Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 t Útför föður okkar, GUÐJÓNS Ó. GUÐJÓNSSONAR, fer fram frá Fríkirkjunni (ekki Dómkirkjunni) föstudaginn 24. júlí 1992 kl. 13.30. Dóra Nordal, Marta Guðjónsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, VIÐAR GUÐBJÖRN DANÍELSSON múrarameistari, lést á heimili sínu 21. júlí. Guðrún Lilja Friðjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Bróðir okkar, SIGURJÓN JÚLÍUS ÞORVALDSSON frá Raufarfelli, Austur-Eyjafjöllum, andaðist í Landspítalanum miðvikudaginn 15. júíí. Útförin ferfram frá Fossvogskapelluföstudaginn 24. júlfkl. 13.30. Fyrir hönd systkina, Elín Þorvaldsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÁRNI STEFÁNSSON, Kolbeinsgötu 20, Vopnafirði, lést í Fjórðungsjúkrahúsinu á Akureyri þann 16. júlí. Útför hans fer fram frá Vopnafjarðarkirkju föstudaginn 24. júlí kl. 14.00. Jarðsett verður að Hofi. Elísabet Sigurðardóttir, synir og fjölskyldur. t Ástkær eiginkona min, móðir, tengdamóðir og amma okkar, KRISTJANA KATRÍN ÁGÚSTSDÓTTIR, Reykjavíkurvegi 4, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 13. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Guðjón Gísiason, Eria Guðjónsdóttir, Eiður Friðriksson, Gfgja H. Eiðsdóttir, Guðjón F. Eiðsson, Kristbjög Eiðsdóttir. t Vinkona okkar og systir, GUÐRÚN MARÍA TEITSDÓTTIR frá Bergsstöðum, Vatnsnesi, Vestur-Húnavatnssýslu, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 24. júlí kl. 15.00. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Skjól. Elín Þórdis Björnsdóttir, Sigurbjörn Björnsson, Sigurður Björnsson, Gróa Björnsdóttir, Haraldur Teitsson, Jóhann Heiðar Jóhannsson, Svava Björnsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Sólveig Sigurbjörnsdóttir, Karl Teitsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GUÐLAUGSSON frá Hafursstöðum, Árbraut 3, Blönduósi, sem lést í Héraðssjúkrahúsinu, Blönduósi, 19. júlí sl., verður jarð- sunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 25. júlí kl. 15.00. Auðbjörg Albertsdóttir, Hólmfrfður Auðbjörg Sigurðardóttir, Albert Sveinbjörn Sigurðsson, Svava Leifsdóttir, Hafþór Örn Sigurðsson, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Sigrún Björg Sigurðardóttir, Hörður Kristinsson, Bergþóra Hlíf Sigurðardóttir, Ólafur Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hrefna M. Hallgríms- dóttir - Minning Fædd 24. apríl 1934 Dáin 17. júli 1992 Auð né heilsu ræður engi maður þótt honum gangi greitt; margan það sækir, er minnst um varir, engi ræður sættum sjálfur. (Úr Sólarljóðum) Mig langar aðeins í fáeinum orð- um að kveðja hana Hrefnu frænku mína. Við áttum margar góðar stundir saman hér áður fyrr, þó að leiðir okkar hafi skilist hin síðari ár. Þeg- ar ég átti heima í Sólheimunum og á Bústaðaveginum var stutt á milli okkar og við hittumst mjög oft á þeim árum. Hrefnu var mjög gott heim að sækja, hún var góð hús- móðir og afar greiðvikin. Barngóð var hún og var alltaf tilbúin að gæta dætra minna ef á þurfti að halda. Nú er lífsleið hennar á enda og veit ég að friður Guðs mun blessa hana. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég börnunum hennar, tengda- bömum, barnabörnum og systkin- um. Megi Guð styrkja ykkur á sorg- arstundu. Nú legg ég aupn aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Halla frænka. Hrefna Margrét Hallgrímsdóttir lést að heimili sínu Skúlagötu 80 í Reykjavík 17. júlí sl. eftir að hafa um hríð gengið með sjúkdóm sem lagði hana að velli. Hún var ekki gömul að árum þegar kallið kom, en lífsreynsla hennar var slík að það hlaut að setja mark sitt á líf hennar hin síðari ár. Hrefna hafði hlýtt hjartalag og mátti ekkert aumt sjá án þess að vilja hjálpa og styðja. Þetta má meðal annars sjá af því að hún starfaði við heimilis- hjálp