Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992
Bosnískur hermaður, sem tekist hefur að verða sér úti um tvo brauðhleifa, tekur sér smáhvíld milli
bardaga í Sarajevo.
Júgóslavía:
Tillögum Carringtons
um ráðstefnu illa tekið
Serbar segja málefni Kosovo innanríkismál
Kragjjjevac í Serbíu. Frá Karli Aspelund.
TILLOGUR Carringtons lávarðar, sáttasemjara Evrópubandalagsins,
um alþjóðaráðstefnu þar sem fjallað verði um málefni þjóðanna er
mynduðu upphaflega sambandsríkið Júgósiavíu, hiutu ekki náð fyrir
augum ráðamanna í Belgrad. Einkum hefur það fallið í grýttan jarð-
veg að Carrington vill að rætt verði um Kosovo-hérað á ráðstefnunni
en Serbar innlimuðu héraðið, sem áður naut nokkurrar sjálfstjórnar,
fyrir fáeinum árum.
Lögreglu-
stjóri Pal-
ermo rekinn
YFIRMAÐUR lögreglunnar í
Palermo á Sikiley var rekinn í
gær í kjölfar morðsins á dómar-
anum Paolo Borsellino og fimm
lífvörðum hans. Æðsti maður
ítölsku lögreglunnar, Vincenzo
Parisi, bauðst til að segja af
sér, en ríkisstjóm landsins
hvatti hann til að halda áfram.
ítalska þingið bjóst til að sam-
þykkja lög sem gæfu lögregl-
unni stóraukin völd til að beij-
ast gegn mafíunni, sem talin er
bera ábyrgð á morði Borsellinos.
1.000 hand-
teknir
í Suður-Afríku
YFIR 1.000 blökkumenn hafa
verið handteknir í mótmælaað-
gerðum Afríska þjóðarráðsins
gegn stjóm hvíta minnihlutans
í Suður-Afríku. Cyrus Vance,
sérstakur sendimaður Samein-
uðu þjóðanna, hélt í gær tveggja
klukkustunda fund með F.W.
de Klerk, forseta Suður-Afríku,
en hann á að reyna að endur-
vekja lýðræðisviðræðumar í
landinu.
Aukið at-
vinnuleysi í
EB
TALSMENN Evrópubandalags-
ins lýstu í gær yfir áhyggjum
yfir vaxandi atvinnuleysi í ríkj-
um bandalagsins. Búist er við
að atvinnuleysi verði að meðal-
tali 9,5 prósent í ár, en var 8,9
prósent í fyrra. Ungt fólk verður
verst úti, en rúmlega sjötti' hver
maður 25 ára og yngri hefur
ekki atvinnu.
Engin hækk-
un hjá emb-
ættismönnum
ÍRSKA stjómin frysti í gær laun
650 æðstu embættismanna, þar
á meðal ráðherra og dómara, í
tvö ár. Lagt hafði verið til að
þeir fengju 17 prósent launa-
hækkun, en stjómin sagði efna-
hagsástandið ekki gefa tilefni
til slíks.
Uppreisn í
Svartahafs-
flotanum
ÚKRAÍNSKUR skipstjóri sem
sigldi litlu varðskipi úr Svarta-
hafsflotanum í óleyfi til hafnar-
borgarinnar Odessa í Úkraínu
hefur eitrað samskipti Rúss-
lands og Úkraínu. Skipið var
undir sameiginlegri stjóm sam-
veldisríkjanna áður en skipstjór-
inn setti fána Úkraínu við hún
og skrapaði burt merki flota
Sovétríkjanna sálugu. Stjóm
Úkraínu fordæmdi uppreisnina,
en sagðist jafnframt hafa skiln-
ing á ákvörðun áhafnarinnar.
