Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 StÖð 2 og Bylgjan á Akureyri um helgiim: Fréttum sjónvarp- að af Fíðlaraþakinu STÖÐ 2 og Bylgjan hyggjast hafa útsendingar frá Akureyri um komandi helgi. Fréttamenn 19:19 munu senda út fréttatíma sinn undir berum himni af svölum veitingahússins Fiðlarans og Bylgjan hyggst útvarpa nokkrum dagskrárliðum beint frá Akureyri, meðal annars tónleikum og dansleik í Sjallanum. Að sögn Bjarna Hafþórs Helga- bein útsending úr Sjallanum þar sonar, talsmanns Stöðvar 2 á Akureyri, verður fjölmiðlaflóran litskrúðug hér nyrðra um helgina. A föstudag og laugardag er fyrir- hugað að Bylgjan sendi út nokkra dagskrárliði beint frá hljóðveri í Sjallanum. Þar er meðal annars um að ræða morgunþátt Tveggja með öllu, Gunnlaugs Helgasonar og Jóns Axels Ólafssonar, á föstu- dag og einnig verða sendir í sam- tengingu þættirnir Reykjavík síð- degis og Akureyri síðdegis á föstu- dag í umsjá Hallgríms Thorsteins- sonar og Bjarna Dags Jónssonar. A laugardag verður meðal annars a Djass Fiðlaranum I kvöld og annað kvöld verður tónlistarkvöld á Fiðlaranum á Akureyri. Þar leikur tríó skipað Sigurði Flosasyni, sem leikur á saxafón, Óskari Einarssyni, sem leikur á píanó og Þóri Jóhanns- syni bassaleikara. Sigurður Flosason er einhver fremsti saxafónleikari landsins. Hann er nýkominn heim af djasshátíð Kaupmannahafnar, þar sem hann lék með Djasskvartett Reykjavíkur og hefur áður leikið í ýmsum djasshljómsveitum, meðal annars Sálarháska. Óskar Einarsson píanóleikari nemur hvort tveggja píanóleik og saxafónleik við Tónlistarskóla FÍH og er frumkvöðull að því að Sigurð- ur, kennari hans, kemur hingað til Akureyrar að leika list sína að þessu sinni. Þórir Jóhannsson lauk nýverið burtfararprófi í kontrabas- saleik frá Tónlistarháskólanum í Manchester á Englandi og hyggur á enn frekara nám í Lundúnum á komandi vetri. Af þessu tilefni býður Fiðlarinn meðal annars ódýra, þríréttaða sveiflumáltíð auk hefðbundins matseðils. (Úr fréttatilkynningu) sem hljómsveitin Stjórnin skemmt- ir gestum hússins. Stöð 2 verður einnig á ferðinni á Akureyri. „Við ætlum að senda fréttaþáttinn 19:19 beint frá Akur- eyri," sagði Bjarni Hafþór. „Sjón- varpsbíll Samvers kemur norður og verður í húsasundi við Alþýðu- húsið og þaðan verður sendingun- um stjómað eftir ljósleiðara Pósts og síma suður og inn á landskerfi okkar. Fréttamennimir sitja þá á svölum Fiðlarans og kynna frétt- imar með Akureyrarkirkju og Súl- ur og Hlíðarfjall í baksýn í góða veðrinu, sem er alltaf hér fyrir norðan. Þó verð ég að segja að mér fyndist dálítið skondið ef þeir sætu þama úti í grenjandi rign- ingu, en ef veður verður ekki nógu hagstætt fæmm við fréttasettið sjálfsagt inn á veitíngastaðinn. Ef allt fer eftir áætlun er þetta í fyrsta sinn hér á landi sem heill frétta- þáttur í sjónvarpi er sendur út undir beru lofti með aðstoð ljósleið- ara.“ Morgunblaðið/Eiríkur Þeir setja svip á bæinn Oft vill grasið vaxa best þar sem þess er síst óskað. Þeir eru niðursokknir í störf sín að fegrun og snyrtingu umhverfisins á Akur- eyri þessir ungu menn. Skólafólkið setur svip á bæinn á sumrin í tvennum skilningi: Hvar- vetna er það að störfum og allt er umhverf- ið fegurra og snyrtilegra þegar það hefur lokið verki. Dalvík: Nánast ekkert atvinnuleysi Landburður af rækju hjá Söltunarfélagi Dalvíkur MJÖG góð rækjuveiði hefur verið að undanförnu og hafa rækju- bátar verið að landa allt að 30 til 40 tonna afla hjá Söltunarfé- lagi Dalvíkur hf. eftir aðeins 5 til 6 daga veiðiferð. Þennan góða afla sinn sækja flestir bátanna í Bakkaflóadýpi, þar sem um 30 bátar hafa verið við veiðar að undanförnu á tiltölulega Iitlu svæði. Mikið hefur verið að gera í verksmiðjum fyrirtækisins á Dalvik og á Árskógsströnd og er unnið á tvískiptum vöktum á báðum stöðunum og hefst varla undan. Rækjuveiði var fremur dræm í maí og júní en á því hefur heldur orðið breyting og síðastliðnar tvær vikur hefur hver báturinn af öðr- um komið með mjög góðan afla. Alls leggja 16 bátar upp hjá Sölt- unarfélagi