Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 Bamaheíll er þjóðar heill eftirÁsgerði Jónsdóttur Fyrir nokkru síðan kom til mín einn af aðilum Samfoks, fékk mér í hendur blöð með nokkrum hug- smíðum menntamálaráðuneytis og Reylqavíkurborgar um skólamál landsmanna og bað mig að lesa þær til álits og umságnar. Ég hef nú gert það og sannar- lega hef ég margt við þær að at- huga og gagnrýna. Það fyrst, að ég fæ hvergi séð að kennarar eigi einhveija hlutdeild í þessu hug- myndaframlagi, mér sýnist það mjög ólíklegt, og í öðru lagi að fremur skuli leitað til Hagfræði- stofnunar háskólans um hag barna en til kennara og reynslu þeirra. Það þarf að leita langt aftur í aldir til þess að fínna svo auðsæja lítils- virðingu vinnuveitanda á starfsfólki sínu. Forræði s veitarstj ór nar? Nei! Fyrstu liðir hugmyndablaðanna TILBOÐSVERÐ ÁSKÓM Teg. 6310. Sterfcir leðurskór Stærðir: 36-45. Verð kr. 4.800;■ Nú kr. 3.680,- Teg. 6330. Sterkir leðurskór Stærðir: 36-47. Verð kr. S.290,- Nú kr. 3.880,- Teg. 1654. Mjúkur leðurskór m/dempara í hæl. Stærðir: 36-41. Verð kr. 5.050,- Nú kr. 3.980,- »hummél^ SPORTBÚÐIN; ÁRMÚLA 40 ■ símar 813555 og 813655. varðandi forsjón sveitarfélaga falla saman. Ég er algjörlega mótfallin þessari stefnu í skólamálum. Sveit- arstjómir hafa sjaldnast verið mjög skilningsríkar á skólamál og fer það ekki eftir stærð sveitarfélaganna. í jafn fámennu þjóðfélagi og okkar verða mörg sveitarfélög of lítil til þess að geta staðið nógu vel að til- skildri menntun bama sinna. Auk þess gæti það orðið þrætubókaratr- iði og margra nefnda mál hvað væri lítið sveitarfélag og hvað væri stórt. Ég tek hér upp sérstaklega 1. lið á blaði borgarinnar. Þar seg- ir: „... stór sveitarfélög fái að stjórna skólmálum sínum. Átt er við aukið fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga og skóla.“ Ég leyfí mér að efast um að hugmyndasmið- ir þessarar klásúlu viti merkingu eigin orða. En svona óskilgreindur og óábyrgur útsláttur orða er jafn innihaldslaus og forgengilegur og kosningablaðra. Engin hugleiðing sést um það hver og hvemig ætti að auka þetta fjárhagslega sjálf- stæði. Ef hugmyndin er, að það verði gert með framlagi úr bakvös- um ráðherra, eins og í heilbrigðis- þjónustunni, þá verður það óhjá- kvæmilega og eðli sínu samkvæmt að pólitískri vöru og þ.a.l. að vondu málefni. Skólamál og menntun eru sameign og samábyrgð þjóðarinnar og eiga að standa og varðveitast sem slík. Ég minnist í þessu efni orða Kristjáns J. Gunnarssonar fræðslustjóra í Reykjavík þegar hann kynnti okkur kennumm grunnskólalögin. Hann sagði, að sumum þætti þau of einbeitt og aðhaldssöm og líkleg til þess að hefta tiltekið undanþágufrelsi. Hann sagði, að grunnskólalögin ættu að ná til allra landsins bama og vera þannig úr garði gerð, að ekki væri hægt að fara í kringum þau nemendum í óhag en ýmsar sveitarstjómir og jafnvel foreldrar hefðu einmitt tilhneiginu til slíks. Hann sagðist tala af reynslu sem fyrrverandi kennari bæði í sveit og borg. Ég var mjög sammála Krist- jáni Gunnarssyni og er það enn. Orð hans standa í fullu gildi hér og nú. Það væri víssulega ávinning- ur fyrir menntamálaráðherra að líta til þeirra. Lýst eftir menntastefnu Okkar íslenska þjóðfélag er lítið en almennt séð vel upplýst. Því er lífsnauðsyn að hafa sameiginlega rpenntastefnu, sem nær til allrar þjóðarinnar. Það ætti að vera metn- aðarmál og skylda sérhvers menntamálaráðherra að skapa slíka stefnu og standa vörð um hana, þjóðinni til hagsbóta. Það væri óneitanlega virðingarverðara verk- efni en að launa þijátíu nefndir til þess að splundra því menntakerfi, sem fæít hefur þjóðina í fremstu raðir menningarþjóða á ótrúlega skömmum tíma. íslenskir nemendur eru ekki eftirbátar erlendra námsfélaga Annar, þriðji og fjórði liður á blaði ráðuneytisins og þriðji liður á blaði Reykjavíkurborgar fjalla um lengingu og styttingu innan náms- tímans. Ég sé þar, að námstími í skólum er býsna mismunandi. Kristján J. Gunnarsson sagði á fyrr- nefndum kynningarfundi að grunn- skólalögin ættu að tryggja nemend- um