Kosovo er í suðurhluta Serbíu
og meirihluti íbúa er af albönsku
bergi brotinn. Búist er við að þar
blossi upp næsta bál í því þjóða-
stríði sem hér hefur geisað. Forseti
Serbíu, Slobodan Milosevic, sagði
í gær að loknum fundi með Carr-
ington lávarði að málefni Kosovo
væm innanríkismál Júgóslavíu og
engin ástæða væri til að óttast um
afdrif Albananna þar. Dobrica
Cocic, forseti Júgóslavíu, vildi ekki
annað segja en að hann og Carring-
ton hefðu verið „ósammála um
verður reynt á mönnum árið
1994 að því er dr. Daniels Hoth,
fulltrúi bandarísku heilbrigðis-
málastofnunarinnar í Washing-
ton, greindi frá á Alþjóðaráð-
stefnunni um eyðni í Amsterd-
am á þriðjudag.
ýmislegt er varðar Kosovo". Al-
menningur notar heldur sterkari
orð. Einn viðmælandi sagði: „Við
erum greinilega orðin tilraunastöð
fyrir viðbrögð NATO, kananna og
EB gegn upplausn Sovétríkjanna
og borgarastríðinu sem gera má
ráð fyrir þar. Vonandi læra þeir
eitthvað af þessu, ekki gerir þetta
okkur mikið gagn“.
Milan Panic, nýsettur forsætis-
ráðherra þess sem eftir er af Júgó-
slavíu, nýtur enn þeirrar bjartsýni
sem fyllti hugi manna við emb-
Dr. Hoth skýrði einnig frá því
að undirbúningsrannsóknir myndu
hefjast innan skamms og þær yrðu
framkvæmdar í samstarfi við Al-
þjóða-heilbrigðismálastofnunina
(WHO).
Er ætlunin að þær tilraunir fari
fram í Tælandi og Úganda en þar
hefur sjúkdómurinn breiðst hratt
ættistöku hans í síðustu viku. Hann
hefur lítið verið í Belgrad en þotið
milli New York, Parísar, Rómar,
Sarajevo og Washington með þeim
hætti að orka hans vekur aðdáun
þótt enginn átti sig fyllilega enn á
stefnu hans eða því hvað hann sé
í rauninni að gera.
Skugga bar þó á í gær þegar
frumvarp 50 þingmanna var lagt
fram. Þar er lagt til að í kjölfar
stúdentaverkfallsins fyrir mánuði
verði sjálfsforræði háskólans í
Belgrad afnumið og innleitt kerfi
þar sem allir starfsmenn skólans,
frá rektor og niður úr, verði skipað-
ir af þingnefnd. í samtali við frétta-
ritara sagði Dragan Djílas, tals-
maður stúdentahreyfingarnnar, að
líklegt þætti að frumvarpið yrði
samþykkt og myndi það kalla á
frekari viðbrögð stúdenta og kenn-
ara í september þegar skóli hefst.
út að undanförnu. Ræðu Hoths
var vel tekið á ráðstefnunni þar
sem mikill fjöldi lækna, vísinda-
manna og hjúkrunarfólks er sam-
an kominn.
Hoth varaði við óhóflegri bjart-
sýni og sagði að þrátt fyrir þessar
umfangsmiklu og dýru rannsóknir
Júgóslavía:
Finnar
lokaá
flóttamenn
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara
Morg^unbladsins.
FINNAR hafa afráðið að krefj-
ast vegabréfsáritana af öllum
þegnum fyrrverandi lýðveida
Júgóslavíu nema ríkisborgurum
Slóveníu og Króatíu. Finnska
ríkisstjórnin ákvað þetta í skynd-
ingu tU þess að draga úr straumi
flóttamanna frá þessu svæði en
á undanförnum vikum hafa um
1.500 flóttamenn, aðaliega úr
Kosovo-héraði, leitað hælis í
Finnlandi. Samtals hýsa Finnar
nú um 1.800 flóttamenn frá fyrr-
um Júgóslavíu en Svíar hafa tek-
ið á móti rúmlega tuttugu sinn-
um fleiri flóttamönnum á sama
tíma.
