, myndi hann taka fast á laxin- um og láta hann finna hver það væri sem valdið hefði,“ sagði Ing- veldur. Klukkan tíu mínútur í níu á mánudagskvöldið kom svo tæki- færið. Lax riegldi „Top Secret" og var strax ljóst að stórlax væri á ferðinni, hann kafaði um allt, hélt sig djúpt og tók mikla línu Guðlaugur og Guðrún G. Berg- mann með 19 punda hænginn úr Norðurá. út af hjólinu. Eftir nokkrar mínút- ur var Ingveldur tekin að þreyt- ast, svo mjög rásaði laxinn og svo þungur var hann í taumi. Þá bar Gunnar að, sem hafði verið að lóðsa veiðimenn á milli staða. Hann tók við stönginni og fór strax að toga svo fast í fiskinn, að Ingveldur fór „að hljóða" við hlið hans. „Hann bara lokaði bremsunni hvað eftir annað og hélt fast við línuna. Ég gerði þá háfinn kláran og beið færis. Og eftir um 25 mínútur kom laxinn í færi og á land kom hann og þá fyrst varð okkur eiginlega ljóst hversu stór hann var,“ sagði Ing- veldur. Þverá er annars langaflasæl- asta áin það sem af er sumri og munu nú komnir rétt tæpir 1.500 laxar á land úr henni og þar af nokkrir mjög stórir, auk 24 pund- arans 20 til 22 punda fiskar. Hollið sem Ingveldur var í fékk 80 laxa á þremur dögum og var það næsthæsta holl sumarsins og kom það nokkuð á óvart vegna þess að vatn hefur verið hraðm- innkandi í ám á þessum slóðum að undanförnu vegna úrkomuleys- is og þrálátrar norðanáttar. Ingveldur Þ. Viggósdóttir með 24 punda hænginn úr Þverá. Norðurá líka feiknagóð... Norðurá hefur losað hátt í 1.100 laxa það sem af er og er engu logið um laxamagnið í ánni. Það á bæði við um Norðurá og Þverá, að gaman er að velta fyrir sér hvað hefði veiðst í þeim til þessa ef skilyrði hefðu verið jöfn og góð, en ekki brokkgeng eins og verið hefur. Gaman erv einnig að velta fyrir sér hvað þessar ár — og Grímsá einnig, hefðu gefíð ef netin væru enn í Hvítá. Síðasta holl, sem var þunnskipað veiði- mönnum, fékk 80 laxa þótt vatn væri hríðminnkandi og hífandi rok gerði mönnum erfítt um vik. Guð- laugur Bergmann veiddi stærsta lax sumarsins eina mínútu fyrir tólf síðasta veiðidaginn. Laxinn var 19 punda hængur og tók hann græna Frances á Kálfhylsbroti. „Ég var kominn niður fyrir stað- inn þar sem hann lá, en sá þá smálax skvetta sér fyrir ofan mig. Ég var úti í miðri á, upp í beltis- stað í vatni, bakkaði upp eftir og kastaði flugunni út að bakkanum hinu megin. Klukkuna vantaði eina mínútu í er flugan sveimaði yfír þar sem sá litli stökk. Þá kom feiknanegling og í kjölfarið æsileg glíma. Hann var bæði erfíður og þolinn, en á land kom hann,“ sagði Guðlaugu, Guðlaugur var að veið- um ásamt eiginkonu sinni, Ágústi Ármann og frú og þeim Karin og Wolfgang Spieshofer óg fengu þau 46 laxa á þijár stangir. í heildarafla hollsins voru auk 19 pundarans þó nokkrir 10 til 13 punda laxar. A Vegrið í Artúnsbrekku ekki lengt en dregið úr umferð MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt, að fremur en að lengja til vesturs vegrið í Ártúnsbrekku, verði hraðað svo sem kostur er fram- kvæmdum, er dragi úr umferð á núverandi Vesturlandsvegi. Fjórir borgarráðsfulltrúar samþykktu umsögnina, einn greiddi atkvæði á móti. í umsögn Sigurðar I. Skarphéðins- sonar gatnamálastjóra og Haraldar Sigþórssonar deildarverkfræðings,' vegna tillögu um að lengja til vest- urs núverandi vegrið í Ártúnsbrekku segir, að þar sem vegrið er í miðri Ártúnsbrekku sé breidd akreinanna 3,30 metrar en æskileg breidd er á bilinu 3,50 metrar til 3,75 metrar. „Athugun umferðardeildar á slysum á Vesturlandsvegi 1986 ti! 1990 bendir til að um 10% þeirra hefðu ekki orðið með þeim hætti, sem raun bar vitni, hefði öflugu vegriði verið komið fyrir í vegmiðju en á móti mætti búast við fjölgun óhappa vegna þröngra akreina yrði það sett upp.“ Ljóst væri að umferð á gatnamót- um Vesturlandsvegar og Höfða- bakka væri að verða slík að þess væri skammt að bíða að þau anni henni ekki. Verið væri að vinna að hönnun bæði Ósabrautar, sem létta mun verulega á Vesturlandsvegi, og einnig nýrrar götu samsíða núver- andi Vesturlandsvegi. Áætlaður framkvæmdatími í báðum tilfellum væri 3 til 4 ár. „Með skírskotun til þess, sem hér hefur verið rakið er lagt til að fremur en lengja til vest- urs núverandi vegrið verði hraðað svo sem kostur er framkvæmdum, sem draga munu úr umferð á núver- andi Vesturlandsvegi.“ Ólína Þorvarðardóttir fulltrúi Nýs vettvangs, lagði fram bókun, þar sem meðal annars kemur fram, að í um- sögninni sé ekki gert ráð fyrir full- nægjandi úrbótum á vegarkaflanum vestan vegriðs í Ártúnsbrekku. „Því væri ekki hægt að taka til greina röksemd um hugsanlega „fjölgun óhappa vegna þröngra akreina“ verði vegrið sett þar upp. Kostnaðar- og arðsemisútreikningar umferðardeild- ar, sem umferðamefnd hefur undir höndum, gerðu þó allar ráð fyrir breikkun vegar og lagfæringu rampa samhliða breikkun vegar og lengingu vegriðs. Samkvæmt þeim gögnum myndi 565 m lenging vegriðs spara slys og óhöpp fyrir 2 til 4 millj. króna árlega og framkvæmdin því borga sig upp á 4 til 6 árum.“ Elín G. Ólafsdóttir fulltrúi Kvennalistans, bókaði að hún harm- aði þá niðustöðu sem þarna væri staðfest þrátt fyrir að í umsögn embættismannanna um að athugun umferðardeildar benti til að 10% þeirra slysa á Vesturlandsvegi hefðu ekki orðið með þeim hætti sem raun ber vitni ef öflugt vegrið hefði verið í miðri götu en að búast mætti við fjölgun óhappa vegna þröngra ak- reina yrði það sett upp. Þau slys sem þarna hafa orðið hafa verið mjög alvarleg og því ábyrgðarlaust af meirihlutanum að samþykkja ekki að lengja vegriðið eins og ítrekað hafí verið lagt til. í bókun Alfreðs Þorsteinssonar fulltrúa Framsóknarflokks, segir að vegriðið hafí verið sett upp að tillögu Framsóknarmanna og að það sé sam- dóma álit að sú framkvæmd hafi stuðlað að umferðaröryggi. „Ég er ósammála áliti gatnamála- stjóra að aðhafast ekkert frekar í þessu máli, en ljóst er að lenging vegriðs til vesturs mun auka mjög öryggi í umferðinni á þessum stað með tiltölulega litlum kostnaði."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.