Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 n Skálholtshátíð 26. júlí Skálholtshátíð 1992 verður hald- in sunnudaginn 26. júlí með hefð- bundinni dagskrá. Hátíðarguðs- þjónusta verður kl. 14, þar sem staðarprestur, sr. Guðmundur Óli Ólafsson, prédikar, organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Skál- holtskórinn syngur. Hátíðarsamkoma verður klukkan 16.30. Síra Jónas Gíslason, vígslu- biskup, flytur ávarp og Sveinbjörn Björnsson, háskólarektor, flytur hátíðarræðu dagsins. Frú Inga Backmann syngur einsöng við und- irleik Hauks Guðlaugssonar, söng- málastjóra. Kaffí verður selt í Skálholtsskóla. Skálholt stendur nú á tímamót- um. Það er á ný orðið biskupsset- ur, en vígslubiskup Skálholtsstiftis fluttist á staðinn 1. júní sl. Nýr rektor hefur verið ráðinn til starfa, síra Kristján Valur Ingólfsson, og mun hann flytjast á staðinn á næst- unni. Loks má geta þess, að starf- andi er stjórnskipuð nefnd til þess að gjöra tillögur um framtíðarskip- an mála í Skálholti. Frá því endurreisn Skálholtsstað- ar hófst undir forystu Sigurbjarnar Einarssonar, biskups, hefur Skál- holt eignast marga góða og trausta vini, bæði innanlands og utan, er sýnt hafa mikinn áhuga á eflingu Skálholts. Einn slíkur Skálholtsvinur var dr. Regin Prenter, kunnur danskur guðfræðiprófessor og mikill ís- landsvinur. Er hann lézt, ánafnaði hann Skálholti hluta af bókasafni sínu. Ómetanlegt er að eiga vini, er sýna hug sinn til Skálholts á slík- an hátt. Við blessum minningu dr. Prenters og annarra þeirra, er sýnt hafa hlýhug sinn til staðarins í verki. Þetta leiðir hugann að því mikla og dýrmæta bókasafni, sem er á staðnum. Fram að þessu hefur þröngur húsakostur háð safninu mjög, svo að það hefur ekki verið aðgengilegt til afnota. Skráningu safnsins er að ljúka og brýna nauð- syn ber til þess að efla það á allan hátt. Gaman væri ef íslenzkir bóka- útgefendur vildu sýna hug sinn til Skálholts með því að gefa bóka- safni staðarins útgáfubækur sínar. Margir unnendur kirkju og kristni bera þá ósk í brjósti, að Skálholt megi enn skipa veglegan sess í trúar- og menningarlifi ís- lenzkrar þjóðar. Sumartónleikar í Skálholti sýna glöggt, hvað gjöra má á staðnum til eflingar trúar- og menningarlífi þjóðarinnar. Brýnasta verkefnið nú er að auka húsakost í Skálholti, svo að þar verði tækifæri til þess að taka á móti stærri hópum til dvalar en nú er. Ég hvet velunnara Skálholts til þess að fjölmenna á Skálholtshátíð og sýna þannig stuðning við eflingu staðarins. Jónas Gíslason. TILBOÐ Á PRINCIP HILLUSAMSTÆÐUM Viö verðum meö 30*%> dfslátt 3Í PRINCIP hillusamstæðum út ágúst. PRINCIP raðast saman á ýmsa vegu og er til í beyki, hvítu og svörtu. PRINCIP hillusamstæðan er meira en fegurðin ein. > cá (0 E O) * á * Hún hefur staðist • möbelfalcta styrkleika- og endingarprófið hjá rannsóknarstofnun sænska húsgagnaiðnaðarins. — engu öðru líkt KRINGLUNNI 7 — 103-REYKJAVÍK — SÍMI 91-686650 a/o fNP0KAB 1/ERÐ fK gön VEBÐ Fjj{ 7.780 ogfölJ- barna;erðFRá REGN; FATNff FRA VEBÐ 4.840 CE) Raðgreiðslur Póstsendum samdægurs 3RARAK fKAMUR SNORRABRAUT 60 • 105 REYKJAVÍK SÍMAR: 1 20 45 OG 62 41 45

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.