Sú ákvörðun að loka landamærun-
um fyrir júgóslavneskum flótta-
mönnum olli nokkrum pólitískum
hræringum í ríkisstjórninni og mætti
Paavo Váyrynen utanríkisráðherra á
ríkisstjórnarfund, þrátt fyrir að hann
væri í sumarleyfí, til að tryggja
framgang málsins. Var það að beiðni
Mauno Koivistos, sem hann mætti,
en talið er að starfandi utanríkisráð-
herra í fjarvistum hans, Elisabeth
Rehn varnarmálaráðherra, hefði
neitað að taka upp málið hefði hún
verið beðin um það. Rehn hefur lýst
því yfir að hún teldi eðlilegast að
fresta ákvörðun um málið þar til að
loknum fundi Sameinuðu þjóðanna
í Genf um flóttamannavanda Júgó-
slavíu, sem hefst eftir viku.
Birgit Friggebo, ráðherra innflytj-
endamála í Svíþjóð, var meðal þeirra
fyrstu til að tjá sig um ákvörðun
Finna. Hún sagði tímasetninguna
vera ranga þar sem eftir nokkra
daga myndu þjóðir heims reyna að
fínna sameiginlega lausn á þessu
vandamáli. Ymis mannréttindasam-
tök í Finnland sem og svæðisskrif-
stofa Flóttamannanefndar SÞ í
Stokkhólmi hafa einnig gagnrýnt
þessa ákvörðun fínnskra stjórnvalda.
Váyrynen varði ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar og sagði flóttamenn
frá Kosovo ekki vera verst stadda
af íbúum fyrrum Júgóslavíu. Það
væri því ekki skortur á mannúð að
meina þeim að koma til Finnlands
án vegabréfsáritunar. Váyrynen
sagði að það sem fyrst og fremst
hefði vakað fyrir stjórninni væri að
koma í veg fyrir að flóttamanna-
straumurinn færi algjörlega úr bönd-
unum.
væri engin trygging fyrir því að
þær skiluðu tilætluðum árangri.
Hann sagði þó að þær myndu að
minnsta kosti auka þekkingu vís-
indamanna á eyðni og færa þá nær
því takmarki að uppgötva nothæft
bóluefni gegn sjúkdómnum.
Eskimóar:
Eyðniráðstefnan í Amsterdam:
Tilraunir með bóluefni gegn eyðni
Amsterdam. The Daily Telegraph.
NÝTT bóluefni gegn eyðni, sem
miklar vonir eru bundnar við,
SKOUTSALA
HEFSTI DAG
Skóverslun Þórðar
Laugavegi 41,
sími 13570
Borgarnesi, Kirkjustræti 8,
Brákarbraut 3, sími 93-71904 sími 14181
Vilja stofna hvalveiðiráð
Inuvik. Reuter.
HVALVEIÐIMENN úr röðum eskimóa á Grænlandi, Kanada, Alaska
og Rússlandi hafa í hyggju að stofna sitt eigið hvalveiðiráð í því
skyni að vernda hefðbundnar hvalveiðar sínar. Þetta kom fram á
ráðstefnu eskimóa frá þessum ríkjum, sem stendur nú yfir í Inuvik
í Kanada.
Á ráðstefnunni kom fram mik-
il vantrú og andstaða við Alþjóða-
hvalveiðiráðið og sagði varaforseti
hennar, Kanadamaðurinn Les Car-
penter, að það væri orðið verkfæri
róttækra umhverfísfriðunarhópa,
sem elskuðu hvali meira en allt
annað. Innan ráðsins hefði verið
rætt um að það víkkaði út verk-
svið sitt á næstunni og færi að
takmarka veiðar á smáhvalateg-
undum sem margir eskimóar
veiða. Carpenter sagði að á slík
vinnubrögð gætu eskimóar ekki
fallist enda byggðu þeir afkomu
sína á þessum tegundum og væru
því sjálfír best til þess fallnir að
gæta þess að ganga ekki of nærri
stofnunum.