Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992
Breytt hugarfar
- betri lífskjör
eftir Árna
Brynjólfsson
Ástandið á vinnumarkaðinum
veldur því að nú hugsa menn og
ræða meira en áður um hvað gera
skuli til þess að vinna upp það sem
á vantar í sjávarútvegi, hvernig
skapa skuli verðmæti sem þjóðin
þarfnast, en hvað er til ráða?
Áberandi röksemd í umræðunni
er „meiri menntun, — við þurfum
að mennta fólkið okkar betur“.
Þetta eru rök sem flestir hiksta á
að andmæla, en það bendir margt
til þess að meiri þörf sé á að mennta
fólkið okkar öðruvísi.
Hvernig menntun skyldi okkur
vanta, þurfum við fleiri löglærða?
Sennilega ekki, erfitt er að sjá
hvernig menntun þeirra gæti orðið
til þess að auka útflutningsfram-
leiðsluna eða að skapa fleiri at-
vinnutækifæri. Sama má raunar
segja t.d. um málfræðinga, sál-
fræðinga, viðskiptafræðinga og
fleiri starfsgreinar, menntun þeirra
er í sjálfu sér mikilvæg, en hún
skapar ekki verðmæti eða eykur
þjóðarauð — atvinnutækifærum
fjölgar ekki.
Hvað skyldu menn meina þegar
þeir segja: „Meiri og betri mennt-
un“? Skyldu þeir sjálfir hafa íhugað
hvers konar menntun það er sem
þeir telja að vanti? Þetta þarf að
skilgreina.
Ef við ætlum að gera fiskinn
okkar verðmætari þurfa einhvetjir
að læra betur á fískinn, veiðamar,
framleiðsluna og neysluna. Athuga
þarf hvort meðferðin á fískinum
er eins og vera ber um borð í físki-
skipunum. Eru sjómennimir nógu
vel að sér varðandi þetta? Komi í
ljós að þar vanti á þurfa sjómenn-
irnir meiri menntun, hugsanlega
talsvert meiri menntun varðandi
nýtingu, matvælaþekkingu og
geymslu fískifangs.
Hvað með frystihúsin, fískmark-
aðina og gámameðferðina, er lík-
legt að þama sé pottur brotinn?
Er hugsanlegt að það myndi svara
kostnaði að mennta betur það fólk
sem við fiskinn vinnur í landi? —
Tvímælalaust — þetta fólk heldur
um lífæð þjóðarinnar, en engrar
menntunar er krafíst, — hvað veld-
ur?
Þótt auknar menntunarkröfur
kölluðu á hærri laun verður að álíta
að þær myndu skila meiri verðmæt-
um, líkur myndu aukast á því að
skilningur á samkennd yxi og hætt-
an á erlendri markaðsspillingu
myndi minnka. Þessu fólki hefur
verið boðinn bónus í stað menntun-
ar, er ekki þarna um nokkra þver-
sögn að ræða? — Það er fátítt að
langskólagengnu fólki sé boðinn
bónus.
Það var sú tíð að aflamenn voru
kallaðir „fískikóngar" og var þá
eingöngu miðað við aflamagn,
verðmætin skiptu ekki máli. Sem
betur fer þá hefur þetta breyst,
fjölmiðlarnir hafa valdið því með
skynsamlegri skrifum um afla-
brögð. Það kostaði mikil átök að
koma því á, að sjómenn hættu að
vitja línu og neta eftir geðþótta,
mörgum sjómanninum fannst þá
að verið væri að taka af sér mann-
réttindi. Nú dettur engum í hug
að fara svona að, þarna er um að
ræða verðmæta fræðslu sem hefur
komist til skila og skapar ómæld
verðmæti i þjóðarbúið. Flokkast
þetta undir menntun?
Skyldi það vera svona menntun
sem mennirnir áttu við þegar boðuð
var þörf á meiri menntun t.d. í
þættinum „Á krossgötum", þar
sem valinkunnir menn ræddu þörf-
ina á meiri menntun og bentu t.d.
á Hong Kong, Kóreu og Singapúr
máli sínu til stuðnings. Líklega
ekki, — þeir munu varla vita ná-
kvæmlega hvers konar menntun
er hvatinn að þeirri miklu framþró-
-un á iðnaðarsviðinu, sem átt hefur
sér stað í þessum löndum. Margt
bendir til að þar, eins og t.d. í
fremstu iðnaðarlöndum Evrópu,
vaxi menn upp innan fyrirtækjanna
og fái þar sína skólun, ekki með
úreltum menntunar- eða réttinda-
kerfum, heldur með fræðslu sem
miðast við framtíðarmöguleika á
framleiðslusviði fyrirtækjanna.
Þessar þjóðir í Asíu, sem að
framan eru nefndar, búa ekki yfír
miklum náttúruauðlindum í venju-
legum skilningi, viðhorfíð til vinn-
unnar er öðruvísi en hjá okkur og
þjóðfélögin eru stærri. Þau hafa
aflað sér framleiðsluþekkingar sem
á fáa sína líka og framleiðslan
byggir ekki eingöngu á ódýru
vinnuafli, heldur einnig á hæfíleik-
anum að selja. Framleiðnin er mik-
il og tekist er á við tæknina.
