Morgunblaðið - 23.07.1992, Page 4

Morgunblaðið - 23.07.1992, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 Morgunblaðið/Ingvar Tveir menn urðu fyrir lyftara Tveir verkamenn slösuðust nokkuð þegar þeir urðu fyrir stórum lyftara á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn í gærmorgun. Guð- jón Jónsson hjá Vinnueftirliti ríkisins segir að allar aðstæður hafi verið skoðaðar vegna slyssins og helst Iíti út fyrir að ökumaður hafí ekki haft fulla stjóm á lyftaranum þar sem of lítið loft hafí verið í öðru framdekkinu. Þessi mynd var tekin þegar lögreglumenn könn- uðu aðstæður á slysstað. Embætti ríkisskattstjóra: Eftirlit skattstjóra skilaði 344 millj. í auknum VSK Eftirlit á vegnm rannsóknardeildar skilaði 35 millj. í viðbót HAUSTIÐ 1991 hófst sérstakt eftirlitsátak á skilum á virðisaukaskatti hjá skattsljórum í samvinnu við embætti ríkisskattstjóra. Árangurinn af eftirlitisaðgerðum skattstjóraa var m.a. sá að virðisaukaskattur var hækkaður um 344 milljónir króna eða sem svarar 0,37% hækkun á heildarhlutfalli útskatts í landinu. Um var að rgeða samanburð ársreikn- inga og fleira en með hliðsjón af framangreindu telur ríkisskattstjóri brýnt að leggja aukna áherslu á öflugt samtimaeftirlit með VSK. Þessar upplýsingar er að finna í nemur meðalhækkunin á fyrirtæki nýútkominni ársskýrslu ríkisskatt- stjóra. Þar kemur einnig fram að á árinu 1991 var af hálfu skattrann- sóknarstjóra lögð megináhersla á eftirlit með virðisaukaskattskilum fyrirtækja. Annarsvegar með upplýs- inga- og leiðbeiningaþjónustu og hinsvegar með eftirliti með þeim sem vísvitandi vanrækja skyldur sínar. Helstu niðurstöður úr virðisauka- skattseftirliti rannsóknardeildar voru þær að úrskurðaðar hækkanir námu 35 milljónum króna að meðtöldu álagi. Þarna áttu í hlut 73 aðilar og 470.000 króna í viðbótarskatt og álag. I skýrslunni segir m.a. að á árinu ' 1991 námu hækkanir alls vegna skatteftirlits á vegum rannsóknar- deildar embættisins tæplega 107 milljónum króna hjá 10 aðilum. Hækkunin vegna tekjuskatts og út- svars var alls tæplega 68 milljónir króna. Hækkun annara opinberra gjalda um 6,2 milljónir króna og hækkanir vegna sölugjalds alls tæp- lega 33 milljónir króna hjá 2 aðilum. Til samanburðar má nefna að hækk- anir á árinu 1990 námu 388 milljón- um króna en þar með eru taldar hækkanir vegna óvenjumargra mála frá árinu 1989 sem úrskurðuð voru á árinu 1990. A árinu 1991 afgreiddi ríkis- skattanefnd 19 mál sem voru óaf- greidd hjá henni frá árinu 1990 og fengu 14 aðilar sekt. Alls námu sekt- ir 1,6 milljónum króna eða að meðal- tali 116.500 kr. á hvem gjaldenda. Á árinu 1991 sendi skattrannsóknar- stjóri engin mál til ríkisskattanefndar til sektarmeðferðar. Heimsmeistaramót unglinga 1 snóker: VEÐUR Helmild: Veíuretola islands (Byggt é veðurspá Kl. 16.15 I gœr) / DAG kl. 12.00 VEÐURHORFUR í DAG, 23. JULI YFIRLIT: Við suðurströndina er grunnt tægðardrag sem grynnist en all- víðáttumikil lægð við Norður-Noreg. Vestur af (rlandi er víðáttumikil og vaxandi lægð sem þokast norðnorðaustur. SPÁ: Hæg austlæg átt og súld á stöku stað við suðaustur- og austur- ströndina en norðaustangola eða kaldi annars staðar. Víðast