Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 11 Takmarkanir á akstri vinnuvéla á stofnbrautum: Greiðari umferð og minni slysahætta eftir Svein Andra Sveinsson Reglur er takmarka akstur vinnu- véla og dráttarvéla á umferðarmestu götum höfuðborgarsvæðisins gengu í gildi þann 1. júlí sl., eins og flestir ökumenn hafa sjálfsagt tekið eftir. Er nú akstur vinnuvéla bannaður allan sólarhringinn á Kringlumýrar- braut sunnan Listabrautar, á Hafn- arfjarðarvegi frá Kringlumýrarbraut að Vífilstaðavegi og á Vesturlands- vegi milli Reykjanesbrautar og Höfðabakka. Á virkum dögum frá kl. 7.30 til 9 og frá 16.30 tii 18.30 mun bannið gilda á Vesturlandsvegi frá Höfða- bakka að Skarhólabraut í Mos- fellsbæ, á Gullinbrú, á Sæbraut, að mörkum Garðabæjar og Hafnarfjarð- ar, á Stekkjarbakka milli Reykjanes- brautar og Höfðabakka, á Breið- holtsbraut, á Höfðabakka norðan Stekkjarbakka á Bæjarhálsi, á Suð- urlandsvegi milli Bæjarháls og Breið- holtsbrautar, á Miklubraut, á Kringlumýrarbraut norðan Lista- brautar, á Hringbraut austan Suður- götu, á Bústaðavegi á Hafnarfjarðar- vegi sunnan Lyngáss, á Reykjavíkur- vegi norðan Strandgötu og á Álfta- nesvegi austan heimreiðar að Bessa- stöðum. Langur aðdragandi Á síðasta ári samþykkti stjóm Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu fyrstu tillögu sínar að reglum um takmarkanir á akstri vinnuvéla. Var það í kjölfar mikillar umræðu meðal sveitarstjórnarmanna á svæðinu um þessi mál. Þesar tillög- ur voru sendar til umsagnar ýmissa aðila, meðal annars komu umsagnir frá Félagi vinnuvélaeigenda og Verk- takasambandinu. Var tekið tillit til margra þessara athugasemda. Það var síðan á stjórnarfundi í ár sem tillögurnar voru samþykktar í endan- legum búningi og sendar aðildar- sveitarfélögunum til samþykktar. Eftir samþykki þeirra voru þær sendar viðkomandi lögreglustjórum og auglýstar í Lögbirtingablaðinu. Framúrakstur og afkastageta Meginrökin að baki þessum tak- Sveinn Andri Sveinsson „Menn verða að koma upp því vinnulagi að hafa vinnuvélarnar á vinnustað og í þeim til- vikum sem fara verði með vinnuvélarnar milli hverfa að nota fá- farnari götur eða hreinlega flylja þær á milli á vörubílspalli.“ mörkunum eru tvíþætt. Annars veg- ar er það aukið umferðaröryggi sem af þessu hlýst. Það gefur auga leið að akstur hæggengra vinnuvéla á vegum með háum hámarkshraða leiðir af sér aukinn framúrakstur og þar með aukna slysahættu. Færa má og gild rök fyrir því að umferð hæggengra vinnuvéla um umferðar- þungar götur auki hættu á aftaná- keyrslum. í skýrslu Talnakönnunar hf. um umferðarslys í Reykjavík, sem unnin var fyrir umferðarnefnd Reykjavíkur kemur fram að aftaná- keyrslum hefur fjölgað ár frá ári, en þau verði helst á stofnbrautum og við umferðarljós. Vekur það athygli að 37% meiðsla á folki í umferðinni er vegna aftanákeyrslna. Hins vegar eru þau sjónarmið að baki er snúa að þeirri íjárfestingu sem liggur í gatnamannvirkjunum, í þeim mannvirkjum til að mynda sem takmarkanirnar ná til liggja milljarð- ar af opinberu fé. Mannvirki þessi eru byggð til þess að afkasta ákveðnu magni af umferð. Því jafn- ari sem umferðin um götumar er, þeim mun meiri eru afköstin. Hæg- gengar vinnuvélar draga að sjálf- sögðu úr þessari afkastagetu og geta oft á tíðum skapað umferðaröng- þveiti. Eitt besta dæmið um slíkt mannvirki er Ártúnsbrekkan, sem í raun er sprungin hvað afkastagetu varðar, en þar aka um að jafnaði tæplega 50.000 bílar á sólarhring. Á þessum stað hefur umferð vinnuvéla verið bönnuð allan sólarhringinn til að reyna að greiða fyrir þessum 50.000 bifreiðum. Viðbrögð vinnuvélaeigenda Þessar reglur hafa hlotið mjög góð viðbrögð flestra, að undanskildu Fé- lagi vinnuvélaeigenda. Telja þessi samtök reglurnar gera vinnuvélaeig- endum og verktökum erfítt um vik að sinna störfum sínum, auk þess sem umferð vinnuvéla í íbúðarhverf- um aukist við þetta og þar með slysa- hætta. Varðandi fyrra atriðið er það að segja að menn verða að gera sér það ljóst að vinnuvélar eru síðast og síst hugsaðar sem samgöngutæki. Menn verða að koma upp því vinnulagi að hafa vinnuvélamar á vinnustað og í þeim tilvikum sem fara verði með vinnuvélarnar milli hverfa að nota fáfarnari götur eða hreinlega flytja þær á milli á vörabflspalli. Um síðara atriðið er það að segja, að ef velja eigi á milli þess að vinnu- vélar fari um stofnbrautir eða götur í íbúðarhverfum, hljóta hinar síðar- nefndu að verða fyrir valinu þar eð minni slysahætta hlýst af því, enda má segja að með því sé verið að halda niðri hraðanum á þeim götum. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ódýru, vinsælu hressingar- og heilsudagarnir á Hótei Örk hefjast á ný 30. ágúst og standa Í7 vikur Verðfrá kr■ 3.000 á dag Á dagskránni veröur: Yogaleikfimi Hugrækt Sund og líkamsrækt Fræðsla um heilnæma lifnaðarhætti Skemmtikvöld með vinsælum listamönnum Gönguferðir og útivist Lágmarksdvöl 2 nætur ítvíbýli* Heilsufæði Sjúkranudd Slökunarnudd Svæðanudd Aromatherapy Andlitsböð Hand- og fótsnyrting Hvíld og skemmtun - hámarksdvöl 2 vikur *Verð fyrir manninn í tvíbýli 2 vikur kr. 3.000 pr. nótt 1 vika kr. 3.500 pr. nótt 4 nætur kr. 3.850 pr. nótt 2 nætur kr. 4.450 pr. nótt Aukagjald fyrir einbýli kr. 1.500 pr. nótt Innifalið. Gisting í björtum, rúm- góðum herbergjum með öllum þægindum, heilsufæði (hálft fæði), yogaleikfimi, hugrækt, fræðsla- og kynning, skemmtun | og píanóleikur. Hringið og biðjið um að fá senda dagskrá ^HÓTEL ÖÐK Hveragerði, sími 98-34700 — myndsími 98-34775. Metsölublað á hveijum degi! ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR. HAGKAUP - allt í einni ferö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.