Spekingar okkar, sem oft hættir
til að tala niður til okkar, verða
fljótir að benda á öruggar lausnir:
„Við seljum út hugvit,“ segja þeir
með miklum alvöruþunga, en við
spyrjum, hvaða hugvit? Þetta hefur
gerst í mjög takmörkuðum mæli,
t.d. rafeindavogir og nokkur ein-
angruð tilfelli, en ekkert sem mæl-
ist verulega. Veiðarfæri, vatn og
vikur verður varla flokkað undir
útflutning á hugviti, það byggir á
dugnaði og sýnir að ýmislegt er
hægt að gera.
Þá komum við að einu stærsta
vandamáli okkar íslendinga, fyrir-
tækin okkar eru smá og markaður-
inn lítÍÚ, svo lítill að hann nýtist
varla til vöruþróunar. Hvað er þá
til ráða, getum við ekki nýtt okkur
þá langvarandi menntun sem okkur
hefur staðið til boða um áraraðir,
bæði heima og erlendis, á meiri vild-
arkjörum en þekkjast annars stað-
ar? -Ef marka má fullyrðingamar
sem fram komu á þingi iðnrekenda
í vor virðist menntunarkerfíð ekki
nýtast til að brauðfæða þjóðina, þar
var þvf haldið fram að engin aukn-
ing hefði orðið á almennri iðnaðar-
framleiðslu til útflutnings síðan fyr-
ir EFTA, eða í 20 ár! — Hvers
vegna? Hefur nokkur tilraun verið
gerð til þess að leita orsakanna?
Vísustu menn fullyrtu um áraraðir
að vaxtarbroddurinn væri í iðnaði,
þar væri að fínna störfín fyrir nýlið-
un, en raunin er önnur.
Árni Brynjólfsson
„Möguleikarnir sem nú
opnast í Austur-Evrópu
eru nýttir af þjóðum
eins og t.d. Dönum, sem
dæmi má nefna að
danskir rafverktakar
eru farnir að taka að
sér endurnýjun lagna í
þeim hluta Þýskalands,
sem áður hét Austur-
Þýskaland.“
Fyrir inngönguna í EFTA var
eytt miklu fé úr sjóðum almennings
til þess að treysta stöðu þeirra iðn-
fyrirtækja sem vom í útflutningi,
en hvernig fór? — Húsgagnaiðnað-
urinn t.d., sem álitinn var líklegur
til stórra hluta á þessu sviði, byggði
stórhýsi og snéri dæminu við, menn
fóru alfarið að flytja inn húsgögn!
Verslunarhallirnar komu í stað
verkstæða og vöruþróunar.
Það er vandalítið að gagnrýna
það sem aflaga hefur farið, við
getum velt okkur upp úr því enda-
laust, en af því má draga nokkurn
lærdóm. Þegar til stóð að byggja
hér álver (ISAL) vom skrifaðar
lærðar greinar og flutt fróðleg er-
indi um þau mörgu tækifæri sem
landanum byðist við úrvinnslu úr
áli, en hver hefur orðið raunin? Það
eina marktæka í þessa átt hefur
orðið með aðstoð danskrar verk-
smiðju, sem framleiðir og selur ál-
pönnur. Hugsanlega er þarna hluti
skýringarinnar á því hve illa okkur
gengur að framleiða og selja til
útlanda. — Vlð kunnum ekki að
selja.
Okkur er lífsnauðsyn að skapa
fleiri atvinnutækifæri í landinu, hjá
því verður ekki komist, í iðnaði
verður þetta ekki gert nema með
því að fá erlenda framleiðendur til
þess að íjárfesta hér á landi, annað
hvort einir sér eða í samvinnu með
öðrum. Hér er auðvitað komið við
kviku hjá nokkrum sérvitringum
sem álíta að við séum í einhverri
hættu vegna hingaðkomu erlends
fjármagns. Þetta er hin mesta fírra,
við getum ekki látið villa um fyrir
þjóðinni á þennan hátt. Á sama
tíma og t.d. Skotar og írar bjóða
erlendum framleiðslufyrirtækjum
gull og græna skóga, ókeypis lóðir,
Ián með lágum vöxtum og tíma-
bundið skattleysi, hefjum við upp
söng um „byggðastefnu" og heimt-
um, að þeir fáu sem hingað leita
kynni sér útkjálkana, þreytum þá
— og hrekjum í burtu!
