Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 IÞROTTIR UNGLINGA Knattspyrnuskóli KSÍ: Víslrað landslUM 26 leikmenn voru valdir í knatt- spyrnuskóla KSÍ sem kom sam- an á Laugarvatni til æfinga fyr- ir stuttu. Knattspyrnufélögin tilnefndu 107 drengi og það kom síðan í hlut þjálfaranna; Þórðar Lárussonar og Kristins Björnssonar að velja endanleg- an hóp. mr Ymislegt var gert annað en að sparka í bolta þá viku sem skólinn var starfræktur og meðal annars héldu þekkt- ir þjálfarar fyrir- Eiðsson lestra. skrifar „Við höfum verið gagnrýndir nokkuð fyrir að velja hópinn svona snemma og þá gjarnan bent á ungir knatt- spymumenn fínni fyrir því þegar þeim er hafnað. En við teljum að rétt sé að velja drengina snemma, aðrar Evrópuþjóðir hafa gert það með góðum árangri og gjaman er bent á að 21 leikmaður af 25 sem V-Þjóðverjar völdu fyrir HM höfðu leikið með yngri landsliðunum. Þá hafa þjálfarar í fimmta flokki sagt okkur að sumir drengjanna setji sér það markmið að komast í skólann og það er af hinu góða,“ sögðu þeir Þórður og Kristinn þegar skól- inn var heimsóttur á síðasta degi hans. Drengimir sem era í skólanum era allir fæddir 1978 og því flestir ijórtán ára. Tveir þeirra, Gunnar Magnússon markvörður og Eiður Smári Guðjohnsen hafa þegar kom- ist í landsliðið U-16 ára. Þessi hópur hefur hins vegar en sem komið er ekki fengið landsleiki en Þórður og Kristinn vonast til að liðið fái landsleik á Bretlandseyjum í haust. „Draumurinn er að fá yngra landslið. Aðrar Evrópuþjóðir eins og Danir og Svíar eru farnir að leika landsleiki fyrir fjórtán ára og yngri og við eram sannfærðir um að það sé það sem koma skal,“ Gunnar Magnússon, markvörður úr Fram sagðist vera ánægður með dvölina á Laugarvatni: „Það er mjög gott að fá tækifæri til að koma saman, ég þekkti suma áður en hef kynnst strákunum mun betur,“ sagði Gunnar. Landsliðið vann pressuna Hápunktur vikunnar á Laugar- vatni var leikur landsliðsins gegn svonefndu „pressuliði" sem fram fór á grasvellinum á Laugarvatni. Landsliðið sigraði 4:0 og það voru þeir Atli Kristjánsson, Arngrímur Arnarson, Ásgeir Ásgeirsson og Jón Freyr Magnússon sem skoruðu mörk landsliðsins í leiknum. Morgunblaöið/Frosti Knattspyrnuskóli KSÍ sem kom saman í viku á Laugarvatni. Efsta röð frá vinstri: Jón Freyr Magnússon (Grindavík), Arnar Viðarsson (FH), Sverrir Sverrisson (HK), Dagur Dag- bjartsson (Völsungi), Gylfi Einarsson (Fylki), ívar Benediktsson (ÍA), Sig- urður Elí Haraldsson (Víkingi), Atli Kristjánsson (UBK), Amgrímur Am- arson (Völsungi), Ásgeir Ásgeirsson (Fylki). Miðröð frá vinstri: Þórður Lárusson þjálfari, Eyþór Rúnarsson (KR), Jens Ingvarsson (Hetti), Guðjón Jónsson (Selfossi), Gunnar Magnússon (Fram), Tómas Ingason (Fram), Örvar Gunnarsson (KA), Kolbeinn Guð- mundsson (Fram), Kristinn Bjömsson