jafnan námstíma. Hneigðin til að bregða fæti fyrir lög lifir góðu lífi. Hugmyndin um lengingu skóla- árs fram yfir 9 mánuði er ákaflega óviturleg og afleit og stefnir ekki að þroska nemenda nema síður sé. Hún er einnig líkleg til þess að valda enn meiri mismunun nemenda en fyrir er. Hvaða menntamálaráð- herra vill standa að slíkri þróun mála? Þessi „hugsjón" hefur skotið upp kollinum við og við síðustu ár með þeim rökstuðningi að við þurf- um að vera eins og „þeir í útlönd- um“. Ég hef aðra skoðun og mun rökstyðja hana. Ég held að það sé nokkuð alkunn staðreynd að Islend- ingar sem fara til náms erlendis eru engir eftirbátar námsfélaga sinna nema síður sé. Mörgum þeirra fínnst sem þeir hafí undir fótum víðari völl og styrk frá hversdags- legri reynslu þar sem hinir eiga allt undir bókstafnum og hæfíleika- munur ekki fyrir fyrir hendi. Vera kann að í einhveijum tilvikum séu þessir íslensku námsmenn erlendis eitthvað eldri en hliðstæðir félagar þeirra, t.d. ári eða svo. Ég tel al- menna velgengni þeirra hafa ein- dregið sönnunargildi fýrir þá skoð- un mína, að þeir hafi grætt en ekki tapað á níu mánaða skólaári og þriggja mánaða sumarleyfí. Því skuli sá háttur í heiðri hafður enn um sinn. Lítil saga úr lífinu Ég get ekki stillt mig um að hnykkja á þessari skoðun minni með frásögn af nokkurra ára gömlu atviki. Ég var á samnorrænu nám- skeiði grunnskólakennara í Svíþjóð. Þema námskeiðsins var móðurmálið og kennsla þess. Skipulag: Fyrir- lestrar á morgnana og hópvinna síðdegis. Hver hópur var blanda mismunandi margra einstaklinga frá öllum Norðurlandaþjóðunum nema Færeyingum. Svíar voru víð- ast hvar fjölmennastir. Hópstjórinn í mínum hópi var Svíi, ungur huggu- legur, glaðbeittur og talsvert upp- hafínn. Einn daginn réðist hann að mér með þó nokkru offorsi og spurði hvort það væri rétt að íslendingar hefðu sVona langt sumarleyfi til þess að börnin gætu unnið sér inn peninga. Ég hafði enga löngun til þess að láta í minni pokann og Funheitt grilltilboð á þurrkrydduðum Goða grill- sneiðum Ásgerður Jónsdóttir „Ég legg til að börnum og skólastarfi verði forðað frá áliti hag- fræðinga og afskiptum þeirrar fjármagnshag- fræði er tröllríður þessu þjóðfélagi og byrgir útsýn til annarra verðmæta.“ svarði kurteislega því, að til þess gætu legið margar ástæður þótt ég nefndi fátt eitt. Fyrsta: Að sumar væri stutt á íslandi og nemendur yrðu að fá að njóta þess. Annað: Að gefa nemendum kost á að víkka sjóndeildarhring sinn og þekkingar- heim utan skólans með starfi á ein- hveijum vettvangi og ekki síst und- ir handleiðslu fullorðinna. Við hefð- um engan áhuga fyrir sumarlöngu púli þótt slíkt þekktist óneitanlega einkum meðal eldri nemenda, en við vildum að nemendur kynnu jöfn- um höndum að starfa og njóta frels- is. Að lokum skýrði ég frá því, að með hliðsjón af löngu sumarleyfi hefði grunnskólakennurum verið gert að skyldu að veija a.m.k. einni eða tveimur vikum þess til endur- menntunar. Menntamálaráðuneytið byði upp á margháttuð námskeið og aðsóknin væri með þeim ein- dæmum að líklega megi telja ís- lendinga námskeiðsglöðustu þjóð sem um getur. Ég hefði sjálft tekið þátt í mýmörgum námskeiðum allt frá einni viku upp í sex vikur á sumri og jafnan hitt þar fyrir ótrú- legan mannfjölda. Éftir að hafa hlýtt á þessu greinargerð sagði ungi hrokagikkurinn hógværlega: „Þetta er líklega alveg rétt hjá ykk- ur“, og ég gat ekki annað en dáðst að því hversu fallega hann játaði sig sigraðan. Síðan tók hann að segja okkur frá námskeiðshaldi sænskra grunnskólakennara sem honum fannst hvorki vera fugl né fiskur. Danir tóku í sama streng að því er þá varðaði. Sú frétt hafði borist til Danmerkur, sögðu þeir, að íslenskir grunnskólakennarar hefðu (í sumarfríum) verið látnir fara gegnum stærðfræði- og eðlis- fræðiverkefni í mótun til reynslu. (Ég tók þátt í því. Það var mjög skemmtilegt). Farið hefði verið fram á það við danska grunnskóla- kennara að þeir gerðu hið sama en þeir þverneitað að fórna einum degi af sínu stutta sumarleyfi. Ég vona að lesandi minn skilji að ég