léttskýjað vestanlands en skýjað og smáskúrir norðaustanlands. Hiti 7-15 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðaustlæg eða breytileg átt. Léttskýjað um sunnan- og vestanvert landið en skýjaö og dálítil rigning eða súld norðaustan til. Svalt í veðri noröanlands en hiti 10-14 stig að deginum sunnanlands. HORFUR Á LAUGARDAG: Suðaustan- og austanátt um austanvert landið víða með rigningu og súld. Hæg noröaustlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og þurrt vestanlands. Hiti á bilinu 8 til 16 stig, hlýjast vestanlands. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. rN rN yN Sunnan, 4 vindstig. -{ j. *{ jT\ \ f \ Vindörin sýnir vindstefnu HP vsSaw og fjaðrirnar vindstyrk, Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjööur er 2 vindstig. /s / */**#* » t * 10° Hitastig ' ' * ' * * V V V V súld J ////*/*** V v y ) > Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El — Þoka_______________ FÆRÐÁ VEGUM: 00.17.30^) Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Fært er nú fjallabílum um mestallt hálendið. Þó er Hlöðuvaliavegur ennþá ófær. Uxahryggir og Kaldidalur eru opnir allri umferð. Að gefnu tilefni skal bent á að klæöinga- flokkar eru nú að störfum víða um landið og eru ökumenn beðnir um að virða sérstakar hraðatakmarkanir til þess að forðast tjón af völdum steinkasts. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91- 631500 og á grænni línu, 99-6315. Vegagerðin VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti 7 13 veöur hálfskýjað léttskýjað Bergen vantar Heleinki vantar Kaupmannahöfn vantar Narssarasuaq 9 háifskýjað Nuuk 3 þoka Ósló vantar Stokkhólmur vantar Þórshöfn vantar Algarve vantar Amsterdam vantar Barcelona 27 léttskýjað Berlín 21 skýjað Chicago 17 alskýjað Feneyjar 28 þokumóða Frankfurt 24 skýjað Glasgow 16 hálfskýjað Hamborg 21 skýjað London 21 skýjað LosAngeles 21 alskýjað Lúxemborg 21 léttskýjað Madríd 31 heiðskírt Malaga vantar Mallorca 31 hálfskýjaö Montreai 14 skýjað NewYork 21 hálfskýjað Orlando 26 alskýjað París 23 hálfskýjað Madeira 23 léttekýjað Róm 28 léttskýjað Vín 28 skýjað Washington 23 skýjað Winnipeg 11 léttskýjað Sigurganga Islend- inga heldur áfram Bandar Scri Begawar. Frá Guðiéni Guðmundssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. SIGURGANGA Islendinga á heimsmeistaramóti 21 árs og yngri í snóker í Bandar Seri Begawar heldur áfram. Foure Saheed, forseti Alþjóða billjarðs- og snókersambandsins, sagði í gær við blaðamann Morgunblaðs- ins, að ef svo ólíklega vildi til að spilari frá Sri Lanka yrði af hnoss- inu, stæði íslendingur uppi sem sigurvegari. Saheed er gimsteina- sali frá Colombo og kom hann til íslands fyrir 20 árum. Keppni hófst á þriðjudag með leik Hjalta Þorsteinssonar og Nazeers frá Sri Lanka. í sjöunda og úrslitaram- manum var aðeins sjöan eftir á borð- inu. Hjalti, sem hafði leikið góðan vamarleik, sendi kúluna þétt að mið- gatsbattanum og ætlaði að freista þess að fá færi á henni síðar. En Nazeer náði að senda sjöuna rakleið- is í homvasann og þar með hafði Sri Lanka-búinn sigur. í innbyrðis viðureign Gunnars A. Ingvarssonar og Halldórs M. Sverris- sonar hafði