Reynslan ætti að sýna okkur að
líklegasta, fljótvirkasta og ódýrasta
leiðin til þess að skapa hér varan-
lega velsæld er að mennta menn í
ríkari mæli til samskipta við útlend-
inga, bæði í sölumennsku og fram-
leiðslu, koma venjulegu fólki í störf
hjá erlendum verksmiðjum og
verslunarfyrirtækjum, sem hugs-
anlegt er að vilji framleiða hér á
landi eða að.nýta á einhvern hátt
þær fáu auðlindir sem vitað er um
í okkar landi. Við heijum t.d. varla
bíla- eða flugvélaframleiðslu hér,
en við gætum einbeitt okkur að
framleiðslu ákveðinna hluta í þessi
tæki eða önnur, —,gera það betur
og ódýrar en aðrir. Umfram allt
að vera ekki hrædd þótt útlending-
ar eigi verksmiðjurnar, þær skapa
atvinnutækifæri, greiða skatta og
laun, engu síður en þær íslensku,
um það vitnar löng reynsla. Það
er hættulegra að selja orkuna ónot-
aða úr landi um streng, við það
verða fá atvinnutækifæri í landinu.
Sem úrræði kemur til greina
aukin og breytt áhersla á tungu-
mála-, verslunar-, verk- og land-
fræðimenntun, svo eitthvað sé
nefnt, við eigum fjölda ungs fólks,
sem þarf að virkja á annan hátt
en með hinu hefðbundna skóla-
kerfí, við þurfum að læra að þekkja
þau þjóðfélög sem fremst standa í
framleiðslu og verslun, ekki með
skyndiferðum fárra útvalinna,
heldur sem skipulegan þátt í nýju
samofnu námsferli sem hentar fá-
mennri og einangraðri þjóð. Látum
leita að framleiðslutækifærum.
Við tölum um möguleikana sem
opnast með tilkomu EES, en minna
um það að stór hluti landsmanna
hefur það litla tungumálamenntun
og þekkingu á Evrópulöndunum,
að möguleikarnir nýtast ekki þótt
hæfileikarnir séu fyrir hendi. Við
þurfum að leggja meiri áherslu á
menntun og fræðslu þess fólks sem
aldrei fer í háskóla, það er líklegri
leið til arðsemi en að einblína á
sífellt útvatnaðra stúdentspróf,
sem æðsta takmark í tilveru ung-
menna. Aðgangur að háskóla er
mikilvægur, en þar er ekki allan
sannleika að finna.
Hvernig stendur á því að við
getum ekki smíðað skip sem eru
samkeppnishæf við smíði í öðrum
löndum, ekki einu sinni þau fáu
fiskiskip sem bætast í flotann,
þarna skortir einhveija þekkingu
sem t.d. Norðmenn búa yfír því
ennþá er verið að byggja skip fyrir
okkur í Noregi þótt þessi iðja sé
ekki eldri þar en hér.
Málmiðnaðurinn okkar á erfitt
uppdráttar, en hvað veldur? Því er
kennt um að aðrar þjóðir séu örlát-
ari á rekstrarfé og greiði niður
skipasmíðar, sem er sjálfsagt rétt,
en hvers vegna gera Norðmenn
þetta? Þess sjást víða merki að
Norðmenn greiði niður framleiðslu,
t.d. í plastiðnaði. Hvað sem þessu
líður virðist eitthvað fleira íþyngja
málminum og spurning hvort nafla-
skoðunar er ekki þörf. Viðgerðar-
þjónustan hefur einnig verið gagn-
rýnd af forystu útvegsmanna, lík-
lega þó fyrst og fremst skipulagn-
ing hennar.
Menntun iðnaðarmanna er og
hefur um langan aldur verið vanda-
mál sem erfítt virðist að leysa, en
þar eins og á fyrrnefndum sviðum
virðist athyglin ekki beinast að
þeim þáttum sem mest á hvílir,
þ.e. vinnustaðnum, stjórnuninni og
sölumennskunni. Möguleikarnir
sem nú opnast í Austur-Evrópu eru
nýttir af þjóðum eins og t.d. Dön-
um, sem dæmi má nefna að dansk-
ir rafverktakar eru farnir að taka
að sér endumýjun lagna í þeim
hluí-a Þýskalands, sem áður hét
Austur-Þýskaland.
Það sem vekur athygli í þessu
sambandi er að jafnframt er í Dan-
mörku hafið námskeiðahald í þýsku
fyrir verkstjóra og aðra er starfa
þar fyrir austan. — Myndum við
bregðast svona við? — Er ekki lík-
legra að menningarvitarnir okkar
sæju hættur á hveiju horni, ráð-
legra væri að kenna útlendingum
íslensku! Hvað aðhöfumst við? Auð-
vitað er lengra að sækja á þessi
mið fyrir okkur, en t.d. Dani, en
þau merku tíðindi bárust nýlega frá
einu fyrirtæki í rafíðnaði, sem hef-
ur þegar haslað sér völl fyrir aust-
an með því að selja þangað töflur
og búnað í fiskvinnslutæki, —
þarna eru ný mið sem vert er að
kanna betur! Til þess þarf fjár-
magn, þekkingu og mannvit.
Við getum losnað úr sjálfheld-
unni ef við reynum nýjar leiðir!
Höfundur er framkvæmdastjórí
Landssambands íslenskra
rafverktaka.
UTIVERA FYRIR ALLA
Stundir þú útiveru
þá færðu búnaðinn hjá
okkur, alltaf einhver
tilboð í gangi.
Sendum / póstkröfu
KRINGLU
Borgarkringlan, sími 67 99 55