þjálfari. Neðsta röð frá vinstri: Guð- mundur Sævarsson (FH), Tómas Þor- geirsson (HK) Sigurður Þorvarðason (Selfossi), Amór Gunnarsson (Val), Ingólfur Ingólfsson (Haukum), Bjami Vesterdal (Fylki) og Magnús Guð- mundsson (Gróttu). A myndina vantar Eið Smára Guðjohnsen úr ÍR. Landsliðið og Pressuliðlð léku á laugardaginn og er þessi mynd úr leik iiðanna sem landsliðið sigrað 4:0, Magnús Guðmundsson úr Pressuliðinu er hér i baráttu við landsliðsmennina Gylfa Einarsson og Arngrím Amarson. "V Morgunblaðið/Frosti Barátta um knöttinn í leik b-liða KR og Týs á KR-vellinum. KR-ingar unnu alla þijá leiki sína og skoruðu 24 mörk og fengu ekkert á sig. TENNIS / STORMOT VIKINGS Úrslít Pollamótsins fara fram um helgina Riðlakeppnin í Pollamóti KSÍ og Eimskips í sjötta flokki er lok- ið og ljóst er hvaða lið koma til með að leika í úrslitakeppninni á Laugarvatni um helgina. Leikið var í átta riðlum vítt og breitt um landið og tvö félög, ÍBK og Valur komust í úrslitin í bæði a- og b-liðum. Auk þessara liða komst Fram, ÍR, Grótta, Víkingur, KA og Huginn í úrslit a-liðanna. Hjá b-liðum verða það Breiðablik, Fylkir, Þróttur, KR, Þór og Þróttur Neskaupstað. Athygli vekur að Fylkir sem ver- ið hefur mjög sigursælt fer ekki til Laugarvatn með a-lið sitt, liðið beið lægri hlut fyrir ÍR í riðlakeppninni. Urslitin í Pollamótinu hefjast á laugardag og verður leikið á gra- svellinum á Laugarvatni. Þá má geta þess að stjórn KSÍ leikur árleg- an leik sinn við Eimskip en mótinu lýkur á sunnudaginn. 1100. sæti á sænskum lista SEXTÁN ára piltur, Níels Sig- urðsson vakti athygli á Stór- móti Víkings ítennis um helg- ina. Níels hreppti gullverðlaun *í einliða- og tvíliðaleik í dren- gjaflokki á sínu fyrsta móti hér- lendis en hann hef ur verið bú- settur í Svíþjóð frá fimm ára aldri. að er óneitanlega skrýtið að leika tennis hérna heima og þá helst vegna þess að við leikum eingöngu á malarvöllum úti,“ segir Níels sem tekið hefur miklum fram- föram upp á síðkastið og er inn á lista yfir bestu tennisleikara Sví- þjóðar yfir þá spilara sem fæddir lera 1976. „Ég er í sæti númer 100 á Sví- þjóðarlistanum og í því 30. í Stokk- hólmi en á von á því að taka stökk upp listann næst þegar hann verður birtur, því að ég hef leikið vel á þessu ári og komist í úrslit í nokkr- um mótum," sagði Níels. „Seinna stefni ég svo á að gera eins og Einar [Sigurgeirsson], besti spilarinn hér, komast í háskóla úti til að geta einbeitt mér betur að íþróttinni. Helstu úrslit í stórmótinu urðu þessi í yngri flokkum: SNÁÐAR (f. 1982 og yngri) Einliðaleikur: 1. Ragnar Ingi Gunnarsson TFK vann Frey Pálss. Vík. 6:3 og 6:4. 3.-4. ÓIi Einarsson og Jón A. Jónsson Vík- ingi. HNOKKAR (f. 1980 og 1981) Einliðaleikur: 1. Amar Sigurðsson vann Reyni Guðjónsson 6:1 og 6:0. 3.