Halldór betur í úrslita- ramma í æsispennandi leik. Kristján Helgason vann Mung Kong frá Bm- nei 4—3r Gunnar vann Salam frá Sameinuðu furstadæmunum 4—1, Jóhannes R. vann Rukmal frá Sri Lanka 4—1, Ásgeir Ásgeirsson, sem hefur spilað afar vel á þessu móti, vann Rashid frá Branei 4—0, Hjalti vann Leong frá Brunei 4—0, Jóhann- es R. vann Pang Huut frá Branei 4—0 og Þorbjöm Sveinsson vann Perwani frá Malasíu 4—2. Alls taka 19 þjóðir þátt í mótinu og er keppendum raðað í 8 riðla. Sá keppandi sem fyrr vinnur 4 ramma vinnur leikinn, en tveir keppendur komast upp úr hveijum riðli. Það vakti athygli að Pengiran Billah prins, sonur Bolkiah soldáns í Brun- ei, mætti ekki til leiks á móti Hall- dóri M. Sverrissyni og er talið að hann sé hættur keppni. Sagt er að faðir hans hafi viljað hafa hann hjá sér á meðan hátíðahöld vegna afmæl- is hans standa yfir, en þau hófust 15. júlí og lýkur 1. ágúst. íslensku keppendumir fluttu sig á annað hótel sl. þriðjudag því hér á Princess Inn er stækjan alla að drepa og ódauninn leggur upp af opnum skolplögnum. ------♦-------- Neytendasamtökin: Hárgreiðslu- stofa ábyrg- fyrir skaða HÁRGREIÐSLUSTOFUR bera fulla ábyrgð á vinnu starfsfólks og þeim vörum sem þær sejja, eins og önnur þjónustufyrirtæki, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakann. í Morgunblaðinu í gær var fjallað um mál Tatiönu Dimitrovu en hár hennar skaddaðist af völdum per- manentolíu á hárgreiðlustofunni Kristu. Jóhannes sagði að samtökin þekktu dæmi þess að hár hefði farið illa á hárgreiðslustofum en að þetta tilfelli væri óvenju slæmt. Jóhannes Gunnarsson sagði að hann gæti ekki dæmt um mál Tati- önu þar sem þar stæði fullyrðing á móti fullyrðingu en að ljóst væri að hárgreiðslustofur bæru fulla ábyrgð á þeirri þjónustu og vöru sem þær byðu upp á, ásamt vinnu starfsfólks. Jóhann telur að hárgreiðslustofan sleppi með skrekkinn þar sem hún hefði tryggingu. Hann sagði að erf- itt væri að meta skaðann sem Tat- iana hefði orðið fyrir þar sem hann væri að hluta sálrænn. Bókin um Díönu komin út „DIANA - sönn saga“ eftir brezka blaðamanninn Andrew Morton er komin út á íslenzku hjá Almenna bókafélaginu. í bókinni, sem vakið hefur mikla athygli erlendis, er lýst meintum hjónabandserfiðleikum Díönu prinsessu og Karls prins af Wales og „vakin athygli á sjúkleika hennar og einangrun innan konungsfjölskyldunnar", eins og segir í fréttatilkynningu frá AB. Bókin um Díönu varð á svipstundu metsölubók í Bretlandi og Bandaríkj- unum og hefur hálf önnur milljón eintaka selzt á einum mánuði. Fyrsta prentun bókarinnar í Bretlandi seld- ist upp á nokkram klukkustundum. Höfundurinn naut aðstoðar ýmissa nánustu skyldmenna og vina Díönu prinsessu við samningu bókarinnar, að því er segir í tilkynningu forlags- ins. „Þessi ævisaga prinsessunnar af Wales er óvenjuleg að því leyti að að skráningu hennar var ekki stjórnað úr Buckinghamhöll, en margir úr fjölskyldu prinsessunnar, einnig vinir og ráðunautar, sam- þykktu að veita mér viðtal um einka- hagi hennar og opinbert líf og all- margir veittu slíkt viðtal í fyrsta sinn,“ segir í aðfararorðum höfund- arins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.