Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 15 verði forðað frá áliti hagfræðinga og afskiptum þeirrar fjármagns- hagfræði er tröllríður þessu þjóðfé- lagi og byrgir útsýn "til annarra verðmæta. Velgjörð við nemendur Mál er að víkja sér að hinum jákvæðari liðum A og B. Ég sný mér þá fyrst að 6. lið á A-blaði: Efling unglingadeildar við grunn- skóla. Ég fagna þessari hugmynd. Það gerir reyndar gæfumun hvern- ig hún verður framkvæmd. Ég vil minna' á afbragðs gott innlegg Gylfa Þ. Gíslasonar þegar hann var ráðherra menntamála og stofnaði fjórðu bekkjardeildina við efri hluta grunnskólans (þá nefndan gagn- fræðaskóla) vegna þeirra er náðu landsprófi eða samræmdu prófi. Þar þurftu nemendur að fá tilskildar einkunnir í íslensku, stærðfærði, dönsku og ensku til þess að komast í framhaldsskóla. Ég tel að þetta hafí verið ómetanleg skipulagsvel- gjörð við nemendur. Ýmsir þeirra þurftu þennan tíma til þess að ná fullu valdi á náminu. Aðrir týndu sjálfum sér í „frelsi" gagnfræða- stigsins og fundu ekki aftur fyrr en seinan, þ.e.a.s. vanbúna til þess að standast landspróf, en flugu svo síðar gegnum fjórða bekk eins og nýir og betri menn. Þannig hafa slíkir nemendur lýst þéssu fyrir mér. Þessi ijórða deild var síðar lögð niður með lögum og hindranir inn í framhaldsskóla stórlækkaðar öllum til tjóns. Mér er kunnugt um að skólar úti á land hafa starfrækt unglingadeildir a.m.k. hluta vetrar með allgóðum árangri. Ég legg til að fjórði bekkur verði reistur sem unglingadeild allan veturinn. Nem- endur þar hafa ótvíræðan hag af viðbótarári. Próf eru þörf Ég styð eindregið hugmyndina um fleiri samræmd próf (7.1iður á blaði Reykjavíkurborgar) og tel nauðsyn að samræma betur en nú er gert námsefni á því stigi. Ég hef ætíð verið hlynnt námsmati, (5. lið- ur á blaði ráðuneytisins og 7. liður á blaði borgarinnar) prófum og ein- kunnum til þess að kennarinn viti hvort honum hafi tekist sú uppfræð- ing sem honum er um hugað, hvort nemendur hafí veitt henni viðtöku og viti stöðu sína í náminu og að þeir geri sér grein fyrir því að þeir eiga árangur jafnan mest undir sjálfum sér. Þetta er sígild stað- reynd þótt erindrekar frá mennta- málaráðuneyti prediki stundum annað. Mat á skólastarfi er vand- meðfarið og til margs að líta. T.d. er himinhrópandi aðstöður- og starfsskilyrðamunur þeirra skóla, sem hafa stöðugt og samhent starfslið og hinna þar sem kennara- liðið kemur og fer eins og straumur í á. Það er málefni sem ég tel að menntamálaráðherra á hveijum tíma eigi að láta til sín taka og reyna allt til að ráða bót á. Það varðar þjóðarhag ef hann er ekki horfinn í niðurskurðarsvelginn. Bæði - og Áttundi liður á hugmyndablaði Reykjavíkurborgar er fögur en næsta ótrúleg skýjaborg. Hún gæti orðið býsna erfíð í framkvæmd, t.d. ef miða þyrfti stundaskrá allra ann- arra kennara við hentugleika sjálf- boðaliða þá væri verra af stað farið en heima setið. Um níunda lið á blaði borgarinn- ar vil ég segja þetta. Pjölmiðlar, myndbönd og ekki síst tölvur eru eftirsóknarverð og skemmtileg kennslutæki. En þau verða aldrei sami raunveruleiki og kennari og nemendur í skólastofu, síst fyrir unga nemendur. Og það er áreiðan- lega óheillavænleg og varhugaverð stefna að stýra nemendum til æ meiri einangrunar í námi. Sam- skipti við aðra og samvinna er þarf- ur lærdómur og geta varðað varan- lega sálarheill þeirra. í tíunda lið á hugmyndablaði Reykjavíkurborgar er teflt fram þeim kosti að auka heimavinnu og ábyrgð foreldra á námi. Þetta er náttúrulega fjarska falleg hug- mynd. Hún hefur bara við ekkert að styðjast. Áralöng