-4. Freyr Pálsson og Reynir Guðráðsson Þrótti. Tvíliðaleikur: 1. Freyr Pálsson/Amar Sigurðsson unnu Reyni Guðráðsson/Frey Sigurðsson Þrótti 6:1 og 6:0. Einliðaleikur hnáta 1. Katrín Atlad. vann írisi Staub 6:4 og 6:2. 3.-4. Þorbjörg Þórhallsdóttir Þrótti og Ema H. Jónsdóttir TFK. , SVEINAR (f. 1978 og 1979) Einliðaleikur: I. Teitur Marshall Þrótti vann Guðjón Gú- stafsson TFK 6:0 og 6:2. 3.-4. Brynjar Sverrisson Þrótti og Hjalti Kristjánsson. Tvíliðaleikur: Gunnar Einarss./ÓIi Einarsson. MEYJAR Einliðaleikur: Stefanía Stefánsdóttir Fjölni vann Katrínu Atladóttir Þrótti 4:6, 6:1 og 6:3. Tvíliðaleikur: Guðrún G. Stefánsdóttir/Hildur Guð- mannsd. Þrótti unnu Irisi Staub/Katrínu Atladóttir Þrótti 4:6, 6:1 og 6:3. DRENGIR (f. 1976 og 1977) Einliðaleikur: 1. Níels Sigurðsson Sollentuna vann Gunn- ar Einarsson 6:1 og 6:0. 3.-4. Teitur Marshall íjölni og Sigurður Andrésson. Tvíliðaleikur: Níels Sigurðsson/Aðalsteinn Guðjónsson Víkingi unnu Guðjón Gústafsson/Hjalta Kristjánsson TFK. 3.-4. Teitur Marshall Fjölni/Sigurður Andr- ésson. TELPUR Einliðaleikur: Hrafnhildur Hannesd. Fjölni vann Steinunni Garðarsd. 6:2 og 6:0. 3.-4. Stefanía Stefánsdóttir og Eva Illín Dereksdóttir TFK. Tvíliðaleikur: 1. Stefanía Stefánsdóttir Fjölni/Eva H. Dereksdóttir TFK unnu Evu Hrönn Stefáns- dóttir/Svövu Knútsdóttir 6:1 og 6:1. Níels Sigurðsson keppti í fyrsta sinn hér á landi um síðustu helgi og stóð sig vel. BIKARINN KR keppir til úrslita KR hefur þegar tryggt sér sæti í bikarúrslitum 3. flokks íSV-riðli en liðið sigraði Reyni Sandgerði 5:0 um helgina. Mótherjar KR verða annað hvort ÍR eða Fram en leik liðanna var frestað til 12. ágúst vegna utanlands- ferðar ÍR. Stórleikur 8-liða úrslitanna í 2. flokki var á milli KR og ÍA. Skagamenn sigruðu 1:0 með marki Þórðar Guðjónssonar snemma í fyrri hálfleiknum eftir varnarmistök KR-inga. ÍA mætir FH í Kaplakrika í undanúrslitun- um þann 7. næsta mánaðar. FH sigraði HK í miklum baráttuleik í Smárahvammi 2:1 og voru öll mörkin skoruð í fyrri hálfleiknum. Lúðvík Arnarsson og Eggert Þór- arinsson skoruðu mörk FH en Jón Þorgrímur Stefánsson minnkaði muninn fyrir HK. Framarar gerðu út um leikinn gegn Þór á fyrstu tíu mínútunum en þá höfðu þeir þegar skorað tvö mörk en þau urðu níu áður en yfir lauk án svars frá norðan- mönnum. ÍBV vann léttan sigur á Stjörnunni í Eyjum 5:1. Eyjamenn taka á móti Fram í hinum leik undanúrslitanna og verður það án efa hörkuviðureign. Þess má geta að Framarar þurftu einnig að fara til Eyja í 8-liða úrslit 3. flokks. Eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var staðan 5:5 en Framarar stóðu sig betur í vítaspyrnukeppninni. Skoruðu þrjú mörk en leikmönn- um ÍBV mistókst að skora úr fyrstu þremur spyrnum sínum og féllu þar með úr keppninni í 3. aldursflokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.