hjá öldruðum um árabil, margt það fólk sem hún átti samskipti við í gegnum starf sitt hélt við hana tryggð og fylgdist með henni og hennar fólki allt fram til þess að yfir lauk. Þessi vinátta gamla fólks- ins og Hrefnu hélst þrátt fyrir að hún hætti störfum fyrir mörgum árum. Samkvæmt vinnuplani bar henni aðeins að hjálpa fólki við þrif og önnur heimilisstörf, en samúð henn- ar vegna einmanaleika fólksins varð til þess að hún sinnti því langt út fyrir það sem henni bar og uppskar í staðinn vináttu og hlýju. t Systir mín og frænka, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Hátúni 10b, síöasttil heimilis í Lönguhlíð 3, lést þriðjudaginn 21. júlí. Sigríður Guðmundsdóttir, Guðri'öur Þorsteinsdóttir. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐRÚNAR MARKÚSDÓTTUR, Sóivaliagötu 6. Markús ívar Magnússon, Svanhildur Sigurðardóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Trausti Júlíusson og barnabörn, Sigrún Markúsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HJÁLMARS EIÐSSONAR bankafulltrúa, Birkihlíð 16, Vestmannaeyjum. Guðrún Ágústa Óskarsdóttir, Jóhanna Hjálmarsdóttir, Viðar Hjálmarsson, Jóna S. Guðmundsdóttir og barnabarn. Erfklrykkjur Glæsíleg kaffi- JiJaðlxirð íallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 2 23 22 ,-x FLUGLEIDIR HðTEL LtFTLEIIU BLOM - SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá ki. 9-22. Sími 689070. Hrefna fæddist í Bolungarvík. Foreldrar hennar voru Hallgrímur Jónsson sjómaður og seinna verka- maður og kona hans Halldóra Hjálmarsdóttir. Hún var elst átta systkina en tvö þeirra dóu í frum- bernsku. Fimm systkina hennar eru á lífi; Rut sem býr á Akranesi, gift Jóni Eiríkssyni; Friðgerður búsett á ísafirði, gift Magnúsi Arnórssyni; Garðar sem býr í Reykjavík, kvænt- ur Rögnu Ragnarsdóttur; Ester sem býr í Bolungarvík, gift Jóni Péturs- syni; og Svanhvít sem býr í Grinda- vík. Þegar Hrefna var 14 ára missti hún móður sína sem lést eftir lang- varandi veikindi. Fráfall móður hennar varð henni gífurlegt áfall. Heimilið leystist upp og börnin fóru sitt í hveija áttina. Hrefna fór til ísafjarðar þar sem hún dvaldi hjá ngibjörgu, móðursystur sinni. Á ísafirði kynntist hún fyrri manni sínum, Jóni Símonarsyni. Þau eign- uðust þrjú böm; Símon Jóhann stýrimann. Hann er kvæntur Björk Erlendsdóttur. Þau eiga þijú börn, Símon á tvö böm frá fyrra hjóna- bandi; Halldóru bankastarfsmann á Flateyri, gifta Reyni Traustasyni stýrimanni. Þau eiga fjögur böm. Þá eignuðust þau dreng sem dó hálfsmánaðar gamall. Hrefna og Jón slitu samvistum. Þá lá leið hennar á Akranes þar sem hún dvaldi um hríð hjá Rut systur sinni. Þar kynntist hún seinni manni sín- um, Héðni Hjartarsyni. Með honum eignaðist hún þijú börn; Margréti, hún er í sambúð með Einari Al- berti Sigurðssyni; andvana fætt stúlkubam; Yngst barna Héðins og Hrefnu er Ásrún Guðríður sem dvelst á sambýlinu á Grundarlandi. Ásrún þurfti alltaf mikla umönnun og umhyggju sem Hrefna veitti henni. Segja má að hún hafí ásamt manni sínum lagt alla sína krafta í það hin síðari ár að koma henni til þess þroska að hún gæti orðið sem mest sjálfbjarga. Hrefna var einstaklega glaðlynd framan af ævi en jafnframt tilfínninganæm og ör. Það er enginn vafí á því að þau áföll sem hún varð fyrir á lífshlaupi sínu urðu til þess að hún átti á stundum erfítt hin síðari ár. En þrátt fyrir erfiðleika sína gleymdi hún aldrei lítilmagnanum og þeim sem áttu um sárt að binda af ein- hverjum ástæðum. Það er vissa mín að hún á góðri heimkomu að fagna í nýjum heimkynnum. Megi lifa minningin um góða konu sem lífið lagði miklar byrðar á herðar. Reynir Traustason. öÁ'iecýtivupciT, Opið alla daga frá kl. 9-22. 'aCia FÁKAFEN111 SÍMI: 68 91 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.