reynsla hefur kennt kennurum, að mjög fáir for- eldrar hafa tíma eða vilja eða áhuga eða getu til þess að sinna námi barna sinna og þaðan af síður að gangast undir ábyrgð á því. Sumir foreldrar telja að barnið eigi eitt að bera fulla ábyrgð á sér. Það er auðvitað jákvætt uppeldisatriði þótt ýmsum nemendum reynist það of- urefli. Aðrir reynast börnum sínum ómetanlegir bakhjarlar í námi. Þannig er allt til og er að sjálf- sögðu einstaklingsbundið. Reglan er þó hið fyrst nefnda. Þess vegna rýrnar heimavinna nemenda ár frá ári. Um afskipti foreldra af skóla- starfi ætla ég að vera fáorð. Þau geta sjálfsagt leitt til gagns, svo fremi sem þeir (foreldrar) gerast ekki hæstaréttardómarar í skóla- starfi og ganga ekki nærri forræði skólastjóra. Lokaorð Það er að verða fín kenning á íslandi, að íslenskir nemendur séu langt á eftir erlendum jafnöldrum sínum og er ýmsu um kennt, s.s. skólum, kennurum og löngu sumar- leyfi. Þær upplýsingar, að vísu fá- ar, sem ég hef getað aflað mér varðandi samanburð grunnskóla- nemenda, íslenskra og erlendra, benda ekki til raunverulegs grunn- munar. Fremur sé um að ræða áherslumun efnis eftir aldursstigi, eitthvað öðruvísi bækur og meiri málakennsla. Ég hygg að þeim mun ráði lengri skóladagur í einsetnum skóla en ekki sumarleyfið. Ég fékk nýlega fréttir af ungum íslendingi sem er að kenna stærð- fræði við undirbúningsdeild Penn- state-háskóla í Bandaríkjunum. Það eru nemendur á íslenskum stúd- entsaldri, 18-19 ára, og honum þykir súrt að þurfa að kenna þeim sömu stærðfræði og hann nam á gagnfræðastigi í sinni sveit. Þetta gerist sem sagt hjá „þeim í útlönd- um“ þrátt fyrir löng skólaár. Mér virðast öll rök hníga að því, að níu mánaða skólaár og þriggja mánaða sumarleyfi með hóflegri vinnu sé hagstæð tilvera fyrir nem- endur. Það er svo athugunarefni hvort menntamálaráðuneytið og aðrir til- lögufúsir aðilar ættu ekki að skera upp herör gegn vinnu með námi. Að hvetja nemendur til að nota betur námstímann og virða með því bæði sjálfa sig og kennara sína, sem flestir leggja sál sína að veði fyrir starfið en hljóta óhjákvæmilega að draga hana inn í sjálfsvarnarskel þegar þeir mæta sinnuleysi og kæruleysi nemenda (ekki getuleysi) jafnvel árum saman. Hugvekja frá menntamáláráðherra um þetta efni væri þarfari en hugmyndablöð, eins og þau, sem ýttu þessari grein úr vör. Skútuvogur 12A - Reykjavík - S 812530 Ymis auka- búnaður. Vökva- brofhamrar og borar. qröfur -1mmmmmmMmm 0.3 - 6.S tonn Þessi tæki hofa nú þegar sannað ógæti sitt við fjölbreyttar aðstæður hér ó landi. Sýningarvélar til staðar. Ráðgjöf - sala - þjónusta. Höfundur er kennari. Ætlar þú að ferðast innanlands í sumar + FJOLSKYLDUPAKK11 TJALD DR-8 + 1SVEFNPOKI 4 manna tjald úr bómull, himinn úr nælon 1 NITESTAR svefnpokar -5° + UNGLINGAPAKKI KULUTJALD + 1 S VEFNPOKI DD-200 kúlutjald 1 NITESTAR 3 svefnpoki -10° SETT-SUMARHUSGOGN HRINGBORÐ + 4 STÓLAR Borð og 4 plaststólar 91 - 621780 tlringdu - viO sendum bæhling Sendum einnig T pöstkröfu + VEISLUPAKKINN KÆLIBOX + PICNICSETT + POTTASETT Kælibox 40lítra 4 stólar og borð í tösku 3 pottar, panna og ketill IflPV FAGFOLKlFERÐAVORUM fmg&SÉL' JBl8ll| ^ ÞJONUSTA CAEÐI ÞEKKINC Nældu þer i plöstilboð í Seglagerðinni. +FJÖLSKYLDUBAKKI2 TJALD - Lappland + 2 SVEFNPOKAR Stórt 5 manna tjald með stórum fleyghimni 2 NITESTAR svefnpokar -5° Opið um helgins LAUGARDAG kl. 10 - 16 SUNNUDAG kl. 14-17 .par sem feröalagið bgrjar! SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLOÐ 7 • REYKJAVIK • SIMI91-621780 • FAX 91-623853

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.