Dalvíkur. Þar af leið- andi hefur mikil vinna verið í verk- smiðjum fyrirtækisins á Dalvík og á Arskógsströnd, en Söltunarfé- lagið tók rækjuverksmiðju Árvers hf. á leigu í vor og hefur haldið fullri starfsemi þar síðan. í báðum verksmiðjunum er unnið á tvískipt- um vöktum og að undanförnu hef- ur verið unnið í 20 tíma á sólar- hring, enda allar geymslur orðnar fullar af rækju. Alls starfa hjá fyrirtækinu nú í sumar liðlega 100 manns. Stöðug og jöfn vinna hefur ver- ið hjá rækjuverksmiðju Söltunar- félags Dalvíkur frá áramótum og ekki hefur fallið úr vinnudagur á þessu ári. I vor var tekið upp vaktavinnukerfí í verksmiðju fé- lagsins og skapaði það fjölda nýrra atvinnutækifæra. Þetta ásamt mikilli vinnu í frystihúsi Kaupfé- lags Eyfirðinga á Dalvík svo og í ýmsum öðrum atvinnugreinum hefur orðið til þess að atvinnuleysi er næsta óþekkt á Dalvík. Fréttaritari ------------------- Tæplega níræð fyrrum herhjúkrunarkona: Hestamanna- hátíð á Mel- gerðismelum Hestamannafélögin Funi, Léttir og Þráinn í innanverðum Eyjafirði gangast fyrir Hátíð hestafólks á Melgerðismelum um komandi helgi. Aðstandend- ur hátíðarinnar vonast til að hún verði árviss viðburður. Til Islands á tveggja ára fresti KATHARINE A. Schlegel frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum er á ferð um ísland. Þetta er í tuttugasta sinn sem hún leggur leið sína hingað, en fyrst kom hún til landsins sem hjúkrunar- kona hjá bandaríska hernum árið 1942. Katharine sagðist hafa verið hjúkrunarkona í 208. hersjúkra- skýlinu við Helgafell í Mosfells- sveit o g komið þangað árið 1942. Vegna þess hve kalt hefði verið í veðri hefði hún veikst af gikt og farið til baka til Bandaríkj- anna eftir 13 mánaða dvöl. Fé- lagar sínir hafi haldið héðan til þjónustu í Frakklandi og Þýska- landi en sjálf hafi hún síðar far- ið með öðru fólki til Bretlands þar sem hún hafi verið yfírhjúkr- unarkona á hersjúkrahúsi. Katharine sagðist vera orðin áttatíu og átta og hálfs árs göm- ul en aldurinn og giktin hefðu ekki aftrað sér frá að koma til íslands á tveggja ára fresti um langa hríð og nú hefði hún kom- ið alls tuttugu sinnum. Hún væri með gervihné, en stafurinn sinn hjálpaði til að hún kæmist allra sinna ferða. Að vísu væru hinar löngu flugferðir orðnar sér erfíð- ar, svo trúlega tæki að fækka ferðunum hingað. Hún sagði allt- af jafnyndislegt að koma til ís- lands, fólk væri svo elskulegt og gott. Hins vegar skildu margir vinimir vestra ekkert í því.hvað hún væri að þvælast hingað. Gerðu sér enga grein fyrir því að hér væri bæði fallegt og gott að vera. Katharine kvaðst ætla að fara í skoðunarferðir um nágrenni Akureyrar og svo ætlaði hún í Mývatnssveit. Þangað hefði hún komið áður ogþað væri stórfeng- legt. Ekki kvaðst hún vita hvort fuglamir þar væru farnir að þekkja sig, en þama væri svo margt fagurt og óvenjulegt að sjá. Ævinlega sagðist Katherine fagna 17. júní heima hjá sér í Bandaríkjunum og draga að hún bæði íslenskan fána og banda- rískan. Hún sagðist ennfremur ávallt fylgjast með því sem hér gerðist og lesa Iceland Review og News from Iceland. Svo mik- illi tryggð getur fólk bundist ijar- lægu landi. Morgunblaðið/Eiríkur Katharine A. Schlegel Á hátíðinni verður hestamót, þar sem keppt verður meðal ann- ars í A- og B-flokkum gæðinga, yngri og eldri flokki unglinga, tölti og parareið. í kappreiðum verða hestar þandir á 250 m stökki ung- hrossa, 350 m stökki, 300 m brokki og 150 m skeiði. í tengslum við kappreiðarnar verður starfandi veðbanki. Þar verður hægt að veðja á ás og tvist, það er að segja á fyrsta hest í hverri grein eða fyrstu tvo. Ágóða, sem kann að verða af þessum bankarekstri, verður varið til að kosta framkvæmdir á mótssvæð- inu. Hátíð hestamanna á Melgerðis- melum er fjölskylduhátíð og þar verður létt kvöldvaka með skemmtiatriðum, grillveisla og síð- kvöldsreið, væntanlega fram í mynni Djúpadals. Þá er trúlegt að gestir geri hvort tveggja að stíga dans og þenja raddbönd sín að hætti norðlenskra hestamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.