Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 5
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JUU 1992 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Heimasæta Arna Kópssonar í flugtaki. Torfæra: Arni Kópsson ætl- ar að hætta keppni ÞREFALDUR íslandsmeistari í torfæruakstri, Bílddælingurinn Árni Kópsson, hefur hug á að hætta keppni. Árni hugðist draga sig í hlé í fyrra, en hætti við, en kvaðst nú ákveðinn að hætta, jafnvel áður en timabilinu lýkur. „Mér hefur ekki tekist nægilega keppnistæki sitt, ýmist í torfæru vel að ná endum saman í mótum ársins og mistök í vélakaupum eiga sinn þátt í því,“ sagði Árni í samtali við Morgunblaðið. Hann réðist í kaup á mjög dýrri keppnis- vél sem nú gerir honum erfitt um vik fjárhagslega. „Auk þess hef ég haft í mörg hom að líta og hef ekki getað einbeitt mér að torfær- unni sem skyldi á þessu ári. Sjálf- sagt mun þessi ákvörðun koma mörgum á óvart, en bíllinn er til sölu fyrir rétt verð ásamt auka- búnaði," sagði Árni, sem hefur 50 sinnum unnið til verðlauna á Heimasætunni, sem hann nefnir eða sandspyrnu. „Ég er viss um að fjöldi manns vill spreyta sig á Heimasætunni í stað þess að smíða sína eigin og það verður eftirsjá í henni. En ég er búinn að gera upp hug minn, dæmið hefur einfaldlega ekki gengið upp hjá mér fjárhagslega og ég er í raun búinn að vera of lengi í þessu sporti. Mig langar því að fást við ný verkefni, breyta til,“ sagði Árni. Hann vann ís- landsmeistarabikar til eignar í fyrra eftir að hafa unnið titilinn þrívegis og er einn sigursælasti torfæruökumaðurinn frá upphafi. Norska hafrannsóknarskipið Johan Hjort. Lánskj aravísitala hækkar nm 0,12% Lánskjaravísitalan hækkar um 0,12% í júlimánuði, sam- kv'æmt útreikningum Seðla- bankans. Hækkun launavísitölu og byggingarvísitölu í mánuðin- um er 0,1%, samkvæmt fréttatil- kynningu frá Hagstofunni. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Seðlabankanum hefur verið reiknuð út lánskjaravísitala fyrir ágúst 1992 og er hún 3.234. Norrænt samstarf um hafrannsóknir NORSKA hafrannsóknaskipið Johan Hjort er nú í Reykjavík og fer aftur á hádegi í dag. Johan Hjort tekur þátt í WOCE, alþjóðlegu samstarfi um rannsóknir á hafstraumum og áhrifum þeirra á veðr- áttu. Rannsóknir þessar ná til allra úthafanna og hafa Norðurlöndin ákveðið að vinna saman að rannsóknum á svæðinu milli þJoregs, Færeyja, Islands og Grænlands. Um borð í norska skipinu eru vísinda- menn frá öllum Norðurlöndunum, þar af tveir íslendingar, Jón Ólafs- son og Stefán S. Kristmannsson. Sven Aage Malm- berg haffræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun er formaður íslensku Nordic WOCE-nefndarinn- ar. Hann sagði að hafstraumar hafðu áhrif á veðurfarið á jörðinni og það væri vísindamönnum, sem fást við veðurfars- rannsóknir og þróun veðurfars á jörðinni, nauðsynlegt að hafa gögn sem leiða til aukinnar þekkingar á þeim. Rannsóknir þessar hófust árið 1991 og eiga að standa til ársins 1997. Þess er vænst að í kjölfar þeirra og annarra rannsókna megi gera líkan sem auðveldi spár um þróun veðurfars á jörðinni. Það svæði sem Norðurlöndin rann- saka eru aðeins smá þáttur í heildar- rannsóknunum, en þetta svæði gæti samt verið þýðingarmikið. Rann- sóknir hafa m.a. leitt í ljós seltulækk- un á undanfömum áratugum í Norð- urhöfum. Seltulækkun í sjónum gæti dregið úr flæði í djúplögum suður á bóginn, sem aftur getur valdið minnkandi flæði hlýsjávar norður eftir til stranda Evrópu, með augljós- um afleiðingum. Haffræðingar á Norðurlöndum hafa nána samvinnu um þessar rann- sóknir. Stefnt er að því að hafa gagn- amiðstöð í Bergen, sem mun sjá um samskiptin við aðra WOCE-aðila fyr- ir allar Norðurlandaþjóðirnar. Hækkun vísitölunnar frá vísitölu júlímánaðar er 0,12%, hækkunin síðustu þrjá mánuði 3,9% og síð- ustu 12 mánuði 2,4%. Hagstofa íslands hefur reiknað út launavísitölu fyrir júlímánuð og er hún 130,1 stig, eða 0,1% hærri en í fyrra mánuði. Samsvarandi vísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, tekur sömu hækkun og verður því 2.846 stig í ágúst. vm Hagstofan hefur einnig reiknað út vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan júlí. Hún reyndist vera 188,8 stig og hækk- ar um 0,1% frá júní. Þessi vísitala gildir fyrir ágúst. Byggingarvísi- talan hefur hækkað um 1,3% síð- astliðna tólf mánuði. Síðustu þrjá mánuði hefur hún hækkað um 0,8%, sem samsvarar um 3,2% hækkun á ári. Gt'isasW0ðan0,í Inwnwmtm,,, meWí«aQksb,al)ð' | Barbecue grísar/f & 6lns 09 Þau Serast best i 1.100 kr. Rifiasteik 00 meðrauðká'i °9 sPanskri SÓSu 1'100krm T1 GRlSRVEISLH Óslitin grísaveisla stendur yfir á Aski dagana 16. - 26. júlí. Þar svigna borö undan girnilegum grísaréttum á sannkölluöu sparigrísaveröi! Minnstu veislugestirnir eru leystir út með grislingapökkum. Heimsendingarþjónusta á veislutíma - án endurgjalds - fyrir íbúa Reykjavíkursvæðisins, sími 681344. ASKUR Suðurlandsbraut 4a og Suðurlandsbraut 14. HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.