er enn að rökstyðja skoðun mína um óbreytt námsár og sumar- leyfí á íslandi frá því sem nú er. Lítil breyting verður margföld framkvæmd Ef horfíð yrði að lengra námsári í grunnskólum mundi þeirri gerð fylgja fleiri frí hér og þar á náms- tímanum eins og gerist erlendis. Það er til þess ætlast að annað- hvort foreldra sé heima og fylgist með nemendum. Hér eru báðir for- eldrar flestra bama í vinnu utan heimilis. Þeim mundi reynast erfítt og jafnvel ómögulegt að samrýma skyldu sína við starf og dreifðu skólaleyfín. Slíkt gæti orðið þeim og atvinnuveitendum dýrt fjárhags- legt spaug. Viðbúið er að fram komi ^ ákall til skólanna um breytingar í þágu Péturs og Páls. Slíkt er ófram- kvæmanlegt. Skipulagning skóla- i starfs er óhemju flókið og viðamik- ið viðfangsefni. Yfírkennari sem hefur það starf með höndum segir: 0 Hver einföld breyting verður marg- föld í framkvæmd. Henni má líkja við klofningu atoms. Þekking er betri en vanþekking í þriðja lið á hugmyndablaði borgarinnar birtast býsna merki- lega tillögur varðandi viðmiðun skólaárs (rætur þeirra leyna sér þó ekki) og um skólastarf. Vita að- standendur þessara tillagna ekki: Að sauðburður er víðast hvar um garð genginn fyrir núverandi lok skólatíma? Að skóli hefst þó nokkru fyrir réttir á haustin? Að útikennsla er ekki óþekkt fyrirbæri í skólum, , : en ógerlegt að skipuleggja hana vegna ótryggrar veðráttu og hugs- anlegs verustaðar? Að vettvangs- og umhverfisfræðsla hefur verið iðkuð í skólum áratugum saman, bæði í nærvídd og fjærvídd, og að þessari starfsemi er þröngur stakk- ur skorinn bæði vegna skipulags tvísetins skóla og fjárhags viðkom- andi sveitarfélaga. Það hefði verið viturlegra að afla sér upplýsinga um þessi mál í stað þes að hampa þessari flumbrulegu hugmynda- fræði. Það er raunar ekki vansa- laust hve margir hafa ranghug- myndir um skólastarf. Svo gerist það e.t.v. að menn kynnast því bak við yfírborðið að verða slegnir furðu af því mikla og fjölbreytta starfi sem þar fer fram. Leiðin til framtíðar? Vitur maður sagði eitt sinn við ■ mig, að sérhver einstaklingur þyrfti að fá að þróast í friði sín ævinnar skeið, bernsku, æsku og unglingsár til þess að verða farsællega fullorð- in manneskja. Mér detta þessi gull- kom ósjálfrátt í hug þegar ég sé í ■ þriðja og fjórða lið á hugmynda- ■ blaði menntamálaráðuneytisins áætlun um, að í kjölfar lengra skólaárs komi fækkun ára til stúd- entsprófs til þess að menn geti fyrr komist í sérfræðiskor og síðar emb- ætti með æ minni mannþekkingu, lífsreynslu og þ.a.l. vitsmuna- þroska. Er þetta viturlegt, mennta- málaráðherra? í þriðja lið á blaði menntamála- ráðuneytisins er einnig vikið að út- skrift grunnskólanemenda á mis- jöfnum aldri. Ég geri ráð fýrir, að þar yrði námsgeta líðandi stundar notuð sem mælistika. Ég hef kennt nemendum með flest eða öll stig námsgetu, m.a. nemendum sem hraðað var um aldur fram ýmist vegna bráðgerra námshæfíleika, _ foreldrametnaðar eða af tilviljun. Það brást aldrei, og ég hygg að sú sé reynsla flestra kennara, að ég _ fann aldursmuninn í ótal viðbrögð- um hvað sem námsgetunni leið. Þetta kemur engum kennara á óvart, sem fylgst hefur með hrað- skreiðum þroskaferli nemenda sinna milli ára á þessu aldurskeiði. Á vissu.árabili taka stelpur hra'ðari framförum en strákar en síðan hægari en þeir á öðru. Ég verð að láta þess getið, að ég tel mig hafa verið mjög lánsama með nemendur, hvað sem leið mismunandi náms- getu þeirra, þ.á m. úrvalsnemendur svo gáfaða og vitra að þeim datt ekki í hug að æða yfír námsstig þótt þeir hefðu meira en næga burði til þess. Yfirburðir þeirra nutu sín í þakksamlegri aðstoð við félaga sína. Ég get ekki óskað þeim far- sælli skrefa til framtíðar. Mér þyk- ir harðla óvíst að hagfræðingar og þar með talin Hagfræðistofnun há- skólans skilji eða meðtaki mál mitt þar sem hér er um að ræða Iifandi ■ manneskjur en ekki staðlaðar tölur á blaði, línurit, stuðlarit, kúrfa eða hagvöxt af neikvæðri sáningu. Ég legg til að börnum og skólastarfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.